Morgunblaðið - 22.09.2017, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2017
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Við höfum rosalega gaman afþessu sjálf, það skilar séralltaf til tónleikagesta.Auk þess erum við ekki
bara að syngja heldur göntumst við
heilmikið á milli laga, bullum og ger-
um grín að okkur sjálfum og stríðum
hvert öðru. Það er hlegið svo mikið
að fólk fer nánast með hláturkrampa
í maganum af tónleikunum. Ég held
að þetta samspil tóna og tals sé það
sem höfðar til fólks,“ segir Sigríður
Beinteinsdóttir söngkona þegar hún
er spurð að því hvað geri það að
verkum að tónleikar þar sem þau
þrjú, hún, Guðrún Gunnarsdóttir og
Jogvan Hansen, koma fram saman
ganga svo vel sem raun ber vitni, en
þrítugustu tónleikar þeirra verða í
kvöld í Salnum í Kópavogi.
„Okkur finnst auðvitað frábært
hvað þetta hefur gengið vel, fólk
kemur aftur og aftur til að hlusta á
okkur syngja, en það kemur líka til
að heyra okkur segja sögur af okkur
sjálfum. Jogvan gerir heilmikið grín
að okkur gömlu kellunum, því hann
er náttúrlega miklu yngri en við
Guðrún. Þetta fer út í allskonar vit-
leysu og stundum verður þetta hálf-
gerð revía.“
Lög sem þær Guðrún héldu
upp á þegar þær voru stelpur
Sigga segir að engir tónleikar
séu eins hjá þeim.
„Það eina sem við göngum út
frá er að við ætlum að hafa gaman og
að við ætlum að hlæja. Við höfum að-
eins breytt dagskránni núna, skipt-
um nokkrum lögum út fyrir ný. Okk-
ur fannst nauðsynlegt að breyta
lagavalinu aðeins af því við erum bú-
in að gera þetta svo oft, það gefur
okkur nýtt líf að fá fersk lög inn.
Einnig er það nauðsynlegt í ljósi
þess að margir gestir eru að koma í
þriðja eða fjórða sinn. Fólki finnst
svo gott að fá að hlæja.“
Sigga segir að lögin á dag-
skránni séu lög sem hún og Guðrún
héldu upp á þegar þær voru ungar
stúlkur.
„Þetta eru allskonar íslensk
gömul og góð lög, til dæmis lög með
Elly Vilhjálms, og svo syngur Jog-
van gömul lög sem fólk þekkir í
flutningi Ragga Bjarna. Við erum
líka með gömul lög eins og Kveiktu
ljós, með blönduðum kvartett frá
Siglufirði, en við Guðrún elskuðum
báðar það lag í bernsku,“ segir
Sigga og bætir við að þau syngi öll
sóló á tónleikunum en líka saman,
ýmist tvö, tvær eða þrjú. Þetta sé
bland í poka hjá þeim.
Þau eru bara svo yndisleg
Sigga segir að gestir þeirra á
tónleikunum, sem kannski mætti
frekar kalla söngskemmtun, séu á
öllum aldri, vissulega komi fólk sem
þekkir þessi lög frá fyrri tíð, en líka
yngra fólk, því þau þrjú séu að bulla
um daginn og veginn og fólki á öllum
aldri finnist það skemmtilegt. Auk
þess hafi yngra fólk líka gaman af
gömlum lögum.
Vinskapurinn milli þeirra
þriggja, Siggu, Jogvans og Guð-
rúnar, hefur sannarlega vaxið með
þessu samstarfi en þau hafa þekkst
lengi í gegnum söng og tónlist.
„Við hittumst oft í hádeginu
bara til að hlæja og hafa gaman. Við
höfum líka farið nokkrum sinnum út
Bullum, gerum grín
og stríðum hvert öðru
Vinskapurinn milli þeirra Siggu, Jogvans og Guðrúnar hefur vaxið með samstarfi
þeirra í söng og þau hittast oft í hádeginu til að hlæja. Þau ætla að skemmta gest-
um sínum í kvöld í þrítugasta sinn, og hlæja mikið. Þau skemmta sér sjálf manna
best á tónleikunum þar sem þau segja sögur og gera grín hvert að öðru.
Söngkonur Guðrún Gunnarsdóttir og Sigga Beinteins hafa oft sungið
saman, hér í söngskemmtun um Elly Vilhjálms frá því í fyrra.
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
áreiðanlegur hitagjafi
10 ára ábyrgð
Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is
Tangó er unaðslegur dans sem allir
ættu að prófa og nú er tækifæri, því
Tangóhátíðin „Tango on Ice“ fór af
stað í gær en verður alla helgina. Há-
tíðin fer fram í Iðnó og í Norræna
húsinu og gestir hennar verða tvö af-
burða tangópör Maja Petrovic og
Marko Miljevic annars vegar, og Bryn-
dís Halldórsdóttir og Hany Hadaya
hins vegar. Þau sýna tangó á hátíð-
inni og kenna 6 námskeið hvort par.
Aðal-DJ hátíðarinnar verður Michael
Lavocah og auk hans verða innlendir
DJ-ar: Bryndís Halldórsdóttir, Stefán
Snorri Stefánsson, Heiðar Rafn Harð-
arson, Svana Valdsóttir, Laura Valen-
tino og Hlynur Helgason. Nánar og
skráning á vefsíðunni tango.is
Tangóhátíðin Tango on Ice verður alla helgina
Morgunblaðið/Golli
Sjóðheitur tangó Hany Hadaya og Bryndís ætla að kenna tangó um helgina.
Afburða tangópör sýna og kenna
Í tæknivæddum nútíma þegar fólk
er með augun límd við símtækin sín
dagana langa er full ástæða til að
spyrja hvort við séum á góðri leið
með að tapa sambandinu við hvert
annað. Heimsins stærsta upplifun á
augnsambandi (World’s Biggest Eye
Contact Experiment) er viðburður
sem blásið verður til í Ráðhúsi
Reykjavíkur og Glerártorgi á Ak-
ureyri á morgun, laugardaginn 23.
september, kl. 14. Ekki er það til-
viljun að viðburðurinn er haldinn í
Alþjóðlegri friðarviku Sameinuðu
þjóðanna, en tilgangurinn með við-
burði þessum er að fá fólk til að
koma saman og horfast í augu í
eina mínútu, ná sambandi við sam-
ferðafólk og hætta að óttast náung-
an.
Í tilkynningi segir: „Við viljum búa
í heimi þar sem við erum ekki
hrædd hvert við annað og við þorum
að horfast í augu við annað fólk,
jafnvel brosa.“ Viðburður þessi er
hluti af alþjóðlegu verkefni ástr-
ölsku friðarsamtanna The Liberators
International og verða samskonar
viðburðir í 73 löndum og 400 borg-
um og bæjum. Þetta er í fyrsta sinn
sem horfumst í augu-viðburður er
haldinn á Íslandi. Full ástæða er til
að hvetja fólk til að mæta.
eyecontactexperiment.com
facebook: The Liberators
International.
Hættum að óttast náungann
Augnsamband Þessi tvö horfðust í augu í fyrra í Brasilíu á samskonar viðburði.
Horfst í augu um allan heim