Fréttablaðið - 14.04.2018, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 14.04.2018, Blaðsíða 26
Sjö íslenskir flautuleikarar munu koma fram með Björk á tónleikaferðalagi hennar í Evrópu næstu mánuði þegar hún fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Utopia. Þær kalla sig viibra, þær Áshildur Haraldsdóttir, Berglind María Tómasdóttir, Björg Brjáns- dóttir, Emilía Rós Sigfúsdóttir, Mel- korka Ólafsdóttir, Steinunn Vala Pálsdóttir og Þuríður Jónsdóttir. Þær eru komnar á kaffihús í mið- borginni til að ræða um verkefnið, það þarf að tína til nokkur borð og raða þeim saman svo allar komist þær fyrir. Það vill svo til að sú yngsta í hópnum, Björg, á afmæli þennan dag. Þær óska henni allar innilega til hamingju. Þær hafa æft stíft saman síðustu mánuði fyrir tónleikaröðina sem hófst hér á Íslandi. Þær leika ekki eingöngu á ýmsar gerðir af flautum heldur dansa og taka þátt í tónleikunum á miklu meira krefj- andi máta en þær eru vanar. Þekktust þið allar áður en þið byrj- uðuð að vinna fyrir Björk? Emilía: Já, við þekktumst allar, því þetta er lítill heimur. Áshildur: Við höfum margar tengingar, sumar hafa kennt öðrum hér í hópnum til dæmis. Steinunn Vala: Við byrjuðum að vinna fyrir hana árið 2016 og vorum þá fleiri. Svo kom platan í nóvem- ber, eftir það hófst undirbúningur fyrir tónleikana. Steinunn Vala: Hún handvaldi okkar. Hún fékk fjórar af okkur á fund til sín, þar sem hún kom með hugmynd að flautusveit. Við nefndum nokkrar sem gætu verið til í það. Hún sendi skilaboð á þær manneskjur. Björg: Svo kom sú hugmynd að við ættum að heita eitthvað. Björk vildi geta vísað í okkur. Berglind María: Já, það kom eiginlega hugmynd frá Björk um að við skyldum búa til sveit, bera nafn. Hún hefur lagt áherslu á að hópurinn sé breiður, við erum á öllum aldri og með mismunandi bakgrunn. Þuríður: Svo erum við alla vega í laginu! Berglind María: Björk er virki- lega góð í því í draga fram styrkleika ólíks fólks þannig að heildarmyndin verður mjög spennandi. Melkorka: Mér finnst hún hafa lagt upp úr því frá byrjun að draga fram ólík einkenni okkar. Hún vill að flautuleikurinn endurspegli okkar karakter. Steinunn Vala: Hún hefur talað um þetta síðan við byrjuðum. Björg: Hún ýtti við okkur. Hvatti okkur til að búa til heimasíðu, nafn. Það er svo flott að veita okkur þetta sjálfstæði. Valdefling Bjarkar Berglind María: Björk vill að við séum afl. Sem er óvenjulega örlátt. Það er mikil valdefling sem í þessu felst. Melkorka: Maður sér þetta á þeim sem hún hefur unnið með. Hún gefur listamönnum svigrúm, traust og virðingu. Björg: Sem mér finnst sýna hvað hún er sterkur og yfirvegaður lista- maður. Áshildur: Hún vill hvetja konur til góðra verka. Það eru margar konur sem koma að tónlist hennar. Berglind María: Hún er mjög meðvitað að gefa konum tækifæri í bransa sem hún hefur oft vakið athygli á að hallar á hlut kvenna. Íþrótt litlu vöðvanna Þær leika á flautur af ýmsum gerðum og stærðum. Bassaflautur, pikkolóflautur og blístrur. Þá dansa þær og hreyfa sig á sviðinu en Mar- grét Bjarnadóttir, dansari og dans- höfundur, hannaði sviðshreyfingar þeirra. Emilía: Þetta er mjög krefjandi, við erum flautuleikarar, leikarar, dansarar. Margrét sökk inn í okkar veröld. Hvernig er að vera flautuleikari. Hún skynjaði fljótt hvernig við hreyfum okkur þegar við spilum. Áshildur: Það er stundum talað um flautuleik sem íþrótt litlu vöðv- anna. Steinunn Vala: En við verðum stundum íþróttamenn stóru vöðv- anna þegar við erum að spila á stórar flautur og hreyfa okkur með. Þetta er oft mjög líkamlegt starf og krefjandi. Áshildur: Okkur dauðlangaði að kenna henni Margréti á flautu. En við erum langt í frá eins og ballett- dansarar. Við eigum okkar ósiði sem tengjast flautuleiknum. Frá því ég var lítil hefur viðbeinið verið skakkt. Emilía: Já, við erum allar svolítið skakkar, það fylgir þessu. Margrét vann bara með það. Þuríður: Þetta er allt svo passlegt hjá Margréti. Hún er svo ótrúlega næm að það er hrein unun að vinna með henni. Emilía: Við förum mikið út fyrir þægindarammann í þessu verkefni með Björk. Áshildur: Ég viðurkenni að ég hélt að þetta væri ekki hægt. Við gætum ekki lært þetta allt utan bókar. Hreyft okkur í flestum lögunum. Ég var sallaróleg. Ég beið bara eftir því að þetta yrði allt tekið aftur og við yrðum svona venjulegt session- band til hliðar. En svo bara leið að þessu. Þetta átti að verða og ég þurfti að læra þetta og gerði það. Melkorka:  Við erum  að koma sjálfum okkur á óvart.  Blómstrandi heimur Plata Bjarkar, Utopia, fjallar um ástina og tónleikarnir eru litríkur og bjartur heimur. „Utopia er extró- vert,“ sagði Björk um plötuna og tónleikaröðina fram undan, í við- tali í tímaritinu Glamour. „Utopia er svolítið um þennan heim, sem er ekki mamma, pabbi, börn og bíll. Hinn heimurinn,“ sagði Björk og minntist einnig á mæðraveldið. Sem er blómstrandi og skapandi. Melkorka: Tónninn í plötunni, við tengjum sterkt við hann, og það er magnað að fá að vera partur af þessum hugarheimi Bjarkar; hug- myndinni um að hópur kvenna skapi saman útópískan heim, ein- hvers konar matríarkíu. Björg: Við erum hópur sem er að verða til núna í gegnum þetta verk- efni. Við erum að sá góðum fræjum, finnst mér. Áshildur: Við erum búin að vera mjög mikið saman, miklu meira en vanalegt er fyrir tónleikahald. Við æfum klukkutímunum saman og marga daga í röð. Við erum farnar að skynja vel styrkleika og takmark- anir hver annarrar. Þannig verður góður hópur til. Emilía: Við erum eins og stór líf- vera. Þegar ein okkar er þreytt eða veik, þá taka hinar við álaginu og byrðunum. Við höfum öll átt okkar stundir í því. Melkorka: Ég var mjög meyr á tónleikunum á mánudag. Við stóðum allar saman í hnapp að fara á svið. Og ég fann hvað mér þótti ótrúlega vænt um okkur sem hóp. Emilía: Við vorum að æfa saman á annan í páskum og Melkorka Vinur, sem er ekki hægt að skilja við Ímynd flautuleikarans þykir mörgum róm- antísk. Þær eru fljótar að afsanna mýtuna, konurnar sjö í flautu sept ett in um viibra sem munu spila með Björk Guðmundsdóttur á Utopia-tónleikaferðalaginu um Evrópu. Þuríður, Berglind María, Björg, Emilía og Áshildur í efri röð. Melkorka og Steinunn Vala fyrir miðju. Fjöldi listamanna koma að þeim heimi sem Björk skapar á sviði á tónleikum. James Merry lista- maður og aðstoðarmaður Bjarkar sá um búninga og gervi en kjólarnir eru frá Threeasfour og skórnir frá Gucci. Isshehungry sá um förðun og Rapheal Alley um hár. MYND/SANTIAGO FELIPE. VIÐ ERUM EINS OG STÓR LÍFVERA. ÞEGAR EIN OKKAR ER ÞREYTT EÐA VEIK, ÞÁ TAKA HINAR VIÐ ÁLAGINU OG BYRÐUNUM. VIÐ HÖFUM ÖLL ÁTT OKKAR STUNDIR Í ÞVÍ. Emilía ↣ Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 1 4 . A P R Í L 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 4 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 1 2 8 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 7 5 -A 2 E 4 1 F 7 5 -A 1 A 8 1 F 7 5 -A 0 6 C 1 F 7 5 -9 F 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 2 8 s _ 1 3 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.