Fréttablaðið - 14.04.2018, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 14.04.2018, Blaðsíða 94
E lvar Páll Sigurðsson og unnusta hans, Eyrún Rakel Agnarsdóttir, hafa í nógu að snúast þessa dagana. Þau eignuðust sitt fyrsta barn á dög- unum og síðustu vikur hafa snúist um soninn sem er nú um sex vikna gamall. „Hann er algjör gullmoli og það gengur allt vel. Heilsan er góð og fæðingin gekk vel,“ segir Elvar Páll og segir fæðingu drengsins hafa verið sína stærstu stund. Elvar Páll hefur raunhæfan mögu- leika á því að verða yngsti bæjar- stjórnarmaður svo lengi sem elstu menn muna. Hann starfar nú á auglýsingastofunni Pipar/TBWA og spilar fótbolta með Leikni í Breið- holtinu. „Ég ráðlegg fyrirtækjum í hinum stafræna heimi um markaðs- setningu og stefnumótun á staf- rænum miðlum,“ segir Elvar sem segir umhverfið sem hann vinnur í síbreytilegt. „Það er alltaf eitthvað að bætast við í flórunni og því getur stefnumótun og markaðssetning oft verið mjög krefjandi, en það er mikilvægt fyrir fyrirtæki að vera sýnileg á réttan hátt á netmiðlum,“ segir Elvar um starf sitt. Elvar Páll er sóknarmaður Leiknis manna í Breiðholti en sleit takkaskónum á barnsárunum með Breiðabliki í Kópavogi þar sem hann er fæddur, uppalinn og býr enn. Hann gekki svo til liðs við Leikni Reykjavík árið 2015. „Ég fór til Bandaríkjanna beint eftir fram- haldsskóla á fótboltastyrk. Þar lærði ég líffræði,“ segir Elvar frá og segist hafa fetað í fótspor eldri bróður síns. „Bróðir minn lærði líka líffræði og seinna læknisfræði, ég ætlaði að feta sömu leið og hann.“ Elvar Páll kom heim og fann fljót- lega hvað hann vildi gera í fram- haldinu. „Ég vildi fara í aðra átt og fór því í meistaranám í markaðs- fræðum og alþjóðaviðskiptum í Háskóla Íslands og sé ekki eftir þeirri ákvörðun. Líffræðinámið kemur þó að góðu gagni, það er gott að byggja grunninn á vísindum og gerir það að verkum að ég nálgast oft verkefni á annan hátt en aðrir á mínum starfsvettvangi”. Elvar Páll ökklabrotnaði síðasta sumar og hefur því verið frá fótbolta í nokkurn tíma. „Ég er enn ekki orðinn nógu góður og er í endurhæfingu. Þetta tekur tíma, þetta eru erfið meiðsli og getur tekið langan tíma að jafna sig á svona meiðslum, það reynir nefni- lega verulega á ökklann í fótbolta og maður þarf því að vera rúmlega 100 prósent góður í ökklanum áður en maður getur farið aftur út á fót- boltavöllinn. Ég er alls ekki hættur í fótbolta en í þessum meiðslum fór ég aðeins að hugsa út fyrir boxið og fór að gera hluti sem mig hafði alltaf langað til að gera,“ segir Elvar Páll og segist í kjölfarið hafa leitt hugann að því að verða að gagni fyrir sinn heimabæ, Kópavog. „Ég hef svo sem aldrei verið mjög pólitískur en ég hef alla tíð haft mik- inn áhuga og fylgst með því sem er í gangi í Kópavogi. Ég hef búið hér frá fæðingu og fjölskyldan mín býr hér mestöll. Mér þykir mjög vænt um bæjarfélagið og vil því ólmur leggja mitt af mörkum og gera gagn. Ég flokka mig ekki sem hægri- eða vinstrimann og vil miklu frekar vinna eftir málefnum hverju sinni. Þannig vil ég nálgast þetta og ég tel að það sé besta leiðin til að gera Kópavog betri og samkeppnishæfari á öllum sviðum. Í síðustu kosningum beið ég sjálf- ur eftir ungri manneskju í framboði sem ég gæti tengt sterkt við. Mann- eskju sem færi í stjórnmálastarf í bænum með það markmið að gera vel fyrir ungt folk, en fann enga. Það sem hefur að mínu mati sárvantað er að innan bæjarstjórnar sé ein- hver sem talar máli ungs fólks. Ef slík manneskja velst ekki til starfa, þá verða málefnin hreinlega undir að mínu mati,“ segir Elvar Páll og bendir á að eftir því sem hann best viti, þá hafi enginn undir þrítugu starfað í bæjarstjórn Kópavogs í langa tíð. „Meðalaldurinn í bæjarstjórn síðastliðin kjörtímabil hefur verið um 50 ár. Mér finnst sú staðreynd endurspeglast að mörgu leyti í stefnu bæjarins í ýmsum málum. Mér finnst til dæmis vanta að lögð sé meiri áhersla á að byggja húsnæði með ungt fólk í huga. Allar lóðir bæjarins á síðasta kjörtímabili voru til dæmis boðnar út til hæst- bjóðenda og það leiðir af sér hærra íbúðarverð og þannig er ekki byggt fyrir nægilega fjölbreyttan hóp, heldur meira fyrir hina tekjuhærri. Það hafa sömuleiðis ekki verið byggðar íbúðir fyrir námsmenn. Á Kársnesinu hefði til dæmis verið tilvalið að byggja fyrir þann hóp,“ segir Elvar Páll. „Nú er á stefnuskránni að byggja brú yfir til Reykjavíkur og það hefði verið kjörið að byggja íbúðir ætl- aðar nemendum þar,“ segir hann til að taka dæmi um tækifæri sem farið hefur forgörðum að hans mati. Hann segir föðurhlutverkið einn- ig hafa áhrif á sýn sína. „Við sóttum um hjá dagmömmu fyrir strákinn okkar hálfu ári áður en hann fædd- ist, mér finnst það ekki í lagi. Það þarf að aðstoða foreldra með ung börn betur og svo þarf nauðsynlega að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskólans. Þá eru íþróttamál bæjarins mér auðvitað mjög hug- leikin, en íþróttir skipa stóran sess í lífi mínu,“ segir Elvar Páll spurður um helstu málefni sem brenna á honum. Meiddist á ökkla og ákvað að bjóða sig fram Elvar Páll Sigurðsson ákvað að taka slaginn. Fréttablaðið/Sigtryggur Ungt fólk í stjórnmálum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Elvar Páll Sigurðsson og unnusta hans Eyrún agnarsdóttir með son sinn. Um Elvar Pál Foreldrar: Sigurður Þorsteinsson, kennari í Kópavogsskóla, og Sigur- borg Sigurðardóttir, lyfjafræðingur í Apótekaranum, Salavegi. Systkini: Sigurlaug, íþróttakennari í Smáraskóla, og Arnar, bæklunar- læknir í Gautaborg. Hjúskaparstaða: Trúlofaður og í sambúð. börn: Einn sex vikna strákur. uppáhaldsstaður á Íslandi: Skaga- fjörðurinn, en það vita það ekki margir að ég er 25% Skagfirðingur. Hvað eldarðu oftast: Elda oftast steiktan fisk, held ég, mikill aðdá- andi. uppáhaldsheimilisverkin: Er mikið fyrir að ryksuga. býrðu yfir einhverjum hæfileikum sem fáir vita af? Get hreyft eyrun á mér mjög hratt og líka nasirnar. Hef mjög fáum sagt frá því. Elvar Páll Sigurðs- son er 26 ára gamall Kópavogsbúi og skip- ar þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Elvar Páll er sóknar maður Leiknismanna í Breiðholti í fótbolta en ökklabrotnaði síð- asta sumar og þurfti að gangast undir aðgerð. Það var í bataferlinu sem hug- myndin kviknaði, að bjóða sig fram. 1 4 . a p r í l 2 0 1 8 l a U G a r D a G U r38 H e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð 1 4 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 1 2 8 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 7 5 -C 0 8 4 1 F 7 5 -B F 4 8 1 F 7 5 -B E 0 C 1 F 7 5 -B C D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 2 8 s _ 1 3 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.