Fréttatíminn - 04.02.2017, Blaðsíða 18
FRÁBÆR ÍÞRÓTTAFÖT Í STÆRÐUM 14-32
Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is
18 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 4. febrúar 2017
þáttahyggjunni. Eins og sjá mátti
í baráttunni fyrir forsetakosningarn-
ar í haust spilar hún enn stóra rullu
í bandarískum stjórnmálum. Einn
af lykilþáttum sigurs Trump var að
sækja fylgi til kynþáttahaturshópa.
Rætur stjórnmála dagsins
Margt annað í stjórnmálum dagsins
má rekja til þessara átaka í vatnaskil-
um tímabils samheldni á fyrri hluta
nítjándu aldar og tímabils sundr-
ungar sem tók við og varði allt að
seinni heimstyrjöld. Sterk ítök öfga-
fullra mótmælenda í Bandarískum
stjórnmálum, áhersla á einkamál og
kynferðismál, færði Ronald Reagan
sigur á sínum tíma, kom George W.
Bush til valda og er hluti af baklandi
Donalds Trump, þótt harðkjarni te-
boðshreyfingarinnar, arftaka banda-
rískrar þjóðernishyggju frá nítjándu
öld, hefði heldur kosið annan fram-
bjóðanda Repúblikana.
Eftir því sem ójöfnuður jókst
á seinni hluta nítjándu aldar því
meiri varð sundrungin. Í auknum
mæli var litið á jaðarhópa sem sjúk-
dómseinkenni á þjóðarlíkamanum;
ekki bara barnmargar kaþólskar fjöl-
skyldur í fátækrahverfum stórborg-
anna eða svarta fátæklinga í suðr-
inu heldur líka fatlaða, geðveika,
áfengissjúka, afbrotamenn, samkyn-
hneigða og marga fleiri hópa.
Gluggi mannúðar
Á mannúðartímabilinu á fyrri hluta
nítjándu aldar höfðu geðveikir ver-
ið leystir úr hlekkjum og búnar
mannúðlegri aðstæður. Arfur upp-
lýsingarinnar og frönsku stjórnar-
byltingarinnar var að hinn fátæki
væri ekki fátækur vegna þess að
hann væri lélegur maður heldur
vegna þess að aðstæður hans höfðu
ekki gefið honum tækifæri til að nýta
afl sitt, vit og vilja. Sama átti við um
þrælinn. Frjáls yrði hann eins og
aðrir menn. Það voru hlekkirnir sem
gerðu manninn að þræli. Og þegar
sú skoðun hafði unnið fylgi hlaut
einhver að spyrja hvers vegna hinir
geðveiku voru hlekkjaðir.
Gerðar voru tilraunir til að flytja
geðveikt fólk upp í sveit og leyfa því
að lifa við bestu mögulegar aðstæð-
ur; hreint loft, góðan mat, hlýtt rúm,
áhugaverðar tómstundir og virðingu
frá öðru fólki. Árangurinn af þessu
varð stórkostlegur. Nýlegar rann-
sóknar benda til að þessir herragarð-
ar fyrir geðveika hafi fært fólki mun
betri batahorfur en geðlyf nútímans.
Veikum mætt með stálhnefa
Þegar andmannúðin óx og fékk byr
með kenningum hins félagslega
Darwinisma, kenninga um að okkur
bæri að styrkja hinn sterka en halda
niðri hinum veika svo mannfélag-
ið gæti þróast á heilbrigðan máta,
var þessum herragörðum breytt úr
sælureitum í hryllingsstaði. Þangað
var hrúgað geðveiku fólki, konum
á einn stað og körlum á annan svo
geðveikir fjölguðu sér ekki, og það
látið veslast upp í þrengslum og ill-
um aðbúnaði.
Sama var gert við aðra jaðarhópa.
Fátækir, samkynhneigðir, þjófar,
fatlaðir, flogaveikir, áfengissjúkir,
veglaus ungmenni, heimilis- og at-
vinnulausir voru fluttir á hæli fjarri
samfélaginu. Samfélagið hætti að
reyna að bæta aðstæður fólks held-
ur leit á þetta fólk sem sjúkdómsein-
kenni á samfélaginu, mein sem yrði
að skera burt og eyða.
Vísindaleg réttlæting
Undir þessu kraumuðu bæði stjórn-
málastefna og vísindi. Þótt enginn
vilji kannast við Herbert Spencer
í dag var hann líklega áhrifamesti
hugsuður Vesturlanda á síðari helm-
ingi nítjándu aldar og langt fram á
þá tuttugustu. Speki hans var and-
mannúð klædd í félagslegar kenn-
ingar, einskonar útúrsnúningur úr
þróunarkenningu Darwins. Það
mætti einna helst líkja áhrifastöðu
Spencer á sundrungartímabilinu við
stöðu Ayn Rand í dag. Hann hélt því
fram að andmannúðinni væri ekki
stefnt gegn manninum heldur væri
þvert á móti eina bjargráð hans.
Vísindin að baki andmannúðinni
kölluðust mannkynbætur og voru
mótaðar af Francis Galton, ævin-
týra- og vísindamanni. Hann og
aðrir fræðimenn voru ríflega styrk-
ir af J. D. Rockefeller og öðrum auð-
mönnum sem vildu sýna og sanna
að hinn fátæki væri fátækur vegna
lélegra mannkosta og að hinn ríki
væri auðugur vegna frábærra mann-
kosta sinna. Út úr þessum fræðum
kom hugmyndafræðigrundvöllur of-
sókna gagnvart öllum minnihluta-
hópum. Ofsækjendur þeirra töldu
sig ekki aðeins vera samverkamenn
Guðs almáttugs í síkviku sköpunar-
verki hans heldur hafa nýjustu vís-
indi og djúpvitrustu fræði að baki
sér.
Mannkynsbætur voru hugmynda-
fræðilegur bakgrunnur útrýmingar
nasista gagnvart gyðingum og öðr-
um kynþáttum og líka ofsókna og
morða á ýmsum minnihlutahópum;
sósíalistum, samkynhneigðum, fötl-
uðum, geðveikum og fleirum.
Útrýmingarbúðir vekja
Þessi tengsl hryllingsins í Þýskalandi
nasismans og þess sem almennt
voru talin góð og gild vísindi á Vest-
urlöndum og ríkjandi hugmynda-
stefna hafði líklega sitt að segja um
almennan vilja á Vesturlöndum að
snúa af þessari braut þegar myndir
og upplýsingar frá útrýmingarbúð-
um nasista birtust í stríðslok.
En að baki lágu líka efnahagslegar
ástæður. Við kauphallarhrunið 1929
og kreppunni miklu í kjölfar hennar
misstu andmannúðarsinnar víða tök
sín. Franklin D. Roosevelt var kosinn
forseti Bandaríkjanna með loforði
um stokka upp spilin og gefa upp á
nýtt og sósíaldemókratískir flokkar
náðu víða auknum áhrifum í Evrópu
áður en sú bylgja var kæfð í stríðinu.
Eftir stríðið náðu þessir flokkar
Á móti raun-
veruleika borg-
anna stilltu af-
komendur fyrstu
bylgju landnema
hugmyndum
um hið góða
og heilnæma líf
sveitanna, sem
fóstraði gott og
dyggðugt fólk.
Herbert Spencer var áhrifa-
mikill kenningasmiður á sinum
tíma og átti meiri þátt í mótun
samfélags Vesturlanda en fólk
vill gangast við í dag. Hann
gerði þá skoðun vinsæla og
viðurkennda að hættulegt væri
að styðja hina veiku, fátæku og
undirokuðu og að slíkt stríði
gegn vilja sögunnar og náttúr-
unnar. Þvert á móti ættu sam-
félögin að styðja hina ríku og
voldugu, sem væru einmitt ríkir
og voldugir vegna þess að þeir
væru þess verðugir.
Franklin D. Roosevelt lofaði að stokka upp spilin eftir dólgakapítal-
isma sundrungarskeiðsins og gefa að nýju. New Deal gaf tóninn
fyrir efnahagsstefnu stjórnvalda á Vesturlöndum frá stríðslokum
fram að tímabili nýfrjálshyggjunnar.