Fréttablaðið - 14.04.2018, Blaðsíða 112

Fréttablaðið - 14.04.2018, Blaðsíða 112
Við Njálsgötuna í Reykjavík stendur lítið gallerí sem kall­ast Ramskram og sér­hæfir sig í ljósmynda­list. Á þeim tíma sem Ramskram hefur starfað hafa margir forvitnilegir og langt að komnir gest­ ir sýnt í húsakynnum þess en í dag verður opnuð þar einkar forvitnileg sýning listamanns sem er langt að kominn. Alfredo Esparza Torreón er fæddur í Mexíkó árið 1980, hann er með MA­gráðu í húmanískum fræðum með áherslu á sagnfræði, en hefur síðan gert ljósmyndun að ævistarfi sínu. Á mörkum tveggja heima Alfredo er opinn og skemmti­ legur maður sem tekur brosandi en haltur á móti blaðamanni, eftir að hafa snúið sig á ökkla fyrr í vikunni, og segir brosandi að ástæða þess að hann er kom­ inn til Íslands til þess að sýna og vinna sé fólgin í því að hann sé alinn upp í norðurhluta Mexíkó. „Landslagið sem ég þekki hvað best er eyðimörkin í Norður­ Mexíkó. Þar er heitt og allt gult og þurrt, meira og minna alla daga ársins, en fyrir vikið hef ég alltaf litið á Ísland sem andstæðu minna heimaslóða. Hér eru árstíðir og grænt á sumrin og hvítt á veturna og þessar andstæður heilla mig. Þess vegna langaði mig til þess að koma og kynnast þessu landi og nátt­ úru þess vegna þess að þetta er svo gjörólíkt öllu sem ég þekki. Þetta er annar heimur fyrir mig.“ Alfredo segir að annað sem hafi togað hann til Íslands sé líka lega landsins á hnettinum. „Þegar ég komst að því að Ísland liggur á mörkum Ameríku og Evrópu þá jók það enn frekar á áhuga minn á landinu. Málið er nefnilega að Mexíkó liggur þannig að við erum aldrei talin með Norður­Ameríku, því það eru Bandaríkin og Kanada en svo er sagt í Suður­Ameríku að við tilheyrum ekki þeirra veröld. Þannig að í mínum huga eiga Ísland og Mexíkó það sameiginlegt að liggja á mörkum tveggja heima og það finnst mér heillandi. Áhugi minn á Íslandi snýst því bæði um þær andstæður sem eru á milli þessara tveggja landa og svo líka það sem þau eiga sameiginlegt.“ Sofandi fólk Þegar Alfredo var nítján ára var hann eins og margir ungir menn leitandi og óviss um hvað hann vildi leggja fyrir sig í lífinu. „Ég var byrjað­ ur í háskólanámi þegar afi minn gaf mér myndavél og hún togaði strax í mig. Ég hélt þó áfram í náminu og kláraði það en eftir það vissi ég að ljósmyndun væri það sem ég vildi gera. Auðvitað var ég þó enn þá leit­ andi sem ljósmyndari og listamaður og það voru erfiðir tímar í Mexíkó vegna eiturlyfjastríðsins sem geis­ aði í raun mjög víða um landið. Á þeim tíma fór ég til Bandaríkjanna og dvaldi í ein tvö ár í Los Angeles en var samt ólöglegur allan tímann og það var ekkert auðvelt,“ segir Al­ fredo en brosir þó við tilhugsunina. Hann segir að í framhaldinu hafi hann ákveðið að fara aftur heim til Mexíkó þar sem hann settist að í Mexíkóborg og það var í raun þar sem ferill hans sem listamanns hófst fyrir alvöru. „Þegar ég kom til Mexíkóborgar fannst mér gríðarlega krefjandi að lifa þar, ekki síst vegna þess hversu stór og þéttbýl borgin er en þar búa um 24 milljónir. Í slíku margmenni er getur verið erfitt að mynda tengsl við annað fólk og mér fannst allir alltaf vera að reyna að olnboga sig áfram fram úr næsta manni. En sem betur fer átti ég smá pening frá dvölinni í LA og ég gat lifað á honum næstu átta mánuði á meðan ég vann að verkefni sem átti eftir að reynast mér vel. Ég fór í það að setja mig í samband við ókunnugt fólk í borg­ inni og biðja það um að fá að koma inn á heimili þess og mynda það á meðan það svaf. Af þeim 5.000 sem ég setti mig í samband við þá voru 52 sem sögðu já sem mér finnst nú bara gott, ekki síst miðað við að þetta var á erfiðum og ofbeldis­ fullum tíma í landinu. Þetta var mitt viðbragð við því og það sýndi traust allra þeirra einstaklinga sem leyfðu mér að mynda þá og fól þannig í sér von um betri tíma.“ Terra Nullius Þessi myndasería af sofandi fólki vakti talsverða athygli á verkum Alfredos og hún gaf honum líka tækifæri til þess að halda áfram á þessari vegferð listrænna ljós­ mynda. Svefnmyndirnar eru ekki með honum á Íslandi að þessu sinni heldur er það verkefni sem tengist áhuga hans á heimaslóðunum í Norður­Mexíkó sem landsvæði. „Ég hef lengi haft mikinn áhuga á nýtingu landsvæða og þá sérstak­ lega í mínu heimalandi þó svo líka sé vissulega eitthvað sem þarf að skoða alls staðar í heiminum. Nýting á landi snýst auðvitað um nýtingu á auðlindum og við verðum að gera okkur grein fyrir því að þær eru ekki óþrjótandi – hvar í heiminum sem það kann að vera.“ Í þessu samhengi er myndaserían sem Alfredo er að sýna undir yfir­ skriftinni Terra Nullius alþjóðleg. Hann segir að vangaveltur um verkefnið megi reyndar rekja til áhuga hans á sagnfræði og menn­ ingarsögu þess tíma þegar vestræn nýlenduveldi voru að leggja undir Þetta er landslag sem er hvorki mannsins né náttúrunnar lengur Alfredo Esparza Torreón er ljósmyndari frá Mexíkó, sem í dag opnar einkasýningu í galleríi Ramskram undir yfirskriftinni Terra Nullius sem er hugtak sem hann sækir aftur til nýlenduveldanna. Alfredo Esparza opnar sýningu í Ramskram í dag en hann segist hafa heillast af Íslandi þar sem það liggur í ákveðnum skilningi á mörkum tveggja heima eins og Mexíkó. FRéTTAblAðið/SigTRygguR ARi Tvær af myndum Afredos af sofandi fólki í Mexíkóborg. ©AlFREdo ESpARzA Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 1 4 . a p r í l 2 0 1 8 l a U G a r D a G U r56 m e n n i n G ∙ F r É T T a B l a ð i ð 1 4 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 1 2 8 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 7 5 -6 7 A 4 1 F 7 5 -6 6 6 8 1 F 7 5 -6 5 2 C 1 F 7 5 -6 3 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 2 8 s _ 1 3 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.