Fréttatíminn - 04.02.2017, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 04.02.2017, Blaðsíða 8
Veitur, Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar og Míla, óska eftir tilboðum í útboðsverkefnið: ENDURNÝJUN VEITUKERFA OG GÖNGULEIÐA 1. ÁFANGI 2017 Útboðsverkefnið felst í endurnýjun lagnakerfis hitaveitu, vatnsveitu, rafveitu og fjarskiptakerfa, fjarlægja eldri lagnir og lagnastokk. Endurnýja gangstéttir og ganga frá gróðursvæðum og bundnu slitlagi. Útboðsverkefninu er nánar lýst í útboðsgög- num „VEV-2017-03- Endurnýjun veitukerfa og gönguleiða 1. áfangi 2017 Gnoðarvogur – Norðurbrún – Holtsvegur“ útgefinni af Veitum ohf. í febrúar 2017. Útboðsgögn er hægt að sækja án greiðslu frá og með miðvikudeginum 8. febrúar 2017 á vefsíðu Orkuveitunnar: www.or.is/fjarmal/utbod#page-7016 Tilboð verða opnuð hjá Veitum, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, fimmtudaginn 23. febrúar 2017 kl. 11:00. VEV-2017-03 04.02.2017 GNOÐARVOGUR NORÐURBRÚN HOLTSVEGUR 8 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 4. febrúar 2017 Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Ekkert svæði í Reykjavík finnur jafn áþreifan-lega fyrir ferðamanna-sprengjunni í borginni, þótt mannlífið sé líflegt og framboð á afþreyingu og þjón- ustu hafi aukist að sama skapi hefur þetta breytt samsetningu íbúanna og andrúmsloftinu í þessum bæj- arhluta. Margir sem áður töldu það óhugsandi að búa annars staðar hafa nú kvatt miðborgina. Á sama tíma er meiri eftirspurn eftir íbúð- um þar en nokkurn tímann fyrr. Ingibjörg Þórðardóttir, fast- eignasali á fast- eignasölunni Hýbýli, segir að varla megi tala um það upphátt að leigufélög og spákaup- menn stjórni framboðinu. Þau hafi stundað upp- kaup í stórum stíl í miðbæn- um og leigt íbúðir út til ferðamanna eða látið þær standa auðar. Um þetta gildi engar reglur. „Þótt allir viti að þetta eyði- leggi sálina í miðbæn- um hafa opinber- ar stofn- anir eins og Íbúðalánasjóður tekið þátt í þessu af fullum þunga og selt þeim hund- ruð íbúða. Þetta gerir það að verkum að venjulegt fólk á erfitt með að kaupa íbúðir þar í dag,“ segir Ingi- björg. „Það þarf að rannsaka hvað þessi félög eiga mikið Sjarminn var farinn „Þetta gæti endað eins og á Tenerife. Innfæddir búa í út- hverfinu en vinna í miðbænum,“ segir Þorsteinn Guðmundsson leikari sem er af fjórðu kynslóð miðbæinga en er nú fluttur með alla fjölskylduna í Hvassaleiti. Fjölskylda Þorsteins hefur búið í miðbænum síðan langafi hans reisti þar hús, við Laufásveg- inn, en þar bjó Þorsteinn sjálfur um tíma. Hann bjó hinsvegar við Þórsgötu þegar hann ákvað að færa sig um set. „Það var ekki sérstaklega erfitt að fara. Það er ekki hægt að halda endalaust í einhverja nostalgíu,“ segir Þorsteinn. „Það var bara farinn sjarminn af miðbænum,“ segir hann. Þorsteinn og kona hans eiga fjögur börn sem bjuggu enn í foreldrahúsum þegar ákvörðun var tekin um að flytja. Núna er sá elsti fluttur að heiman en hann er 26 ára. Hann býr reyndar hjá móður Þorsteins og bíður eftir að komast inn á stúdentagarða. „Miðbærinn hefur stökkbreyst á fáeinum árum,“ segir Þorsteinn. „Annað hvort hús er orðið gisti- heimili eða hótel og þótt ferða- mennirnir séu fín viðbót í mann- lífið, þá fylgir þessari starfsemi talsvert ónæði, skrölt í töskum, fólk að koma heim á öllum tím- um, rútur og risastórir fjallabílar sem keyra um hverfið til að sækja fólk í einhverjar ferðir. Þetta er að stóru leyti svartur markaður, þannig að þessi þróun er ekki alltaf sýnileg, því húsin líta ósköp venjulega út þótt þau séu hætt að vera heimili og orðin hótel.“ Þorsteinn segir verðið á íbúð- um í miðbænum leiki líka stórt hlutverk. „Það er orðið svo skelfi- lega hátt að ungt fólk getur ekki leyft sér að setjast að í miðbæn- um.“ Hann segir að það sé ör- ugglega orðið of seint að snúa þessari þróun við. Hún sé komin of langt, en ef bólan springur og ferðamönnum fækkar, þá kannski komi íbúarnir aftur til baka. Segja miðborgina leikvöll fyrir ferðamenn, fjárfesta og eigendur skemmtistaða Það er flestu venjulegu fólki ofviða að fjárfesta í húsnæði í miðbænum. Fasteignaverð hefur rokið upp síðustu árin. Aldrei hefur þótt jafn eftirsóknarvert að kaupa þar íbúðir. Á sama tíma eru margir gamalgrónir íbúar að kveðja hverfið og segja farir sínar ekki sléttar. En hvernig fer þetta saman? Ingibjörg Þórðar- dóttir segir að það sé rannsóknarefni hversu mikið af hús- næði í miðborginni sé í eigu fasteigna- félaga og spákaup- manna. Þorsteinn Guðmundsson segir að miðbærinn hafi breyst. Hann er fluttur í Hvassaleiti. Aukin umferð fylgir ferðamanna- straumnum, bæði rútur og fjallabíl- ar setja nú svip sinn á miðbæinn. Þá hefur fjöldi bílaleigubíla bæst í hóp þeirra sem slást um bílastæðin í miðborginni yfir nóttina. „Það er verið að skapa væntingar um endalausar verðhækkan- ir sem taka ekkert mið af kaupgetu almennings. Það bara set- ur að manni kvíðahroll.“ M ynd | H ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.