Fréttatíminn - 04.02.2017, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 04.02.2017, Blaðsíða 26
um að föndra eitthvað, að þurfa að taka til eftir okkur í hvert skipti,“ útskýrir Helgi, en félagsskapurinn sem um ræðir er að sjálfsögðu fé- lag eldri borgara á Raufarhöfn sem telur 22 meðlimi, eða rúmlega tíu prósent bæjarbúa í einum nyrsta byggðakjarna landsins. 100 þúsund krónur Helgi dó hins vegar ekki ráðalaus þegar hópurinn sá fram á að grunn- skólinn hentaði þeim ekki. „Það kom upp í huga minn að það stæði til að eyðileggja og rífa niður hús sem heitir Breiðablik. Ég var kjörinn til þess að ræða við sveitarstjórnina um þetta og það varð að munn- legu samkomulagi að við mættum yfirtaka húsið. Þetta er því eigin- lega hústaka hjá okkur,“ segir Helgi og hlær. „Sveitarstjórinn var settur í að ræða betur við mig og hann var sammála því að það væri glórulaust að rífa þetta hús. Enda væri þetta fínasta hús, þannig séð. Úr varð því munnlegt samkomulag okkar á milli, að sveitarfélagið Norður- þing skaffaði efni í viðgerðir og viðhald á húsinu. En við myndum sjá um vinnuna. Þetta samkomu- lag stendur enn og gengur vel.“ Þá sér sveitarfélagið um allan rekstur hússins, greiðir hita, rafmagn og annan kostnað. En þeim barst einnig óvænt pen- ingagjöf frá velvildarmanni sem er annt um að húsið fái að standa, af ærinni ástæðu. „Hann Geir Ágústs- son, sem byggði þetta hús, hann flutti til Reykjavíkur árið 1974, og þegar hann frétti að við hefðum stoppað það af að húsið yrði rifið, þá sendi hann okkur hundrað þúsund krónur í endurbygginguna. Hann var svo ánægður með að húsið fengi að standa.“ Búin að skipta um sex glugga Meðlimir félagsins kalla ekki allt ömmu sína. Þau hafa gengið í öll verk sjálf og tekið til hendinni, bæði innanhúss og utan. „Ég er 87 ára svo ég er rétt um fermingu,“ segir Helgi og skellir upp úr. Hann segir það lítið mál fyrir þau að sinna viðhaldinu þó þau séu flest komin af léttasta skeiði. „Nú standa leikar þannig að við erum búin að setja sex nýja glugga í húsið, sem einn af félögunum smíðaði, Jóhann Þórarinsson. Hann starfaði sem smiður. Við karl- mennirnir í félagsskapnum gengum svo frá gluggunum í húsið. Við eig- um eftir að skipta um þrjá glugga og erum búin að fá meira efni í það. Það bíður vorsins að fara í það ver- kefni.“ Nauðsynlegt að koma saman Þau sitja þó ekki auðum höndum í vetur, enda komin með drauma- stöðuna sína undir ýmis konar fé- lagsstarf. „Við föndrum þarna í hús- inu. Brjótum niður flísar og búum til mósaíkmyndir. Konurnar prjóna og hekla og svo er spilaklúbbur þarna í herbergi sem við köllum spilavít- ið. Svo er að sjálfsögðu spjallað í einu herbergi.“ Í húsinu er einnig fullkomið eldhús, að sögn Helga, og tvö klósett, sem koma sér vel. Hann segir frábært fyrir eldra fólkið að hafa svona góða félagsaðstöðu. „Þarna hefur hver sitt borð og getur staðið upp frá því án þess að taka til. Þessi aðstaða breytti öllu fyrir okk- ur til að geta þrifist sem félag. Svo er þetta dásamlegur félagsskapur, að okkur finnst. Þetta lengir áreiðan- lega lífið okkar, umfram það sem eðlilegt er.“ Saman í áttatíu ár En það er stórt verkefni framund- an í viðhaldi hússins, sem Helgi á eftir að ræða um við sveitarfé- lagið. „Það þarf að skipta um þak á húsinu. En ég er viss um að það samkomulag mun takast vel,“ seg- ir Helgi vongóður. Þau hyggjast þó fá utanaðkom- andi aðstoð við það verkefni, enda líklega full viðamikið fyrir félags- menn. Hústaka eldri borgara á Raufarhöfn Meðlimir félags eldri borgara á Raufarhöfn hafa síðustu mánuði gert upp húsið Breiðablik sem þeir björguðu frá niðurrifi og nýta nú und- ir félagsaðstöðu. Sveitarfélagið útvegar þeim efnivið en þau sjá sjálf um viðhald, og fara létt með, að sögn hins 87 ára Helga Ólafssonar, formanns félagsins. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is Þeir þjást svo sannarlega ekki af framtaksleysi, eldri borgararnir á Rauf-arhöfn, sem hafa síðast-liðið ár verið að gera upp gamalt smíðaverkstæði og íbúðar- hús í bænum, upp á eigin spýtur, til að nýta undir félagsaðstöðu. Til stóð að rífa húsið, sem í daglegu tali er kallað Breiðablik, en formaður félags eldri borgara á Raufarhöfn, Helgi Ólafsson, kom í veg fyrir það, enda vel hægt nota húsið eftir smá yfirhalningu. Vildu ekki þurfa að taka til „Við stofnuðum þennan félagsskap fyrir þremur, fjórum árum og kom- um þá saman í því sem við kölluð- um dvalarheimili aldraðra, sem heitir Vík. En þar var ekkert hægt að gera annað en að spjalla saman, þannig við fórum að spá í það hvort við gætum fengið eitthvert húsnæði hjá sveitarfélaginu. Okkur var boðið húsnæði í grunnskólanum en við vorum ekki sátt við að ef við ætluð- Þarna hefur hver sitt borð og getur staðið upp frá því án þess að taka til. Þessi aðstaða breytti öllu fyrir okkur til að geta þrifist sem félag. Þetta lengir áreið- anlega lífið okkar, umfram það sem eðlilegt er.“ Í félagi eldri borgara á Raufarhöfn eru 22 meðlimir, flestir bornir og barnfæddir Raufarhafnarbúar. Búið er að skipta um sex glugga í hús- inu en til stendur að skipta um þrjá til viðbótar næsta sumar. Í Breiðabliki eru meðal annars föndraðar mósaíkmyndir. Í hópnum eru langflestir bornir og barnfæddir Raufarhafnarbú- ar. Þau þekkjast því öll vel og hafa farið í gegnum lífið saman. Gamlir kunningjar og vinir sem hafa lifað tímana tvenna. „Við erum búin að vera saman í áttatíu ár, stór hluti af okkur. Það skiptir öllu máli á svona stað að hafa eitthvað að gera og fólk er glatt með að geta komið saman. Við hittumst alltaf á þriðjudögum. Það er fastur mætingartími en svo hefur hver félagi lykil af húsinu og getur farið þangað inn í sitt föndur. Þetta hefur gengið mjög vel og allir óskaplega ánægðir með þennan fé- lagsskap. Það er alveg nauðsynlegt að þetta fólk komi saman.“ Glórulaust þótti að rífa húsið Breiðablik. Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 1 1 0 7 2 26 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 4. febrúar 2017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.