Fréttatíminn - 17.03.2017, Síða 46

Fréttatíminn - 17.03.2017, Síða 46
2 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017BÍLAR Útgefandi: Morgundagur ehf. Ábyrgðarmaður: Valdimar Birgisson. Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 Íslenski bílaflotinn telur um 240.000 bíla, rétt um 1% af bílaflotanum eru rafbílar. Stefnt er að því að þessi tala verði komin upp í 10% árið 2020. En til þess að svo megi verða verður ýmislegt að breytast hjá ríki og sveitarfélögum og hugafars- breyting hjá landsmönnum. Stjórnvöld hafa undanfarið lagt aukna áherslu á að rafbílavæða bílaflotann eða í það minnsta að reyna að hraða þróuninni. Það hefur verið gert með því að fella niður innflutningsgjöld og virð- isaukaskatt á rafbílum. Auk þess greiðir þú engin bifreiðagjöld af rafbílum og ókeypis rafmagn er á hraðhleðslustöðvum um sinn að minnsta kosti en líklega á þetta eftir að breytast þegar fleiri taka skrefið og fá sér rafbíl. Reykjavíkurborg hefur líka ýtt undir það að borgarbúar raf- bílavæðist og stefnir borgin að því að setja upp 58 hleðslustöðvar á 13 stöðum í borginni. Það sem þyrfti að gera líka er að setja inn í byggingareglugerðir að þegar ný- byggingar rísa sé gert ráð fyrir því að tengi fyrir rafbíla séu aðgengi- leg og að það sé einhvers konar staðall sem hægt sé að fara eftir. Eitt af því sem þarf að bæta, er að fjölga hleðslustöðvum á og við þjóðveg 1, þannig að rafbílar séu ekki bara hugsaðir til innanbæj- araksturs heldur sé hægt að nota þá til lengri ferðalaga. Íslendingar eru í dauðafæri, ef svo má að orði komast, til að raf- bílavæða bílaflotann. Við búum hér við mikla græna, endurnýj- anlega orku sem gæti auðveldlega staðið undir því að rafbíll verði álitlegur kostur næst þegar stend- ur til að endurnýja bílinn. Frænd- ur okkar Norðmenn eru komnir töluvert lengra en við í þessum efnum og við gætum vafalaust lært ýmislegt af reynslu þeirra í þess- um efnum. Hverju sem öðru líður þá hljót- um við að fara velta því alvarlega fyrir okkur næst þegar kemur að því að endurnýja bílinn að við skoðum þann kost gaumgæfilega að rafbíll verði fyrir valinu. CHEVROLET CAPTIVA 2 2TDI nýskr. 06/2013, ekinn 108 Þ.km, diesel, sjálfskiptur, 7manna. Verð 3.490.000 kr. Tilboð 3.090.000 kr. Lág útborgun. Raðnr. 256109 Sími 567 4840 Rafbílavæðing flotans Rafbílavæðing hefur verið mikið í umræðunni undanfarin misseri. Rétt um 1% af bílaflotanum eru rafbílar en stefnt er að því að þeir verði um 10% árið 2020. Mynd | Hari

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.