Fréttatíminn - 04.02.2017, Blaðsíða 20
Opinn fundur í Borgartúni 19
7. febrúar kl. 8.30–10.00
Hver er staða jafnréttis- og
kynjamála í auglýsingageiranum?
Hvaða máli skiptir kynjajafnvægi
við mótun markaðsskilaboða?
Fram koma
Þorsteinn Víglundsson
Elín Helga Sveinbjörnsdóttir
Birna Einarsdóttir
Dóra Ísleifsdóttir
Kristinn G. Bjarnason
Ragnar Gunnarsson
Selma Rut Þorsteinsdóttir
Fundarstjóri er Elísabet Sveinsdóttir
Húsið opnað kl. 8 – morgunverður í
boði Arion banka. Aðgangur er
ókeypis og allir velkomnir meðan
húsrúm leyfir.
Skráning á www.imark.is
20 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 4. febrúar 2017
leiðandi stöðu í flestum löndum
norðvestanverðrar Evrópu og tóku
til við móta samfélögin út frá hags-
munum hinna vinnandi stétta. Al-
menn velsæld varð markmið stjórn-
valda, aukinn jöfnuður og full
atvinna, uppbygging mennta- og
heilbrigðiskerfis fyrir alla og aukin
réttindi undirsettra hópa. Í stríðinu
eyddist upp mikill auður og auð-
stéttirnar höfðu því ekki sömu tök
á samfélaginu og áður, voru varnar-
lausari í stéttastríðinu.
Seinni bylgja mannúðar
Í stríðslok tóku bandarískir blaða-
menn myndirnar úr útrýmingar-
búðunum og báru þær saman við
myndir sem teknar höfðu verið á
geðvekrahælum í Bandaríkjunum.
Líkindin voru sláandi. Og þessi
samanburður hratt af stað mann-
úðarbylgju í meðferð og umönnun
geðsjúkra, þroskaheftra og annarra
sjúklinga sem áður höfðu í raun
lifað utan samfélagsins. Og þessi
mannúðarbylgja (misskilningurinn
um að stríðið hafi snúist um mann-
úð og að hið góða hafi unnið) hratt
líka af stað mannréttindabaráttu
svartra í Bandaríkjunum, annarri
bylgju kvenfrelsisbaráttunnar og
réttindabaráttu fjölda annarra kúg-
aðra hópa.
Segja má að toppurinn á þeirri
baráttu hafi verið þegar Lyndon
B. Johnson hélt ræðu við skólaslit
í Ann Arbor 1964 og hélt því fram
að einu gildu rökin fyrir að halda
saman skipulögðu samfélagi mill-
um okkar væru þau að rétta við
aðstöðumun sem fólk byggi við
og bæri ekki ábyrgð á. Mannúðar-
hyggja var orðin að þungamiðju
stjórnmálanna og réttlæting stjórn-
kerfisins.
Samfélag fyrir hina veiku
En þessi hugmynd sem Johnson
hampaði í Ann Arbor varð ekki lang-
líf. Okkur er gjarnt að horfa til sjö-
unda áratugarins sem kveikju sam-
félagslegra umbóta en það má allt
eins líta á þennan áratug sem enda-
lok mannúðarbylgjunnar. Þrátt fyr-
ir að Johnson gæfi kröfum um rót-
tækar samfélagslegar breytingar
undir fótinn þá varð sú stefna á
endanum ofan á að mæta mótmæl-
um og kröfugerð af hörku. Ronald
Reagan, fylkisstjóri í Kaliforníu, naut
hylli fyrir að siga þjóðvarðliðinu á
hippana í San Francisco. Hipparnir
misstu líka trú á pólitíska þátttöku
og að samfélagslegar breytingar
gætu bætt líf okkar; þeir urðu æ
sjálfhverfari og enduðu flestir í inn-
hverfum pælingum og sjálfsdekri;
það varð almennt viðhorf að besta
leiðin til að breyta samfélaginu væri
að breyta sjálfum sér.
Endurkoma félagslegs-Darwinima
Í efnahagsþrengingum í kjölfar
olíukreppunnar skapaðist jarð-
vegur fyrir endurkomu hins fé-
lagslega Darwinsisma á Vestur-
löndum. Stjórnmálamenn skýrðu
lakari lífskjör með of miklum völd-
um verkalýðsfélaga, of miklum
réttindum minnihlutahópa og of
mikilli efnahagslegri aðstoð við þá
sem voru illa settir fjárvhagslega.
Erfiðleikar vestræns hagkerfis voru
útskýrðir sem afleiðing þess að
Vesturlönd hefðu brotið gegn hin-
um sönnu lögmálum mannfélags-
ins með því að halda um of aftur af
hinum sterku og dugmiklu. Því var
haldið fram að ríkisvaldið gæti ekki
bætt samfélagið með aðgerðum til
tekjujöfnunar og réttarverndar al-
mennings; heldur væri ríkisvaldið
þvert á móti vandamálið sjálft. Það
hefði tilhneigingu til að styðja hina
veiku, verðleikalitlu og duglausu en
standa í vegi fyrir hinum ríku, verð-
leikamiklu og framtakssömu.
Af leiðingar ol íukreppunn-
ar vörðu nógu lengi til að þessi
sjónarmið, ættuð úr félagslegum
Darwinisma, höfðu afgerandi áhrif
á stefnu hægri flokka víða á Vestur-
löndum. Með kosningasigrum Mar-
grétar Thacher í Bretlandi 1979 og
Ronalds Reagan í Bandaríkjunum
1980 varð félagslegur Darwinssimi
aftur ríkjandi stjórnmálastefna í
voldugum ríkjum eftir hálfrar aldar
hlé. Það hafði síðan mótandi áhrif
á stjórnmálalíf allra Vesturlanda
næstu þrjá áratugina.
Margret Thatcher og Ronald
Reagan leiddu nýja bylgju félagslegs
Darwinisma sem leiddi til hruns
millistéttarinnar og síðar hruns
efnahags og skildi flestar stofnanir
samfélagsins eftir í djúpri kreppu.
Hinir ríku urðu ríkari
Afleiðingarnar þekkjum við. Stefn-
an leiddi til aukinnar misskiptingar
auðs og valda á Vesturlöndum og
niðurbrots þeirra samfélagslegu
gilda, sem höfðu verið ríkjandi frá
stríðslokum. Áratugina eftir kosn-
ingasigra ný-félagslegs-Darwinista
í Bretlandi og Bandaríkjunum
hneigðist lagasetning á Vesturlönd-
um að lækkandi sköttum, auknu
svigrúmi og réttindum til handa
fyrirtækjum og auðugu fólki. Þar
sem stefnan byggði á trúarsetn-
ingum um náttúruvilja óbeislaðs
markaðar studdi hún fólk því meir
sem það var auðugra — ofurauðugt
fólk hlaut að búa yfir ofurverðleik-
um. Og stefnan studdi fyrirtæki því
meir sem þau voru stærri og öflugri.
Þessi stefna var því ekki, fremur
en eldri mynd félagslegs Darwins-
isma, hefðbundin borgaraleg frjáls-
hyggja. Hún vildi ekki styðja alla
jafnt til að finna atorku sinni farveg,
heldur lagðist hún á sveif með þeim
sem þegar voru voldugir og auðugir
svo þeir mættu auka enn völd sín,
umfang og auð. Stefnan stækkaði
því stærstu fyrirtæki og gaf þeim
ógnarvald yfir efnahagslífinu svo
fátt gat sprottið í skugga þeirra. Að
sama skapi urðu hinir ofurríku enn
ríkari og báru enn minni skyldur
gagnvart samfélagi hinna fátækari
og valdaminni.
Félagslegi-Darwinisminn leysti að
mestu upp millistéttina; gerði lít-
inn hlut hennar að þjónum hinna
ofsaríku en þrýsti hinum niður
í lágstétt. Millistéttin tapaði sam-
félagslegu hlutverki sínu. Það var
ekki lengur virðingarvert að til-
heyra millistétt. Eins og allir aðr-
ir vildi millistéttarfólkið vinna sig
upp úr sinni stétt og komast í hóp
hinna ofsaríku. Samfélögin skiptu-
st í þá sem áttu og þá sem áttu ekki.
Og það voru æ færri sem áttu eitt-
hvað að ráði. Og þeir fáu sem áttu
eitthvað áttu mikið og sífellt meira.
Meginþorri fólk átti sáralítið meira
en skuldirnar. Að því leyti varð sí-
fellt minni munur á millistéttinni og
lágstéttinni. Hann fólst helst í því að
þeir sem tilheyrðu millistétt fengu
að skulda meira.
Ójöfnuður drepur samfélög
Eins og sést á línuritinu sem sýn-
ir bylgjuhreyfingar sögunnar frá
1800 til 2000 urðu straumhvörf
við kjör Ronalds Reagan. Eftir
það eykst ójöfnuður í Bandaríkjun-
um og í kjölfar þess hrörnar almenn
velsæld, hvernig sem hún er mæld.
Hlutfall launa af heildartekjum sam-
félagsins minnka, þátttaka almenn-
ings í frjálsum félagasamtökum
minnka, heilsufar versnar, lífslík-
ur hætta að vaxa og dragast saman
meðal hinna verst settu og bjartsýni
og traust leysist upp.
Um síðustu aldamót skerast þess-
ar línur, ójöfnuðurinn og velsældin,
og ójöfnuðurinn nær yfirhöndinni
svipað og gerðist í uppgangi banda-
rískrar þjóðernishyggju um miðja
þar síðustu öld. Síðan þá hafa flestir
mælikvarðar um almenna velsæld
versnað og ójöfnuður enn aukist,
þótt mikið af auði hafi brunnið upp
í Hruninu.
Það eru þessar aðstæður sem Pet-
er Turchin segir að séu uppskrift af
borgarastyrjöld. Aukinn ójöfnuð-
ur kallar á kröfu um aukið réttlæti.
Niðurbrot samfélagslegra gildi bein-
ir þeirri kröfu út fyrir hefðbundna
farvegi samfélagsins, fólk hefur
misst trú á þeim. Með æ auknum
auði á æ færri hendur þrengist að-
koma annarra að elítu samfélagsins,
sá hópur fer stækkandi sem telur sig
eiga kröfu á að tilheyra eilítunni eða
njóta sömu kjara og valda og hún en
er haldið frá slíku.
Ekki aftur snúið
Turchin talar eins og ekki sé aftur
snúið. Þessar undirliggjandi bylgju-
hreyfingar sögunnar séu svo sterkar
að það verði illa við þær ráðið. Það
er líklega orðið of seint að koma í
veg fyrir borgarastyrjöld í Banda-
ríkjunum nú. Kjör Donalds Trump
og harðlínustefna hans sem kynd-
ir undir andúð gegn jaðarhópum og
afnámi borgaralegra réttinda þeirra
er upptaktur í enn meiri upplausn og
sundrung. Loforð Trump um stór-
felldar skattalækkanir til fyrirtækja
og hinna auðugu mun fylkja hinum
valdamiklu og ríku að baki honum.
Þótt Trump segist ætla að vinna fyrir
fólkið hefur hann skipað svo til ein-
vörðungu moldríka, gamla, hvíta
karla í ríkisstjórn sína. Þetta eru
svipaðar vendingar og eftir hrunið
1929, þá fylkti stór hluti auðmanna
sér um fasistana og hugmynda-
grundvöllinn að baki fasismanum.
Borgarastríðið í Bandaríkjunum
á nítjándu öld eyddi ekki upp auði
með sama hætti og seinni heims-
styrjöldin gerði. Í kjölfar hennar
kom því ekki tímabil aukins jöfnuð-
ar og mannúðar eins og eftir seinni
heimsstyrjöld heldur þvert á móti.
Og eins og staðan horfir í dag,
bendir flest til að auðvaldið sé frem-
ur að mynda bandalag með nýfas-
istum en leifum hinna sósíalísku
flokka. Margir hægri flokkar hafa
tekið upp stefnu nýfasistanna í ýms-
um málum og fjarlægst enn frekar
sósíaldemókrata. Víðast liggur því
stefnan í átt að meiri sundrung,
auknum ójöfnuði og veikara sam-
félagi.
Peter Turchin myndi ekki segja að
það væri spá eða óljós tilfinningin,
heldur einföld sannindi sem lesa má
úr hinum stóru bylgjum sem sagan
líður eftir. Það er heimsendir í nánd.
Aftur.
Donald Trump bauð sig fram
sem fulltrúa fólksins en skip-
aði svo til eintóma auðkýfinga í
ríkisstjórn sína. Hann sækir hug-
myndafræðilegan grunn sinn til
bandarískrar þjóðernishyggju frá
því í aðdraganda borgarastyrj-
aldarinnar um miðja nítjándu öld,
ávarpar almenning beint eins og
fasistar millistríðsáranna og lofar
því að sniðganga helstu stofnanir
samfélagsins.
Útrýmingarbúðir nasismans afhjúpuðu andmannúð
mannkynsbóta og þeirra kenninga um að meginhlut-
verk samfélagsins ætti að vera að styðja hina sterku en
halda niðri hinum veiku, helst að eyða þeim.
Ekki spyrja hvað samfélagið getur gert fyrir þig, spurðu
hvað þú getur gert fyrir samfélagið? var slagorð John F.
Kennedy á hápunkti mannúðar- og samstöðutímabilsins
eftir stríð. Fólk trúði almennt á samfélagsleg gildi.
Lyndon B. John-
son sagði það
einu réttlætingu
þess að halda
uppi skipulögðu
mannfélagi að
bæta aðstöðu-
mun sem fólk
byggi við en ætti
ekki sök á sjálft.
Mannúðarbarátta eftirstríðsár-
anna og kröfur um félagslegar
úrbætur fjöruðu út á síð-hippaár-
unum. Fólk missti trú á félagsleg-
um úrbótum og sú kenning naut
fylgis að til einskis væri að berj-
ast fyrir breyttu samfélagi heldur
gæti fólk aðeins breytt sjálfu sér.
Ef allir breyttu sjálfum sér til hins
betra myndi betra samfélag rísa
upp á millum okkar. Þetta var
eins og upptaktur að nýfrjáls-
hyggjunni, sem trúði að ef hver
berðist fyrir sínum einkahags-
munum myndi gott samfélag rísa
upp af þeim eigingjörnu hvötum.
Ronald Reagan sigaði þjóðvarð-
liðinu á hippanna sem fylkis-
stjóri og hafði litla trú á að það
gagnaðist að hjálpa hinum veiku.
Hann vildi styðja þá sterku.
Síðustu þrír áratugir hafa ein-
kennst af meiri skuldsetningu
millistéttarinnar fremur en bætt-
um launakjörum. Við Hrunið
afhjúpaðist að millistéttin hafði
í raun sömu stöðu og lágstéttin;
átti ekkert nema skuldirnar.
Almenn mótmæli eftir Hrun hafa
sameinað fólk um hvað það vill
ekki en það hefur ekki sameinast
um hvað það vill heldur.