Fréttablaðið - 14.04.2018, Blaðsíða 12
VELFERÐARMÁL „Það er alltaf hægt
að ræða það hvort gera megi betur
í þjónustu við börn. Okkur finnst
gríðarlega mikilvægt að umræðan sé
byggð á staðreyndum en ekki dylgj-
um,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir,
starfandi forstjóri Barnaverndar-
stofu, um opið bréf Jóhannesar Kr.
Kristjánssonar fjölmiðlamanns til
Halldórs Haukssonar, sviðsstjóra
meðferðar- og fóstursviðs Barna-
verndarstofu. Bréfið birtist í Frétta-
blaðinu í fyrradag.
Heiða Björg segir það algjör-
lega óásættanlegt að ákveðnir ein-
staklingar séu ranglega dregnir til
ábyrgðar fyrir ákvarðanir sem eru
teknar af stjórnvöldum, eins og gert
sé í þessari grein.
„Halldór er maður sem ég þekki
og treysti og er gríðarlega faglegur
og vandaður. Allar ákvarðanir um
þróun meðferðarstarfs stofunnar
eru teknar og eru á ábyrgð forstjóra
Barnaverndarstofu en ekki ákveð-
inna starfsmanna,“ segir Heiða
Björg. Allar ákvarðanir séu teknar
út frá faglegri þekkingu og því fjár-
magni sem Barnaverndarstofa hefur
milli handanna.
Í grein sinni vísar Jóhannes til
þess að meðferðarheimilum barna
víðsvegar um landið hafi verið
lokað. „Á sama tíma hefur þú lagt
alla þína krafta í MST-meðferðar-
kerfið,“ segir Jóhannes og bendir
jafnframt á að MST-meðferðarkerfið
sé í eigu bandarísks fyrirtækis sem
Barnaverndarstofa greiði þóknanir
fyrir að nota.
Heiða Björg segir að MST-kerfið
hafi valdið byltingu í meðferðar-
starfi á Íslandi og sé gagnreynt
úrræði frá Bandaríkjunum. Barna-
verndarstofa hafi tölur sem sýni
fram á árangur þess í meðferðarstarfi
hér á landi. „Gjaldið felur ekki síst í
sér þjónustu. Það er ráðgjöf og eftir-
lit með framkvæmd meðferðarinnar
frá erlendum sérfræðingum sem
koma einnig reglulega til Íslands til
þess að viðhalda og þjálfa nýja færni
starfsfólks, sem rannsóknir hafa sýnt
að virki. Þetta er allt gert til þess að
tryggja gæði þeirrar þjónustu sem
verið er að veita,“ segir Heiða.
Hún bendir líka á að með þessu
úrræði sé hægt að þjónusta upp
undir 100 unglinga á ári á heimilum
þeirra alls staðar á landinu. Kostnað-
urinn við það sé svipaður og kostn-
aðurinn við eitt meðferðarheimili
þar sem eru sex rými, sem þýði að
hægt sé að þjónusta á bilinu sex til
tólf unglinga á ári.
„Þessi ákvörðun um innleiðslu á
MST var tekin áður en núverandi
sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs
hóf störf hérna og reyndar áður en
það svið varð til. Ástæðan fyrir því
að við lokum meðferðarheimilum er
að við höfum verið með þau hálftóm
eða tóm mánuðum og árum saman,“
segir Heiða Björg og bætir við að í
dag séu laus pláss á langtímameð-
ferðarheimilum Barnaverndarstofu.
Jóhannes segir líka í grein sinni
að MST-kerfið virki ekki fyrir börn
sem eru komin í lífshættulega neyslu
fíkniefna. „Auðvitað er það þannig
að það er ekkert eitt sem gagnast
öllum. Þess vegna hefur það aldrei
verið stefna Barnaverndarstofu að
loka öllum meðferðarheimilum.
Heldur hefur MST þvert á móti sýnt
fram á þörfina á öflugri sérhæfðari
meðferð með vistun. Við höfum
verið að þróa meðferðarstarfið
okkar áfram á þeim meðferðarheim-
ilum sem eru til. Við höfum verið að
taka inn meiri sérfræðivinnu og svo
höfum við frá 2011 bent á þörfina
á nýju meðferðarheimili á höfuð-
borgarsvæðinu,“ segir Heiða Björg
og bendir á mikilvægi þess að með-
ferðarvinna byggist á margvíslegum
úrræðum.
Jóhannes bendir á að til sé mynd-
band af börnum á einu meðferðar-
heimila Barnaverndarstofu sem sýni
þau sniffa gas „í helgarleyfi í sumar-
bústað með starfsmönnum með-
ferðarheimilisins“. Hann spyr hvers
vegna barnaverndarnefndir þessara
barna hafi ekki verið upplýstar.
„Ég stend nú í þeirri meiningu
að það hafi verið gert,“ segir Heiða
Björg og tekur jafnframt fram að
starfsmenn meðferðarheimilisins
hafi alls ekki verið viðstaddir þegar
börnin voru að sniffa.
„Það eru til hér skrifleg fyrir-
mæli til meðferðarheimilisins um
að láta barnaverndarnefndir við-
komandi barna vita,“ segir Heiða
Björg. Barnaverndarstofa hafi enga
ástæðu til að ætla að það hafi ekki
verið gert. „En við erum að elta
alla þræði uppi í því máli,“ segir
Heiða Björg. Hún segir að málið
hafi komið upp 2014 og svo hafi til-
vist myndbandsins uppgötvast ári
seinna. „Þá er farið í sérstaka skoðun
á málinu og það liggur fyrir ítarleg
greinargerð um það. Velferðarráðu-
neytið var upplýst um þá vinnu og
að ákveðnir verkferlar hefðu verið
uppfærðir í framhaldinu.“
Heiða ætlar að tjá sig ítarlegar um
málið í opnu bréfi til Jóhannesar
sem birtist í Fréttablaðinu í næstu
viku. jonhakon@frettabladid.is
Segir mikilvægt að
byggja ekki á dylgjum
Forstjóri Barnaverndarstofu segir óásættanlegt að einstakir starfsmenn stofunn-
ar séu ranglega dregnir til ábyrgðar fyrir ákvarðanir stjórnvalda. Barnaverndar-
nefndir hafa verið upplýstar um að börn á meðferðarheimili hafi verið að sniffa.
Fjölmiðlamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson lýsti
óánægju sinni með starf Barnaverndarstofu í opnu bréfi í Fréttablaðinu.
Auglýsing
um kosningu til kirkjuþings
og framlagningu kjörskrár
Með vísan til 12. gr. starfsreglna um kjör til kirkjuþings, nr. 1075/2017
tilkynnir kjörstjórn þjóðkirkjunnar að kosning til kirkjuþings fer fram frá
kl. 12:00 hinn 2. maí 2018 til kl. 12:00 hinn 7. maí s.á.
Kosningin verður rafræn.
Á kirkjuþingi eiga sæti 29 þjóðkirkjumenn kjörnir til fjögurra ára í senn.
Eru 12 þeirra úr hópi vígðra manna, þ.e. presta og djákna og
17 leikmenn.
Upplýsingar um frambjóðendur til kirkjuþings er hægt að nálgast á
vefsíðu kirkjunnar kirkjan.is, eða á biskupsstofu.
Kjörstjórn hefur, á grundvelli 9. gr. fyrrgreindra starfsreglna, samið
kjörskrá vegna kosninga til kirkjuþings. Á kjörskrá eru þeir sem
uppfylltu skilyrði kosningarréttar hinn 1. apríl 2018, sbr. 6. gr. starfs
reglnanna.
Kjósandi getur kannað á þar til gerðu vefsetri hvort nafn hans sé á
kjörskrá. Við aðgang að vefsetrinu er notuð almenn innskráningar
þjónusta sem kjörstjórn ákveður, s.s. rafræn skilríki eða Íslykill
Þjóðskrár Íslands. Kjörskrá liggur enn fremur frammi á pappír
kjós endum til sýnis á biskupsstofu og skrifstofum prófasta, sbr. 4. og 5.
mgr. 9. gr. starfsreglna um kjör til kirkjuþings.
Athugasemdir vegna kjörskrár skulu berast kjörstjórn eigi síðar en
þremur sólarhringum áður en kosning hefst. Athugasemdir skulu
sendar á netfangið kirkjan@kirkjan.is
Reykjavík, 13. apríl 2018
f.h. kjörstjórnar þjóðkirkjunnar
Hjördís Stefánsdóttir, formaður.
Vilt þú gera Skaupið?
RÚV leitar að réttum aðilum til að
framleiða Áramótaskaupið 2018.
Við köllum eftir tillögum þar sem
settar eru fram vel útfærðar
hugmyndir að nálgun, umgjörð,
handriti og mönnun.
Áramótaskaupið er ómissandi
liður í hátíðarhöldum
landsmanna og RÚV hefur
metnað til að bjóða upp á
framúrskarandi gott Skaup við
hæfi sem flestra.
Í stefnu RÚV kemur fram
að samtal og samvinna við
sjálfstæða framleiðendur og
listamenn í landinu er aukið,
nánar á www.ruv.is/2021
Nánari upplýsingar um helstu
forsendur RÚV er að finna á
vefnum www.ruv.is/skaup18
Umsóknarfrestur er til og með
22. maí 2018.
Frá kr.
68.945
TENERIFE
25. apríl í 7 nætur
Netverð á mann frá kr. 68.945 m.v. 2 í stúdíó.Tamaimo Tropical
Bir
t m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir á
ski
lja
sé
r r
étt
til
le
iðr
étt
ing
a á
sl
íku
. A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fy
rir
va
ra.
FY
RI
R2 1
Heiða Björg
Pálmadóttir,
starfandi forstjóri
Barnaverndar-
stofu.
BANDARÍKIN Brot úr væntanlegri bók
James Comey, sem Donald Trump
Bandaríkjaforseti rak úr starfi alríkis-
lögreglustjóra, birtust í fyrrinótt.
Mátti þar finna harðorð ummæli um
Trump. Var forsetanum meðal ann-
ars líkt við mafíósa og hann sagður
siðlaus og aftengdur sannleikanum.
„Ég hélt ég myndi aldrei segja
þetta en ég veit ekki hvort núver-
andi forseti Bandaríkjanna hafi
verið með vændiskonum sem migu
hvor á aðra í Moskvu árið 2013. Það
er mögulegt, en ég veit það ekki,“
segir í bók Comeys og er þar vitnað
í hina svokölluðu Steele-skýrslu þar
sem Rússar eru sagðir eiga mynd-
band af umræddu athæfi.
Comey var rekinn þegar hann
stýrði rannsókn á meintum
tengslum Rússa við forsetaframboð
Trumps. Bókin vekur greinilega ugg
Repúblikana sem hafa ítrekað ráðist
á hann undanfarið og minnt á að
Demókrötum þótti lítið til Comey
koma þegar hann tók upp rann-
sókn á svokölluðu tölvupóstamáli
Hillary Clinton á ný skömmu fyrir
kosningar.
„James Comey er LEKAMAÐUR og
LYGARI. Næstum allir í Washington
bjuggust við því að hann yrði rekinn
fyrir hrikalega illa unnin störf. Hann
lak LEYNILEGUM upplýsingum og
það ætti að sækja hann til saka fyrir
það. Hann laug að þinginu, EIÐ-
SVARINN. Hann er veikgeðja og
lygin slímklessa,“ sagði meðal annars
í viðbrögðum Trumps á Twitter. – þea
Trump kallar James Comey slímklessu
James Comey. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
1 4 . A P R Í L 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
4
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:4
1
F
B
1
2
8
s
_
P
1
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
7
5
-8
5
4
4
1
F
7
5
-8
4
0
8
1
F
7
5
-8
2
C
C
1
F
7
5
-8
1
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
2
8
s
_
1
3
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K