Fréttatíminn - 04.02.2017, Blaðsíða 54
Umhverfisvænt
Eindregin trú HiPP á notkun lífrænnar fæðu og
sjálfbærni teygir anga sína til umhverfisverndar
og verndun framtíðar barna okkar.
HiPP er stærsti notandi lífræns hráfæðis á heimsvísu
og hlífir þannig gífurlegum flæmum jarðvegs
og grunnvatns við áhrifum tilbúins áburðar og
skordýraeiturs. Með því að nota HiPP ungbarna-
mat ertu að stuðla að því að draga úr mengun!
Allar HiPP krukkurnar eru framleiddar með
100% kolefnisjöfnun og nota að lágmarki 50%
endurunnið gler
Koltvísýringslosun í HiPP verksmiðjum hefur
minnkað um u.þ.b. 95% á síðustu árum
Hipp notar lífmassa (endurnýtanlega) orku og
græna raforku (vatns- og sólarorku) við fram-
leiðsluna (þörf á olíu til orkuframleiðslu hefur
minnkað um meira en 90%)
Með því að bæta einangrun í byggingum HiPP
tókst til að mynda að spara á einu ári orku til
að hita 30 heimili á ári
Yfir 96% endurnýting er á úrgangi. Nota má
lífrænan úrgang svo sem ávexti, grænmeti og
korn í skepnufóður, sem orku í framleiðslu á
lífrænu gasi eða sem lífræna moltu á akra
Farartækjum verksmiðjunnar hefur verið breytt
þannig að þau gangi fyrir úrgangsplöntuolíu!
HiPP reynir sífellt að draga úr kolefnisleifum
sínum og vann til viðskiptaverðlauna Sameinuðu
þjóðanna árið 2000 í þakklætisskyni fyrir
framúrskarandi umhverfisvernd.
Ræktunar- og framleiðsluaðferðir
Alltaf má treysta fyrsta flokks gæðastjórnun HiPP
hvar sem er í framleiðsluferlinu, allt frá lífrænni
ræktun á ökrum og í aldingörðum í bragðgóðar
uppskriftir handa börnum.
Staðsetningin skiptir höfuðmáli
Akrar og aldingarðar þar sem lífrænu innihaldsefnin
í HiPP eru ræktuð eru langt frá alfaraleið og
iðnaðarsvæðum. Jafnvel er tekið mið af ríkjandi
vindátt til að forðast loftmengun. Fræbirgðir
verða að vera náttúrulegar og lausar við eiturefni.
Skiptiræktun
Bændur sem stunda lífræna ræktun halda jarðvegi
óskemmdum með því að skipta um uppskeru á
tilteknum akri á hverju ári og með því að stuðla
að því að ormar, skordýr og aðrar lífverur dafni.
Moltu og lífrænum efnum er dreift á akrana til að
jarðvegurinn fái náttúrulega næringu.
Blátt bann við eiturefnum
Ávextir, grænmeti og korntegundir vaxa náttúrulega
eins og þeim er ætlað að gera. Enginn skaðlegur,
tilbúinn áburður, meindýraeitur eða illgresiseyðir
er notaður, engin eiturúðun sem mengar jarðveg
og skilur eftir leifar í uppskerunni. Illgresi er
fjarlægt með hefðbundnum vélrænum aðferðum
og höndunum. Þetta er mikil erfiðisvinna!
Minni mengun
Þar sem ekki eru notuð skaðleg, tilbúin eiturefni,
draga þeir sem stunda lífræna ræktun úr jarðvegs-
mengun, bæði á grunnvatni og í fæðukeðjunni.
Þetta byrjar með fuglunum og býflugunum
Við lífræna ræktun er limgerðum haldið við svo
og öðrum vistkerfum þar sem náttúran blómstrar
og á móti stuðlar þetta að því að halda plágum í
skefjum. HiPP er einnig virkt í að örva skordýra-
og sniglaætur, svo sem maríubjöllur, broddgelti
og söngfugla. Í aldingörðum HiPP er mikið af
hreiðurkössum handa fuglunum.
Og vindur í laufi
HiPP ræktendur nota ýmsar hefðbundnar,
náttúrulegar aðferðir svo sem félagaplöntun
þar sem plöntum er blandað saman til að letja
plágur eða vera tálbeitur. Annað dæmi er plöntun
á afurðum eins og gulrótum á álagsstaði, þannig
að vindurinn sem blæs eftir plönturöðunum stuðli
að því að koma í veg fyrir myglu og plágur.
Ávinningur af lífrænt ræktuðu
Betri næring
Lífrænt ræktuð fæða inniheldur að meðaltali meira
magn C-vítamíns og lífsnauðsynlegra steinefna
eins og kalsíum, magnesíum, járn og króm og
verndandi andoxunarefna og ómega-3 fitusýra.
Niðurstöður úr stórri rannsókn, sem birt var í lok árs
2007, sýndu að lífrænt ræktaður matur hefur meira
næringargildi og getur jafnvel hjálpað til við baráttu
gegn krabbameini. Verkefninu stýrði Carlo Leifert,
prófessor við Newcastle University í Bretlandi. Í ljós
kom að lífrænt ræktaðir ávextir og grænmeti inni-
héldu allt að 40% meira af andoxunarefnum, sem
gæti dregið úr hættu á krabbameini og hjarta-
sjúkdómum.
Samkvæmt prófessor Leifert jafngiltu áhrif af
neyslu lífrænnar fæðu því að fá einn aukaskammt
af ávöxtum og grænmeti dag hvern.
Betra bragð
Að neyta lífrænnar fæðu þýðir að maturinn og
innihaldsefnin kitla bragðlaukana án þess að hætta
sé á skaðlegu meindýraeitri, nítrötum, vaxtar-
hormónum eða öðrum óæskilegum aukaefnum.
Betra fyrir umhverfið
Vísbendingar eru um að dýr sem fá lífrænt ræktað
fóður hafi tilhneigingu til að vera hraustari en dýr
sem fá hefðbundið fóður.
Lífrænn búskapur er ekki einungis til hagsbóta
fyrir dýrin, heldur einnig fyrir umhverfið. Býli með
Umhverfisvæn framleiðsla án allra aukaefna
Hipp býður upp á fjölbreytt úrval af lífrænum, bragðgóðum og heilnæmum barnamat fyrir börn á öllum stigum aðlögunar að fastri
fæðu. Allar HiPP vörurnar eru greinilega auðkenndar með aldri til að auðvelda þér að velja bestu vörurnar fyrir barnið þitt.
Við lífrænt
Lífræn vottun
Framleitt úr innihaldsefnum sem vaxa náttúrulega og kitla bragðlaukana
Allt hráefni ræktað án notkunar meindýraeiturs
Engin erfðabreytt hráefni
Kjöt af dýrum í hagabeit
Framleitt úr hreinu, fersku vatni úr okkar eigin verndaðri uppsprettu
Sérhver HiPP lífræn uppskrift fer í gegnum 260 gæðaprófanir
HiPP hjálpar til við að vernda framtíð barnsins þíns