Morgunblaðið - 22.09.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.09.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Niðurstaðan í þessu er þannig að mér sýnist að þetta mál eigi fullt er- indi til Mannréttindadómstólsins,“ segir Ragnar H. Hall hæstaréttar- lögmaður. Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra yfir karlmanni sem taldi ekki fram um 87 milljónir króna í fjármagnstekjur. Um var að ræða tekjur af sölu hlutabréfa og uppgjör á framvirkum samningum. Brotin áttu sér stað árin 2008 og 2009 og tóku til tekjuáranna 2007 og 2008. Maðurinn var sakfelldur og dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Honum var jafnframt gert að greiða tæplega 14 milljónir króna í sekt. Dómsins hefur verið beðið enda er talið að hann geti verið fordæmisgef- andi og haft áhrif á fjölmörg mál sem héraðssaksóknari hefur til rannsókn- ar. Í umfjöllun fjölmiðla hefur komið fram að allt að 100 málum hafi verið slegið á frest þar til niðurstaða í þessu máli lægi fyrir. Sjö hæstaréttardómarar dæmdu í málinu og kveðst Ragnar telja það vera fyrsta sakamálið sem sjö hæsta- réttardómarar dæma í. Er það til vitnis um mikilvægi þess. Ragnar H. Hall var verjandi mannsins. Var þess krafist að málinu yrði vísað frá á grundvelli mannrétt- indasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um bann við endurtekinni máls- meðferð í sakamálum. Skattayfirvöld höfðu endurákvarðað skatta vegna umræddra tekjuára og manninum var gert að greiða skatt af álagi á vantalinn skattstofn. Í vörn mannsins kom fram að rekin hefðu verið tvö að- skilin sakamál á hendur honum vegna sama brots. Var vísað til ný- fallins dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar og Tryggva Jónssonar sem héldu því fram að þeir hefðu verið saksóttir tvisvar fyrir sama brot með álagningu viðbótarálags á skatta og í framhaldinu höfðun refsimáls. Dóm- stóllinn féllst á þau sjónarmið kær- enda. Ragnar telur eins og áður segir að mál umbjóðanda síns eigi fullt erindi til Mannréttindadómstólsins í Strassborg í ljósi niðurstöðunnar í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva. „Ég eiginlega trúi því illa að þeir félagar séu á einhverum sérkjörum hjá Mannréttindadómstólnum sem ekki eigi að gilda um aðra Íslend- inga,“ segir Ragnar. Hann segist nú munu fara yfir for- sendur dómsins með skjólstæðingi sínum. „Ég get alveg sagt það að mér finnst líklegra en ekki að sú ákvörðun verði tekin að kæra þetta til Mann- réttindadómstólsins. En sú ákvörðun hefur ekki verið tekin.“ Hæstiréttur féllst ekki á að rann- sóknin hefði verið ónauðsynleg endurtekning fyrri málsmeðferðar. Sex dómarar voru sammála í niður- stöðu sinni en Benedikt Bogason skil- aði sératkvæði og vildi vísa málinu frá dómi. Á fullt erindi til Strassborgar  Hæstiréttur staðfesti dóm yfir manni sem taldi ekki fram 87 milljónir króna í fjármagnstekjur  Talinn fordæmisgefandi  Aldrei fyrr hafa sjö dómarar dæmt í sakamáli í Hæstarétti  Horft til Strassborgar Morgunblaðið/Golli Hæstiréttur Sex af sjö dómurum voru sammála í niðurstöðu sinni. Aldrei fyrr hafa sjö dómarar dæmt í sakamáli við Hæstarétt. Í dag, 22. september, eru haustjafndægur sem merkir að dagur er því sem næst jafnlangur nótt hvar sem er á jörðinni og sólin beint yfir mið- baugi. Raunar er haustið farið að minna nokkuð á sig nú, litbrigði jarðar og gróðurs breytast dag frá degi – og áður en langt um líður fara haust- lægðirnar að streyma að landinu með tilheyr- andi hvassviðri og rigningu. Í dag, föstudag, má búast við rigningu og nokkrum strekkingi víða á landinu. Því nýttu bæði ferfætlingar og fólk gær- daginn til útivistar uppi við Elliðavatn sem var spegilslétt í kyrrðinni. Nóttin er jafn löng deginum á haustjafndægrum sem eru í dag Morgunblaðið/Árni Sæberg Ferfætlingur á ferðinni á fallegum haustdegi Freyr Bjarnason freyr@mbl.is Fjórir einstaklingar sem dvöldu á Kópavogs- hæli á árum áður fá ekki sanngirnisbætur vegna þeirrar slæmu meðferðar sem þeir sættu, þrátt fyrir að lögð hafi verið inn umsókn þess efnis. Að sögn Halldórs Þormars Halldórssonar, umsjónarmanns sanngirnisbóta hjá sýslumann- inum á Norðurlandi eystra, uppfylltu þeir ekki skilyrðin sem eru þau að hafa verið vistaður sem barn á Kópavogshæli eða að vera á lífi. „Lögin eru þannig úr garði gerð að það er bara hægt að greiða bætur til þeirra sem voru vistaðir á meðan þeir voru á barnsaldri. Þetta er ákveðinn galli á lögunum en þau voru samin á sínum tíma til þess að uppfylla annað hlutverk. Þau henta ekki að öllu leyti Kópavogshæli þar sem voru vistuð börn og fullorðnir saman,“ greinir hann frá. Halldór Þormar vildi ekki gefa upp hversu margir af þessum fjórum sem fengu ekki sátta- boð eru enn á lífi en skyldmenni þess eða þeirra sem eru látnir sóttu um fyrir þeirra hönd. Tveir drógu umsóknina til baka Tveir hafa jafnframt dregið til baka umsókn sína um bætur. Halldór Þormar kveðst ekki hafa skýringu á því hvers vegna þeir tóku þá ákvörðun. Alls hafa 79 sótt um sanngirnisbætur en ekki 78 eins og stjórnvöld greindu upphaflega frá og sendi sýslumaður út sáttaboð til 75 einstak- linga. Umsóknarfresturinn er opinn í tvö ár og því geta fleiri sótt um bætur. Samkvæmt upplýs- ingum Halldórs Þormars uppfylla 89 manns skilyrðin fyrir sanngirnisbótum að einhverju leyti. Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vist- heimila, greindi frá því í samtali við mbl.is fyrr í mánuðinum að þeir sem ekki hefðu enn sótt um hefðu verið í skammtímavistun og því væri eðli- legt að þeir legðu ekki inn umsókn um bætur. Fyrstu svörin þegar komin Halldór Þormar segist ekki vita annað en að bréfin um sáttaboð séu flest ef ekki öll komin á áfangastað. Fyrstu svörin eru jafnframt komin til baka til sýslumanns en samþykkja þarf sáttaboðið og senda bréf þess efnis til baka. „Ef viðkomandi er ekki sáttur við fjárhæðina sem er í boði getur hann vísað því til úrskurð- arnefndar um sanngirnisbætur. Málsmeðferðin á bak við vinnu úrskurðarnefndarinnar er miklu flóknari,“ segir hann og bendir á að sú vinna myndi taka nokkurn tíma. Alls nema bæturnar um 460 milljónum króna sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að greiða út á næstu þremur árum. Um helmingur fyrrver- andi vistmanna Kópavogshælis sem sóttu um sanngirnisbætur vegna meðferðar sinnar fær greiddar fullar bætur, eða 7,8 milljónir króna, vísitölutryggt. Fjórir fá ekki sanngirnisbætur  79 einstaklingar sem dvöldu á Kópavogshæli hafa sótt um sanngirnisbætur vegna slæmrar meðferðar  Fjórir úr þeirra hópi fá ekki bætur þar sem þeir voru vistaðir á hælinu eftir að þeir urðu 18 ára gamlir Ölduspá fyrir Landeyjahöfn gefur til- efni til þess að norska ferjan Röst, af- leysingaskip sem leigt var í stað Herj- ólfs, sigli ekki frá Eyjum frá og með morgundeginum. Leyfið sem skipið hefur er bundið við siglingar í Land- eyjahöfn og ef úfið er í sjó þar fer Röst hvergi, enda hefur skipið ekki heimild til að sigla í Þorlákshöfn. Ef spáin gengur eftir er því veruleg óvissa með næstu daga, sagði á Face- book-síðu Sæferða-Eimskips í gær- kvöldi. Ljóst er að viðgerðirnar á Herjólfi sem nú standa yfir tefjast eitthvað fram í október, meðan beðið er vara- hluta í gír skipsins. Á meðan verður notast við Röst sem hefur undanþágu til að sigla á C-hafsvæðinu milli lands og Eyja út septembermánuð. Sú skil- greining svæðisins dettur hins vegar út 1. október. Að því er fram kemur á vefnum Eyjar.net hyggst Vegagerðin afla nauðsynlegra heimilda hjá Sam- göngustofu og norsku siglingastofn- uninni svo hægt verði að halda uppi samgöngum á þessari leið eitthvað lengur en þessi takmörk segja til um. Siglingar við Eyjar eru í óvissu  Ölduspá næstu daga er óhagstæð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.