Fréttatíminn - 03.02.2017, Page 60

Fréttatíminn - 03.02.2017, Page 60
Unnið í samstarfi við VMA Verkmenntaskólinn á Akureyri býður upp á fjölbreytt verknám með öfluga tengingu við at- vinnulífið. Baldvin Ringsted er sviðsstjóri verknáms í VMA. „Við höfum verið að taka nýjar greinar inn og taka aftur upp greinar sem hurfu frá okkur,“ segir Baldvin og nefnir í því samhengi bifvélavirkj- un. „Það nám var tekið af okkur, nánast með valdi á sínum tíma, en með harðfylgi komum við því á aftur. Það nám er skýrt dæmi um samstarf við atvinnulífið því við verðum að vera með bíla í náminu, þá fáum við lánaða frá umboðun- um auk sértæks búnaðar,“ segir Baldvin. Tekur 4 ár að búa til iðnaðarmann Þrátt fyrir fækkun menntaðra iðnaðarmanna hefur ásóknin í verknámið í VMA ávallt verið góð. „Það fækkaði í byggingargreinun- um hjá okkur eftir hrun en er að ná sér á strik og er að verða nokk- uð gott. Þetta spilast auðvitað með atvinnulífinu, hvort það er pláss þar. Við höfum reynt að láta atvinnulífið bera ábyrgð með okk- ur, ef það verður verkefnaskortur mega þeir ekki hætta að taka nema því þegar birtir aftur tekur alltaf 4 ár að búa til iðnaðarmann. Þeir verða að taka ábyrgð og taka nema þó að það harðni í ári. Þetta er sameiginlegt verkefni skóla og atvinnulífs og við verðum að spila saman, ekki bara þegar vel geng- ur,“ segir Baldvin. Esja gæðafæði framleiðir mikið af nautahakki og hamborgurum. „Við erum stórir í hamborgurunum, framleiðum mikið af þeim. Ætli það séu ekki að rúlla í gegn svona 6-7 tonn af nautahakki í hverri viku hjá okkur,“ segir Jón framleiðslustjóri. 6-7 tonn af hakki og hamborgurum á vikuStefnan að taka sem flesta nema á samning í kjötiðn Esja Gæðafæði er eitt öflugasta fyrirtæki á markaðnum sem sinnir mötuneytum, veitingahúsum og verslunum og rekur auk þess glæsilega verslun, Sælkerabúðina Unnið í samstarfi við Esju gæðafæði Við erum að einbeita okkar að stóreldhúsamarkaði, mötuneytum, veitingastöð-um og fleiru slíku. Það er okkar mál og við stefnum á að vera valkostur nr. 1 á landinu fyrir stór- eldhúsin,“ segir Jón Þorsteinsson, framleiðslustjóri hjá Esju Gæðafæði. Esja Gæðafæði er hefðbundið kjötiðnaðarfyrirtæki. „Við erum með lambakjöt, hrossakjöt, folaldakjöt, svínakjöt og nautakjöt og fugla- kjöt. Við vinnum úr þessu öllu eftir óskum kaupandans. Við erum einnig með mikið magn tilbúinna rétta sem eru afgreiddir til viðskiptavina til- búnir í ofninn eða á pönnuna í mötu- neyti,“ segir Jón. Um mitt sumar sameinuðust Esja Gæðafæði og Kjötbankinn und- ir nafninu Esja Gæðafæði og eftir stendur eitt öflugasta fyrirtæki á markaðnum sem sinnir mötuneyt- um, veitingahúsum og verslunum. Esja Gæðafæði er til húsa að Bitru- hálsi 2 þar sem Osta og smjörsalan var til húsa á árum áður. „Kjötvinnslan stækkaði töluvert við sameininguna. Núna vinna um 70 manns hjá fyrirtækinu þegar allt er talið; skrifstofa, söludeild og kjöt- vinnsla. Við erum með 12 kjötiðnað- armenn og þar af 6 kjötiðnaðar- meistara sem hafa áratuga reynslu og þekkingu í faginu og stefna okkar er að taka sem flesta nema á samning í kjötiðn,“ segir Jón en skortur hefur verið á kjötiðnaðar- nemum hér á landi að undanförnu. „Við erum með sjö nema á sam- ningi hjá okkur í dag. Og viljum að þeim fjölgi til að viðhalda fagþekk- ingu innan okkar starfsgreinar.“ Esja Gæðafæði rekur einnig Sælkerabúðina sem er til húsa að Bitruhálsi 2. Þar er að finna allskonar góðgæti sem sælkerar og matgæðingar kunna að meta. „Þetta er mjög glæsileg verslun, þar erum við með mikið af kjöti og ost- um og stefnan er að gera verslun- ina jafnvel enn glæsilegri en þegar er. Þarna er hægt að nálgast allt það besta sem við höfum upp á að bjóða og hægt að gera sérpantanir á heimsíðunni, www.saelkerabu- din.is. Það er mikill metnaður hjá starfsmönnum í Sælkerabúðinni.“ Jón Þorsteinsson, framleiðslustjóri hjá Esju Gæðafæði, segir að mikill metnaður sé fyrir því að taka á móti kjötniðnaðarnemum hjá fyrirtækinu. Mynd | Hari Fjölþætt samvinna skóla og atvinnulífs Mikilvægt að atvinnulífið beri ábyrgð. Útskriftarnemar í háriðn á sýningu á Glerártorgi. Hörður Óskarsson kennari sýnir grunnskólanemendum í námskynningu töfra málmsuðuhermisins. Baldvin segir stærðina á bæjar- félaginu hjálpa verulega til þegar kemur að því að efla tengslin við atvinnulífið. „Oft er það þannig að það koma kennarar sem hafa ver- ið að vinna í fyrirtækjum í bænum og þannig höldum við tengsl- um við fyrirtækið og mannskap- inn. Þau á höfuðborgarsvæðinu öfunda okkur dálítið af þessum tengslum.“ Matartæknirinn eftirsóknarverður Þrjár greinar innan skólans eru jafnan stöðugar, það eru vélstjórn, rafvirkjun og húsasmíði. „Við erum annar tveggja skóla hér á landi sem kennir vélstjórn til fullnaðar- réttinda. Þetta er fimm ára mjög krefjandi nám, við útskrifum 10-15 vélstjóra á ári,“ segir Baldvin. Kokkanám í VMA er nokkuð eftirsóknarvert, þjónanám er ekki í boði eins og er en það stendur þó til að bæta úr því. Mikil að- sókn er í matartækninn sem veitir fólki réttindi til þess að vinna á sjúkrahúsum og mötuneyt- um, til dæmis. „Við útskrifuðum 15 um áramótin og erum með 18 manna hóp núna. Þetta er í lotu- námi þannig að þetta er nám með vinnu. Við höfum verið að bjóða nokkrar námsleiðir í lotunámi og það hefur gefið góða raun. Á næstunni má búast við fleiri slík- um,“ segir Baldvin. Styrkir og samvinna skipta sköpum Að undanförnu hefur mikið ver- ið talað um skort á fjármagni frá ríkisvaldinu til þess að viðhalda eðlilegu starfi í framhaldsskólum og þar er VMA engin undantekn- ing. „Við höfum svo sem kvart- að og kveinað yfir ríkisvaldinu, að við fáum ekki fjármagni til tækjakaupa. En við höfum reynt að bregðast við og höfum stofnað fagráð í hinum ýmsu greinum til að styrkja tengslin við atvinnulíf- ið. Samherji, Slippurinn og Kæl- ismiðjan Frost styrktu okkur til dæmis um 20 milljónir til tækja- kaupa sem skiptir sköpum til að vera með móðins búnað. Einnig má nefna að Slippurinn hefur staðið sig einstaklega vel í því að taka inn nema og er alltaf með ákveðinn fjölda. Þegar einhver tekur svo sveinspróf þá kemur annar nemi inn í staðinn,“ segir Baldvin. 12 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017IMFR 150 ÁRA

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.