Fréttablaðið - 05.05.2018, Síða 28

Fréttablaðið - 05.05.2018, Síða 28
ÉG KOM ALLTAF AÐ LOK- UÐUM DYRUM HJÁ KNATT- SPYRNUFÉLAGINU, ÞEGAR ÉG OG FJÖLSKYLDA MÍN REYNDUM AFTUR OG AFTUR AÐ FÁ AÐSTOÐ VEGNA SÍENDURTEKINS OFBELDIS. niður með honum og tala við hann aftur fannst hluta af mér ég vera að gera mistök með því að gefa honum annað tækifæri, en ég vildi trúa því að þetta hefði verið einstakt tilvik og hann hefði verið drukkinn og einfaldlega misst stjórn á sér. Við tókum saman á ný og í margar vikur á eftir var hann algjörlega frábær og sýndi allar sínar bestu hliðar. En eftir ákveðinn tíma byrjuðu litlu hlutirnir aftur. Þegar hann hafði unnið traust mitt aftur fór hann aftur að tala niður til mín og náði í raun að brjóta mig niður á mjög skömmum tíma.“ Þegar þarna var komið var Guð- rún komin með kvíða og byrjuð að einangra sig og farin að eiga erfitt með að fara út úr húsi á Akranesi. Svo byrjaði líkamlega ofbeldið. „Ég man eftir tilfinningunni þegar hann sló og kýldi mig í fyrsta sinn. Þá var ég ekki með sömu sjálfsvirðingu og þegar hann hellti yfir mig rauðvíninu. Ég var orðin skíthrædd og háð viðurkenningu hans. Þegar ég fékk glóðaraugu málaði ég mig meira en nokkru sinni fyrr og þegar mamma spurði mig út í farðann sagðist ég bara vilja vera falleg. Ég var byrjuð að ljúga að fólkinu í kringum mig til að verja hann, án þess að gera mér grein fyrir því.“ Guðrún gerir hlé á máli sínu áður en hún horfir á mig einlægum augum til að leggja áherslu á það að hún skilji það mætavel að fólk sem hafi ekki verið í ofbeldissam- bandi geti örugglega ekki skilið af hverju hún hafi ekki hlaupið burt úr þessum aðstæðum. Týndi sjálfri sér gjörsamlega „Þetta gerist á svo lúmskan hátt og svo hægt og rólega að það er ótrú- lega erfitt að koma þeim sem ekki hafa upplifað þetta í skilning um það hvernig svona lagað getur átt sér stað. Ég sé það núna að ég hætti bara smátt og smátt að gera mér grein fyrir muninum á réttu og röngu og týndi sjálfri mér einfaldlega algjör- lega. Þegar þú ert orðinn þetta veikur fyrir og það er manneskja við hliðina á þér sem segist elska þig meira en allan heiminn ertu í raun orðinn algjörlega háður manneskjunni, samþykki hennar og leyfi hennar til að gera hluti. Þegar fólk er komið á þann stað sem ég var á er engin leið að koma sér burtu án hjálpar. Inn í þetta spilar svo líka mikil hræðsla. Ég var í raun logandi hrædd alla daga. Hann hótaði að drepa sjálfan sig, mig og mömmu mína og ég trúði því. Hann braut tölvuna mína og tók símann minn svo ég gæti ekki haft samskipti við fólk og hótaði að setja myndbönd sem hann tók af mér í leyfisleysi á internetið.“ Kýld með krepptum hnefa og missti málið í þrjá sólarhringa En þrátt fyrir ítrekaðar barsmíðar, stanslausar hótanir og mikla hræðslu náði Guðrún að slíta sambandinu við Mark með hjálp frá fjölskyldu og vinum. En hún var enn á Akranesi og hann líka og ekki leið á löngu þar til leiðir þeirra lágu saman á ný. „Ég man þetta kvöld eins og það hafi gerst í gær. Það var ball á Breið- inni, sem er gamall skemmtistaður á Akranesi. Ég var að tala við æskuvin minn og sat á billjard-borði þegar ég sé að hann kemur inn á staðinn. Ég fékk gríðarlegan hnút í magann þegar hann kemur gangandi að okkur og hugsaði með mér að nú myndi hann ganga í skrokk á vini mínum. Það sem hins vegar gerðist var að hann kýldi mig með kreppt- um hnefa fyrir framan alla, þannig að ég hrundi niður á borðið. Ég man að ég fann engan sársauka því að áfallið sem fylgdi því að hann hafði gert þetta fyrir framan alla var öllu yfirsterkara. Ég náði að staulast út af staðnum, en hann elti mig út og tók mig niður í jörðina og hélt mér fastri. Hann reif í hárið á mér og hélt mér niðri sama hvað ég barðist um. Það var fullt af fólki í kring að horfa á þetta, en enginn gerði neitt, þar til vinur minn kom eftir nokkrar mínútur og nær honum loks af mér. Ég var öll marin í framan og þurfti að ganga á hækjum í fjóra daga á eftir þar sem ég tognaði illa. Um leið og ég kom heim hringdi mamma í lög- regluna og ég fór í skýrslutöku dag- inn eftir. Í miðri skýrslutöku fékk ég algjört taugaáfall. Ég grét á móður- sýkislegan hátt og náði svo ekki að koma upp orði. Ég missti málið í þrjá sólarhringa eftir þetta. Kom ekki upp orði, þrátt fyrir að vinir og fjölskylda væru að reyna að tala við mig.“ Guðrún tárast þegar hún rifjar þetta upp og það er enn ekki laust við að hún ásaki sjálfa sig fyrir að hafa verið í þessum aðstæðum svo lengi. „Þarna er ég loksins búin að finna styrk til að hætta með honum, en eftir stendur að ég bý í sama bæjar- félagi með mann nánast í næstu götu sem ég gat ekki fengið nálgunarbann á. Ég var farin að íhuga alvarlega að flýja land, þar sem ég vissi ekki hvað ég ætti til bragðs að taka. Ég átti svo eftir að sjá það sem eina kostinn í stöðunni þegar hann meiddi mig lífshættulega!“ Flýr land eftir að hafa verið nær dauða en lífi Hér er komið að síðasta skiptinu af ótal mörgum sem Mark gekk í skrokk á Guðrúnu og varð til þess að hún kærði hann loksins og flúði svo land í kjölfarið. „Eins og áður segir vorum við hætt saman, en hann hélt áfram að koma fyrir utan heimili mitt og lét mig ekki í friði. Hann sendi mér ítrekað myndir af sér að rispa á sér úlnliðina og sagðist ætla að drepa sig ef ég kæmi ekki og hótaði því líka að setja myndir og myndbönd af mér á netið sem hann hafði tekið í leyfisleysi. Í eitt skiptið var ég veru- lega hrædd og lét til leiðast. Hann var mjög almennilegur þegar ég kom og við náðum að ræða saman á rólegum nótum. En þegar hann sagðist vilja byrja með mér aftur og #Metoo-byltingin hreyfði við Guðrúnu Dögg, henni finnst mikilvægt að segja sögu sína. Henni leið lengi eins og sökin væri hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI ↣ 5 . M A Í 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 5 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B 2 -6 2 C 8 1 F B 2 -6 1 8 C 1 F B 2 -6 0 5 0 1 F B 2 -5 F 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 0 4 s _ 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.