Morgunblaðið - 22.09.2017, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2017
✝ HallgrímurGunnarsson
fæddist 16. febrúar
árið 1962 í Reykja-
vík. Hann lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 8.
september 2017,
eftir sjö ára bar-
áttu við krabba-
mein.
Foreldrar hans
eru hjónin Gunnar
Kristján Hallgrímsson frá
Dynjanda í Jökulfjörðum, nú
búsettur í Kópavogi, f. 21. maí
1929, og Jóna Árný Jóhanns-
dóttir frá Sölkutóft á Eyr-
arbakka, f. 8. apríl 1938, d. 16.
janúar 1983. Systur Hallgríms
eru: 1) Anna Jóna Gunn-
arsdóttir búsett á Selfossi, f. 9.
mars 1964, maki: Ágúst Berg
Ólafsson, f. 8. apríl 1959, og
eiga þau þrjú börn og tvö
barnabörn. 2) Kristín Gunn-
arsdóttir búsett í Noregi, f. 25.
september 1969, maki Kjell
Rune Pedersen, f. 22. júní 1959,
og eiga þau tvö börn.
Hinn 31. október 2015
kvæntist Hallgrímur Helgu
Ingibjörgu Þráinsdóttur, f. 18.
janúar 1968. Foreldrar hennar
eru hjónin Þráinn Elíasson frá
þar það sem eftir lifði ævi
hans. Hann lauk grunnskóla-
prófi frá Gagnfræðaskóla Sel-
foss. Hann fór ungur að vinna
við sveitastörf á sumrin, m.a. á
bænum Stóra-Ármóti í Flóa.
Hallgrímur fór 16 ára gamall
til sjós og vann á ýmsum bát-
um, lengst af á togaranum Jóni
Vídalín ÁR 1. Seinna fór hann
að vinna í byggingarvinnu og
útskrifaðist sem húsasmiður
frá Fjölbrautaskóla Suðurlands
árið 1994. Hann vann lengi hjá
Jóni Árna Vignissyni húsa-
smíðameistara, J.Á. verktökum,
Lárusi Gestssyni húsasmíða-
meistara, Smíðanda ehf. og
seinna sem sjálfstætt starfandi
smiður. Árið 2009 útskrifaðist
Hallgrímur sem ökukennari frá
Háskóla Íslands og kenndi
hann fyrst um sinn á bíl með-
fram smíðavinnunni en seinna
meir varð ökukennslan hans
aðalstarf og kenndi hann bæði
almenn ökuréttindi og aukin
ökuréttindi hjá Ökuskóla
Suðurlands og Ökukennslu
Halla G.
Helstu áhugamál Hallgríms
fyrir utan vinnuna og fjölskyld-
una voru frístundabúskapur
með sauðfé, veiði, flugmódel,
ferðalög jafnt innanlands sem
utan og svo sameinaðist öll fjöl-
skyldan í áhuga sínum á fót-
bolta.
Útför Hallgríms fer fram frá
Selfosskirkju í dag, 22. septem-
ber 2017, og hefst athöfnin
klukkan 15.
Drangsnesi á
Ströndum, f. 16.
júní 1947, og Guð-
björg Þórunn
Gestsdóttir frá
Forsæti í Flóa, f.
27. ágúst 1947.
Þau eru búsett á
Selfossi. Bræður
Helgu eru: 1) Elías,
f. 17. janúar 1973,
kvæntur Ernu Jó-
hannesdóttur, f. 8.
desember 1983. Þau eru búsett
í Heiðargarði í Flóa og eiga
fjögur börn. 2) Gestur Már, f.
3. apríl 1975, kvæntur Maríu
Katrínu Fernandez, f. 18. febr-
úar 1982. Þau eru búsett á Sel-
fossi og eiga fjóra syni.
Hallgrímur og Helga hófu
búskap árið 1987 á Suðurengi
12 á Selfossi og árið 2003
byggðu þau sér heimili í Naut-
hólum 10 á Selfossi. Börn
þeirra eru: 1) Guðbjörg Una, f.
22. júlí 1991, sambýlismaður
Stefán Claessen, f. 30. júlí 1988.
2) Gunnar Már, f. 16. júní 1994,
sambýliskona Eydís Bergmann
Gunnarsdóttir, f. 26. október
1997. 3) Elvar Elí, f. 19. sept-
ember 2003.
Hallgrímur ólst upp á Sel-
fossi frá sex ára aldri og bjó
Elsku pabbi. Mig langar bara
til þess að þakka þér fyrir. Takk,
pabbi, fyrir að mæta alltaf og
styðja mig í öllu sem ég gerði
hvort sem það tengdist íþróttum,
námi eða öðru. Takk fyrir alla
þolinmæðina sem þú hefur sýnt
mér í gegnum árin og að kenna
mér að oft er leiðin að lausninni
ekki eins flókin og maður heldur í
fyrstu. Takk fyrir að kenna mér
allt sem þú hefur kennt mér. Ég
gæti haldið endalaust svona
áfram en fyrst og fremst takk,
pabbi, fyrir að vera alltaf til stað-
ar fyrir mig og bræður mína
sama hvað.
Ég vildi óska að ég hefði haft
meiri tíma með þér en ég hef svo
sannarlega fengið að kynnast því
nú að lífið er óútreiknanlegt og
maður skilur bara ekki hvað það
getur verið ósanngjarnt. En það
eina sem ég get gert núna er að
rifja upp allar góðu minningarn-
ar sem við áttum saman og minn-
ast þeirra með miklu þakklæti í
huga. Það eru forréttindi að eiga
pabba eins og þig og þú hefur
alltaf verið og munt alltaf verða
ein af mínum helstu fyrirmynd-
um í lífinu. Það er svo margt sem
þú hefur kennt mér sem ég mun
taka með mér inn í ókomna fram-
tíð. Það er ólýsanlega erfitt að
geta ekki lengur hringt í þig
hvort sem mig vantar aðstoð við
eitthvað eða bara til að athuga
hvernig þú hefur það. En nú er
komið að okkur að vera sterk al-
veg eins og þú varst svo sterkur í
gegnum þessi veikindi þín. Aldrei
nokkurn tímann heyrði ég þig
kvarta og allt sem þú ætlaðir þér
að gera það gerðir þú alveg fram
á síðasta dag.
Minning mín um þig mun allt-
af vera þessi duglegi, sterki og
yfirvegaði maður sem setti alltaf
fjölskyldu sína í forgang. Elsku
pabbi, ég hef alltaf verið og mun
alltaf vera svo stolt af þér, þú ert
besti pabbi í heimi og ég elska
þig.
Guðbjörg Una
Hallgrímsdóttir.
Í dag skrifa ég til minningar
um Halla bróður minn og til að
þakka liðnar samverustundir.
Þakka honum fyrir að gefa af
tíma sínum þegar ég fékk að sitja
hjá honum undir það síðasta. Það
er dýrmætt fyrir mig. Við þurft-
um ekki að segja mikið. Við vor-
um saman þar til Halli var sjö
ára, við bjuggum í Stóragerði
með mömmu og pabba.
Halli var ærslafullur drengur,
en á sama tíma ljúfur og við-
kvæmur. Hef heyrt af ýmsum
prakkarastrikum og uppá-
tækjum í gegnum tíðina. Halli
var mömmustrákur.
Við fórum oft í bíltúr á Taun-
usnum til afa á Eyrarbakka.
Halli undi sér vel hjá afa við leik í
hlöðunni eða að hjálpa til með
kindurnar.
Árið 1969 fluttum við á Selfoss
og eignuðumst litla systur, hana
Stínu.
Halli átti ýmis áhugamál.
Hann hélt upp á Tinnabækurnar,
fór í bílaleiki þar sem hann bjó til
heilu bæina á gólfinu í holinu og
seinna stríðsleiki svipaða og eru í
tölvum nú. Kúrekar og indjánar
sunnan við Fossheiði 17, með
hesta sem mamma bjó til. Og svo
voru það kaggarnir og vinirnir.
Þetta voru miklir töffarar.
Á Selfossi var mikill samgang-
ur við Dóru, Lárus og fjölskyldur
þeirra. Einnig var vinsælt að fara
til Unnu í Hafnarfirði og í Tún.
Ferðir á Dynjanda voru reglu-
legar. Halli hafði mikinn áhuga
þegar ákveðið var að byggja
sumarhús á Dynjanda. Lagði
hann mikla vinnu og hug í það
verkefni.
Við systkinin vorum ung þeg-
ar mamma okkar veiktist. Þetta
voru erfiðir tímar fyrir okkur öll
og hafði þetta mikil áhrif á fjöl-
skyldulífið og æsku okkar. Hún
lést 16. janúar 1983.
Það var mikil gæfa fyrir Halla
þegar hann kynntist Helgu og
fjölskyldu hennar. Börnin þeirra,
Guðbjörg, Gunnar og Elvar, bera
þess öll merki hversu vel foreldr-
ar þeirra hafa hlúð að þeim og
fylgt eftir.
Fótbolti hefur verið sameigin-
legt áhugamál fjölskyldunnar og
hafa þau ferðast mikið í tengslum
við hann enda höfðu þau gaman
af ferðalögum.
Halli var á sjó, lærði húsa-
smíði og var síðast ökukennari.
Hann vann við ökukennsluna síð-
ustu ár ásamt Þráni tengdaföður
sinum. Léttar smíðar og að sinna
Tunnu sinni á Kjarri veitti Halla
mikla gleði. Hann lét ekki mikið
fyrir sér fara, en fór öll vinna vel
úr hendi og þótti vandvirkur.
Halli greindist með blöðru-
hálskirtilskrabbameinið 2010.
Barðist hann af miklu æðruleysi
við sjúkdóminn með Helgu sér
við hlið.
Hann bar sig alltaf vel og
sýndi mikið æðruleysi þó að hann
hefði átt sínar erfiðu stundir.
Mér þótti vænt um hvað hann
var duglegur að heimsækja okk-
ur í Noregi með fjölskyldu sína
þegar ég og fjölskylda mín
bjuggum þar. Minnisstætt var
þegar Halli og Þráinn náðu í bú-
slóðina okkar þegar við fluttum
heim.
Fleiri minningar geymast í
hug og hjarta sem ekki er minnst
á hér. Helga og börnin þurfa að
sjá á eftir elskulegum eiginmanni
og föður. Halli var mikið stoltur
af börnunum sínum.
Við gleymum ekki Halla, hann
verður í huga okkar um eilífð.
Elsku Helga, Guðbjörg, Gunn-
ar, Elvar, Stefán, Eydís, pabbi,
Guðbjörg, Þráinn, Stína, Elli,
Gestur og fjölskyldur okkar. Nú
er tími til að halda utan um hvert
annað. Við minnumst æðruleysis
hans, yfirvegunar, glettni, vin-
áttu og ástar.
Ég kveð þig að sinni, kæri
bróðir,
Anna.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgímur Pétursson)
Kæri bróðir. Orð verða fátæk-
leg. Tíminn er liðinn sem við
höfðum þig hjá okkur hér. Kæri
stóri bróðir minn.
Ég vona að ég hafi náð að sýna
þér og segja hversu vænt mér
þótti um þig. Að þú hafir vitað
það. Ég lifi í þeirri trú að núna
sért þú hjá mömmu og hún hafi
tekið þig í sitt hlýja, góða fang.
Fang sem ég veit að þú hefur oft
saknað á þeim 34 árum sem eru
liðin síðan hún fór frá okkur. Þú
sem varst svo mikill mömmu-
strákur.
Ég hef oft hugsað hvað þú
hafðir mikið af mömmu í þér.
Sterkan lífsvilja, jákvæðni og
mildi og að gefast aldrei upp.
Góða blikkið þitt sem sagði svo
margt.
Eftir standa Helga og börnin
ykkar, Guðbjörg Una, Gunnar
Már og Elvar Elí. Börnin sem þú
varst svo stoltur af og vildir að
þau héldu sínu striki þrátt fyrir
sjúkdóminn.
Minn hugur er hjá ykkur. Við
sem eftir stöndum og þekktum
þig tökum með okkur allt sem þú
kenndir okkur: Að lífa lífinu,
grípa augnablikið og vera
óhrædd við að sýna hvert öðru
kærleika.
Ástarkveðja, þín litla systir,
Kristín.
Það er ekki auðvelt að skrifa
nokkrar línur til að þakka
tengdasyni sínum samfylgdina í
lífinu, sem var allt of stutt.
Hallgrímur, sem oftast var
kallaður Halli í okkar fjölskyldu,
var sterkur persónuleiki sem
skilur eftir sig stórt skarð í fjöl-
skyldunni. Hann átti rækjur að
rekja til Dynjanda í Jökul-
fjörðum í föðurætt og Sölkutóft-
ar á Eyrarbakka í móðurætt.
Hann lærði húsasmíði sem hann
vann við ásamt ökukennslu, en
hann útskrifaðist ökukennari
2009 og vann við það til síðasta
dags.
Hann greindist með krabba-
mein fyrir sjö árum sem setti
mark á líf hans upp frá því. Hann
barðist hetjulega við það með
vonina og bjartsýni að leiðarljósi
fram til síðasta dags. Æðruleysi
hans og þrautseigja var ótrúleg
og lærdómsrík fyrir alla sem
þekktu hann vel.
Halli var mikill fjölskyldu-
maður og hændi öll börn að sér
og bera börnin hans og heimili
allt þess merki. Hann fylgdi þeim
eftir í öllu sem þau gerðu, hvatti
þau til náms og studdi og var
með þeim í fótboltanum, sem þau
hafa öll staðið sig vel í. Hann var
mikill Arsenal-maður og var oft
fjör á heimilinu þegar horft var á
fótbolta þar, því sumir héldu með
Liverpool. Hann fylgdi líka
Elvari Elí í handboltanum og er
það dýrmæt minning ferðin
þeirra feðga til Svíþjóðar um síð-
astliðin jól á handboltamót.
Þá var heilsu hans að hraka og
í janúar 2017 lagðist hann fyrst
inn á krabbameinsdeild, í öllu
sínu ferli var hann á göngudeild
þangað til. Það má segja að hann
hafi unnið marga sigra á þeim
tíma sem hann átti eftir þá. Má
þar nefna fermingu Elvars Elí,
að komast í flug með Gunnar Má
við stjórnvölinn, fylgjast með
Guðbjörgu Unu klára ferðamála-
nám sitt með heimsreisu og
kynnast kærasta hennar, Stef-
áni. Öllu þessu tók hann með
æðruleysi án þess að kvarta og
gladdist yfir á hverjum degi,
auðsjáanlega mjög þrotinn af
kröftum, það mesta sem hann
sagði var „það er orðið á bratt-
ann að sækja“.
Halli var góður smiður, vand-
virkur og þolinmóður við allt sem
hann gerði og komst vel að við
fólk bæði í smíðinni og öku-
kennslunni.
Þau sjást víða verkin hans í
kringum okkur Þráin, hann
hefur unnið mikið á okkar heimili
og var helsti hvatamaður að
byggingu húss sem við eigum á
Drangsnesi og svo við öku-
skólann þar sem hann var einn af
aðalkennurunum og í góðu sam-
starfi við Þráin bæði í bóklegri og
verklegri kennslu.
Alls staðar eru minningar um
góðan mann sem var heill og
traustur. Það er stundum sagt að
þeir deyi ungir sem guðirnir
elska, sem mér finnst nú ekki
réttlæti. Það fylgir því mikil sorg
þegar traustur heimilisfaðir er
hrifinn burt frá fjölskyldu sinni í
blóma lífsins. En lífið heldur
áfram og við biðjum Guð að
styrkja elsku Helgu Ingibjörg
okkar og börnin öll Guðbjörg
Unu og Stefán, Gunnar Má og
Eydísi, Elvar Elí og afa Gunnar í
þeirra mikla missi. Þau eru búin
að sýna að þau eru hetjur. Minn-
ingin um góðan mann lifir í hjört-
um okkar allra.
Guðbjörg og Þráinn.
Í dag kveðjum við góðan og
traustan vin og fjölskyldu-
meðlim. Mann sem var ósérhlíf-
inn og hörkuduglegur, mann sem
reyndist okkur alltaf vel og var
alltaf til staðar, mann sem okkur
þótti mjög vænt um.
Í dag kveðjum við elsku Halla.
Lífið er óútreiknanlegt og þau
verkefni sem við þurfum að tak-
ast á við eru mörg og misjöfn.
Árið 2011 fengu Halli og fjöl-
skylda hans mjög erfitt verkefni í
hendurnar. Verkefni sem þau
tókust á við með mikilli reisn,
styrk og æðruleysi, yfirvegun og
hugrekki. Í næstum því sjö ár
glímdi Halli við þetta verkefni og
aldrei heyrði maður hann kvarta
eða kveina yfir þessu hlutskipti
sínu.
En þannig var Halli, hann var
sterkur, gekk hreint til verks og
lét sjúkdóminn ekki stoppa sig í
því sem hann ætlaði sér að gera.
Hann var rólegur, yfirvegaður og
skemmtilegur. Hann var ekki
maður margra orða en það sem
hann sagði var þess virði að
hlusta á því hann var mjög vel
gefinn og með mikinn húmor.
Góðmennska Halla var ein-
stök, hann var einstaklega hjálp-
samur, handlaginn og alltaf boð-
inn og búinn að aðstoða ef þess
þurfti. Þau voru ófá skiptin sem
hann hjálpaði okkur og það var í
raun alveg sama hvert verkið
var, hann var alltaf fyrstur á
staðinn og tilbúinn með lausnir
og góð ráð.
Það sem hann tók sér fyrir
hendur vildi hann gera vel og
hann skilaði öllu vel frá sér.
Hann var réttsýnn og afskaplega
þægilegur. Það var aldrei neitt
stress eða vesen í kringum hann,
hann hafði góða nærveru og það
var gott að spjalla við hann um
allt og ekkert.
Hann var ótrúlega raungóður
og trúr sjálfum sér og sínu fólki.
Hann var mikill fjölskyldumaður,
og hann og Helga voru ótrúlega
samstíga í öllu sem þau gerðu.
Það var alltaf gaman að heyra
hann tala um afrek Guðbjargar
Unu, Gunnars Más og Elvars
Elís því að maður fann hversu
stoltur hann var af þeim, hann
fylgdi þeim og studdi þau í öllu
sem þau gerðu. Maður veit að
hann á eftir að fylgjast með þeim
áfram og þau munu búa að öllu
því góða sem Halli kenndi þeim.
Elsku Halli, takk fyrir allt sem
þú gerðir fyrir okkur og með
okkur.
Þú munt lifa áfram í hugum
okkar og hjörtum um ókomna
tíð.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Elías, Erna, Þráinn,
Sigurbjörg Eva, Eyrún Sif
og Óðinn Darri.
Elskulegur frændi, að setjast
niður og skrifa minningarorð um
þig er hrikalega erfitt og ósann-
gjarnt. Ótal minningar koma upp
í hugann þegar ég hugsa til baka.
Á mínum yngri árum þegar þú
varst togarasjómaður fannst mér
þú alltaf rosalegur harðjaxl og
sennilega er það ástæðan fyrir að
ég fór líka að vinna til sjós því þú
varst í raun mikil fyrirmynd mín
á mörgum sviðum. Í gegnum tíð-
ina höfum við verið duglegir að
rækta frændskap okkar ýmist á
ættarmótum eða yfir kaffibolla
spjalli í Suðurengi og síðar Naut-
hólum og þegar við tvíburabörn-
in stóðum að ættarmóti á Skeið-
um og sást best hvað þú vildir
vanda þar til verks eins og þér
einum var lagið í öllu sem þú
tókst þér fyrir hendur.
En þú, elsku Halli, varst svo
mörgum kostum gæddur og þar
kemur t.d. í hugann dugnaður,
tryggð samviskusemi og heiðar-
leiki. Svo varstu líka mikill fjöl-
skyldumaður og eiginkona þín og
börn voru alltaf í fyrsta sæti hjá
þér enda voruð þið hjón dugleg
að fylgja börnum á íþróttamót í
gegnum árin. Svo á árunum sem
þú vannst við trésmíðar skipti
engu máli hvernig viðraði og eitt
sinn hitti ég þig þegar þú varst
að slá upp sökkli að húsi og það
var skítaveður, rok og slydda, og
ég spurði þig hvort ekki væri nú
hægt að finna betra veður í þetta
og þú tókst niður lopavettlinginn
og straukst um kinn þína og
skelltir svo blautum vettlingnum
á höndina og tókst hamar og kú-
bein og sagðir það þýðir ekkert
að spá í veðrið, það verður bara
að vinna áfram og brostir. Já,
elsku Halli, þú varst mikill harð-
jaxl og hörkuduglegur til vinnu.
Fyrir um 10 árum fórstu í
skóla til að læra til ökukennara
og ætlaðir að feta í fótspor
tengdaföður þíns en þá kom reið-
arslagið – þú greindist með
krabbamein. En þú hélst þínu
striki og kenndir öll þessi ár
þrátt fyrir veikindin og í raun al-
veg fram á síðasta dag og senni-
lega hefur það gert þér gott því
þar gastu dreift huganum,
stjórnað vinnunni eftir því hvern-
ig þér leið.
Svo eftir að ég fór á Reykja-
lund síðastliðinn vetur var gott
að eiga þig að því þú varst svo
duglegur að hvetja mig áfram að
hreyfa mig ýmist að hjóla eða
ganga og gekk ég mjög oft á
Ingólfsfjall og þú talaðir um það í
maí síðastliðnum að þig langaði
að fara upp með mér en mér var
það ljóst í huganum að veikindin
hjá þér voru farin að taka sinn
toll og ekki víst að ég myndi
njóta nærveru þinnar uppi á fjall-
inu og sem var svo raunin, því
miður. En, elsku frændi, ég á þér
svo mikið að þakka, þú kenndir
mér svo margt með þínum dugn-
aði og þrautseigju og síðustu vik-
urnar sem þú lifðir voru magn-
aðar fyrir þær sakir hvað þú
varðst æðrulaus og yfirvegaður.
Síðasta stundin sem við spjölluð-
um var niðri við Vola að veiða og
þá sá ég alveg hvað þú varst orð-
inn veikur og þrátt fyrir það var
viðmót þitt nr. 1 yfirvegun og
æðruleysi og meira að segja
brostir þú þá.
Elsku Halli frændi, restina af
minningum mínum um þig geymi
ég í hjarta mínu en sárastur er
missirinn fyrir fjölskyldu þína,
hana Helgu þína og börnin þrjú,
Guðbjörgu Unu, Gunnar Má og
Elvar Elí, og ekki má gleyma
öldruðum föður þínum sem syrg-
ir son sinn.
Minning þín lifir, kæri frændi.
Sigurbjörn Snævar
Kjartansson.
Við kveðjum nú góðan og
traustan fjölskylduvin sem búið
hefur í sömu götu og við. Mikill
samgangur hefur verið og strák-
arnir okkar hafa vanið komu sína
yfir og ýmislegt brallað. Áhugi
þeirra á daglegu lífi strákanna
okkar leyndi sér ekki. Halla þótti
alltaf gaman að ræða málin og
Hallgrímur
Gunnarsson
Útfararþjónusta
Vönduð og persónuleg þjónusta
athofn@athofn.is - www.athofn.is
ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919
Inger Steinsson