Fréttatíminn - 04.02.2017, Blaðsíða 50
2 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2017HEILSA
Útgefandi: Morgundagur ehf. Ábyrgðarmaður: Valdimar Birgisson. Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300
Grísk jógúrt
Ofurfæða! Stútfull af góðri fitu og próteini
Lífrænar
mjólkurvörur
www.biobu.is
Morgunmatur:
Grísk jógúrt, múslí, sletta
af agave
Eftirréttur:
Grísk jógúrt, kakó, agave
chia fræ
Köld sósa:
Grísk jógúrt, handfylli rifin gúrka,
2 hvítlauksrif, salt og pipar
1Notaðu ferskar kryddjurtir. Við þekkjum flest gremjuna við að henda heilu búntunum af slöpp-um kryddjurtum en það
vandamál er hægt að
leysa með því að frysta
kryddjurtirnar um
leið og þær fara
að láta að sjá á.
Eins má geyma
þær í loftþéttum
boxum í ísskáp,
þannig geymast
þær mun leng-
ur. Ef þú ætlar að
frysta kryddjurtirn-
ar skaltu skera eða rífa
þær í klakabox, hella olíu
yfir og setja í frysti. Þannig geturðu tekið
út eftir þörfum og sett kryddklakakubb út í pottrétt-
inn eða súpuna hvenær sem er.
2Búðu til eigin sósur og ídýfur. Þær sem þú kaupir eru
vanalega uppfullar
af allskyns aukaefn-
um. Heimatilbún-
ar sósur geymast í
allt að viku í lokaðri
krukku í kæli. Svo
smakkast þær mun
betur!
3Orkustykki og granóla--stykki, sem getur verið handhægt að grípa sér milli mála í
næstu búð, eru gjarnan
uppfull af allskon-
ar óþarfa, ekki síst
sykri, gervisykri
og pálmaolíu, svo
eitthvað sé nefnt.
Betra er að hafa
með sér hnet-
ur eða rúsínur í
poka og svo má
alltaf búa til eigin
orkustykki heima
með góðu og heilnæmu
hráefni.
4Blómkál er sannkölluð undrafæða. Fáar hita-einingar, næringarríkt, trefjaríkt og auðmeltan-legt! Það geturðu notað
til þess að þykkja súpur
og gera þær matar-
meiri og mjúkar,
þú getur búið til
pítsubotn, hrís-
grjón, steik,
buffalóvængi,
„kartöflumús“
og sem uppistöð-
una í hvers kyns
pottrétti. Frábær
leið til þess að gera
mataræðið hreinna,
hitaeiningasnauðara og
hollara!
5Slepptu öllum gosdrykkjum og orkudrykkjum – þeir eru vanalega stút-fullir af allskonar
óþarfa. Ef þig langar
að drekka eitthvað
bragðgott, settu
frekar vatn í könnu
og bættu sítrónu,
hindberjum og
myntu við ásamt
ísmolum og þú ert
komin/n með dá-
samlegan, heilnæman
drykk. Annað sem má
nota til þess að búa til bragð-
bætt vatn er jarðarber, engifer, gúrka og
appelsínur.
6Hvítlaukur, greip, epli, gulrætur,
valhnetur og túr-
merik er meðal
þess sem hreins-
ar lifrina. Aldrei
nóg af þessari
klassafæðu.
Hreinsaðu
upp mataræðið
6 leiðir til að sneiða hjá aukaefnum og borða hreina fæðu.
Við verðum sífellt með-vitaðri um það hversu gott það gerir okk-ur að borða hreina fæðu. Fæðu sem er laus við aukaefni, rotvarnarefni, er sykurlaus og heilnæm. En það getur verið erfitt í hröðu samfé-lagi að velja hreina fæðu. Margt sem við neytum í góðum tilgangi inniheldur gjarnan aukaefni sem eru ekki góð fyrir líkamann. Hér eru nokkrar góðar leiðir til þess að hreinsa mataræðið með ein-földum hætti.
Margverðlaunað hnetusmjör
Ljúffengt, próteinríkt hnetusmjör - Náttúruleg orka í krukku
Segðu halló
Fæst í Krónunni, Nettó, Fjarðarkaup og Heilsuvöruverslunum