Fréttatíminn - 03.02.2017, Page 67

Fréttatíminn - 03.02.2017, Page 67
Unnið í samstarfi við FIT Hilmar Harðarson, for-maður Félags iðn- og tæknigreina, hefur áhyggjur af aukningu kennitöluflakks sem áður hafði náðst ágætis árangur við að stemma stigu við. Hann seg- ir flest benda til þess að kenni- töluflakk og svört atvinnustarf- semi sé aftur að færast í aukana á ákveðnum sviðum á íslensk- um vinnumarkaði. „Enn fær það að viðgangast að einstaklingar, sem hafa orðið uppvísir að refsi- verðri starfsemi í atvinnurekstri, setji félög í þrot, vísi launakröf- um á Ábyrgðarsjóð launa, standi hvorki skil á gjöldum til verka- lýðsfélaga né lífeyrissjóða. Kaupi svo nýtt félag með nýrri kenni- tölu á næstu lögfræðiskrifstofu og byrji leikinn upp á nýtt,“ segir Hilmar sem bindur vonir sínar við að nýir ráðherrar skeri upp herör gegn þessari meinsemd. „Það vantar ekki fleiri nefndir, bara efndir.“ Ógn við stéttina Félagsleg undirboð eru einnig stórt vandamál að sögn Hilm- ars en þá er átt við þegar verið er að setja ófaglærða í störf sem krefjast fagþekkingar í þeim tilgangi að lækka launakostn- að. Oft sé verið að leita út fyrir landsteinana að slíku starfsfólki og fordæmir FIT slíkt þar sem það setur stéttina niður og gerir samningaviðræður og kjarabæt- ur erfiðari. „Starfsmannaleig- ur flytja inn erlenda verkamenn sem eiga að fá lágmarkslaun á íslenskum vinnumarkaði og fá sumir greidd þau laun en aðrir ekki. Þessir erlendu verkamenn vinna flest eða öll störf sem unn- in eru við byggingu fjölmargra mannvirkja á Íslandi um þessar mundir, líka þau störf sem iðnað- armenn með löggilt starfsréttindi eiga að vinna samkvæmt lögum og samningum sem eiga að gilda á íslenskum vinnumarkaði,“ seg- ir Hilmar og bætir við að þessi undirboð séu raunveruleg ógn við heila stétt fagfólks. Frábært framtak Íslandsmeistaramót iðngreina hefur verið haldið undanfarin en tekið var upp á þeirri nýbreytni í fyrra að aka grunnskólanemend- um á mótið. Hilmar segir að FIT hafi fagnað mjög þessu framtaki. „Við fáum ekki nægilega marga í greinarnar að okkar mati. Þetta er vel til þess fallið að vekja áhuga ungmenna á iðngreinum, við fáum ekki nægilega marga í greinarnar að okkar mati,“ segir Hilmar. Hilmar óskar að lokum Iðnað- armannamannafélagi Reykjavíkur til hamingju með 150 ára afmælið fyrir hönd Félags iðn- og tækni- greina. Evrópumót iðngreina EuroSkills var haldið dagana 1. til 3. des- ember sl. í Gautaborg. Alls tóku 500 keppendur frá 28 Evrópu- löndum þátt í keppninni. Á EuroSkills mæta keppendur alls staðar að úr Evrópu en þetta var í fyrsta sinn sem keppn- in var haldin í Skandinavíu. EuroSkills er stærsta iðngreina- keppni í Evrópu og meginmark- mið hennar er að bæta gæði og stöðu iðngreina og kynna iðn- og verkgreinar fyrir ungu fólki sem er að velja sér framtíðar- nám. Keppendur fengu ákveðn- ar hugmyndir um hver verkefn- in yrðu fyrir keppnina. Gestir og keppendur geta tekið þátt í ýmsum viðburðum tengdum keppninni svo sem sýningum og fyrirlestrum. Frá Íslandi voru keppendur í sjö iðngreinum. Keppendur voru Anton Örn Gunnarsson sem keppti í húsasmíði, Axel Fannar Friðriksson í grafískri miðlun, Bjarki Rúnar Steinsson í málm- suðu, Bjarni Freyr Þórðarson í rafvirkjun, Iðunn Sigurðardóttir í matreiðslu, Reynir Óskarsson í pípulagningum og Sara Anita Scime í hárgreiðslu. Liðsstjóri íslensku keppendanna var Svanborg Hilmarsdóttir raf- magnstæknifræðingur. Áætlað er að gestir á keppninni hafi verið um 70.000 manns og þar af um 45.000 nemendur frá ná- grannabyggðum Gautaborgar. Íslensku keppendurnir stóðu sig afar vel. Þrír keppendur voru með yfir 500 stig og hefur það ekki tekist áður í þessari keppni. Bjarni Freyr, sem keppti í rafvirkjun, var aðeins hárs- breidd frá því að komast á verð- launapall. Íslandsmót iðngreina verður svo haldið í Laugardals- höll dagana 16.-18. mars nk. Næsta EuroSkills keppni verður haldin í Búdapest árið 2018. FIT sinnir öflugu vinnustaðaeftirliti. Vantar fleiri efndir – ekki nefndir Kennitöluflakk og félagsleg undirboð raunveruleg ógn við stéttina. Hilmar Harðarson, formaður Félags iðn- og tæknigreina. Reynir Óskarsson, félagsmaður í FIT sem keppti í pípulögnum að stilla upp sínu verkefni. 19 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017 IMFR 150 ÁRA

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.