Morgunblaðið - 22.09.2017, Síða 26

Morgunblaðið - 22.09.2017, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2017 ✝ Arnar DórHlynsson fæddist á Akra- nesi 25. ágúst 1979. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Vestur- lands á Akranesi 14. september 2017. Foreldrar Arn- ars Dórs eru Hlynur Sigur- dórsson og Ragnheiður Ás- geirsdóttir, bæði fædd 1961. Eiginkona Hlyns er Jónína Herdís Sigurðardóttir, f. 1971, og eiginmaður Ragnheiðar er Michael Wahl Andersen, f. 1955. Systkini Arnars Dórs eru Ásgerður Hlynsdóttir, f. 1989, og Freyr Hlynsson, f. 1994. Börn Jónínu eru Aron Þór Kristjánsson, f. 1988, og Eva Ösp Sæmundsdóttir, f. 1994. Arnar Dór starf- aði hjá Speli síð- astliðin 15 ár. Hann var mikill áhugamaður um íþróttir og heilsu, hann var dyggur stuðningsmaður knattspyrnufélag- anna ÍA, Kára og Liverpool, hann var nær daglegur gestur í íþróttamiðstöðinni Jaðars- bökkum. Arnar Dór var einnig mjög liðtækur golfari og var félagsmaður í golfklúbbnum Leyni í áraraðir. Útför Arnars Dórs fer fram frá Akraneskirkju í dag, 22. september 2017, klukkan 13. Elsku hjartans drengurinn okkar hefur kvatt okkur allt of fljótt. Arnar Dór okkar elskaði að lifa lífinu. Hann var alltaf já- kvæður og glaður og tók öllum erfiðleikum sem á vegi hans urðu með bjartsýni og miklu jafnaðar- geði. Uppgjöf var ekki til í hans huga. Arnar Dór var ótrúlega skemmtilegur, hnyttinn í tilsvör- um og mikill brandarakarl. Hann vissi ekkert betra en hlátur og gleði í kringum sig. Hann var meinstríðinn og hafði gaman af að ná fólki upp, hló svo dátt og sagði „ég var nú bara að stríða þér“. Arnar Dór var ákaflega vin- margur og traustur vinur vina sinna. Honum þótti vænt um þennan stóra vinahóp sinn og fjölskyldur þeirra. Hann talaði oft um eftirminnilegar stundir og ferðalög með vinum sínum bæði hérlendis og erlendis. Arnar Dór var einstakur íþróttaunnandi, hann vissi fátt betra en að fara í þreksalinn eða spila golf og fara svo heim og horfa á fótbolta, þá var góðum degi náð. Hann var mjög fróð- leiksfús að eðlisfari og velti lífinu og tilverunni mikið fyrir sér. Arnar Dór var mikill fjöl- skyldumaður. Hann elskaði yngri systkini sín mjög mikið og var stoltur af þeim. Hann fylgdist alla tíð vel með þeim og var um- hugað um að þeim liði vel. Þau systkinin voru mjög náin og áttu margar góðar og eftirminnilegar stundir saman. Arnar Dór var mjög barngóður og naut þess að hafa börn í kringum sig og leika við þau. Við erum stolt af að hafa feng- ið að vera foreldrar hans og mun- um sakna hans óendanlega mikið. Takk fyrir allt, elsku Arnar Dór okkar. Mamma og pabbi. Elsku besti Addó okkar. Það er erfitt fyrir okkur að trúa því að þú sért farinn frá okk- ur. Stóri bróðir okkar sem alltaf passaði svo vel upp á okkur, sem alltaf var svo umhyggjusamur og áhyggjufullur yfir hvort við fær- um varlega. Stóri bróðir okkar sem alltaf var svo áhugasamur um allt sem við vorum að gera og skipti sér mikið af á góðan hátt. Þú hefur verið og munt alltaf vera ein mikilvægasta persóna í lífi okkar og við eigum eftir að sakna þín og hugsa um þig á hverjum degi það sem eftir er af okkar ævi. Við eigum eftir að sakna þess að fá þig til okkar til Danmerkur á hverju sumri, atburður sem við biðum eftir með mikilli tilhlökkun á hverju ári. Þá var sko alltaf líf og fjör á Pernillevej. Bæði með að æsa okkur upp í gríni, sýna þér daglegt líf okkar, leikir úti í garði þar sem við höguðum okkur eins og við værum krakkar, ís- rúntar og ferðir í dýragarðinn þar sem við gátum legið lengi í hláturskasti yfir öpunum. Við höfum alltaf notið þess að vera saman við þrjú og það á eftir að vera tómlegt að koma til Íslands, þar sem þú hefur alltaf tekið svo vel á móti okkur. Þú varst einnig alltaf búinn að plana eitthvert prakkarastrik sem við áttum að taka þátt í og skemmtum við okk- ur konunglega við það að gabba pabba eða mömmu. Þó svo að við höfum ekki búið í sama landi í mörg ár hafa tengsl okkar verið ómetanleg og sterk. Samband okkar hefur verið óformlegt og þægilegt og við höf- um gert mikið úr því að gera hversdagslega hluti saman, bæði hér og úti. Við höfum bæði litið mikið upp til þín og það hefur verið okkur mikils virði að gera þig stoltan af okkur. Þegar hrós eða annað slíkt kom frá þér var það okkur mik- ilvægast af öllu, því við gátum verið alveg viss um, að þú værir að meina það. Þú hefur aldrei verið hræddur við að segja það sem þér finnst og það hefur okk- ur þótt vænt um og haft gaman af. Styrkur þinn, hugrekki og já- kvæð viðhorf til lífsins hafa alltaf verið leiðarljós okkar og mun vera það enn. Þú ert ein mesta hetja sem þessi heimur hefur séð og við erum stolt af því að eiga þig sem stóra bróður okkar. Að kveðja þig er það erfiðasta sem við eigum nokkurn tíma eftir að ganga í gegnum, en við lofum að reyna að takast á við þessa bar- áttu eins og þér einum væri lagið. Takk fyrir allt sem þú hefur kennt okkur og allan þann tíma sem við höfum átt saman. Okkur þykir óendanlega vænt um þig, elsku Addó okkar. Þín systkini Ásgerður og Freyr. Elsku Arnar Dór. Nú þegar þú hefur kvatt okkur allt of fljótt þökkum við amma og afi fyrir allt það sem þú hefur verið okkur. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þótt svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Sofðu rótt, elsku Arnar Dór. amma og afi, Ásgeir Rafn Guðmundsson og Fríða Ragnarsdóttir. Eins erfitt og það er að trúa því þá er uppáhaldsfrændi okkar nú fallinn frá eftir stutta en hetjulega baráttu við veikindi. Hann kvartaði samt aldrei, hann var bara þannig einstaklingur. Væl var ekki til í hans orðabók. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar við hugsum um elsku frænda okkar er um- hyggjusemi, forvitni og húmor. Það var aldrei leiðinlegt með honum. Það var alltaf alveg ein- staklega gaman að kíkja í kaffi til hans eða bjóða honum yfir til okkar, hvort sem það var til þess að knýja fram keppnisskapið í honum í alls kyns spilum, horfa á uppáhaldsliðið hans í fótbolta spila og grínast í honum að leik loknum eða bara spjalla um lífið og tilveruna. Hann var alltaf svo áhugasamur um líf okkar og æstur í að heyra hvað væri nú að frétta af okkur og það var alveg óborganlegt oft á tíðum að sjá hann glotta og hrista hausinn yfir vitleysunni í okkur. Það er sárt að hugsa til þess að við fáum ekki að eiga þessar stundir með þér aftur en við verðum að reyna að ylja okkur við allar þær góðu minningar sem við eigum og við lofum þér því að við munum rifja þær oft upp og reyna að brosa og hlæja eins og þú gerðir svo oft. Það er það sem þú hefðir viljað. Eitt er víst: Við munum aldrei gleyma þér þó að þú hafir farið frá okkur allt of fljótt. Elsku Arnar Dór. Takk fyrir allan tímann okkar saman, öll ráðin, hlátursköstin, brandarana og endalausa væntumþykju í okkar garð. Hún var ómetanleg og þú mátt vita að okkur þótti líka endalaust vænt um þig. Þú verður alltaf uppáhalds- frændi okkar, það mun enginn geta fyllt skarðið sem þú skilur eftir. Þín frændsystkini, Halldór (Halli), Þóra og Svana. Elskulegur frændi minn og vinur, Arnar Dór Hlynsson, lést á HVE hinn 14. september. Arnar Dór fæddist 25. ágúst 1979, þegar ég var fjórtán ára gamall, ég sagði honum alltaf að ég myndi eftir afmælisdegi hans vegna þess að þann sama dag eignaðist ég mitt fyrsta mótorhjól. En í al- vöru, það var mikið gleðiefni að eignast þennan litla frænda sem ég dýrkaði, ég fann til mikillar ábyrgðar og ánægju þegar for- eldrar hans treystu mér til þess að líta eftir honum ef þau skruppu rúnt eða eitthvað slíkt, sjálf svo sem bara nýlega komin með bílpróf. Mér hefur alltaf fundist hann æðislegur, hann var litli frændi minn sem ég elskaði út af lífinu, þó að 14 ára unglingurinn hafi ekki endilega sagt sérstaklega frá því þá. Núna græt ég þennan yndislega frænda minn, hann mun alltaf eiga mjög stórt pláss í hjarta mínu og huga. þegar Arnar Dór var ellefu ára gamall veiktist hann mjög alvar- lega og átti í þeim veikindum í um tvö ár. Hann sigraði það stríð þá, foreldrar hans og fjölskylda voru nokkrum sinnum kölluð til að kveðja hann á því tímabili. Þessi sigurvegari, þessi strákur okkar varð svo að manni og mikilli fyrir- mynd, manni sem litaði umhverfi sitt með hlýju, hnyttni, dugnaði og styrk, stórmeistari og hetja í alla staði. Að kvarta eða kveina var ekki til í hans orðabók, hann sagði mér til dæmis að hann hefði nú alveg átt 21 gott ár þar sem honum varð aldrei misdægurt, hann leiðrétti sig svo og sagði: „Æi, líklega bara 19 ef ég tel þennan krabba með.“ Þessi gulldrengur frændi minn ræddi við mig um eitt og annað þessa síðustu dag sem hann var á spítalanum. Hann var alltaf já- kvæður og kom því til dæmis skýrt á framfæri við mig, að starfsfólkið á A-deild fengi fullt hús stiga fyrir umönnun, þetta væri allt toppfólk. Hann bað mig svo að kaupa konfekt til að gefa á deildina til að sýna þakklæti sitt, þannig var honum alltaf um- hugað um aðra þrátt fyrir veik- indi sín. Foreldrar, systkini, amma og afi ásamt hans nánustu stóðu þétt við bakið á honum. Frændi minn átti einnig stóran hóp vina og félaga sem hann brallaði margt með, það var nefnilega satt best að segja mikill heiður að eiga hann sem vin, góður og traustur gaur sem var gott og gaman að eiga að. Hans er sárt saknað, það sást þegar sjúkrastofan hans fylltist af vinum hans sem komu að kveðja hann í hinsta sinn. Það er ekki hægt annað þegar rætt er um Arnar Dór en að nefna aðdáun hans á Liverpool. Hann var mjög mikill stuðnings- maður og studdi sitt lið alla leið, enda langbesta liðið, svo kom Leeds og ekki orð um það meir. Hann var líka stuðningsmaður Skagaliðsins og Knattspyrnu- félags Kára. Það var því sérstak- lega ánægjulegt að Kári vann þriðju deildina glæsilega undir formennsku hjá kærum vini hans, vel gert, Káramenn. Það má geta þessi að bæði þessi lið léku með sorgarbönd í síðustu leikjum sínum. Það er sárt að kveðja þennan mæta unga mann, meira en orð fá lýst, ég mun alltaf sakna hans og hugsa til hans alla tíð. Elsku besti frændi minn, blessuð sé minning þín og hvíldu í friði. Ásgeir Ásgeirsson og fjölskylda. Ef líf hvers og eins væri ein saga þá er þín saga sú lang- skemmtilegasta sem ég hef og mun nokkurn tímann á ævinni lesa, ég verð þó að viðurkenna að ég hefði viljað hafa hana lengri, miklu lengri. Þú varst ótrúlegt eintak af manneskju og mér líður eins og heppnasta vini í heimi að hafa fengið að taka svona mikinn þátt í þessari frábæru sögu með þér. Það eru ansi fáir sem hafa þurft að ganga í gegnum þínar raunir á yngri árum en harð- jaxlinn þú neitaðir að gefast upp og upp úr öllum þessum veikind- um og áföllum reis minn allra besti vinur, sannkölluð hetja sem ég mun alltaf líta upp til og dýrka. Algjör toppmaður, sama hvar borið var niður; þú hugsaðir vel um líkamann, mataræðið, fjöl- skylduna, eigur þínar og síðast en ekki síst alla vinina þína. Við vorum miklir vinir og það leið varla sá dagur að við værum ekki í einhverjum samskiptum, samskipti okkar voru nánast allt- af á léttu nótunum, hertum hvor annan reglulega upp og stríddum hvor öðrum. Þú varst alltaf snill- ingur í að svara fyrir þig og koma fyrir þig orði. Síðustu daga hef ég glaðst mikið í sorginni við að skoða skilaboð okkar á milli á netinu Hér eru nokkrar vel valdar setningar: „Herra rassálfur, eigum við að fá okkur bjór í kvöld?“ „Hvað ertu búinn með margar bollur í dag? Sjonni át 7.“ „Æi ertu þunnur núna?“ „Auli, hvernig var þessi óvissu- ferð, hvað gerðuð þið? Varstu steiktur?“ Það var nú samt alltaf þannig að þrátt fyrir allan húmorinn, fíflaganginn og stríðnina á yfir- borðinu var alltaf ást, virðing og væntumþykja þarna undir. Við brölluðum mikið saman í gegnum árin við félagarnir og gerðum okkur lífið ansi skemmti- legt, okkur þótti einstaklega skemmtilegt að hittast og lyfta okkur aðeins upp og skála. Við tókum ansi marga golf- hringina og Liverpool-leikina saman og alltaf var stuð í kring- um okkur. Einnig áttum við ótrú- lega margar stórskemmtilegar ferðir saman, golfferðin til Spánar var gullmoli, samvera okkar í Köben frábær, allar verslunarmannahelgarnar sem við áttum saman algjör snilld. Elsku Arnar Dór, ég er svo gríðarlega þakklátur fyrir að hafa náð að kveðja þig svona mik- ið og fallega áður en þú fórst frá okkur, að fá þig heim og skála við þig síðasta afmælisdaginn þinn, að fá að heiðra þig og gleðja með afmælisveislu ásamt vinum, að fá að horfa með þér á þinn síðasta Liverpool-leik og að fá að knúsa þig og kyssa og hvísla „ég elska þig, besti vinur minn“ áður en þú endaðir þessa sögu. Þú gast nú samt ekki endað þessa sögu nema með því að setja þitt „touch“ á endinn, en rétt áður en ég yfirgaf þig í síðasta sinn þar sem þú lást úrvinda af þreytu átti ég eftir að skila kveðjum frá vinum og að lokum frá Helgu, konunni minni, en þá segi ég: „Ég átti svo eftir að skila innilegri kveðju frá Helgu.“ Þá sagðir þú: „Ha hver?“ Ég sagði þá í aðeins hærri tón: „Frá Helgu, konunni minni“ og þá sagðir þú gjörsamlega úrvinda af þreytu: „Hver er það?“ og rétt áður en ég ætlaði að segja eitt- hvað kom þitt fallega bros og svo blikkaðir þú mig, yndislegi stríðnispúkinn minn. Sveinbjörn Geir Hlöðversson. Það er óraunverulegt að setj- ast niður og skrifa þessi orð, hversu sárt það er að fá ekki að sjá þig og vera með þér framar, elsku vinur. Að sjá þig fara að hlæja svo mikið að tárin streymdu niður kinnarnar og heyra þig svara fyr- ir þig af þinni alkunnu snilld. Þú varst hrókur alls fagnaðar hvar sem þú komst og það var engin undantekning á því í okkar vina- hópi. Fyrir allmörgum árum stofn- uðum við vinirnir matarklúbb, sem haldinn var á nokkurra mán- aða fresti. Eftir þeim kvöldum biðum við allir með mikilli eftir- væntingu og þá sér í lagi þú, því þá fengum við að spreyta okkur á alls konar leikjum sem komu úr þínum hugmyndabanka og allir höfðu gaman af. Þú hafðir einstakt lag á að fá menn til að brosa og hlæja, með þínum skemmtilega karakter, góða húmor og pínulítilli stríðni, sem féll í góðan jarðveg í okkar vinahópi. Þú varst hjartahlýr og vildir öllum vel. Við vinirnir mun- um svo sannarlega halda minn- ingu þinni á lofti í hvert sinn sem við komum saman og mun minn- ing um frábæran vin lifa. Við vottum fjölskyldu og vin- um okkar dýpstu samúð. Magnús Már, Halldór Fannar, Þórður, Ingvar og Stefán. Þau eru þyngri en tárum tekur skrefin inn á ritvöllinn á þessari stundu. Að koma hugsunum og tilfinningum okkar í orð þegar við kveðjum fyrirliðann okkar, Arnar Dór Hlynsson, er erfitt og nánast ómögulegt. En við reyn- um, fyrir þig. Skrefin verða líka þung inn á fótboltavöllinn núna í nóvember þegar við Gulldrengir 1979 mætum til leiks í Árganga- mót ÍA. Að halda dampi og ein- beitingu í gegnum mótið án þín verður erfitt og nánast ómögu- legt. Maðurinn sem tekur peppræð- una fyrir úrslitaleikina, maðurinn sem setur liðið í rétt hugarfar verður ekki á staðnum. En við ætlum, fyrir þig. Á árgangamótunum í gegnum árin höfum við fellt gleðitár og hefur þú þar farið fremstur í flokki. Árangurinn innan vallar hefur glatt en ekki síður stundir okkar saman utan vallar. Það er ekki sjálfgefið að safna saman eins stórum hópi á hverju ári og okkur hefur tekist að gera. Menn eru komnir út um allt að gera alls konar en þú hefur alltaf verið límið okkar, komið okkur saman og haldið okkur saman. Náð okkar montnustu mönnum niður á jörðina. Það er enginn stærri en liðið og enginn minni en liðið heldur. Þú ert alltaf mættur fyrstur í kaffið og bakkelsið fyrir mót, sem hefur verið fastur liður hjá okkur frá upphafi. Ekki eru allir jafn stundvísir og þú og þá tekur þú, fyrirliðinn, upp símann og lætur menn heyra það, engar afsakanir. Bara mæta. Annar fastur liður á árgangamótinu er liðsmyndataka. Þar hefur þú, eins og þér einum er lagið, skap- að þér sérstöðu með viðeigandi hætti. Þú ferð fyrir hópnum, liggjandi fremst eins og aðalsp- aðinn á að gera. Enn einn fastur liður í mótinu er að við spilum til sigurs. Það er stundum sagt að árgangur 1979 sé einn á móti öll- um hinum, en þökk sé þér og munninum sem þú hefur fyrir neðan nefið og hvernig þú hefur náð að smita menn í okkar liði, þá hefur árangur okkar verið með besta móti. Nafnið Silfurdrengir ÍA varð til þegar við tókum 2. sæti mótsins og þegar við unnum mótið og fengum gull vorum við alveg á því að kalla okkur bara áfram Silfurdrengi ÍA. En þú tókst það ekki í mál. Við vorum engir Silfurdrengir, við vorum orðnir Gulldrengir ÍA og yrðum alltaf. Ekkert annað kom til greina þegar við unnum en að þú tækir á móti bikarnum enda spil- andi þjálfari og fyrirliði liðsins, auk þess að vera mikilvægastur í klefanum. Nú er svo komið að þessi mikli leiðtogi verður ekki á meðal vor í komandi mótum í mannsmynd en við vitum að hann verður með okkur í hug og hjarta. Þannig er það. Að okkar sterkasti hlekkur sé farinn úr keðjunni er mikið áfall fyrir okkar hóp. Nú reynir á okkur hina og við munum allir halda áfram og gera okkar allra besta til þess eins að heiðra minn- ingu þína, Arnar Dór, því við vit- um að þú verður ekki sáttur við neitt annað. Elsku vinur, við kveðjum þig með kökk í hálsi og tár á vanga. Þau tár eru þó blönduð gleði, söknuður okkar er gríðarlegur en þú skildir þannig við þennan heim að það er ekki hægt að hugsa um þig öðruvísi en að gleðjast. Hvíldu í friði elsku vinur. F.h. Gulldrengja 1979, Ingi Fannar og Hannibal. Arnar Dór Hlynsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR ÞORVARÐARSON veggfóðrara- og dúklagningameistari, Prestastíg 7, lést á Landspítalanum 20. september. Útför auglýst síðar. Guðbjörg Benjamínsdóttir Guðlaug Einarsdóttir Magnús Agnarsson Herdís Einarsdóttir Oddur B. Grímsson Þorvarður Einarsson Guðbjörg Halldóra Ólafsdóttir Sigvaldi Einarsson Guðlaug Birgisdóttir Agnes Vilhelmsdóttir Kolbrún Vilhelmsdóttir Ólafur Skúli Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.