Fréttatíminn - 04.02.2017, Blaðsíða 38
38 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 4. febrúar 2017
ingu, forlögum eða örlögum, fram
yfir frelsið. Það skiptir ekki máli að
vera frjáls, heldur skiptir máli að
uppgötva hvert hlutverk manns er
í lífinu. Þetta er eitthvað sem þú
fannst hvergi á hægri væng stjórn-
málanna í Bandaríkjunum. Hug-
myndin er: Þinn staður í lífinu er að
uppfylla einhvers konar örlög. Örlög
þjóðar, örlög fólks. Hann er líka mjög
vel að sér í gyðinglegri hugsun, hann
er ekki opinberlega antí-semítisti –
en ég held að hann sé það. Hann lítur
á gyðingdóminn og kapítalismann og
hið frjálslynda kapítalíska þjóðfélag
sem ógn, af sömu ástæðum og nasist-
arnir litu á það sem ógn. Vegna þess
að kapítal leysir fólk úr böndum við
sinn bakgrunn, það flytur fólk á milli
landa. Hann er á móti kapítali af því
hann lítur á það sem eitthvað sem
eyðir merkingu.“
Þannig er Spencer að vissu marki
sósíalisti þegar kemur að velferðar-
kerfinu. „Pólitískt séð vill hann
ríkisrekna heilsugæslu fyrir alla,
svo lengi sem þú ert hvítur. Hann
lítur á það sem ákveðna skyldu að
hugsa um sitt fólk. Hans fólk er af
evrópsku ætterni. Hann orðar al-
veg skýrt ákveðna hugsun sem ýms-
ir eru að hugsa í Bandaríkjunum en
þora kannski ekki að orða. En þegar
talað er um að velferðarkerfið í Vest-
ur-Evrópu og spurt af hverju þetta
sé ekki hægt í Bandaríkjunum líka
er svarið oft; þið eruð með einsleitt
þjóðfélag í Evrópu.“
Sem gæti útskýrt vanda velferðar-
kerfisins í Evrópu samtímans. „Við
erum að sjá þetta í Evrópu; um-
burðarlyndið fyrir velferðarkerfinu
minnkar þegar fólkið sem er að taka
við gjöfum velferðarkerfisins lítur
ekki út eins og þú. Það er það sem
hefur verið að gerast í Evrópu og
hefur alltaf verið til staðar í Banda-
ríkjunum. Það er áhugavert að velta
þessu fyrir sér, hvort velferðarkerf-
ið í Vestur-Evrópu hefði kannski
ekki getað orðið til ef þetta hefði
bara sprottið af löngun til að hjálpa
náunganum. Í Svíþjóð er talað um
Folkhemmet, heimili fólksins. Fólkið
gat hugsað um aðra Svía sem hluta
af stórfjölskyldunni. Maður yfirfær-
ir fórnfýsi sína gagnvart fjölskyldu
sinni yfir á fólkið. En það fer að verða
erfiðara fyrir marga að gera það
þegar fólkið er ekki lengur hluti af
þessu sama fólki,“ segir Valur og ég
rifja upp öll skiptin þegar Íslendingar
fárast yfir því þegar björgunarsveitin
þarf að bjarga útlendingum í vanda.
Hinn sterki leiðtogi
En aftur að Spencer. „Þú hittir venju-
lega ekki neinn í Bandaríkjunum
sem gerir eftirfarandi; í fyrsta lagi
að gagnrýna frelsið og vera með út-
hugsaða heimspeki um hvers vegna,
í öðru lagi að gagnrýna stjórnar-
skránna og sjá hana bara sem plagg
sem er breytanlegt; í þriðja lagi að
hafa fylgst mjög vel með róttæka
vinstrinu og taktík þeirra og vilja til-
einka sér aðferðir þeirra til að hafa
áhrif á meginstrauminn; og í fjórða
lagi að vera með þessa neysluhyggju-
gagnrýni – og gagnrýna kapítalið á
þeim forsendum.
Það sem fyllti mig meiri og meiri
ótta þegar ég var að tala við hann var
að það var eins og ég væri að tala við
manneskju í bók eftir Thomas Mann.
Eitthvað sem var að gerast við upp-
haf tuttugustu aldarinnar í Evrópu;
gagnrýnin á lýðræðið og átrúnaður-
inn á hinn sterka leiðtoga, ekki vegna
þess að hann sé gæddur einhverjum
sérstökum gáfum heldur vegna þess
að hann er táknmynd byltingarinn-
ar, hann endurspeglar líkamlega eitt-
hvert element sem er of abstrakt til
að birtast í einhverju hugtaki, heldur
verður að birtast konkret í einhverri
manneskju.“
Manneskjunni Trump hugsa ég
og Valur heldur áfram: „Svo er líka
í hugsun hans þessi fyrirlitning á
öllu sem er abstrakt, hugtökum eins
og jafnrétti og frelsi, þetta skiptir
ekki máli. Það sem skiptir máli er
hver þú ert, og hver þú ert ert er
fyrst og fremst hvers kynþáttar þú
ert, af hvaða fólki þú ert kominn.
Þarna ertu komin með mann sem
er að sækja hugsun bæði til hægri
og vinstri, rétt eins og fasískir hugs-
uðir gerðu. Hann er ekki með nein
prinsipp hægri manns eða vinstri
manns, hann er með sína eigin
fasísku hugsjón sem er fasísk í þeim
skilningi að það er ríki þar sem allt
er í röð og reglu, misskipting gæða
endurspeglar styrkleika hvers og
eins, en fyrst og fremst er samfélag-
ið að verja hagsmuni kynþáttar, sem
á sér einhvers konar örlög.“
En hann lætur ekki þar við sitja.
„Hann hefur tekið þetta skrefinu
lengra og reynt að sjá hvar hann get-
ur komið þessu áfram. Hann veit
að hann á engan séns að komast
með þessar hugsanir inn í megin-
strauminn frá vinstri. En það merki-
lega er er að hann fyrirlítur frjáls-
lynda. Þess vegna var hann að tala
við mig, þótt hann sjái okkur ekki
sem bandamenn þá er hann á vissan
hátt haldinn ákveðinni aðdáun á rót-
tækri vinstrimennsku. Um leið er
hann mjög fasískur í klæðaburði og
fullur af fyrirlitningu, finnst róttæk-
ir vinstrimenn skítugir, illa klædd-
ir og illa lyktandi, þannig að það er
fyrirlitning en líka aðdáun, sem fær
hann til að lesa Žižek. En það sem
hann hatar mest eru kristnir íhalds-
menn og kallar þá cucks, kokkál-
aða. Honum finnst þeir alltaf tíu til
fimmtán árum á eftir vinstri mönn-
um í menningunni. Þeir eru alltaf á
að túlka stjórnarskránna samkvæmt
forskrift vinstri manna að hans mati.
Hann fyrirlítur þá fyrir að skilja ekki
með hvaða hætti vinstri menn móta
meginstrauminn.“
Hann fyrirlítur líka þversagnirnar.
„Þetta er svo mótsagnakennt, þeir
aðhyllast kristni og eru kapítalistar
og trúa á frelsið og fjölbreytnina,
honum finnst þetta allt bara ein-
hver grautur. Í þessum mönnum
endurspeglar Repúblikanaflokk-
urinn stéttahagsmuni, hann er ekki
að endurspegla hugmyndafræði.
Spencer er hugmyndafræðingur.“
En hvað gerir jarðveginn svona
frjóan núna? „Rasisminn í Banda-
ríkjunum botnar klassískt séð í
sektarkennd, fyrirlitningu og for-
réttindatogstreitu í garð banda-
rískra blökkumanna. Þetta er svo
stór þáttur af sögunni, þú elst upp
við þetta, þarft að kunna þetta utan
að, borgarastyrjöldina og alla þá
sögu. Þetta er mjög bælt umfjöllun-
arefni hjá flestum hvítum Banda-
ríkjamönnum í millistétt. Þannig að
þegar Obama varð forseti veit ég að
margir hvítir Bandaríkjamenn voru
að vonast til að þetta yrði post-raci-
al society, voru að vonast til þess að
hugmyndin um kynþátt myndi bara
hverfa, af því að þeir vilja ekki tak-
ast á við vandamálin. En svo leysast
þessi vandamál ekki sjálfkrafa, af því
þau eru af efnahagslegum toga og
samruna þeirra erfiðleika sem fylgja
því að vera svartur og fátækur. Þau
leysast ekki, þau eru þarna áfram.“
En hvernig á að takast á við þannig
rasisma? „Þetta er það sem svartir
Bandaríkjamenn þurfa að glíma við
daglega. Ég held að þetta sé bara 30-
30-30. 30 prósent fólks er frekar opið
gagnvart öðru fólki, 30 prósent er
mjög lokað gagnvart öðru fólki og
svo ertu með þessa í miðjunni, bar-
áttan snýst alltaf um miðjuna. Svartir
Bandaríkjamenn eru alltaf að kljást
við þessar manneskjur sem myndu
aldrei viðurkenna að þeir séu ras-
istar en eru það á margan hátt. En
maður eins og Richard Spencer er
annað og meira en þetta. Hann er að
taka gamla Evrópska rasíska hugs-
un inn í þetta munstur, án þess að
bandaríski rasistinn átti sig á því.“
Rasismi nýrrar kynslóðar
Hann sækir meðal annars stuðning
sinn til yngri kynslóðarinnar. „Hann
hefur legið í spjallsíðum síðan hann
var unglingur, á svona politically
incorrect síðum, sem er heimur ung-
lingsstráka þar sem er til skiptis verið
að koma með punkta um ríðingar og
svo einhvern svona politically incor-
rect húmor – og þar koma öll þessi
meme.
Hann getur haft áhrif af því
millenials-kynslóðin í Bandaríkj-
unum er svo mótanleg. Hún er að
missa tengslin við þennan sameig-
inlega kjarna sem einkennir banda-
rískt þjóðfélag, hún fær sína menn-
ingarlegu mótun ekki við að horfa
á Hollywood-bíómyndir eða sjón-
varpsþætti, þar sem stöðugt er
verið að halda uppi gildum banda-
rísks þjóðfélags. Hún fær hún hana
frekar í gegnum tölvuleiki, þar sem
er kannski miðaldaþema, þannig að
hjá þessum millenial hægrimönnum
ertu að sjá hreyfingar eins og neo-
-reactionary, fólk sem vill fá konung
aftur. Eða tryggð við hið gamla léns-
skipulag Evrópu. Í þann jarðveg sæk-
ir hann líka fylgi.“
Spencer sá tækifæri í að höfða til
yngra fólks, fólks sem annars hefði
margt leitað til vinstri. Þar lærir
hann af vinstrinu og „sér að hægri
flokkarnir verða að geta höfðað til
svipaðs róttæks ungs fólks. Að gera
það ögrandi og róttækt að vera
hægri. Nú ertu með helling af ungu
fólki sem fær kikk út úr því að vera
með hugmyndir sem eru ekki stofu-
vænar, en þessar ófínu hugmyndir
eru ekki frá vinstrinu heldur hægr-
inu. Hann er meðvitaður um þetta.
Sem gerir hann hættulegan; það er
hugmyndafræði þarna, það er ásetn-
ingur og það er markmið og það er
taktík.“
Við endum þetta þó á jákvæðari
nótum: „Það getur vel verið að þetta
hafi verið hápunkturinn, mjög lík-
lega, að í þessu tómi sem myndast
strax eftir sigur Trumps þegar menn
vita ekkert hvað er að fara að gerast,
þá fer ímyndunaraflið af stað með
fólk og það fer að sjá fyrir sér hvað
sem er. Þar kemur Richard Spencer
mjög strategískt inn og sagði: þetta
er það sem er að fara að gerast. En
þó að hann muni aldrei ná nein-
um áhrifum umfram þetta þá hef-
ur hann samt gert alveg ótrúlega
mikinn skaða, því hann er búinn að
gera eitthvað sem er rosalega erfitt í
Bandaríkjunum, sem er að fá fólk til
að tala um eitthvað, að taka eitthvað
frá barnum og upp í stofuna. Það ger-
ir það alltaf að verkum að þótt flestir
séu á móti einhverri hugmynd, bara
það eitt að fólk sé að tala um hana
færir allt sviðið, gerir það allt í einu
ásættanlegt að tala á ákveðinn hátt
– og í skjóli þess sækja aðrir lengra.“
„Honum finnst róttækir vinstrimenn skítugir, illa klæddir og illa lyktandi, þannig
að það er fyrirlitning en líka aðdáun. Sem fær hann til að lesa Žižek.“
Á vefsíðu Nordiska museet í Svíþjóð
er Folkhemmet bæði skilgreint sem
pólitískt hugtak en líka sem ákveðið
tímabil í sænskri sögu, frá 1930 til
1960 um það bil – og þaðan er þessi
lýsandi mynd tekin.
Það var eins og ég væri að tala við
manneskju í bók eftir Thomas Mann,“
sagði Valur um Spencer, en Mann skrif-
aði skáldsögur þar sem hugmyndaátök
fyrri hluta 20. aldar voru í forgrunni
– en flutti líka útvarpspistla á BBC þar
sem hann deildi á nasismann.
„Pólitískt séð vill hann
ríkisrekna heilsugæslu
fyrir alla, svo lengi sem
þú ert hvítur. Hann lítur á
það sem ákveðna skyldu
að hugsa um sitt fólk. Hans
fólk er af evrópsku ætterni.
HIN FAGRA OG FORNA ALBANÍA
8. – 19. apríl
ALBANÍA
WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900
Albanía hefur nú loksins opnast
fyrir erlendum ferðamönnum.
Enn hefur alþjóðavæðingin ekki
náð að festa þar rætur og er lítt
sjáanleg. Þar má sjá ævaforna
menningu, söguna á hverju horni,
gríðarfallega náttúru og fagrar
strendur og kynnast einstakri
gestrisni heimamanna þar sem
gömul gildi eru í hávegum höfð.
(Per mann í 2ja manna herbergi)
VERÐ 299.950.-
per mann í 2ja manna herbergi. Innifalið: Flug, hótel
í London, hótel með hálfu fæði í Albaníu, öll keyrsla
í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri,
skattar og aðgangur þar sem við á.
PÁSKA-
FERÐ
Í BEINU FLUGI FRÁ KEFLAVÍK
BÚDAPEST
WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900
Ein af fallegri borgum Evrópu,
hún er þekkt fyrir sínar glæsi
byggingar sem margar eru
á minjaskrá UNESCO, forna
menningu og Spa/heilsulindir.
Við bjóðum einnig uppá mjög góð
heilsu/Spa hótel í Ungverjalandi
allt árið, en flogið er tvisvar í viku.
Ungverjar eru heimsþekktir fyrir
sína heilsumenningu en upphaf
hennar má rekja hundruð ár til
forna.
VERÐ 149.900.-
per mann í 2ja manna herbergi. Innifalið: Flug,
hótel með morgunmat, islenskur fararstjóri og
rúta til og frá hóteli.
12. – 19. JÚNÍ
ÖRFÁ
SÆTI
LAUS!