Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1918, Blaðsíða 122
• 235
.Félaga-skrá og stofnana.
236
pess nú talinn aðallega sá »að stj'rkja til
lækninga fátækt fólk, sem pjáist af lungna-
tæringu. Ennfremur vinnur félagið eftir
megni að pvi, að koma í veg fyrir út-
breiðslu lungnatæringarinnar hér á landi,
meðal annars með pví áð gera sem flest-
um kunnugt eðli sóttkveikjunnar, hátt-
semi veikinnar, hvernig hún herst og
hver ráð séu til að varna pvi, svo og
ennfremur með áhrifum á hér að lútandi
löggjöf landsins«. Stjórnendur félagsins
eru: Klemens Jónsson, landritari, form.,
Guðm. Björnson landlæknir, ritari og
Sighvatur Bjarnason bankastjóri, féhirðir.
IIEILSUHÆLISFÉLAGSDEILD RVÍK-
UR, stofnuð 22. jan. 1907. »Félagsdeildin
vinnur að aðaltilgangi félagsins með
hverjum peim hætti, er hún fær við kom-
ið, einkum með pví að auka sem mest
liðsafla félagsins og vekja almennan á-
huga á hlutverki pess, alt samkvæmt fé-
lagslögunum. — Félagsdeildin nær yfir
lögsagnarumdæmi Reykjavíkur«.
Tekjuafgang deildarinnar sendir deild-
arstjórn árlega yfirstjórn félagsins og
dragast par frá 3°/o, sem leggjast við hina
almennu félagseign og '/■* af árstekjunum
er lagður i varasjóð deildarinnar. Að pví
frádregnu er tekjunum varið til að styrkja
til lækninga fátækt fólk, er pjáist af lungna-
tæringu og á heimili í lögsagnarumdæmi
Reykjavikur. Félagar deildarinnar liafa
forgangsrétt öðrum fremur um styrkveit-
ingu af deildarfé, pegar peir liafa veriö
3 undanfarin ár í félaginu og hafa greitt
félagsgjöld sín skilvíslega. Stjórn deildar-
innar: Sæm. prófessor Bjarnhéðinsson
form., Eggert yfirréttarmálaflm. Claessen
gjaldk., Magnús bankastjóri Sigurðsson
ritari.
IIEIMILISIÐNAÐARFÉLAG ÍSLANDS,
stofnað 24. júní 1914, til að auka og efla
pjóðlegan heimilisiðnað á íslandi, stuðla
að vöndun hans og fegurð og vekja á-
huga manna á pví að framleiða nytsama
hluti. Jafnframt skal félagið stuðla að
sem arðvænlegastri sölu á heimilisiðnað-
arafurðum bæði á íslandi og erlendis«.
Félagið heldur námsskeið i ýmsum
greinum heimilisiðnaðar eða styrkir
námsskeið sem haldin eru, og nýtur til
pess 1000 kr. styrks árlega af landsfé.
Stjórn: Inga L. Lárusdóttir, forseti, Ingi-
björg H. Bjarnason, Laufey Villijálms-
dóttir, ritari, Matthías Pórðarson, pjóð-
menjavörður, Ragnhildur Pétursdóttir
gjaldkeri, Sigriður Björnsdóttir og St. H.
Bjarnason.
HÉRAÐSLÆKNIR í Reykjavík er nú
Jón Hjaltalín Sigurðsson, Laugaveg 38,
heima 2—3 og kl. 7'/«.
HEYRNAR- OG MÁLLEYSINGJASKÓL-
INN var fluttur til Reykjavikur (frá Stóra-
Hrauni) árið 1907. Nemendum kend al-
menn barnaskólamentun og auk pess ern
peir látnir læra, sumir, ýmsar iðngreinar.
Húsnæði: Laugavegi 104. Námstími 7 ár,
frá 9—10 ára aldri. Skylt er að senda
pangað alla heyrnar- og málleysingja. Nú
eru í skólanum: 10. Styrkur af almanna
fé: 10,000 kr. Forstöðukona frú Margrét
Rasmus (1. 1200 -j- 200 kr. til ljóss og hita),
kenslukona Ragnh. Guðjónsdóttir (1. 720
kr. auk húsnæðis og hita).
HJÁLPRÆÐISHERINN, slofnaður í
Lundúnum 1878 af William Booth. Flutt-
ist hingað árið 1895. Hefir aðsetur í
Kirkjustræti 2 í nýreistu stórhýsi úr stein-
steypu, sem virt er á 87,000 kr. Tala her-
manna á landinu nál. 120, ílest innlent
fólk. Deildir utanbæjar: á Fellsströnd,
Ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Hafnarfirði
og Seyðisfirði. Yfirmaður: S. Grauslund
stabskapteinn. Geslcihœli hefir herinn í
»kastala« sínum, sem rúmar 35—40 gesti
og er ódýrt mjög. Eftirspurnarskrifstofu,
sem grenslast eftir horfnum ættingjum og
vinum utan lands og innan. Hjúkrunar-
starfsemi ókeypis. Ennfremur lestrarstofu,
! aðallega fyrir sjómenn.