Fréttatíminn - 04.02.2017, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 04.02.2017, Blaðsíða 46
46 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 4. febrúar 2017 Snakkframleiðendur mega hafa samband Í gamanþáttunum Orri snakkar leika þeir Orri og Gunnjón húsþræl og þráhyggjufullan snakkaðdáanda sem smakkar snakk. Þættirnir, sem eru fullir af húmor og glensi, eru birtir á youtube, en þar bregður einnig fyrir herskáum Doritos-liðum og leynilegum snakksölum. Bryndís Silja Pálmadóttir bryndis@frettatiminn.is Allir snakkdómar okkar eru strangheiðarlegir, fólk getur treyst okkur,“ segir Orri Snær Karlsson, annar höfunda sketsþátt- anna Orri snakkar. Þættirnir eru leiknir, stuttir gamanþættir sem birtir eru á youtube-rás Orra og félaga hans, Gunnjóns Gestssonar, og ber nafnið Subbuverið. Nafnið Orri snakkar felur í sér ákveðið orðagrín þar sem höfuðpersóna þáttanna, Orri, sem ber sama nafn og leikarinn, smakkar þar margs- konar gerðir af snakki í þáttunum. Gunnjón leikur hinsvegar hina meginpersónu þáttanna, nafn- lausan húsþræl sem gerir allt sem Orri biður hann um að gera. Snakk þráhyggja verður þáttur Persónan Orri er haldinn gíf- urlegri þráhyggju gagnvart snakki og fylgjast áhorfendur með hon- um smakka ýmiskonar snakk og dæma. Atburðarás þáttanna er svo ofin út frá snakksmakkinu og er sérstaklega skrautleg. Snakk- dómarnir eru teknir upp hvar sem er, meðal annars á salerninu þar sem Orri varar áhorfendur við því að snæða sterkt jalapeno-snakk er þeir sinna kalli náttúrunnar. Þeir félagar hafa hinsvegar ekki enn sem komið er fengið fyrir- tæki til þess að styrkja framleiðslu þáttanna með ókeypis snakki og greiða því enn sem komið er sjálfir fyrir snakknotkun sína. Þeir eru þó af augljósum ástæðum mjög opnir fyrir hugmyndinni. „Snakk- framleiðendur landsins mega alveg hafa samband,“ segir Orri sposkur. Snakkelíta undirheimanna Nokkrar aukapersónur koma fram í þáttunum sem glæða atburðarás þáttanna meiri lit. „Þar má helst nefna Fröken X sem er leynileg- ur snakksali með tengingar inn í dularfulla snakkelítu og Dori- -drottninguna sem er leiðtogi her- skárra Doritos-liða.“ Nú þegar hafa sex þættir komið út í þáttaröðinni og fjórir birtast á næstu vikum. „Við sömdum heildarsöguna í grófum dráttum í upphafi og erum löngu búnir að ákveða endinn, hinsvegar verð ég stundum að spinna því ég get átt erfitt með að muna línurnar.“ Hvergi nærri hættir Orri snakkar er þó hvorki frumraun Gunnjóns né Orra í gríni heldur eiga þeir báðir langan feril að baki á því sviði. Gunnjón var kjörinn fimmti fyndnasti maður Íslands árið 2012 og Orri hóf grínferil sinn með öryrki.is hópnum en sá hópur gerði beitta grínsketsa um viðhorf samfélagsins til fatlaðra. Þeir félagar eru heldur hvergi nærri hættir með Subbuverið og hyggj- ast halda áfram að búa til efni. Áhugasamir snakkaðdáendur og aðrir húmoristar geta fundið Orri snakkar ásamt öðru skrautlegu efni inni á youtube-rásinni Subbu- verið, en þættirnir halda göngu sinni áfram í lok febrúar og koma út á fimmtudögum. Rebekka Sif Stefánsdóttir söng- kona æfði fimleika í 2 ár sem barn en er nú aftur byrjuð í full- orðinshópi. Að hennar sögn snýst íþróttin nú frekar um hreyfingu og fjör heldur en keppni. „Mér finnst lang skemmtilegast að vera á trampólíninu, fara í heljarstökk, æfa skrúfu eða jafnvel tvöfalda skrúfu. En áhöldin eru líka frá- bær.“ Að sögn Rebekku eru full- orðinsfimleikar fyrir alla og þú þarft alls ekki að hafa æft fimleika sem barn til að stunda þá. „Maður notar allan líkamann og það er mikil hvatning að vera í hópi.“ |bsp Lang skemmtilegast á trampólíninu Hreyfing hefur ólíka merkingu í hugum fólks. Sumir hafa unun af því að þramma inn á líkams- ræktarstöðvar með stírurnar í augunum á með- an öðrum verður flökurt af hugmyndinni um hlaupabretti. Til eru ótal aðrar leiðir til þess að koma blóðinu á hreyfingu og fullorðinsfimleikar eru ein þeirra Rebekka æfir fimleika. Draumurinn er að geta gert allt á dýnunni en ekki einung- is á trampólíni. Myndir | Hari Orri á alltaf snakkbirgðir heima hjá sér. Mynd | Hari „Þeir hafa staðið sig mig miklum ágætum og verið mjög áberandi. Það hefur mætt mikið á þeim og við vitum öll af hverju. Bæði út af stóru máli og öðrum smærri mál- um,“ segir Fjölnir Geir Bragason, húðflúrari og einn eigenda Íslenzku húðflúrstofunnar, sem stendur fyr- ir húðflúr maraþoni laugardaginn 11. febrúar næstkomandi, þar sem fólk getur látið flúra sig til styrktar Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Stóra málið sem Fjölnir vísar til er að sjálfsögðu leitin að Birnu Brjánsdóttur sem stóð yfir í tæpa viku í janúar, en um 800 björg- unarsveitamenn tóku þátt í henni og gengu samtals um 7000 kíló- metra. „Við viljum sýna okkar stuðning í verki. Það eru allir að gefa sína vinnu,“ segir Fjölnir en fimm til sex húðflúrarar verða að störfum frá klukkan 11 til 18. Ekki er nauðsyn- legt að bóka tíma fyrirfram. „Fólk- ið sem er að fá sér tattú er líka að sína hug sinn í verki. Allir leggjast á eitt,“ bætir hann við. Fjölnir segir viðbrögðin hafa verið mjög góð og áhugi fólks á því að flúra sig fyrir góðan málstað er mikill. Þó enn sé vika í viðburðinn þá hafa vel yfir hundrað manns boðað komu sína. „Þetta verður örugglega brjálað ef ég þekki mitt fólk rétt. Tattú er svo vinsælt núna og vex og vex.“ Húðflúrin sem hægt verður á fá eru sérstakar litlar rúnir en hægt er að stækka verkin og bæta við hönnunina gegn vægu gjaldi til við- bótar sem einnig mun renna óskipt til Landsbjargar. „Við völdum fjórar rúnir. Ís- lenski arfurinn er mjög flottur og magnþrunginn. Ef fólk kynnir sér hvað rúnirnar merkja þá sjást hug- renningatengslin mjög vel.“ Jór er ein þeirra rúna sem verður í boði, en hún er rún Sleipnis, hests Óðins. Um Sleipni segir: „Hann hleypur yfir fjöll og firnindi án þess að þreytast og lætur ekkert stöðva sig. Rúnin táknar því mikla hreyf- ingu og hraða. Hún getur staðið fyrir ferðalög í bókstaflegum skiln- ingi en ekki síður ferðalag hugans og breytingar á umhverfi.“ | slr Sýna hug í verki með húðflúri Íslenzka húðflúrstofan stendur fyrir viðburði um næstu helgi þar sem fólk getur látið flúra á sig rúnir til styrktar Slysavarna- félaginu Landsbjörg. Fjölnir segir viðbrögðin hafa verið mjög góð og býst við að allt verði brjálað hjá þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.