Morgunblaðið - 22.09.2017, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2017
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
.„Stjórn fyrirtækisins hafði samband
við mig og bauð mér ritstjórastólinn.
Ég var búin að koma hugmyndum
mínum á framfæri við hana og þeim
var vel tekið,“ segir Sara Sjöfn Grett-
isdóttir, nýr ritstjóri Eyjafrétta frá 1.
september sl.
Hún tekur við keflinu af Ómari
Garðarssyni sem vill bráðlega fara að
sinna hugðarefnum sínum eftir löng
og vel unnin störf hjá fjölmiðlinum,
en hann verður áfram í hlutastarfi á
blaðinu fram að áramótum. Eyja-
fréttir eru vestmannaeyskur áskrift-
arfjölmiðill sem kemur vikulega út á
prenti og á netinu.
Sara Sjöfn er fædd 1990 og er
Vestmannaeyingur. Hún hefur verið
blaðamaður á Eyjafréttum í um þrjú
ár og stundar fjarnám í félags-
vísindum sem gagnast vel í starfinu
að hennar sögn.
Eyjafréttir víðlesið blað
Hún kveður Eyjafréttir eiga far-
sælan fjörutíu ára feril að baki og vill
halda því góða starfi áfram sem þar
hefur verið unnið í allan þann tíma,
með smávægilegum breytingum í þá
átt að nútímavæða miðilinn enn frek-
ar.
„Við munum vera með efni sem
tengist Vestmannaeyjum beint og
óbeint fyrst og fremst, vera með góða
fasta liði gamla og nýja, vera með
þemablöð einu sinni í mánuði,“ segir
Sara Sjöfn. Hún segir blaðið vera
sent í áskrift á höfuðborgarsvæðið, út
um land allt og jafnvel víðar.
„Vestmannaeyingar um heim allan
eru áskrifendur að Eyjafréttum,
bæði prentuðu blaði og í netáskrift,“
bætir Sara Sjöfn við. Hún segir ýms-
ar nýjungar vera í mótun og að þau
ætli að vera með nýjan vef t.d.
Fyrstu breytingarnar komu í blaðinu
sem kom út núna í vikunni en þær
hafi helstar verið á uppsetningu á
blaðinu og föstum liðum. Þeim hafi
verið vel tekið.
„Hérna er svo mikið um að vera og
mikið að segja frá, það er svo mikill
kraftur í Vestmannaeyjum, atvinnu-
lífið, menningin og jafnvel matsölu-
staðirnir eru með þeim bestu,“ segir
Sara Sjöfn sem hlakkar til að takast á
við verkefnið.
„Það er svo mikill kraft-
ur í Vestmannaeyjum“
Sara Sjöfn Grettisdóttir nú í ritstjórastóli á Eyjafréttum
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Nýlunda Sara Sjöfn Grettisdóttir er ritstjóri Eyjafrétta í Vestmannaeyjum.
Fjöldi skráðra alvarlegra atvika á
Landspítalanum er orðinn fjórtán
það sem af er þessu ári, samkvæmt
nýútkomnum Starfsemisupplýs-
ingum spítalans sem ná frá byrjun
janúar til loka ágúst. Yfir sama tíma-
bil í fyrra voru alvarleg atvik í starf-
semi spítalans tólf talsins. Atvikin
eru frá engu upp í þrjú á mánuði í ár,
eru þau flest í febrúar, júní og ágúst.
Að sögn Elísabetar Benedikz, yf-
irlæknis gæða- og sýkingavarna-
deildar Landspítalans, þýðir alvar-
legt atvik að sjúklingur hafi orðið
fyrir varanlegum miska eða látist af
völdum þjónustunnar. Hún vildi ekki
gefa upp nákvæmari greiningu á at-
vikunum sem hafa komið upp í ár.
„Við rannsökum öll atvik af þessu
tagi; oft með rótargreiningu en
stundum eftir öðrum aðferðum og
tilkynnum til okkar eftirlitsaðila.
Stundum leiða atvik af þessu tagi til
kvartana og kæra,“ segir Elísabet.
Mannlegir þættir
Helstu ástæðurnar fyrir þessum
alvarlegu atvikum eru mannlegir
þættir að sögn Elísabetar. „Heil-
brigðisþjónusta hvílir mjög mikið á
mannlegum þáttum, sem eru ófull-
komnir. Hin meginástæðan er kerf-
isþættir, gallar í skipulagi starfsem-
innar og fyrirkomulagi
þjónustunnar.“
Ísland sker sig ekki úr hvað þetta
varðar. „Löndin sem við berum okk-
ur saman eru á svipuðum stað hvað
þetta varðar. Við erum með sama
hlutfall alvarlegra atvika og erum að
kljást við alveg sömu vandamál og
þau. Þannig að við skerum okkur
ekki úr að þessu leyti,“ segir El-
ísabet. ingveldur@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Landspítalinn Fjórtán alvarleg atvik hafa komið upp á árinu.
Fjórtán alvarleg
atvik á spítalanum
Mannleg mistök og kerfisþættir orsök
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Umboðsmaður fór yfir það hvernig
málið liti út gagnvart honum. Um at-
burðarás og ástæður þess að dóms-
málaráðherra upplýsti forsætisráð-
herra um viðkomandi umsögn. Hann
telur málefnalegar ástæður fyrir því
og að trúnaður hafi ekki verið brot-
inn,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, um fund
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í
gær.
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmað-
ur Alþingis, kom á fund nefndarinnar
til að ræða um uppreist æru. Á fund-
inum lýsti Tryggvi því að hann teldi
ekki tilefni til að hefja frumkvæðisat-
hugun á embættisfærslum í tengslum
við það þegar Sigríður Andersen
dómsmálaráðherra upplýsti Bjarna
Benediktsson forsætisráðherra um
að faðir hans, Benedikt Sveinsson,
hefði skrifað undir umsögn fyrir
dæmdan barnaníðing þegar hann
sótti um uppreist æru. Þingmenn
annarra flokka en Sjálfstæðisflokks
hafa talað um trúnaðarbrest ráðherra
og Björt framtíð sagði þann trúnað-
arbrest ástæðu þess að flokkurinn
sleit ríkisstjórnarsamstarfinu.
Tvær ríkar ástæður Sigríðar
„Bendir umboðsmaður m.a. á að
hafa verði í huga að ráðherrar eru
annars vegar embættismenn og hins
vegar stjórnmálamenn. Það kunni því
að gilda mismunandi sjónarmið og
reglur um störf og athafnir eftir því
um hvort hlutverkið er að ræða.
Þannig bendir hann á varðandi sam-
tal dómsmálaráðherra við forsætis-
ráðherra 21. júlí sl. að hann telji að
það hafi verið málefnaleg ástæða fyr-
ir því að upplýsa forsætisráðherra
um trúnaðargögn úr stjórnsýslumáli
sem tengdust aðila nákomnum hon-
um þar sem tilefnið hafi verið að þá
hafi verið uppi vangaveltur um að for-
sætisráðherra hefði komið að af-
greiðslu þessa tiltekna máls. Um-
boðsmaður bendir á að það geti
einmitt skipt máli og verið eðlilegt til
þess að taka afstöðu til hæfis í við-
komandi máli,“ segir í bókun nefnd-
arinnar af fundinum.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins kom það fram í máli umboðs-
manns á fundinum að hann telur
raunar að Sigríður Andersen hafi
haft tvær ríkar ástæður til að ræða
málið við Bjarna Benediktsson. Í
fyrsta lagi hafi það gefið henni tilefni
að kanna hvort um vanhæfi hans væri
að ræða, eins og rakið er í bókuninni.
Í öðru lagi gat hún rætt málin við
forsætisráðherra vegna þess að hann
er samræmingarráðherra ríkis-
stjórnarinnar. Var þar vísað til þess
að eftir fjármálahrunið hafi forsætis-
ráðherra, að stjórnarráðslögum,
fengið aukið hlutverk sem samræm-
ingarráðherra ríkisstjórnar.
Á fundinum var umboðsmaður
spurður hvort dómsmálaráðherra
hefði borið að ræða umrætt með-
mælabréf við aðra sem sátu í ríkis-
stjórninni. Í svari hans kom fram að
þær tvær ástæður, sem hér voru tí-
undaðar og áttu við Bjarna Bene-
diktsson, hefðu ekki átt við aðra ráð-
herra. Því megi álykta að ekki hafi
verið um brot á trúnaði að ræða af
hálfu þeirra Sigríðar og Bjarna.
Allt gagnsæi sé viðhaft
„Við eigum eftir að hittast einu
sinni í nefndinni til að ljúka málinu
með formlegum hætti. Sá fundur
verður í næstu viku. Miðað við um-
ræðurnar eins og þær voru í lok fund-
ar á ég ekki von á frekari vendingum
öðrum en að við skilum af okkur áliti
eða niðurstöðu, segir Jón Steindór
Valdimarsson, formaður nefndarinn-
ar.
„Þetta var mjög mikilvægur fund-
ur með umboðsmanni. Athugasemdir
hans voru mjög gagnlegar til að
skýra málið enn frekar. Brýnast er að
allt gagnsæi sé viðhaft við meðferð
málsins,“ segir Lilja Alfreðsdóttir,
fulltrúi í nefndinni og varaformaður
Framsóknarflokksins.
Í bókun nefndarinnar kemur enn-
fremur fram að einhugur ríki um að
taka reglur um uppreist æru til gagn-
gerrar endurskoðunar og þegar sé
hafin vinna við endurskoðun þeirra
laga. Þá þurfi að endurskoða vinnu-
brögð við afgreiðslu beiðna um upp-
lýsingar í anda upplýsingalaga.
Ekki um trúnaðarbrot að ræða
Umboðsmaður Alþingis telur ekki tilefni til frumkvæðisathugunar á embættisfærslum ráðherra
Sigríður Andersen hafði ríkar ástæður til að ræða málið við Bjarna Benediktsson Brutu ekki trúnað
Morgunblaðið/Eggert
Fundur Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, kom á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gærmorgun.
„Það má velta fyrir sér stöðu
Bjartrar framtíðar. Í staðinn fyr-
ir að hinkra eftir svörum um
málið slítur flokkurinn
ríkisstjórnarsamstarfi og hefur
uppi stór orð um það sem sýnir
sig að stenst ekki skoðun.
Fulltrúi Bjartrar framtíðar kaus
svo að koma ekki á fund um-
boðsmanns til að heyra hvað
hann hafði að segja,“ segir Hild-
ur Sverrisdóttir.
Athygli vakti að enginn
áheyrnarfulltrúi Bjartrar fram-
tíðar lét sjá sig á fundi stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefndar
með umboðsmanni Alþingis.
Þingmaður flokksins hafði deg-
inum áður sagt að það væri
stærsta verkefni nýrrar ríkis-
stjórnar að fara í meiriháttar út-
tekt á íslenskri stjórnsýslu.
Björt framtíð
mætti ekki
FUNDUR UMBOÐSMANNS