Fréttatíminn - 03.02.2017, Side 79

Fréttatíminn - 03.02.2017, Side 79
Unnið í samstarfi við Kopar Jónmundur Þorsteinsson og Emil Tumi Víglundsson standa vaktina um helgina á barnum á Kopar. Boðið verður upp á keppniskokteil sem Emil hefur verið vakinn og sofinn yfir undanfarnar vikur og hlaut nafnið Aðaldalur. „Við bjuggum til okkar eigið skyr sem við blönd- um við brennivín, svo erum við með heimatilbúið bláberjasíróp,“ segir Jónmundur. Aðspurður um aðferðina, hvort hún sé hernaðarleyndarmál, segir Jónmundur að Emil hafi legið yfir henni dag og nótt og sé raunar ofar hans skilningi. „Þetta er víst rosa flókið ferli sem gaman er að fylgj- ast með. Þú þarft að vera með ákveðið hitastig og búa til gerla. Við setjum vanillustangir út í skyrið og búum þannig til vanilluskyr með besta mögulega hráefni sem völ er á. Svo blöndum við því saman við brenni- vínið og notum það í kokteilinn. Venjulega notum við sítrónusafa eða limesafa til að fá sýru en við notum mysu í keppniskokteilinn,“ segir Jónmundur. Rauðkálssíróp og gulrætur Ekki var farin hefðbundin leið að kokteilagerðinni þetta árið og seg- ir Jónmundur að þeir Emil og fé- lagar hafi reynt að gera sitt besta til þess að finna frumlegar sam- setningar sem fólk hefur jafnvel ekki heyrt um áður. Þar má til dæmis nefna annan kokteil sem er búinn til úr vodka og rauðkálssírópi og annar úr gulrótum og engifersírópi. Jónmundur keppir síðan í freestyle keppninni og ákvað að leita í upprunann eftir innblæstri. „Ég byrjaði sem keyrslubarþjónn niður í bæ og vann þá mikið með sambuca. Mig langaði að gera eitthvað með það þannig að ég er með sambuca sem er „infjús- að“ með vanillu og svo er ég með heimatilbúið ananassíróp,“ segir Jónmundur. Kokteilar með íslensku yfirbragði Mysa, skyr og rauðkál á Kopar. Emil er ákaflega fær bar- þjónn og hefur legið yfir keppn- iskok- teilnum undanfarn- ar vikur. Myndir | Hari Rauðrófusírópið gerir þennan kokteil dásamlega skærbleikan að lit. Aðaldalur – skyr, bláber og brennivín; íslenski draumurinn? Emil og Jónmundur standa vaktina um helgina. Allir kokteilar verða á 1700 krónur um helgina á Kopar. Unnið í samstarfi við Hard Rock Café Þetta er helgi sem þú vilt ekki missa af,“ segir Bru-no Beleo, barþjónn á Hard Rock Café í Lækjargötu. Um helgina fer fram Reykja- vík Coctail Weekend í miðborg Reykjavíkur og Hard Rock Café lætur ekki sitt eftir liggja. „Þessa helgina verðum við með fimm kokteila í boði sem bar- þjónar okkar hafa sett saman í tilefni Reykja- vík Coctail Weekend. Þar á meðal kok- teillinn sem keppir fyrir okkar hönd,“ segir Bruno. Það er barþjónn- inn Davíð sem er höfundur kokteils- ins sem tekur þátt í keppninni á Reykjavík Coctail Weekend. Kok- teillinn kallast The Governor og inniheldur meðal annars Capta- in Morgan romm sem „infjúsað“ er með reyktum kanil og Oreo kexi. „Þetta er nýja tæknin maður, þetta unga fólk er brjálað!“ segir Bruno og hlær. Bruno hefur vakið athygli fyrir tilþrif sín á barnum á Hard Rock, en hann leggur mikið upp úr því að sveifla kokteilhristurunum og öðrum bartólum. Þetta kallast „flair bartending“ upp á ensku og Bruno hefur margoft tekið þátt í þess háttar keppnum. „Þetta er öðruvísi leið til að gera kokteila en um leið skemmt- ir maður gestum. Ég hef tvisvar keppt á heimsmeistaramótinu fyr- ir Íslands hönd og náð ágætis ár- angri. Mitt starf á Íslandi er að kenna unga fólkinu þessa takta. Nýja kynslóðin þarf að erfa þetta svo Ísland komist á kortið í þessum flair-keppnum. Það er mitt mark- mið,“ segir Bruno en hann verður einmitt með slíka barkeppni á Hard Rock í næsta mánuði. „Þá verð ég bara dómari,“ segir hann. Bruno fékk félaga sinn frá Ísr- ael hingað til lands um helgina og saman sýna þeir alla sína bestu takta á barnum. Þeir voru með sýningu í Gamla bíói í gærkvöld og verða í miklu stuði á Hard Rock Café um helgina. Bruno barþjónn á Hard Rock Café afgreiðir kokteilana með miklum stæl og verður í stuði um helgina. Mynd | Hari Sýnir tilþrif á barnum Bruno barþjónn og félagar hans á Hard Rock Café verða í miklu stuði um helgina. Fimm girnilegir kokteilar verða í boði í tilefni Reykjavík Coctail Weekend. „Þetta er öðruvísi leið t il að gera kokte ila en um leið skemmtir mað ur gestum.“ 7 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017 REYKJAVÍKCOCKTAILWEEKEND

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.