Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 17.03.2017, Blaðsíða 46
2 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017BÍLAR Útgefandi: Morgundagur ehf. Ábyrgðarmaður: Valdimar Birgisson. Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 Íslenski bílaflotinn telur um 240.000 bíla, rétt um 1% af bílaflotanum eru rafbílar. Stefnt er að því að þessi tala verði komin upp í 10% árið 2020. En til þess að svo megi verða verður ýmislegt að breytast hjá ríki og sveitarfélögum og hugafars- breyting hjá landsmönnum. Stjórnvöld hafa undanfarið lagt aukna áherslu á að rafbílavæða bílaflotann eða í það minnsta að reyna að hraða þróuninni. Það hefur verið gert með því að fella niður innflutningsgjöld og virð- isaukaskatt á rafbílum. Auk þess greiðir þú engin bifreiðagjöld af rafbílum og ókeypis rafmagn er á hraðhleðslustöðvum um sinn að minnsta kosti en líklega á þetta eftir að breytast þegar fleiri taka skrefið og fá sér rafbíl. Reykjavíkurborg hefur líka ýtt undir það að borgarbúar raf- bílavæðist og stefnir borgin að því að setja upp 58 hleðslustöðvar á 13 stöðum í borginni. Það sem þyrfti að gera líka er að setja inn í byggingareglugerðir að þegar ný- byggingar rísa sé gert ráð fyrir því að tengi fyrir rafbíla séu aðgengi- leg og að það sé einhvers konar staðall sem hægt sé að fara eftir. Eitt af því sem þarf að bæta, er að fjölga hleðslustöðvum á og við þjóðveg 1, þannig að rafbílar séu ekki bara hugsaðir til innanbæj- araksturs heldur sé hægt að nota þá til lengri ferðalaga. Íslendingar eru í dauðafæri, ef svo má að orði komast, til að raf- bílavæða bílaflotann. Við búum hér við mikla græna, endurnýj- anlega orku sem gæti auðveldlega staðið undir því að rafbíll verði álitlegur kostur næst þegar stend- ur til að endurnýja bílinn. Frænd- ur okkar Norðmenn eru komnir töluvert lengra en við í þessum efnum og við gætum vafalaust lært ýmislegt af reynslu þeirra í þess- um efnum. Hverju sem öðru líður þá hljót- um við að fara velta því alvarlega fyrir okkur næst þegar kemur að því að endurnýja bílinn að við skoðum þann kost gaumgæfilega að rafbíll verði fyrir valinu. CHEVROLET CAPTIVA 2 2TDI nýskr. 06/2013, ekinn 108 Þ.km, diesel, sjálfskiptur, 7manna. Verð 3.490.000 kr. Tilboð 3.090.000 kr. Lág útborgun. Raðnr. 256109 Sími 567 4840 Rafbílavæðing flotans Rafbílavæðing hefur verið mikið í umræðunni undanfarin misseri. Rétt um 1% af bílaflotanum eru rafbílar en stefnt er að því að þeir verði um 10% árið 2020. Mynd | Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.