Bæjarskrá Reykjavíkur - 01.01.1918, Blaðsíða 137
265
Félaga-skrá og stofnana.
266
að nema stýrimannafræðk. 1909 var
greidd i sjóðinn dánargjöf frú Guðrúnar
Fischers, að upphæð kr. 19,400,99. Stjórn-
endur: ráðherra íslands og Nicolai Bjarna-
son kaupm. Sjóður i árslok 1915 kr.
41590,06.
Styrktarsjóður Hjálmars kaupmanns
Jónssonar er stofnaður af honum með
arfleiðsluskrá dags. 14. sept. 1893, og við-
aukum við hana dags. 19.'marz 1895 og
16. maí 1900. Stjórnendur eru biskupinn
yfir íslandi og 2 menn aðrir. Stofnfé
sjóðsins var úthlutað á skiftafundi eftir
hinn framiiðna og nam kr. 13,457,60. Til-
gangurinn er að styrkja fátækar ekkjur
og börn íslenzkra fiskimanna, er í sjó
drukna. Skipulagsskrá 27. marz 1903, stað-
fest 10. júní s. á. Nam 31. ág. 1916 kr.
16428,99.
Styrklarsjóður iðnaðarmanna i Reykja-
vík, stofn. 7. apríl 1895 með kr. 2263,66,
til að styrkja iðnaðarmenn í Reykjavík
sem og ekkjur þeirra og börn. Stjórn
sjóðsins kosin af iðnaðarmönnum á að-
alfundi. Skipulagsskrá staðf. 18. sept. 1896.
Sjóður í árslok 1915 kr. 6368,59.
Styrktarsjóður Kristjáns IX. er stofnaður
með 8000 kr. gjöf frá Kristjáni IX. 10. ág.
1874. Tilg. sjóðsins er að stuðla að fram-
förum landsins með því að verðlauna ár-
lega tvo menn, er mesta framtakssemi
hafa sýnt á helztu atvinnuvegum þess.
Skipul.skrá staðfest 7. nóv. 1874. Nam í
árslok 1915 kr. 11162,52.
Slyrklarsjóður skipstjóra og shjrimanna
við Faxaflóa, stofnaður 17. febr. 1894, til að
styrkja skipstjóra og stýrimenn á þilskip-
um, sem gerð eru út tíl fiskiveiða í veiði-
stöðum kringum Faxaflóa, svo og ekkjur
þeirra og börn. Skipulagsskrá staðf. 2,
júlí 1894. Sjóður 31. des. 1915 kr. 8539,05.
Styrklarsjóður verzlunarmanna í Reykja-
vik (og sjúkrasjóður) stofnaður 24. nóv.
1867 »til að st^'rkja fátæka og atvinnu-
lausa verzlunarmenn með fjárframlagi,
.svo og félitlar ekkjur og börn látinna fé-
lagsmanna, sérstaklega þeirra, er lagt
hafa fé í sjóðinn að minsta kosti 5 ár
samfleytt«. Sjóður i árslok 1917 kr.
54,000,00.
SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR,
stofnað að tilhlutun Oddfellowa 12.
sept. 1909. Stjórn: Jón Pálsson (form.),
Eggert Claessen yfirdómslögm., Einar
Arnason kaupm., Bjarni Pétursson verzl-
unarm., Puriður Sigurðardóttir verzlun-
armær, Bjarni Bjarnason klæðskeri og
Steindór Björnsson kennari. Endurskoð-
endur: Helgi Árnason dyravörður og
Ingvar Porsteinsson bókbindari; vara-
endurskoðendur: Bened. G. Waage verzl-
unarm. og Olína Ólafsdóttir verzlunar-
mær.
Samlagið telur nú nærfelt 1300 meðlimi.
Varasjóður þess (50 ára afmælisgjöf
Brynj. H. Bjarnason kaupm.) er nál. 600
krónur. Sem stendur eru iðgjöld hlut-
lækra samlagsmanna og dagpeningar, sem
samlagið veitir sjúkum samlagsmönnum
þessi:
Iðgjöld á mán. Dagpeningar
kr. 0,70 kr.
— 0,95 — 0,50
— 1,10 — 0,75
— 1,25 — 1,00
— 1,65 — 1,50
— 2,10 — 2,00
Samlagið veitir samlagsmönnum sinum
ókeypis: lyf, læknishjálp og spítalavisl í
32 vikur á samfleyttum þrem reiknings-
árum í Heilsuhælinu á Vífilsstöðum,
Landakotsspítala og geðveikrahælinu á
Kleppi.
SKATTANEFND: Borgarstjóri og bæj-
arfulltrúarnir Jón Ólafsson og Porv. Por-
varðsson (til vara: Sveinn Björnsson),
semur í októbermánuði ár hvert skrá
um tekjur þeirra bæjarbúa, sem skatt
eiga að greiða í landssjóð samkvæmt
tekjuskattslögum 14. des. 1877.
í yfirskattanefnd, sem úrskurðar kærur
skattgreiðenda, eru nú (skipaðir 1. jan.
1915): Halldór Daníelsson yfirdómari, Ei-