Fréttablaðið - 14.04.2018, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 14.04.2018, Blaðsíða 34
Herdís Egilsdóttir býr í austurborginni. Hún stendur í dyra-gættinni og býður blaðamann og ljós-myndara velkomin með bros á vör. Á heimili Herdísar eru blóm- vendir í hverju horni. „Ég hélt nem- endamót á dögunum, þangað mættu þrjú hundruð fyrrverandi nemendur mínir og foreldrar líka. Ég bauð upp á kaffi og kökur, það var dagskrá, söngur og skemmtilegheit. Ég hef aldrei verið kysst svona mikið á ævinni,“ segir Herdís sem segir að sér þyki vænt um hversu mörg þeirra komu til að hitta hana. „Og að það skyldi vera í svona fersku minni allt það sem ég var að gera, það þótti mér vænt um,“ segir Herdís og rifjar upp þegar einn fyrrverandi nemenda hennar rakst á hana á leiksýningu. Áttu eld, frú? „Ég var í Þjóðleikhúskjallaranum og það er bankað kurteislega í öxlina á mér. Maður með hár ofan í augu, hornspangargleraugu og alskegg, spurði mig: Áttu eld, frú? Örlaganornin hamingjusama Herdís Egilsdóttir hlaut heiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins fyrir framlag sitt til lestrar- kennslu barna í vikunni. Herdís kenndi börnum lestur í 45 ár en er hvergi nærri hætt og rekur með dóttur sinni, Halldóru, vefsíðuna læsi.is. Hún segist aldrei hafa átt uppáhaldsnemanda. „Mér finnst örlögin hafa svipt mér í þetta starf,“ segir Herdís Egilsdóttir, heiðursverðlaunahafi Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins. Fréttablaðið/anton brink Ég svaraði að bragði: Nei, ég reyki ekki enn, Guðmundur minn. Guðmundur kom á nemenda- mótið og við rifjuðum þetta upp,“ segir Herdís og hlær. Hún átti sér enga uppáhalds- nemendur. „Einhvern veginn leit ég þannig á þetta að ég átti þessa unga alla. Hvort sem þau voru erfið í hegð- un eða ekki og það var mjög létt fyrir mig,“ segir Herdís sem segist þakklát hlutskipti sínu. lét börnin skila skattaskýrslu „Ég var svo hamingjusöm og er enn, mér finnst örlögin hafa svipt mér í þetta starf. Ég hlakkaði til hvern einasta dag að fara í skólann,“ segir Herdís og segist oft hugsa til fólks sem finni ekki sína fjöl. „Og þurfa að fara vanmetnir í vinnuna og kvíða fyrir vinnudeginum. Það er gæfa að finna það sem getum gert vel,“ segir hún og segir skólastarf með börnum eiga að miða að því að finna þeim þennan stað í veröldinni. Kennsluaðferðir Herdísar voru um margt merkilegar. Hún hóf að kenna eftir landnámsaðferð sinni árið 1974. Þar sem börnin höfðu það að verkefni að byggja land og koma sér upp mannsæmandi lífs- skilyrðum. Börnin, sem voru sjö til átta ára gömul, fengu öll hlutverk þingmanna og fengu að velja og hafna eftir aðstæðum og efnahag, og ræddu ýmis álitamál og hvernig skyldi bregðast við óæskilegum áhrifum og freistingum. Börnin fylltu meðal annars út einfaldar skattaskýrslur, héldu kosningar og ræddu um mikilvæg gildi. „Þessi hugmynd kom til mín full- mótuð einn daginn. Ég var oft að hugleiða um það hvernig ég gæti fundið einhverja heild til þess að þroska þau og fræða, án þess að mata þau. Það er nefnilega alltaf hægt að fræða börn, en að fræða þau og þroska samtímis, það er það sem er eftirsóknarvert,“ segir Herdís frá. Kennsluaðferðin er í ætt við það sem Herdís lagði áherslu á. Að það væri nauðsyn að börnunum þætti gaman og spennandi að læra. „Að æfa og læra nauðugur er bara þræl- dómur. Það lærir enginn neitt á því. Það verður að vera gaman, börnum þykir ekkert gaman í skóla ef kenn- aranum þykir ekki gaman. Þau eru svo næm. Á meðan kennarinn stend- ur eins og blys fyrir framan þau, þá gengur vel. Þessi börn, þau eru svo vitur, þau eru svo vel gerð. Ef þau á annað borð eru heilbrigð þá er svo mikill maður í þeim að þá er hægt að bjóða þeim upp á miklu stærri bita í veislunni en nokkurn grunar,“ segir hún. Herdís var oft spurð að því hvort henni þætti börnin ekki of ung til að ræða þjóðfélagsmál með þessum hætti. „Ég hef bara einn mælikvarða á það. Fannst þeim gaman? Já. Ég lét engan gata, það var aldrei spurt og einhver þorði ekki að segja neitt. Þannig fengu börnin svigrúm til að þroska hugmyndir sínar. Ég álít að allt nám eigi að hefja með leik. Börn hafa alltaf valið að leika sig full- orðin og það er hollt fyrir börnin að kynnast málefnum fullorðinna og þar með eru þau að auðga orðaforða sinn til framtíðar, þau verða að auki mjög stolt,“ segir Herdís. „Það hafa tólf lönd og þjóðir orðið til. Ég er reyndar sannfærð um það að námsaðferðin hentar einnig eldri nemendum. Aðferðin fléttar saman öll námsfög og þróar sterka sam- félagsvitund nemenda. Ég byrjaði alla daga á kjarnafögum, lestri, ritun og stærðfræði. Svo kenndi ég eftir landnámsaðferðinni og þá var ég ekkert að skipta mér af stafsetningu barnanna eða öðru. Ég vildi ekki hefta þau, vildi að þau gengju óhikað og óhrædd fram til leiks,“ segir Her- dís og bætir við að í þessum kennslu- stundum hafi það oft gerst að börn sem voru hæggeng í kjarnafögum sköruðu fram úr með landnámsað- ferðinni. SAMFÉLAGSVERÐLAUN SAMFÉLAGSVERÐLAUN SAMFÉLAGSVERÐLAUN börnum þykir EkkErt gaman í skóla Ef kEnnaranum þykir Ekki gaman. þau Eru svo næm. Á mEðan kEnnar- inn stEndur Eins og blys fyrir framan þau, þÁ gEngur vEl.Sjóður Odds Ólafssonar Til úthlutunar eru styrkir til: (a) Rannsókna á fötlun og fræðslu um hana, og (b) rannsókna á sviði öndunarfærasjúkdóma og fræðslu um þá. Styrkfjárhæðir nema 100–300 þúsund krónum á hvert verkefni sem valið verður. Umsóknarfrestur er til og með 26. apríl 2018. Umsóknir sendist á netfangið oddssjodur@sibs.is. ↣ 1 4 . a p r í l 2 0 1 8 l a U G a r D a G U r34 H e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð 1 4 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 1 2 8 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 7 5 -B 1 B 4 1 F 7 5 -B 0 7 8 1 F 7 5 -A F 3 C 1 F 7 5 -A E 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 8 s _ 1 3 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.