Fréttatíminn - 04.02.2017, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 04.02.2017, Blaðsíða 6
Mjúk og falleg „satin striped“ Policotton sængurföt. Sængurver 140x200 cm Koddaver 50x70 cm Fullt verð: 6.490 kr. DORMA HOME sængurföt Aðeins 4.868 kr. Stillanlegur hægindastóll. með skemli. Ljósgrátt slitsterkt áklæði. Fullt verð: 69.900 kr. WESTFIELD hægindastóll með skemli ÚTSALA DORMA NÚ Á FJÓRUM STÖÐUM Nýttu tækifærið Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorgi) www.dorma.is Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði 25% AFSLÁTTUR Aðeins 41.940 kr. 40% AFSLÁTTUR NATURE’S REST heilsurúm m/classic botni Verðdæmi 120 x 200 cm Fullt verð: 79.900 kr. 25% AFSLÁTTUR af 120x 200 cm á meðan birgðir endast. Svart PU leður á botni. Aðeins 59.920 kr. ÚTSALAN LOKAVIKAN ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR OP IÐ Á SU NN UD ÖG UM Í DO RM A SM ÁR AT OR GI LOKAVIKA N Ákæru um hatursorðræðu var vísað aftur í héraðsdóm til efnislegrar meðferðar. 6 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 4. febrúar 2017 Tækni Töluverð leynd hvílir yfir staðsetningu gagnavera á Íslandi en alls eru fimm gagnaver hér á landi. Þau tóku stökk í orkunotk- un árið 2013 þegar svokallaður „námugröftur“ eftir rafeyri, eins og Bitcoin, tók við sér. Eitt gagna- ver í Hafnarfirði hýsir um sjötíu fyrirtæki, þar á meðal heims- frægt bílafyrirtæki. Þá treystir íslenska ríkið á örugga starfsemi gagnaversins, allt frá Alþingi til Landspítalans. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Fréttatíminn heimsótti gagnaver í Hafnarfirði en húsnæðið er ekkert merkt auk þess sem það er torfund- ið á iðnaðarsvæði í bænum. Mikl- ar fjárhæðir eru í húfi og fyrira- tækin treysta á að hugvit þeirra sé verndað. Jafnvel óheppileg mynd af örflögu í eigu þeirra sem vinna rafeyri getur leitt til stórskaða fyrir fyrirtækið. Raforkuþörf allra gagnavera á Íslandi er talin um 40 megawött í dag en var um hálft megawatt frá árinu 2010 til 2013. Það sem breytt- ist skyndilega var nýtt gullgrafara- æði, sem ólíkt þessu frá nítjándu öldinni einkennist ekki af haka og handafli, heldur öflugum hugbúnaði og reikniformúlum. „Eftirspurn eftir orku jókst skyndilega, meðal annars vegna vinnslu á rafeyri og fjölgun gagna- vera á Íslandi,“ útskýrir Jóhann Þór Jónsson formaður samtaka gagnavera. en „námugröftur“ eftir rafmyntum á borð við Bitcoin, og raunar fleiri rafmyntum, er bæði orkufrekur og umfangsmikill í starf- semi gagnavera. „Umfang námugraftar er sífellt að aukast í heiminum og þarf því ör- yggið að vera gott enda fylgir námu- greftrinum almennt mikil leynd eins og í öðrum iðnaði sem sýslar með fjármuni. Til að mynda þarf að verja tæknina, örflögur og annað, þannig að samkeppnisaðilinn kom- ist ekki yfir hana,“ útskýrir Jóhann. Hann leggur þó áherslu á að starf- semi gagnavera hér á landi sé um- talsvert fjölbreyttari. Eins og áður sagði þá treystir íslenska ríkið á gagnaver til þess að halda sínum rekstri gangandi. En það gera líka tryggingafyrirtæki í Bandaríkjun- um, bílaframleiðendur í Evrópu og Veðurstofan danska sem öll keyra sinn búnað á Íslandi. Spurður hvað það sé við Ísland sem heilli fyrirtæki og laði þau að þessari köldu eyju er svarið einfalt. „Græn orka er mjög mikilvægur þáttur í ákvarðanatöku fyrirtækja þegar þau ákveða að hýsa hér á landi,“ segir Jóhann Þór. Ork- an er unnin á náttúruvænni hátt hér en í mörgum löndum, en það kemur meira til; nefnilega kaldur vindurinn. „Sum gagnaver eru í raun hönnuð þannig að þau nýta kalt loft og stöð- ugan vind til að kæla búnaðinn,“ segir Jóhann Þór. Hátækniiðnað- urinn notar því frumstæð öfl nátt- úrunnar sér til hagsbóta og er Ís- land í raun í einstakri stöðu hvað þetta varðar. Þó önnur lönd kunni að bjóða upp á kalt loftslag er það vindurinn sem veitir Íslandi forskot. En það er þó vandi á höndum. Jó- hann segir það á hendi stjórnvalda að marka ábyrga stefnu hvað varðar uppbyggingu gagnavera á Íslandi. „Það er ekki sjálfgefið að sækja við- skiptavini til Íslands og stjórnvöld þurfa að móta markvissa stefnu fyrir þennan iðnað,“ segir hann og bendir á að stjórnvöld í Svíþjóð hafi stigið stór skref með ívilnunum og fyrirgreiðslu þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á þennan iðnað með góðum árangri. Þá hefur það líklega fælt fjárfesta og mögulega viðskiptavini í burtu að það sé að- eins eitt fyrirtæki sem haldi utan um allar nettengingar Íslands við umheiminn. Það sé fákeppni sem stórfyrirtækjum hugnast ekki. „En að sama skapi erum við ekki endilega að leita að stórfyrirtækj- um þó þau væru vissulega velkom- in. Við viljum millistór fyrirtæki og fjölbreytta þjónustu,“ segir Jóhann Þór. Samtök gagnavera hafa það á stefnuskrá sinni að hvetja Alþingi til að endurskoða raforkulög svo hægt sé að efla gagnaveraiðnað á Ís- landi enn frekar. „Segja má að hér á landi sé litið svo á að til séu tvær tegundir raforkunotenda, heimili og stórkaupendur á borð við álver. Þetta þýðir að það vantar að tekið sé tillit til þarfa millistórra fyrirtækja á borð við gagnaver, gróðurhús og líftæknifyrirtæki,“ segir Jóhann Þór. Hann segir skilning stjórnmála- manna á starfsemi gagnavera hafa aukist undanfarin ár og að margt gott sé nú þegar í höfn. Enda geti samtökin sýnt fram á að með hverju megawatti sem fer í gagnaverin, skapist 6 tæknimenntuð störf. Það sé því til mikils að vinna. Mikil leynd yfir gagnaverum á Íslandi Pétur Gunnlaugsson var vongóður um að frávísun yrði staðfest. Jóhann Þór Jónsson er formaður Samtaka gagnavera hér á landi. Myndir | Hari Einn svona gámur rúmar alla netnotkun Íslendinga. Ákæra vegna hatursorðræðu aftur í héraðsdóm Sakamál Ákæra gegn útvarps- manninum Pétri Gunnlaugssyni verður tekin til efnislegrar meðferðar. Hæstiréttur Íslands sneri á fimmtu- daginn frávísun Hérðsdóms Reykja- víkur í ákæru gegn útvarpsmann- inum Pétri Gunnlaugssyni. Pétur var ákærður af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu fyrir haturs- orðræðu í útvarpsþættinum Línan er laus árið 2015. Umræðan var í tengslum við fræðslu Samtakanna ´78 í grunnskólum í Hafnarfirði. Málinu var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem ákæran þótti ekki nægilega skýr. Meðal annars kom fram í frávísunarúrskurði hér- aðsdóms að mörg þeirra ummæla sem tilfærð voru í ákærunni hlytu að teljast almenns eðlis. Það yrði til þess að gera sakborningi erfitt um vik að verjast svo óljósum atriðum. Athygli vekur að Hæstiréttur er algörlega á öndverðum meiði í niðurstöðu sinni og þá skiptir máli að upptakan er tekin í heild sinni. Í úrskurði Hæstaréttar segir að þannig sé Pétri í senn gefin að sök tiltekin ummæli sín og að hafa með því að útvarpa ummælum viðmæl- enda sinna breitt út hatur í garð ákveðins þjóðfélagshóps. Verknað- arlýsing ákærunnar er því skýr, að mati Hæstaréttar, og verður ekki talið að Pétri sé á grundvelli hennar torvelt að taka afstöðu til sakargifta og halda uppi vörnum. Málið verð- ur því flutt efnislega í héraðsdómi. Pétur sagði í samtali við Fréttatí- mann í gær að hann væri vongóð- ur um að frávísunin yrði staðfest í Hæstarétti. | vg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.