Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1918, Blaðsíða 130
251
Félaga-skrá og stofnaíia.
2. Arni Jóhannesson, prestur í Grenivik.
3. Bjarni Bjarnason, bóndi á Geitabergi.
4. Björn Hallsson, hreppstjóri á Rangá.
5. Eggert Benediktsson, hreppstjóri í
Laugardælum.
6. Einar Árnason, bóndi í Miðey.
7. Eyjólfur Guðmundss., bóndi i Hvammi
á Landi.
8. Gisli ísleifsson, aðstoðarm. í stjórnar-
ráðinu í Reykjavik.
9. Guðm. Hannesson, prófessor í Reykja-
vík.
10. Halldór Jónsson, bóndi á Varmá.
11. Halldór Jónsson, bóndi á Ranðumýri.
12. Jósef Jónsson hreppstjóri á Melum.
13. Kristinn Guðlaugsson, bóndi á Núpi.
14. - Kristján Helgi Benjamínsson, bóndi
á Ytri-Tjörnum.
15. Magnús Helgason, skólastjóri í Rvík.
16. Magnús Jónsson, sýslumaður í Hafnarf.
17. Magnús Jónsson, bóndi í Klaustur-
hólum.
18. Ólafur Erlendsson. bóndi á Jörfa.
19. Ólafur Magnússon, prestur í Arnarbæli.
20. Ólafur Ólafsson, próf. i Hjarðarholti.
21. Ólafur Jón Thorlacius, héraðslæknir
í Búlandsnesi.
22. Páll Bergsson, kaupm. í Hrísey.
23. Sigurður Daníel Jónsson, kennari á
ísaf.
24. Stefán Guðmundsson, bóndi áFitjum.
LANDSSTJÓRN ÍSLANDS hefir aðsetu
i Landshöfðingjahúsinu, sem áður var,
milli Hverfisgötu og Bankastrætis. Pessir
eru þar embættismenn og sýslunarmenn:
Forsætisráðherra Jón Magnússon (laun
8000 kr. + ókeypis húsnæði. 2000 kr. til
risnu og nál. 2000 kr. sem form. banka-
ráðs íslandsbanka). Viðtalstími hans er
frá kl. 1—3. Undir sinni stjórn hefir hann
sérstaklega þau mál, er 1. skrifstofa fjallar
um. Atvinnumálaráðherra Sigurður Jóns-
son (1. 8000 kr.). Viðtalstimi kl. 1—3. Hon-
um eru sérstaklega ætluð 2. skrifstofumál.
Fjármálaráðherra Sig. Eggerz (1. 8000 kr.)
Viðtalstími 1—3. Hann fjallar um og stjórn-
ar 3ju skrifstofu málum. Skrifstofusjórar
eru þrír: Guðmundur Sveinbjörnsson ál.
skrifstofu (1. 3500 kr,), Jón Hermannsson
á 2. skrifstofu (1. 3500 kr.) en haun hefir
fengið Iausn frá 1. april og í hans stað
verið skipaður Oddur Hermannsson cand.
jur. Á 3. skrifstofu Indriði Einarsson (1.
3500). Fengið lausn frá 1. apríl, og verð-
ur Magnús Guðmundsson sýslum. Skag-
firðinga eftirmaður hans. Aðstoðarmenn
eru: lögfræðingarnir Björn Pórðarson.
Gísli ísleifsson. Einar M. Jónasson og
Sig. Lýðsson. Skrifarar: Pórður Jensson
Porltell Porláksson og Pétur Hjaltesteð.
Aðrir starfsmenn: Jóhann Kristjánsson.
Marínó Havstein, Guðm. Magnússon skáld
og Einar Markússon. Dyravörður er Magn-
ús Vigfússon.
Störfum er skift á 3 skrifstofur. Fyrsta
skrifstofa hefir á hendi: Dómsmál. lög-
reglnmál, umsjón með fangelsum. veit-
ingar allra réttarfarslegra leyfisbréfa. öll
heilbringðismál, þar með taldar varnir
gegn útbreiðslu næmra sjúkdóma, strand-
málefni, mál er snerta hjúskap, arf og lík
sifjabönd, og þar að lútandi leyfisbréf.
Hún annast líka útg. Stjórnartíðindanna,
fyrirskipar og býr undir kosningar til al-
þingis. I.oks annast húnöllmál, er snerta
andlegu stéttina, kirkjur og skóla, þar með
taldan háskólann, hinn almenna menta-
skóla i Reykjavík, kennaraskólann, lands-
bókasafnið, ‘ þjóðskjalasafnið og þjóð-
menjasafnið í Reykjavík.
Önnur skrifstofa annast öll sveitar-
stjórnarmálefni þar á meðal eftirlit með
sýslunefndargerðum, sýslureikningum og
kaupstaðareikuingum, mál er snerla verzl-
un, iðnað og handiðn, vörumerki, iðnað-
arnám, farmensku og banka. Veitir einka-
leyfi, hefir yfirumsjón með póstmálum og
símamálum landsins, vegamálum og öll-
um samgöngumálum. Landbúnaðarmál-
efni, búnaðarskóbr, dýralækningar, fiski-
veiðar og umsjón þjóðjarða lúta og und-
ir hana.
Priðja skrifstofa lielir með höndum öll
fjármál landsins, skattomál. tollmál og
eftirlaun, ákveður veð embættismanna og