Fréttatíminn - 04.02.2017, Blaðsíða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 4. febrúar 2017
af íbúðarhúsnæði og setja regl-
ur um uppkaup slíkra félaga. Mið-
borgin á ekki bara að vera leikvöll-
ur fyrir fjárfesta.“
Setur að manni kvíðahroll
Ingibjörg segir að þessi spákaup-
mennska hafi eðlilega haft áhrif á
lífsskilyrði í miðbænum.
„Þetta hefur áhrif á andrúms-
loftið í bænum. Það var áður fólk
í þessum húsum og sumt af því
missti heimili sitt í hruninu.“
Ingibjörg flutti sjálf fasteignasölu
sína í Kringluna en hún var í Kvos-
inni þar til fyrir þremur árum síð-
an. „Það stóð okkur fyrir þrifum
hvað það var erfitt að fá bílastæði.
Það hentaði ekki svona starfsemi.“
Hún segir að húsnæðismark-
aðurinn sé að súpa seyðið að því
að lítið hafi verið byggt á árunum
eftir hrun. „Árið 2010 voru um
16000 fasteignaauglýsingar á leit-
arvef mbl. Í dag eru þær um 6500.
Framboðið hefur minnkað um 60
prósent og það er því seljenda-
markaður. Það er slegist um hverja
eftirsóknarverða eign sem er boðin
til sölu á skikkanlegu verði.“
Hún undrast nýlega spá Arion-
-banka um 35 prósent verðhækk-
anir á húsnæði á þremur árum
og segir þetta minna um margt á
ástandið árið 2007, skömmu fyr-
ir kollsteypuna, þegar starfsmenn
bankanna voru daglegir gestir í
fréttum til að spá fyrir um áfram-
haldandi þenslu. „Það er verið að
skapa væntingar um endalausar
verðhækkanir sem taka ekkert mið
af kaupgetu almennings. Það bara
setur að manni kvíðahroll,“ segir
Ingibjörg.
M
ið
bæ
r R
ey
kj
av
ík
ur
Se
ltj
ar
na
rn
es
Sj
ál
an
d,
G
ar
ða
bæ
r
M
el
ar
o
g
H
ag
ar
, R
ey
kj
av
ík
Lö
nd
, R
ey
kj
av
ík
Te
ig
ar
o
g
Tú
n,
R
ey
kj
av
ík
H
líð
ar
, R
ey
kj
av
ík
G
ar
ða
bæ
r,
an
na
ð
G
ra
nd
ar
, R
ey
kj
av
ík
Vo
ga
r,
Re
yk
ja
ví
k
Ak
ra
r,
G
ar
ða
bæ
r
Sm
ár
ar
, K
óp
av
og
ur
N
or
ða
n
Kó
pa
vo
gs
læ
kj
ar
, K
óp
Sa
lir
, K
óp
av
og
ur
H
ei
m
ar
, R
ey
kj
av
ík
M
os
fe
lls
bæ
r
Ás
, H
af
na
rf
jö
rð
ur
Ve
lli
r,
H
af
na
rf
jö
rð
ur
Li
nd
ir,
K
óp
av
og
ur
G
ra
fa
rh
ol
t,
Re
yk
ja
ví
k
Ri
m
ar
, R
ey
kj
av
ík
Va
tn
se
nd
ah
æ
ð,
K
óp
.
Bo
rg
ir,
R
ey
kj
av
ík
Be
rg
, H
af
na
rf
jö
rð
ur
En
gi
, R
ey
kj
av
ík
Fo
ld
ir,
R
ey
kj
av
ík
Br
ei
ðh
ol
t á
n
Se
lja
hv
er
fis
H
áa
le
iti
sb
ra
ut
, R
ey
kj
av
ík
H
ra
un
bæ
r,
Re
yk
ja
ví
k
Ví
ku
r,
Re
yk
ja
ví
k
H
ra
un
, H
af
na
rf
jö
rð
ur
Se
l,
Re
yk
ja
ví
k
Ál
fa
sk
ei
ð,
H
af
na
rf
jö
rð
ur
H
ús
, R
ey
kj
av
ík
Va
ng
ur
, H
af
na
rf
jö
rð
ur
500
450
400
350
300
250
200
Meðalfermetraverð á höfuðborgarsvæðinu fyrstu 9 mánuði 2016
-þ.kr., óháð öðrum áhrifaþáttum verðs
Flúin úr miðborginni
Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Ís-
lands, hefur gert upp gullfallegt hús við Ingólfs-
stræti á síðustu 20 árum. Hún hefur verið ein
þeirra sem hefur gagnrýnt þróun miðborgarinnar
harðlega og skrifaði pistil sem birtist í Morgun-
blaðinu árið 2007, og vakti mikla athygli. Athygli
vekur að Fríða Björk fluttist í einbýlishús í Garða-
bænum fyrr í vikunni.
Úr greininni, Gönguferð um hverfið mitt
Vegna þess hvar ég bý hef ég vanist tilhugsuninni
um það að dópsali noti tröppurnar hjá mér (bakatil
í afgirtum garði) til að selja vöru sína. Ég heyrði í
sölumanninum fyrir utan gluggann minn, í u.þ.b.
metra fjarlægð og lét sem ekkert væri til að baka mér ekki vandræði. Mér
fannst einna helst forvitnilegt hvert gangverðið á gramminu væri. Ég kippi
mér ekki upp við það þótt fólk kasti af sér vatni yfir blómabeðin mín því
rigningin skolar því í burtu. Varð reyndar um að sjá virðulega jafnöldru mína
ganga örna sinna í garðinum hjá mér á meðan vinkona hennar stóð hjá til að
halda á veskinu hennar. En ég tíni upp sprautunálar, bjórdósir, glös, smokka,
sígarettustubba, matarleifar, bréfarusl og fleira af lóðinni eins og ekkert sé –
spúla ælupollana í burtu. Ég er orðin svo sjóuð að ég lít varla undan við inn-
kaupin á laugardagsmorgnum þegar ég sé fuglana gogga í álíka ókræsilega
polla á götunum. Ég hef vaknað við stunur velklæddrar konu sem braust inn
í geymsluna mína og dó þar ölvunardauða, og skemmt mér yfir tilhugsuninni
um það hvernig upplitið á henni hafi verið þegar lögreglan skilaði handtösk-
unni sem hún gleymdi daginn eftir. Mér finnst eðlilegt að læsa hliðinu að
garðinum mínum og álasa sjálfri mér fyrir að hafa ekki endurnýjað lásinn eftir
að hann bilaði. Reiði bærði þó á sér þegar dimitterandi menntaskólanemar
spörkuðu þannig í nýmálaðar þakrennurnar á mínu virðulega hundrað ára
gamla húsi að þær eru ónýtar. Sömuleiðis varð ég ill – og reyndar líka skelkuð
– þegar ég stóð í eldhúsinu um miðnæturbilið og horfði í vantrú á hóp jakka-
fataklæddra manna taka upp kústskaft fyrir utan og hlaupa af stað með það
rétt eins og um burtreiðar á tímum Hróa hattar væri að ræða og reka síðan
í gegnum rúðuna á borðstofunni minni. Sem var reyndar líka hundrað ára
gömul og úr rándýru handblásnu gleri.
Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 2007.
Fríða Björk Ingvars-
dóttir sat á árum áður
í stjórn Miðborgarsam-
takanna. Hún er nú flutt
í Garðabæ.
Halldór Bragason tónlistarmaður tók þessa mynd 2015 af rútu sem var næstum því farin inn um eldhúsgluggann hjá honum
í Þingholtunum. Núna mega einungis smárútur fara um viðkvæmustu íbúabyggðina en íbúar segja þær skapa mikið ónæði á
öllum tímum sólarhringsins.
Jakob Frímann
starfar fyrir Mið-
borgina okkar, en
Bílastæðasjóður
hefur stutt við bakið
á henni. Sömu sögu
er ekki að segja af
Íbúasamtökunum
sem fá 200 þúsund
krónur í styrk á ári.
Björn Blöndal
borgarfulltrúi hefur
verið í forsvari fyrir
sérstakt samráð
um miðborgina
sem borgaryfirvöld
áforma að hleypa af
stokkunum.
„Miðborgin er auðvitað
mjög lifandi svæði, en
staðreyndin er sú að
við fáum fleiri kvart-
anir vegna rútubíla en
skemmtistaða.“
Auglýst eftir verkefnastjóra
Eitt af því sem gamalgrónir íbú-
ar gagnrýna er að málefni mið-
borgarinnar séu nær einungis
rædd á forsendum kaupmanna og
eigenda skemmtistaða. Þannig hafi
skrifstofan Miðborgin okkar ver-
ið stofnuð til að gæta hagsmuna
þeirra. Hún hefur fram til þess
Heimild: Þjóðskrá Íslands, Greiningardeild Arion banka
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Setjum undir á staðnum
Dráttarbeisli
undir flestar tegundir bíla
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Úrval af lokuðum farangurskerrum
frá Ifor Williams
Sýningareintak á staðnum.
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Einnig mikið úrval varahluta
í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
Kerrur
frá Ifor Williams
í öllum stærðum
og útfærslum
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Einnig mikið úrval varahluta
í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
Kerrur
frá Ifor Williams
í öllum stærðum
og útfærslum