Fréttatíminn - 04.02.2017, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 04.02.2017, Blaðsíða 28
Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Kamilla Ingibergsdóttir er stödd við Atitlan-vatnið í Gvatemala. Eldfjöll umlykja flennistórt vatnið sem Maya-indíánar trúðu að væri heil- agt hlið dauðlegra manna til guð- anna. Í hundruð ára hefur staður- inn laðað til sín fólk og í hlíðum eldfjallanna hefur fjölbreyttur hópur aðkomufólks komið sér fyr- ir í þorpunum meðal innfæddra innan um banana- avókadó- og kakótré. Í San Marcos, einu af stærri þorpunum, er hægt að finna næstum allt sem leitandi hugur girnist og segir Kamilla stemn- inguna vera afslappaða og hippa- lega, þarna séu allskonar skrítnar og skemmtilegar skrúfur og nóg um að vera fyrir fólk með opinn huga í leit að ævintýrum. Galdraseiður Maya-indíána Eitt af því sem hægt er að nálgast á þessum stað eru kakó-athafn- ir en kakó hefur alltaf verið talin fæða guðanna í menningu Maya- -indíána. Alla þeirra tíð hafa baunir kókó- ávaxtarins hafa verið þurrkaðar, ristaðar og geymdar til að brugga heitt súkkulaði, eða kakó. Kakó Mayanna á ekki mikið skylt við það kakó sem flestir þekkja í dag, enda blandað úr óunnu kakói og hvorki blandað með mjólk né sykri heldur við vatn og stundum aðr- ar jurtir. En kakóið er ekki bara fæða í menningu Mayanna heldur magnaður seiður sem á að hjálpa mönnum að tengjast sjálfum sér og jafnvel einhverju fleira. Á þess- um slóðum hefur kakóið alltaf ver- ið notað við trúarlegar athafnir og hverskyns hátíðlegar athafnir og er það ennþá svo í dag. Upphaf áhuga síns á kakói segir Kamilla mega rekja til algjörrar kulnunar í starfi sem fékk hana til að endurskilgreina sjálfa sig. Eftir að hafa sett vinnuna í fyrsta sæti Kynnir sér fæðu guðanna í Gvatemala „Ég hef alltaf verið mjög heilbrigð og með mikið jafnvægi í lífinu en ég týndi því þegar allt fór að snúast um vinnuna.“ Kamilla Ingibergsdóttir er stödd í Gvatemala þar sem hún byggir sig upp eftir algjöra kulnun í starfi. Það gerir hún með því að drekka kakó og kynna sér hina heilögu kakóbaun og þá ævafornu menningu sem umlykur hana. í mörg ár ákvað hún að tími væri kominn til að líta inn á við. „Í dag spyr ég mig alltaf einnar spurn- ingar áður en ég geri nokkurn skapaðan hlut í lífinu; veitir þetta mér gleði? Ef svarið er nei, þá sleppi ég því,“ segir Kamilla og skellihlær í símtólið. Hún hefur komið sér vel fyrir á veröndinni við kofann þar sem hún býr, með útsýni yfir Aititlan-vatnið, að sjálf- sögðu með kakóbolla í hendi. Súperfæða sem opnar hjartað „Fyrr á öldum var kakóbaun- in notuð sem gjaldmiðill og hér er borin ótrúleg virðing fyrir kakói, súkkulaði og öllu sem tengist henni,“ segir Kamilla. „Þetta kakó sem ég drekk og sem við notum í athöfnun- um er auðvitað ekki á sömu plánetu og Nesquick, þetta er tvennt algjörlega ólíkt.“ Kamilla bruggar sitt eigið kakó á hverjum degi, sem hún segir vera einstakt. Bragðið af kakóinu sé rammara en við eigum að venjast því hún noti engan sykur en stundum blandi hún engifer saman við. Í kakóathöfnum er chili oft bland- að saman við því það á að magna áhrif kakóbaunarinnar upp. Kamilla segir áhrifin af blöndunni vera örvandi en samt ekki minna neitt á kaffi, og á sama tíma verði einbeitingin miklu sterkari. Hún hafi til að mynda náð að hugleiða hátt í þrjá tíma eftir einn kakó- bolla. „Þegar blaut kakóbaunin er möluð verður hún dálítið eins og súkkulaðimauk sem er svo sett í poka og vakúmpakkað þar sem það harðnar og verður eins og klump ur. Svo sker maður lít- inn bita af klumpnum og bræðir hann saman við soðið vatn. Þetta er algjör súperfæða, stútfull af magnesíum sem er vöðvaslak- andi, en á sama tíma veldur efnið theobromin því að hjartsláttur- inn eykst og blóðflæði til heilans, þess vegna nota margir þetta við skapandi störf. Svo er líka an- andamide í kakói sem er efnið sem heilinn framleiðir þegar við erum glöð. Þannig að það er mjög falleg tenging á milli kakósins og hjartans og vellíðunar. Ekki nóg með að kakóið opni hjartað og sé örvandi þá hreinsar það líka kransæðarnar við hjartað og lækk- ar blóðþrýsting. Það er auðvitað til fullt af rannsóknum sem sýna hvað súkkulaði er gott fyrir heils- una, sérstaklega hjartað.“ Súkkulaði-shamaninn Kamilla fór í sína fyrstu kakóathöfn í Reykjavík síðastliðið vor og heillaðist upp úr skónum. Hún ákvað að elta baunina uppi, fara til heimkynna hennar og kynnast hennar ævafornu menn- ingu og manninum sem vinnur við að breiða hana út, bandaríska grasalækninum Kieth Wilon, betur þekktur sem súkkulaðis- hamaninn. Kieth þessi er eins og hálfgerð rokkstjarna í San Marcos. Áður en hann ákvað að setjast þar að fyrir fimmtán árum bjó hann í Pennsilvaníu og vann við grasalækningar. Hann ferðaðist mikið vegna áhuga síns á plöntum og áhrifum þeirra og eitt þessara ferðalaga leiddi hann að Atitilan- -vatni. Þar kynntist hann ævaforn- um kakóathöfnum og ákvað að „Ég er frekar mikið „no bullshit“ kona, raunsæ og jarðbundinn en ég leyfi mér samt líka að vera með opinn huga og fljúga hátt,“ segir Kamilla Ingibergsdóttir. Eftir að hafa keyrt sig út í vinnu við íslenska tónlistarbransann í tíu ár fór hún í „burnout“ – eða kulnun – og breytti lífi sínu í kjölfarið. Orðið yfir fæðu guðanna, „kakawa“ eða cacao, kemur fyrst fyrir í rit- máli á landsvæði Mayanna í Mið-Ameríku, í Mexíkó og Gvatemala, um 1000 fyrir Krist. Orðið „chocolate“ er samsett úr mexíkósku indíánamáli; „choco“ þýðir froða, og „atl“ þýðir vatn, en í upphafi var súkkulaðis aðeins neytt í drykkjar- formi „Þetta kakó sem ég drekk og sem við notum í athöfnunum er auðvitað ekki á sömu plánetu og Nesquick, þetta er tvennt algjörlega ólíkt.“ Levi’s Kringlunni - Levi’s Smáralind - Levi’s Glerártorgi 501 SKINNY Kr. 13.990 28 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 4. febrúar 2017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.