Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1918, Blaðsíða 144
279
Félaga-skrá og stofnana.
280
júní til 15. sept. Tíl þjóðmenjasafnsins
telst og listasafnið, geymt í alþingishusinu.
Eru þar 91 málverk, auk högginna og
psentaðra mynda. — Pjóðmenjavörður
Matthias Fórðarson er forstöðumaður
safnsins.
PJÓÐSKJALASAFN, stofnað með aug-
lýsingu landshöfðingjans yíir íslandi 3.
apríl 1882, og þá ætlast til að ritari lands-
höfðingjans væri skjalavörður. Skipaður
sérstakur skjalavörður 8. des. 1899, og
safnið þá ílutt af dómkirkjuloftinu og í
Alþingishúsið. Flutt í Safnahúsið haustið
1908. Með lögum 3. nóv. 1915 skipað svo
fyrir, að safnið skuli heita Pjóðskjalasafn.
íslands, og skipaður yfirskjalavörður fyr-
ir það. Par á að geyma skjöl og skjala-
söfn allra emhættismanna landsins, þau,
sem eru 20 ára eða eldri. Safnið heíir að
geyma freklega 20 þúsund bindi, og auk
þess mikið af fornbréfum, þar af nálægt
600 á skinni. Reglugerð frá 13. janúar
1916. Opið til afnota fyrir almenning kl.
12—3 og 6—8 siðdegis alla virka daga.
Pjóðskjalavörður dr. Jón Porkelsson. Að-
stoðarskjalavörður Hannes Porsteinsson.
PJÖÐVINAFÉLAGIÐ, stofnað 8. júní
1870 á héraðsfundi í Pingeyjarsýslu, til
»að reyna með sameiginlegum kröftum að
halda uppi þjóðréttindum vorum, efla
samheldni og stuðla til framfara landsins
og þjóðarinnar i öllum greinum«. Pað er
nú eingöngu bókaútgáfufélag (Andvari,
Almanak o. fl.), enda ráð fyrir gert í lög-
um þess, að það reyni að ná tilgangi sín-
um meðal annars, með ritgerðum og
tímaritum »um alþjóðleg efni einkum um
réttindi íslands, hag þess og framfarir«.
Arstillag 2 kr. Forseti Eirikur Briem pró-
fessor. Nefndarmenn: Guðm. Björnson
landlæknir. Magnús Helgason skólastjóri
og Hannes Porsteinsson skjalavörður.