Morgunblaðið - 22.09.2017, Qupperneq 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2017
✝ Björn Stef-ánsson fæddist
á Akureyri 16.
mars 1964. Hann
lést 5. september
2017.
Foreldrar hans
eru Sigríður Hösk-
uldsdóttir, f. 10.1.
1936, og Stefán
Björnsson, f. 24.2.
1924, d. 9.3. 1991.
Systkini Björns
eru Höskuldur Stefánsson, f.
21.9. 1960, Anna Lilja Stefáns-
dóttir, f. 1.10. 1968, og Rósa
María Stefánsdóttir, f. 23.3.
1976.
Björn kvæntist Maríu Ragn-
heiði Hauksdóttur Waage, f.
21.8. 1963. Barn þeirra er Stef-
án Haukur, f. 17.2. 1999. Áður
átti Björn Auði, f. 10.5. 1993,
með þáverandi eiginkonu sinni
Ásgerði Jón-
asdóttur, f. 5.6.
1966. Stjúpdóttir
Björns, dóttir Mar-
íu, er Arna Berg-
lind Halldórsdóttir
Waage, f. 15.6.
1979, maki hennar
er Natascha
Fischer.
Björn var hús-
gagnasmíðameist-
ari frá Iðnskól-
anum á Akureyri og í Reykjavík.
Hann var bóndi á Hesju-
völlum, refaskytta og veiðimað-
ur. Hann vann lengst af sem
sjálfstætt starfandi hús-
gagnasmiður og síðustu árin
sem sölumaður hjá Þór hf.
Útförin fer fram frá Akur-
eyrarkirkju í dag, 22. september
2017, og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Í dag kveðjum við hinstu
kveðju, kæran bróður, mág,
frænda og vin, Björn Stefáns-
son.
Margs er að sakna. Björn var
einstakur félagi og fjölskyldu-
maður. Hann var ætíð hrókur
alls fagnaðar og mikill gleðigjafi
hvar sem hann kom, mikill
sögumaður og hafði ætíð
skemmtileg tilsvör á hraðbergi.
Björn hafði þann einstaka hæfi-
leika að sjá hið góða og
skemmtilega í öllum hlutum og
var einstakur vinur. Glaðlyndið
og kímnin var honum svo eig-
inleg að hann náði að sjá hið já-
kvæða í öllum málum. Sama
hvað gerðist var bara ekki hægt
að reiðast Birni eða láta sér
leiðast í félagsskap hans. Gleði
hans og jákvæðni tóku alltaf
völdin og hann gerði gott úr
öllu.
Björn var einstakur hagleiks-
og verkmaður, hann var lærður
húsgagnasmiður og naut sín við
smíðar og sköpun fagurra hluta
og eftir hann liggja margir fagr-
ir gripir sem bera verklagni
hans og hugmyndaauðgi fagurt
vitni. Engu skipti hvernig verk
Björn tók að sér; allt var gert af
miklum metnaði og vandvirkni.
Hann var mikill útivistar- og
veiðimaður og í íslenskri nátt-
úru var Björn á heimavelli.
Hann naut lífsins til hins ýtrasta
er hann var með fjölskyldu eða
vinum í vélsleðaferðum, við veið-
ar eða bara á fjölskyldu- eða
mannamótum í íslenskri sveit.
Það er við hæfi að kveðja Björn
með eftirfarandi ljóði.
Blessuð sértu, sveitin mín,
sumar, vetur, ár og daga.
Engið, fjöllin, áin þín,
yndislega sveitin mín,
heilla mig og heim til sín
huga minn úr fjarlægð draga.
Blessuð sértu, sveitin mín,
sumar, vetur, ár og daga.
(Sigurður Jónsson)
Björns verður sárt saknað af
öllum sem hann þekktu.
Elsku Mæja, Stefán Haukur,
Auður, Arna og Natascha,
mamma og Gunni.
Okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur á þessum tímum.
Anna Lilja Stefánsdóttir,
Sigmundur Einar Ófeigsson
og fjölskylda.
Höskuldur Stefánsson,
Kristrún Pétursdóttir
og fjölskylda.
Björn Stefánsson frá Hesju-
völlum er í dag kvaddur hinstu
kveðju eftir mjög erfið veikindi.
Það er mikil eftirsjá og þung
spor fyrir ástvini sem nú kveðja
eiginmann, föður og vin sem
fellur frá í blóma lífsins.
Björn var sterkur maður í
orðsins fyllstu merkingu, já-
kvæður og glaðsinna frá fyrstu
kynnum, vinsamlegur og lausna-
tengdur og smiður góður.
Hann hafði næmt auga fyrir
umhverfi sínu, var mikill nátt-
úruunnandi og naut sín einnig
vel í mannlegum samskiptum.
Það var alltaf gaman að hitta
Björn sem var glettinn og gat
verið skemmtilega tvíræðinn,
bjartsýni og jákvæð lífsskoðun
hans hafði góð áhrif á viðmæl-
endur en hann bjó einnig yfir
mikilli þekkingu og áhuga á
verkefnum, veiðum og umhverfi
þeirra sem hann unni.
Í Birni sameinuðust bestu
kostir þess sem prýða má „góð-
an dreng“.
Maríu eiginkonu hans og fjöl-
skyldunni allri færum við inni-
legustu samúðarkveðju.
Guð blessi minningi Björns
Stefánssonar.
Þórdís og Haukur.
Nágranni okkar og vinur,
Bjössi frá Hesjuvöllum, er lát-
inn.
Margar ánægjulegar stundir
og augnablik höfum við átt með
honum sem koma til með að lifa
í minningunni. Bjössi kunni
margar sögur og sagði skemmti-
lega frá, hann hafði einstakan
húmor, stutt var í hlátrasköllin
og uppátækin mörg, svolítill
prakkari. Það var engin logn-
molla í kringum Bjössa og báru
meðal annars flugeldasýningar í
Áshlíðinni þess vott um hver
áramót eða bara jafnvel hvenær
sem var, það var alltaf von á
einni og einni rakettu til að
gleðjast.
Bjössi var mikill veiðimaður.
Alltaf var gaman að kíkja til
hans í bílskúrinn, þiggja bita af
gröfnu hreindýrslæri eða öðru
góðgæti og slá á létta strengi.
Hann var líka refaskytta og eitt
sumarið kom Bjössi heim með
tvo yrðlinga sem hann náði í
Eyjafjarðarsveit. Yrðlingarnir
voru nokkuð gæfir en þegar á
leið voru þeir farnir að færa sig
upp á skaftið og kíkja á rab-
arbara og kartöflur í görðum
nágrannanna. Þegar minnst var
á það við Bjössa hló hann við og
sagði: „Nú fara þeir alveg að
fara – þeir eru bara svo krútt-
legir.“ Og hvað annað var hægt
en að samsinna honum með það.
Stundum er fólk mikilvægara
en við gerum okkur grein fyrir í
daglegu lífi og þykir okkur
brotthvarf Bjössa hálfóraun-
verulegt og svo mikið er víst að
við eigum eftir að sakna þess
þegar við keyrum inn Áshlíðina
að fá ekki bros og „vink“ frá
Bjössa.
Við sendum Maríu, Stefáni,
Auði, Örnu, Sigríði móður
Bjössa og öðrum ættingjum og
vinum innilegar samúðarkveðj-
ur.
Hólmfríður Sara
Friðjónsdóttir og
Páll Stefánsson.
Í dag kveðjum við góðan
dreng og vinnufélaga, Björn
Stefánsson, hinn eina sanna
Hesjuvelling. Það var gott að
vinna með Birni og verður skrít-
ið að hann sé nú búinn að
kveðja okkur að sinni.
Björn starfaði hjá okkur í
fimm ár og var góður vinnu-
félagi. Þessi mikli náttúruunn-
andi og grallari sem hafði in-
dæla nærveru og mikinn húmor.
Uppátæki Björns verða lengi í
minnum okkar höfð og þar er af
nógu að taka.
Fjölskyldu Björns sendum
við innilegar samúðarkveðjur.
Elsku vinur, hvíldu í friði.
Fyrir hönd starfsfólks Þórs
hf.,
Einar Oddsson.
Í dag kveðjum við merkan fé-
laga okkar úr LÍV, hann Björn
Stefánsson Hesjuvelling. Hann
var virkur í félagsstarfi og lét
vel á sig minna á mannamótum
sleðamanna hvort sem það var á
fjöllum eða í byggð. Hann var
traustur ferðafélagi og kunni vel
til verka þegar ferðast var um
hálendið á vélsleða. Björn var
ávallt hrókur alls fagnaðar og
oftar en ekki var talið í Rósina,
sem hann leiddi við myndarleg-
an hópsöng. Við minnumst hans
sem sterks sleðakappa og afar
glaðværs sleðamanns. Við vilj-
um þakka honum góð kynni í
gegnum árin og Maríu eigin-
konu Björns, börnum og fjöl-
skyldu sendum við innilegar
samúðarkveðjur.
Landssamband íslenskra vél-
sleðamanna,
Björn Traustason,
forseti LÍV,
Freyr Aðalgeirsson,
fv. forseti LÍV.
Það sem okkur bekkjarfélög-
um Bjössa kom fyrst í hug þeg-
ar ákveðið var að skrifa nokkur
minningarorð um hann var
gleðin, brosið og hláturinn sem
einkenndi hann, fáir sem við
þekkjum hafa hlegið eins inni-
lega og mikið og hann. Hann
hafði líka mjög gaman af því að
segja skemmtisögur og brand-
ara þótt sumar þessar sögur og
brandarar væru á tæpasta vaði
en það fannst honum bara
ennþá skemmtilegra. Hann var
talsvert stríðinn en það var allt-
af á góðlegum nótum.
Bjössi var hógvær drengur
og sá lífið í jákvæðu ljósi og það
var alltaf stutt í gamansemina
og sprellið.
Þau tíu ár sem við áttum
samleið með Bjössa í Glerár-
skóla fór oft ekki mikið fyrir
honum, hann var líklega feiminn
að eðlisfari en það rjátlaðist
talsvert af honum þegar hann
eltist.
Bjössi hafði snemma gaman
af alls konar tækjum og tólum
og kom stundum í skólann á vél-
sleða eða mótorhjóli sem okkur
hinum þótti auðvitað mjög
spennandi. Hann passaði sig að
leggja passlega langt frá skól-
anum svo það sæist ekki til hans
því hann hafði ekki aldur til að
keyra þessi tæki.
Vinmargur var Bjössi og
hafði mjög gaman af spjalli við
fólk, stundum svo mikið gaman
að hann gleymdi að koma sér að
vinnu, en það var ekkert mál,
hann dreif sig bara af stað og
það hefur víst oft sést undir ilj-
arnar á honum þegar hann var
orðinn of seinn í eitthvert verk-
efni sem hann var búinn að taka
að sér. Bjössi var afburðagóður
smiður og það var alltaf gott að
leita til hans með smíðaverkefni
og vandvirkur var hann.
Margar sögur eru til af
Bjössa og uppátækjum hans,
eitt sumarið ákvað hann eftir
veiðar að geyma ylfinga úti á lóð
hjá sér í Áshlíðinni í girðingu,
þetta ævintýri hans endaði sem
viðtal í sjónvarpinu.
Þegar við hittumst á 50 ára
aldurshittingnum fyrir þremur
árum á Akureyri voru myndir af
Bjössa ungum dreng í smíða-
stofunni í Glerárskóla og mynd-
irnar töluðu sínu máli, því
gleðin, áhuginn og einbeitingin
skein úr andliti hans. Þarna var
hann búinn að finna sína hillu í
lífinu. Bjössi mætti í Glerár-
skóla með skjalatösku sem hann
geymdi í sérstakan mjöð sem
vakti kátínu, svokallaðan Hesju-
velling að hans sögn. Hann léði
þá eins og áður hópnum glað-
værð og hlátur með sínu já-
kvæða hugarfari. Hann lék við
hvern sinn fingur og eigum við
eftir að muna hann þannig, því
þessi helgi var yndisleg samvera
og gaman að rifja upp fyrri tíð.
Margt fleira væri hægt að
segja um þennan góða dreng og
mikill er missir fjölskyldu hans.
Við sendum þeim innilegar
samúðarkveðjur, megi minning-
in um góðan dreng lifa.
Ég veit ekki hvort þú hefur
huga þinn við það fest
að fegursta gjöf sem þú gefur
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
augað sem glaðlega hlær,
hlýja í handartaki,
hjarta sem örar slær.
Allt sem þú hugsar í hljóði
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði
sakleysi, fegurð og yl.
(Úlfur Ragnarsson)
Fyrir hönd bekkjarsystkina
úr Glerárskóla, árgangur 1964,
Ósk Geirsdóttir.
Jæja, stóri bróðir, þegar þú
sagðir mér að þetta „væri bara
búið hjá gamla“ vissi ég ekki
hvert ég ætlaði. Þetta gat bara
ekki staðist. En eins og þú sagð-
ir í glettni þegar við kvöddumst
„þá eru það alltaf þeir bestu
sem fara fyrstir“. Í þessu tilfelli
var það þannig. Þú ert sá sem
við öll vildum síst missa. Þú
varst einstakur fyrir svo margra
hluta sakir og ekki bara fyrir
það að nota kokteilsósu með svo
að segja öllum mat og það er
ekki bara „Hesjuvellingurinn“
sem fólk mun sakna. Nei, það er
fleira sem kemur til. Þú varst
öðlingsdrengur, einstakt ljúf-
menni, mikið náttúrubarn, gleði-
gjafi og grallari og gerðir lífið
svo miklu betra, fallegra og
skemmtilegra með þinni ein-
stöku nærveru, hlýju, húmor og
uppátækjum.
Efst í huga er óendanlegt
þakklæti fyrir allar góðu stund-
irnar og góðu minningarnar. Þú
nenntir endalaust að þvælast
með mig þegar ég var lítil og ég
er svo þakklát fyrir að hafa átt
þig að í uppvextinum. Þú varst
óþreytandi við að koma mér til
að hlæja, til dæmis með því að
láta mig „labba í loftinu“ á
hvolfi eða halda á mér á háhesti,
sem við uxum nú reyndar aldrei
upp úr, því það eru ekki mörg
ár síðan við tókum sving á dans-
gólfinu á þorrablótinu og þú
með mig á háhesti. Maður var
búinn að fá að vera aftan á öll-
um tegundum vélknúinna öku-
tækja; skellinöðrunni, mótor-
hjólinu sem þú skutlaðir mér
æði oft á í skólann og svo vél-
sleðunum. Svo voru það sigling-
arnar á bátnum sem þú smíð-
aðir og flugferðirnar eftir að þú
tókst flugprófið. Þú vissir alltaf
hvað þú varst að gera, hafðir
sérstakt lag á öllum farartækj-
um og það var aldrei neitt að
óttast. Þannig var það að fylgja
þér. Þá var ekki neitt að óttast.
Þá var bara gaman. Stóri,
sterki, flinki, hressi og skemmti-
legi bróðir minn.
Þú hafðir einstakt auga fyrir
náttúrunni og tengsl við hana.
Þar er enn eitt sem ég er svo
þakklát fyrir að þú skyldir
kenna mér. Að taka eftir nátt-
úrunni. Sjá ugluna fljúga þarna
og smyrilinn. Tófuna hlaupa eft-
ir fjallshlíðinni. Músasporin í
snjónum. Þú varst náttúrubarn
fram í fingurgóma, veiðimaður
og ofurlítill villimaður, í jákvæð-
um skilningi þess orðs. Þar fyrir
utan varstu náttúrlega úrvals-
smiður og þúsundþjalasmiður
og allt lék í höndunum á þér.
Þér var sama um hvað öðrum
fannst og lést ekki aðra ræna
þig gleðinni. Já það er langt mál
að telja upp alla kostina, en við
sem eftir sitjum erum þakklát
fyrir að hafa þekkt þig og fengið
að njóta þessara góðu kosta.
Ósköp sem þín verður sárt
saknað. Það verður tómlegt að
fá ekki símhringingu frá þér á
afmælisdaginn minn eins og allt-
af. Eins mun ég sakna sögu-
stundanna. Svo margar og
fyndnar og skemmtilegar sögur.
Þú sagðir svo skemmtilega og
glettnislega frá. Öll þessi uppá-
tæki, allir frasarnir og tilsvörin
og þetta allt. Þú sást alltaf
spaugilegu hliðarnar á málun-
um. Varst ekki að velta þér upp
úr hinu. Það fékk að liggja milli
hluta.
Það var ósköp dýrmætt að fá
að kveðja þig rétt áður en þú
fórst og ég veit að pabbi hefur
tekið vel á móti þér hinum meg-
in; glókollinum hennar mömmu
sinnar, en mamma mun sakna
þín svo mikið. Ljósið fylgi þér
alltaf og blessuð sé minning þín.
Hjartans kveðja, þín litla
systir,
Rósa María Stefánsdóttir.
Meira: mbl.is/minningar
Björn Stefánsson
Þráinn Sigurðs-
son fæddist 9. ágúst
1946 á Þingeyri,
Skólavegi 37 í Vest-
mannaeyjum. Sonur
hjónanna Sigurðar Óla Sigurjóns-
sonar, skipstjóra, útgerðarmanns,
fuglaveiðimanns, bjargsigsmanns
og Ofanbyggjara frá Brekkhúsi í
Vestmannaeyjum, og Jóhönnu
Kristínar Helgadóttur húsmóður.
Þráinn var fjórði í röðinni af fimm
systkinum sem öll eru á lífi. Hann
Þráinn Sigurðsson
✝ Þráinn Sig-urðsson fædd-
ist 9. ágúst 1946.
Hann lést
20. júlí 2017.
Útför Þráins fór
fram 26. júlí 2017.
ólst upp í foreldra-
húsum og fer að
stunda sjósókn
snemma á unglings-
árum á Freyju VE
260 með föður okkar
á hálfum hlut.
Hann stundaði
sjósókn í tugi ára og
var einnig skipstjóri
og útgerðarmaður á
þessum árum. Árið
1990 lendir hann í
skipskaða þegar Sjöstjarnan VE
fórst skammt frá Vestmannaeyj-
um, var hann þá stýrimaður.
Komust skipverjar við illan leik
um borð í björgunarbát að und-
anskildum einum skipverja sem
drukknaði. Nokkrum árum áður
lenti Þráinn í slysi á sjónum þegar
toghleri slóst í hann um borð í
Andvara VE og gekk hann haltur
upp frá því.
Hann kynntist ungur Ingunni
Elínu Hróbjartsdóttur. Þau gift-
ust og eignuðust þrjá syni, Sigurð
Frans, Hallgrím og Jóhann
Helga.
Fyrstu árin bjuggu þau hjá for-
eldrum Þráins á efri hæð þar til
þau fluttu í eigið húsnæði á Höfða-
vegi 31 í Vestmannaeyjum og
stofnuðu þar myndarheimili. Allt-
af var vel tekið á móti gestum og
þau höfðingjar heim að sækja.
Þráinn var liðtækur í eldhúsinu
og hjálpaði oft við að matbúa.
Hann hafði þá áður starfað sem
matsveinn á sjónum. Þráni þótti
ekki vont að fá sér í glas, sem var
honum fjötur um fót um árabil.
Árið 1990 fór hann í áfengismeð-
ferð og hélt sér frá áfengi í fjölda
ára. Þráinn var alla tíð mikill
Eyjamaður og þar vildi hann vera.
Hann var traustur og góður
bróðir og vinur. Oft var hringt á
milli eftir að ég flutti frá Eyjum og
málin rædd. Þráinn fylgdist vel
með fréttum í útvarpi og sjónvarpi
og vel var fylgst með veðurspánni
á hverjum degi.
Minning um góðan dreng lifir í
huga okkar og þökkum við Þráni
fyrir samfylgdina í þessu lífi. Við
biðjum góðan Guð að rita nafnið
hans í lífsins bók hjá sér. Einnig
viljum við votta fjölskyldu hans
samúð okkar. Ég vil enda þessa
grein með orðunum sem ég gaf
honum á sjúkrabeði í Vestmanna-
eyjum, þau eru úr Davíðssálmi,
125. vers 1-2:
Þeir sem treysta Drottni eru sem Síon-
fjall, er eigi bifast, sem stendur að eilífu.
Fjöll eru kringum Jerúsalem, og Drott-
inn er kringum lýð sinn héðan í frá og að
eilífu.
Sigurjón bróðir og fjölskylda.
Elskuleg frænka okkar,
GUÐNÝ GÍSLADÓTTIR
frá Vesturkoti,
Hvaleyri við Hafnarfjörð,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. september.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
mánudaginn 25. september klukkan 13.
Bræðrabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, sonur, bróðir og mágur,
GUÐJÓN GUNNARS KRISTINSSON
framkvæmdastjóri,
Markholti 5, Mosfellsbæ,
lést á heimili sínu þriðjudaginn
19. september.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju 4. október klukkan 14.
Helga Björk Edvardsdóttir
Gunnar Guðjónsson Brynja Jónsdóttir
Kristinn Guðjónsson Katrín Inga Marteinsdóttir
Helgi Þór Guðjónsson Björk Bragadóttir
afabörnin
Sigríður Fanney Guðmundsdóttir
Unnur Kristinsdóttir Magnús Pétursson
Margrét Kristinsdóttir Sigurður Kr. Björnsson