Fréttatíminn - 03.02.2017, Page 66
Bakaranámið er skapandi og spennandi nám.
Bakarinn sér um vort daglegt brauð, kökur og fleira. Myndir | Hari
Þann 14. desember 2008 sameinuðust Trésmiðafélag Reykjavíkur og Félag
byggingamanna Eyjafirði undir nafninu Fagfélagið og starfaði það undir því
nafni í um 3 ár. Á aðalfundi félagsins 28. mars 2012 var samþykkt að breyta
nafni félagsins í Byggiðn – félag byggingamanna. Tilgangur með samein-
ingu þessara tveggja félaga var að stofna öflugan málsvara iðnaðarmanna
í byggingariðnaði.
Trésmiðafélag Reykjavíkur var stofnað 10. desember 1899. Frá því að Tré-
smiðafélagið var stofnað og fram á miðjan sjötta áratuginn var það fremur
fagfélag en eiginlegt stéttarfélag. Um miðjan sjötta áratuginn varð sérstakt
meistarafélag til, meistarar gengu í Vinnuveitendasambandið og sveinar í
Alþýðusambandið. Við þetta urðu mikil þáttaskil og Trésmiðafélag Reykja-
víkur varð hreint stéttarfélag þar sem kjaramál eru efst á baugi.
Félag byggingamanna Eyjafirði (áður Trésmiðafélag Akureyrar) var stofnað
árið 1904. Upp úr miðri síðustu öld fór félagið að þróast í launamannafélag.
Á fundi 20. janúar 1967 var samþykkt að félagið sækti um inngöngu í Sam-
band byggingamanna og jafnframt gekk það þá úr Landssambandi iðnað-
armanna og varð aðili að Alþýðusambandi Íslands.
Félagið hefur í gegnum tíðina sett mark sitt á uppbyggingu Akureyrar. Það
beitti sér fyrir stofnun Iðnaðarmannafélags Akureyrar haustið 1904, en
Iðnaðarmannafélagið stofnaði og rak Iðnskólann í hálfa öld. Verk félags-
manna sjást í byggingasögu bæjarins og ekki síður með beinni þátttöku í
stefnumörkun þar sem nokkrir forystumenn félagsins hafa setið í bæjar-
stjórn Akureyrar.
Stærsta áskorunin að
laða ungt fólk að iðnnámi
Formaður Byggiðnar er ósáttur við að ófaglært fólk sé flutt hingað til lands
í stað iðnmenntaðra þegar skortur er á iðnaðarmönnum.
Unnið í samstarfi við Byggiðn
Iðnmenntun í landinu er jafn-gömul Iðnaðarmannafélaginu enda var það stofnað að stórum hluta í kringum upphaf Iðn-
skólans. Við fögnum afmæli þessa
ágæta félags sem hefur aukið veg
og virðingu iðnaðar í landinu,“
segir Finnbjörn A. Hermanns-
son, formaður Byggiðnar – félags
byggingamanna.
„Aðsókn að iðnnámi hefur verið
sveiflukennd þar sem tískusveifl-
ur, atvinnuástand og fleiri þættir
spila inn í hversu vinsælt það er að
læra iðn. Í dag er staðan sú að það
er mikið að gera í byggingafram-
kvæmdum en ekki mikil ásókn í
námið. Ástæðan er sú að hér varð
hrun og þá þótti mönnum ekki fýsi-
legur kostur að fara í iðnnám og
strax á eftir kom mikil uppsveifla.
Við erum að súpa af þessu seyðið
núna og það vantar mannskap í
nánast allar iðngreinar,“ segir Finn-
björn.
Hann telur að hluti af takmark-
aðri aðsókn í iðnnám sé að iðn-
menntun sé ekki gert nógu hátt
undir höfði. Ófaglært fólk sé flutt
hingað til lands í stað iðnmennt-
aðra vegna þess að það sé ódýrara
vinnuafl.
„Í byggingariðnaði lýsir þetta
sér í lélegri gæðum á húsnæði.
Stærsta áskorun okkar er að laða
ungt fólk að iðnnámi og síðan að
fyrirtækin sýni neytendum þá
virðingu að vanda til verka og
byggja mannvirki af hámarksgæð-
um. Sem betur fer eru enn fyrirtæki
á markaði sem standa upp úr hvað
þetta varðar, fyrirtæki sem byggja
sína starfsemi á vel menntuðum
iðnaðarmönnum. Þeirra íbúðir eru
eftirsóttar vegna orðsporsins sem
af þeim fer.“
Finnbjörn segir eitt af baráttu-
málum Byggiðnar að bæta iðn-
menntun og fjölga iðnnemum í
skólunum. „Við eigum mjög góða
iðnskóla, þó þeir mættu vera betur
tækjum búnir, og góða kennara.
Allur grundvöllur er fyrir hendi,
það þarf bara að laða unga fólkið
að. Þá er mikil umræða að stofna
fagháskólastig, sem byggir ofan á
iðnnám. Það yrði atvinnulífinu mikil
lyftistöng og myndi einnig gera
iðnnám eftirsóknarverðara fyrir
ungt fólk. Þessi hugmynd er komin
á framkvæmdastig svo ég tel allar
líkur á að við getum farið að bjóða
upp á fjölbreytt fagháskólanám
áður en langt um líður.
Síðan þurfum við að taka gæða-
málin fastari tökum svo fyrir-
tæki komist ekki upp með að
nota starfsfólk sem ekki kann
til verka. Ábyrgð byggingaraðila
þarf að vera töluverð þegar fólk
er að leggja aleigu sína í húsnæði
og íbúðir á að meta eftir gæðum.
Tvær jafnstórar íbúðir eru ekki
sami hlutur þó þær standi í sama
hverfi. Það þarf að taka upp sem
reglu að fagaðilar ástandsskoði
íbúðir áður en þær fara í sölu. Það
verður að vanda til verka og ég
vona að þeir sem eru að byggja
fari að hugsa sinn gang.“
Hann segir að áhugavert sé að
skoða söguna sem virðist endur-
taka sig reglulega. „Trésmiðafé-
lag Reykjavíkur er stofnað 1899
og á 100 ára afmælinu gáfum við
út sögu þess. Þegar maður les
hana sér maður þessar sveiflur í
atvinnuástandinu, það virðist vera
gegnumgangandi í sögunni. Okkur
gengur illa að læra af reynslunni.
Með minni sveiflum yrðu iðnaðar-
störf í byggingariðnaði eftirsóknar-
verðari kostur,“ sagði Finnbjörn að
lokum.
Unnið í samstarfi við MK og MATVÍS
Kökugerðarmaður (Konditorí):
Kökugerð er löggilt iðngrein sem er fjögurra
ára samningsbundið iðnnám og fer mestur
hluti námsins fram á vinnustað. Skólaþáttur
námsins fer fram í Danmörku.
Starf kökugerðarmana er nátengt störfum
bakara nema hvað þeir eru meira í konfekt-
gerð, sykurskreytingum og vinna í bakarí-
um, konditoríum, veitingahúsum, við sölu-
mennsku til dæmis.
Bakaraiðn
Bakaraiðn er löggilt iðngrein. Bakaranámið er
fjögurra ára samningsbundið iðnnám, mestur hluti
námsins fer fram á vinnustað með námssamningi.
Þetta er ein af eldri iðngreinum sem við eigum og
elsta starfsstéttin innan MATVÍS. Árið 1934 gáfu
bakarar út 100 ára sögu brauðgerðar á Íslandi.
Bakarastarfið er fjölbreytt starf og unnið við
skapandi og spennandi viðfangsefni svo sem
brauð, kökur og tertuskreytingar, svo eitthvað sé
nefnt. Þeir sem hafa menntað sig til bakarastarfs-
ins hafa auk þess ýmsa starfsmöguleika. Bakar-
ar starfa í bakaríum, á veitingahúsum, við sölu-
mennsku og víðar.
Bakarastarfið
er fjölbreytt
og spennandi
Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Byggiðnar – félags byggingamanna, segir að Iðnað-
armannafélag Reykjavíkur hafi aukið veg og virðingu iðnaðar í landinu. Mynd | Hari
18 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017IMFR 150 ÁRA