Fréttatíminn - 04.02.2017, Blaðsíða 2
Balaton & Búdapest
sp
ör
e
hf
.
Sumar 6
Balaton vatn í Ungverjalandi er margrómað fyrir fallegar
strendur, líflega bæi og ólýsanlega fegurð og ekki að
undra að vatnið og umhverfi þess sé einn vinsælasti
ferðamannastaður landsins. Góður tími gefst til að slaka
á og eiga notalegar stundir á þessum fagra stað, kynnast
menningu og mannlífi Ungverja ásamt því að taka þátt í
ungversku sveitabrúðkaupi.
15. - 25. júní
Fararstjóri: Pavel Manásek
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Verð: 214.900 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
„Þetta er gríðarlega
óhuggulegt“
Slys Einn maður lést og annar
var fluttur á sjúkrahús vegna
brennisteinseitrunar í fiskvinnsl-
unni Háteigi í nágrenni HS Orku
á Reykjanesi. Átta fyrirtæki voru
rýmd í kjölfarið.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
Talið er að brennisteinsvetni hafi
streymt upp í gegnum kaldavatns-
dreifikerfið og safnast upp í and-
rúmsloftinu, samkvæmt upplýsing-
um frá Heilbrigðiseftirlitinu.
Kalda vatnið er tengt við gamla
borholu á vegum Reykjanesvirkjun-
ar sem notuð hefur verið til niður-
dælingar.
Mennirnir tveir sváfu í svefnskála
skammt frá fiskvinnslunni. Lög-
reglan lét rýma átta fyrirtæki sem
eru á sama dreifikerfi og loka þeim
í kjölfar slyssins.
„Þetta er gríðarlega óhuggu-
legt og við verðum að fá skýringar
sérfræðinga á því hvað þarna er á
ferðinni,“ segir Magnús Guðjóns-
son, framkvæmdastjóri Heilbrigð-
iseftirlits Suðurnesja. Þetta á ekki
að geta gerst. Þetta er slys og við
verðum að komast til botns i þessu.
Fyrr er ekki hægt að opna þessi fyr-
irtæki aftur.“
Lögreglan, Heilbrigðiseftirlit
Suðurnesja og Vinnueftirlitið rann-
saka málið.
Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS
orku, segist ekkert vilja tjá sig fyrr
en rannsókn á tildrögum slyssins
sé lokið.
Samkvæmt heimildum Fréttatím-
ans voru mennirnir pólskir verka-
menn. Magnús Guðjónsson segir
að fiskvinnslufyrirtækið Háteigur
hafi sagt að mennirnir í svefnskál-
anum hafi verið vaktmenn. Þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir náðist
ekki í forsvarsmenn fyrirtækis-
ins. Kristinn Tómasson, yfirlæknir
Vinnueftirlitsins, segist ekki geta
lýst aðstæðum mannanna eða af
hverju þeir hafi sofið í skálanum.
Rannsaka þurfi betur tildrög þessa
hörmulega slyss.
„Ég geri ráð fyrir að þetta sé
hvíldarherbergi, við höfum velt því
fyrir okkur. Stundum leggja menn
sig í vinnunni.“
„Það þarf enginn að segja mér
fyrirfram að þessir svefnskálar
séu á eðlilegum stað,“ segir Krist-
ján Gunnarsson, formaður Verka-
lýðs og sjómannafélags Keflavíkur.
„Það eru bæli hingað og þangað um
allt Reykjanesið fyrir erlent verka-
fólk. Það er verið að breyta gömlum
beitningarskúrum og fiskvinnslu-
húsum í húsnæði fyrir verkafólk. Ég
veit um bílaverkstæði með íbúðar-
húsnæði á eftir hæðinni svo þú get-
ur ímyndað þér eiturgufurnar þar.“
Þingmenn
féllu á
prófinu
Kjaramál Miðstjórn Alþýðusam-
bands Íslands telur forsætisnefnd
Alþingis hafa fallið á fyrstu
prófraun sinni og sýnt að Alþingi
skortir jarðsamband og tengsl
við almenning í landinu. Endur-
skoðun kjarasamninga geti verið
í uppnámi.
Nýir þingmenn höfðu tækifæri
til að beita sér og sýna í verki að
alvara lá að baki kosningaloforð-
um og taka til baka hækkun þing-
fararlauna umfram það sem hinn
almenni launamaður hefur fengið
í sitt umslag.
Miðstjórn Alþýðusambandsins
mótmælir hálfkáki forsætisnefnd-
ar þingsins og krefst þess að Al-
þingi taki málið upp og afturkalli
hækkanir kjararáðs. Minnt er á að
forsenduákvæði kjarasamninga
eru til endurskoðunar nú í febrúar
og hækkanir til alþingismanna og
æðstu embættismanna geta sett
framhald kjarasamninga alls þorra
landsmanna í uppnám.
Nýir þingmenn fá falleinkunn hjá ASÍ
sem segir hækkanir þeirra geti sett
kjarasamninga í uppnám.
31959
Mennirnir tveir sváfu í svefnskála
skammt frá fiskvinnslunni. Lögreglan
lét rýma átta fyrirtæki sem eru á
sama dreifikerfi og loka þeim í kjölfar
slyssins. Mynd | Hari
Kalda vatnið er tengt við gamla
borholu frá Reykjanesvirkjun. Ásgeir
Margeirsson, forstjóri HS orku, segist
ekkert vilja tjá sig fyrr en rannsókn á
tildrögum slyssins sé lokið.
Fjölmenni við útför Birnu
Sakamál Fjölmenni var í útför
Birnu Brjánsdóttur sem fram
fór frá Hallgrímskirkju í gær.
Maðurinn sem er grunaður um
að hafa orðið Birnu að bana var
ekki yfirheyrður í gær. Þá baðst
lögmaður mannsins, sem hefur
verið sleppt úr haldi, undan að tjá
sig um málið í ljósi þess að útför
Birnu fór fram í gær.
Mikill fjöldi var viðstaddur útför
Birnu Brjánsdóttur klukkan 15 í
gær en útförin fór fram frá Hall-
grímskirkju. Erfidrykkja fór fram
í flugskýli Landhelgisgæslunnar á
Reykjavíkurflugvelli.
Grænlenskur karlmaður var úr-
skurðaður í áframhaldandi gæslu-
varðhald á fimmtudaginn en sterk-
ur grunur er á að hann hafi orðið
Birnu að bana. Hinum manninum,
sem einnig sat í gæsluvarðhaldi,
var sleppt lausum og flaug hann til
Grænlands frá Reykjavíkurflugvelli
á fimmtudagskvöld.
Inga Dóra Markussen, fram-
kvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins,
sagði í viðtali við Morgunvaktina í
gær að margir hefðu tekið á móti
honum á flugvellinum í Nuuk, en
sjálf hafði hún áhyggjur af móttök-
unum. Mikið hefur verið fjallað um
málið í grænlenskum fjölmiðlum
og voru fréttir um að sjómannin-
um hefði verið sleppt úr haldi mest
lesnu fréttir grænlenskra fjölmiðla
í gær.
Lögmaður sjómannsins, Unn-
steinn Örn Elvarsson, baðst und-
an því að tjá sig um stöðu skjól-
stæðingsins síns í gær af virðingu
við aðstandendur Birnu þar sem út-
för hennar fór fram í gær. | vg
Útförin fór fram frá
Hallgrímskirkju í gær.
Sjúklingar nota kúabjöllu
á yfirfullum Landspítala
Heilbrigðismál Mikil flensa og
óvenjuhörð veirusýking hefur
orðið til þess að gátlisti vegna inn-
lagna hefur verið virkjaður upp í
topp og er kominn á þriðja stig. Það
er það hæsta áður en viðbragðsá-
ætlun er virkjuð.
Valur Grettisson
valur@frettatiminn.is
Gátlisti vegna innlagna hefur verið
hækkaður upp á þriðja stig vegna
fjölda sjúklinga á spítalanum, en það
er hæsta stigið áður en viðbragðsá-
ætlun í tengslum við Almannavarnir
er virkjuð. Fundað var í gær um það
hvort efni væri til þess að virkja við-
bragðsáætlun. Stefán Hrafn Hagalín,
upplýsingafulltrúi Landspítalans,
segir óvenjumikið af sjúklingum á
spítalanum vegna harðrar flensu og
veirusýkinga.
Stigið var hækkað í vikunni en það
þýðir að opnunartími dagdeilda er
lengdur, allri skipulagðri þjónustu er
frestað, svo lengi sem það ógni ekki
öryggi sjúklinga, auk þess sem ósk-
að er eftir viðbótarmönnun frá að-
gerðarsviði. Samkvæmt áætlun er
mögulegt að breyta bílskýli í bráða-
móttöku á Landspítalanum í Foss-
vogi. Það var síðast gert í mars árið
2015.
Stefán Hrafn staðfestir að sjúk-
lingar séu á göngum spítalans, „og
það eru eiginlega allar hendur á
dekki,“ bætir hann við.
Mikið álag er á starfsfólki spítalans
og ástandið er alvarlegt. Þannig lýsir
Tómas Guðbjartsson því á Facebook-
-síðu sinni fyrr í vikunni að verðmæt-
um sjúklinga hafi verið komið fyrir í
plastboxi auk þess sem þeir notast
við kúabjöllu til þess að fá aðstoð í
stað bjölluhnapps eins og finna má
inni á sjúkrastofum, en þar er um al-
gjört undantekningatilfelli að ræða.
Umræðan um Landspítalann var
áberandi fyrir síðustu kosningar en
húsnæðið er löngu sprungið, eins og
forsvarsmenn spítalans hafa ítrekað
bent á. Hátt í 90 þúsund manns skrif-
uðu undir áskorun til stjórnvalda að
eyða meira fjármagni í spítalann sem
hefur þurft að búa við húsnæðis- og
fjárskort árum saman.
Kúabjallan
forláta sem
sjúklingar þurfa
að nota í staðinn
fyrir bjöllu-
hnapp.
2 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 4. febrúar 2017