Fréttablaðið - 14.04.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.04.2018, Blaðsíða 4
JEEP GRAND CHEROKEE TRAILHAWK TORFÆRUÚTGÁFAN AF ÞESSUM FRÁBÆRA JEPPA ® Quadra-DriveTM fjórhjóladrif, driflæsing að aftan, loftpúðafjöðrun, 18” álfelgur, grófari dekk, 8,4” snertiskjár, lykillaust aðgengi og ræsing, rafdrifin sport sæti frammi í með hita og kælingu, leður/rúskinnsáklæði, rafdrifinn afturhleri, Bi-Xenon og LED framljós, bakkmyndavél, hiti í stýrishjóli, íslenskt leiðsögukerfi, hlífðarplötur undir vél, kössum og eldsneytistönkum o.fl. DÍSEL 3.0L V6 250 HÖ. 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING HÁTT OG LÁGT DRIF TRAILHAWK VERÐ FRÁ: 9.990.000 KR. Grand Cherokee Laredo verð frá: 8.690.000 kr. Umboðsaðili Jeep - Þverholti 6 - 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 www.jeep.is - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16 Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r VERÐLÆKKUN Atli Svavarsson 11 ára hlaut Sam- félagsverðlaun Fréttablaðsins í flokknum Frá kynslóð til kyn- slóðar. Atli stofnaði verkefnið #savetheworld í fyrra en það snýst um að tína rusl í náttúrunni. Atli pælir mikið í umhverfismálum og hvetur fólk til að henda ekki frá sér rusli á víða- vangi. Sjálfur er hann iðinn við að plokka ásamt fjölskyldu sinni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á þingi að nýjar kröfur ljósmæðra væru algerlega óaðgengilegar. Þær myndu setja fordæmi sem settu allar aðrar kjaraviðræður í landinu á þessu ári og næsta ári í algert uppnám. Það væri ábyrgðarhluti að ganga að kröfum sem settu aðra samninga í uppnám. Borghildur Sturludóttir varabæjarfulltrúi Bjartrar fram- tíðar í Hafnarfirði þurfti að taka pokann sinn í skipulags- og byggingaráði eftir átakafund í bæjarstjórn, meðal annars vegna afstöðu til knatthúsa. Borghildur hefur verið á öndverðum meiði við meirihlutann í knatthúsamálinu og hefur meðal annars lagt áherslu á óháða staðarvalsgreiningu fyrir nýtt knatthús. Þrjú í fréttum Verðlaun, kjör og knatthús Tölur vikunnar 08.04.2018 – 14.04.2018 39 prósent Reykvíkinga tæp eru hlynnt því að bann verði sett á notkun dísilolíu á ökutæki á Íslandi fyrir árið 2030. Þetta eru niður- stöður nýrrar skoðana- könnunar Frétta- blaðsins. 44 prósent eru andvíg banni. 140 þúsund plötur hefur Helgi Björnsson tónlistarmaður selt á ferlinum. Hann hefur notað 1.876 spreybrúsa í hárið og fleygt 724 nærbuxum út í sal. 36 prósentum hjarta- aðgerða var frestað í fyrra vegna skorts á legurýmum á gjörgæslu. 20 pró- sentum var frestað vegna annarra þátta, að því er segir í yfir- lýsingu Lækna- ráðs Land- spítalans. 2,1 milljón tæp voru meðal- laun starfsmanna Stefnis, dótturfélags Arion banka og stærsta sjóðastýring- arfyrirtækis landsins, á mánuði í fyrra. Hækkuðu launin um 13 prósent á milli ára.230 milljónir króna var velta tekju- hæsta leigusalans á Airbnb í fyrra en hann bauð upp á 46 útleigurými. Alls námu tekjur leigusala sem nota vefinn 19,4 milljörðum í fyrra. 16 prósent nýnema á framhaldsskólastigi völdu starfsnám árið 2016. Fjórð- ungur nýnema var í starfsnámi á fyrri hluta tímabilsins 1997-2016. MennTun „Nú skora ég á okkur öll að taka höndum saman vegna þess að það getur farið að vora ef við viljum,“ sagði Ragnar Þór Pétursson, nýr for- maður Kennarasambands Íslands, þegar hann tók við embætti eftir mikil átök á sjöunda þingi KÍ sem lauk í gær. Anna María Gunnarsdóttir tók jafnframt við varaformennsku. Átökin á þinginu snerust fyrst og fremst um tillögu nokkurra kvenna um að þingið myndi skora á Ragnar að samþykkja að haldin yrði ný kosn- ing um formannsembættið og hann tæki ekki við því fyrr en að henni lokinni. Kaflaskipti urðu þegar einn þingfulltrúi bar upp frávísunartil- lögu. Málinu var vísað frá að undan- genginni leynilegri atkvæðagreiðslu þar sem atkvæði féllu þannig að 94 samþykktu frávísun en 78 greiddu atkvæði gegn henni. Sex fulltrúar skiluðu auðum seðlum. Konurnar sem vildu að formaður KÍ yrði kjörinn að nýju rökstuddu tillögu sína með því að Ragnar Þór hefði verið sakaður um blygðunar- semisbrot. Ásakanirnar á hendur Ragnari komu fyrst fram árið 2013, en eftir að kosningin um formann KÍ fór fram í nóvember steig nafn- greindur maður fram og gerði ítar- lega grein fyrir ásökunum sínum á hendur honum. Óhætt er að segja að þingfull- trúar hafi haft skiptar skoðanir á tillögunni og með hvaða hætti hún var borin upp. Nokkrir þingfulltrúa lýstu þeirri skoðun sinni að tillagan ætti sér enga stoð í lögum KÍ. Einn þeirra lýsti þeim skilningi sínum að Ragnar einn gæti tekið ákvörðun um að taka ekki við embætti. Ef hann myndi ákveða að taka ekki við emb- ætti gerðu lög sambandsins ráð fyrir að kjörinn varaformaður tæki við. Engin heimild væri fyrir því að láta atkvæðagreiðslu fara fram að nýju. Aðrir þingfulltrúar gengu lengra og töluðu um aðför að Ragnari. „Þetta er erfitt mál. Erfitt fyrir mig og okkur allar. Hafi okkur orðið það á að brjóta þingsköp þá þykir okkur það leitt. Við ætluðum ekki að mis- nota stöðu okkar né heldur brjóta reglur né móðga þessa samkomu með nokkrum hætti,“ sagði Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari í Borg- arholtsskóla og ein þeirra sem stóðu að tillögunni. Hún hafnaði því að tillagan stríddi gegn lögum KÍ. „Við þurfum ekki lagastoð fyrir þessari ályktun. Þessi ályktun var beiðni til Ragnars Þórs um að taka ekki að þér þessa formennsku af því að embættið er miklu stærra en þú,“ sagði Hanna og beindi orðum sínum til Ragnars Þórs. jonhakon@frettabladid.is Ragnar tók við formennskunni eftir átakafund sambandsins Tillögu um að skora á Ragnar Þór Pétursson, nýkjörinn formann Kennarasambands Íslands, að taka ekki við formennsku var vísað frá í gær. Flutningsmenn tillögunnar voru sakaðir um aðför að formanninum. Nýi formaðurinn hvatti til samstöðu og þakkaði forvera sínum vel unnin störf. Um hitafund var að ræða. Aldrei voru greidd atkvæði um tillögu þar sem skorað var á Ragnar að taka ekki við embætti. FRéttAblAðið/Anton bRink 4 menn voru handteknir í vikunni í heimahúsi á Suður-landi í aðgerðum þar sem á fjórða hundrað kannabis- plantna og á annan tug kannabislaufa var haldlagt. 1 4 . a p r í l 2 0 1 8 l a u G a r D a G u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð 1 4 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 1 2 8 s _ P 1 2 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 7 5 -7 6 7 4 1 F 7 5 -7 5 3 8 1 F 7 5 -7 3 F C 1 F 7 5 -7 2 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 8 s _ 1 3 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.