Fréttatíminn - 04.02.2017, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 04.02.2017, Blaðsíða 50
2 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2017HEILSA Útgefandi: Morgundagur ehf. Ábyrgðarmaður: Valdimar Birgisson. Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 Grísk jógúrt Ofurfæða! Stútfull af góðri fitu og próteini Lífrænar mjólkurvörur www.biobu.is Morgunmatur: Grísk jógúrt, múslí, sletta af agave Eftirréttur: Grísk jógúrt, kakó, agave chia fræ Köld sósa: Grísk jógúrt, handfylli rifin gúrka, 2 hvítlauksrif, salt og pipar 1Notaðu ferskar kryddjurtir. Við þekkjum flest gremjuna við að henda heilu búntunum af slöpp-um kryddjurtum en það vandamál er hægt að leysa með því að frysta kryddjurtirnar um leið og þær fara að láta að sjá á. Eins má geyma þær í loftþéttum boxum í ísskáp, þannig geymast þær mun leng- ur. Ef þú ætlar að frysta kryddjurtirn- ar skaltu skera eða rífa þær í klakabox, hella olíu yfir og setja í frysti. Þannig geturðu tekið út eftir þörfum og sett kryddklakakubb út í pottrétt- inn eða súpuna hvenær sem er. 2Búðu til eigin sósur og ídýfur. Þær sem þú kaupir eru vanalega uppfullar af allskyns aukaefn- um. Heimatilbún- ar sósur geymast í allt að viku í lokaðri krukku í kæli. Svo smakkast þær mun betur! 3Orkustykki og granóla--stykki, sem getur verið handhægt að grípa sér milli mála í næstu búð, eru gjarnan uppfull af allskon- ar óþarfa, ekki síst sykri, gervisykri og pálmaolíu, svo eitthvað sé nefnt. Betra er að hafa með sér hnet- ur eða rúsínur í poka og svo má alltaf búa til eigin orkustykki heima með góðu og heilnæmu hráefni. 4Blómkál er sannkölluð undrafæða. Fáar hita-einingar, næringarríkt, trefjaríkt og auðmeltan-legt! Það geturðu notað til þess að þykkja súpur og gera þær matar- meiri og mjúkar, þú getur búið til pítsubotn, hrís- grjón, steik, buffalóvængi, „kartöflumús“ og sem uppistöð- una í hvers kyns pottrétti. Frábær leið til þess að gera mataræðið hreinna, hitaeiningasnauðara og hollara! 5Slepptu öllum gosdrykkjum og orkudrykkjum – þeir eru vanalega stút-fullir af allskonar óþarfa. Ef þig langar að drekka eitthvað bragðgott, settu frekar vatn í könnu og bættu sítrónu, hindberjum og myntu við ásamt ísmolum og þú ert komin/n með dá- samlegan, heilnæman drykk. Annað sem má nota til þess að búa til bragð- bætt vatn er jarðarber, engifer, gúrka og appelsínur. 6Hvítlaukur, greip, epli, gulrætur, valhnetur og túr- merik er meðal þess sem hreins- ar lifrina. Aldrei nóg af þessari klassafæðu. Hreinsaðu upp mataræðið 6 leiðir til að sneiða hjá aukaefnum og borða hreina fæðu. Við verðum sífellt með-vitaðri um það hversu gott það gerir okk-ur að borða hreina fæðu. Fæðu sem er laus við aukaefni, rotvarnarefni, er sykurlaus og heilnæm. En það getur verið erfitt í hröðu samfé-lagi að velja hreina fæðu. Margt sem við neytum í góðum tilgangi inniheldur gjarnan aukaefni sem eru ekki góð fyrir líkamann. Hér eru nokkrar góðar leiðir til þess að hreinsa mataræðið með ein-földum hætti. Margverðlaunað hnetusmjör Ljúffengt, próteinríkt hnetusmjör - Náttúruleg orka í krukku Segðu halló Fæst í Krónunni, Nettó, Fjarðarkaup og Heilsuvöruverslunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.