Morgunblaðið - 22.09.2017, Side 34

Morgunblaðið - 22.09.2017, Side 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2017 Við hjónin erum að hjóla núna í Central Park,“ sagði Arna BjörkBirgisdóttir sálfræðingur við blaðamann þegar hann sló á þráð-inn til hennar í gær í tilefni 50 ára afmælis hennar í dag. „Við verðum hérna í fimm daga í New York og ætlum að skoða Empire State og þar sem Tvíburaturnarnir stóðu og svo bara að njóta borgarinnar. Við erum á hóteli á Manhattan og erum í hringiðunni í borginni sem aldrei sefur. Það er hiti hérna og við erum í stuttbuxum og sumarkjól.“ Arna Björk og eiginmaður hennar, Eyþór Leifsson slökkviliðsmaður og varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, eru dugleg að fara í borgarferðir en þetta er fyrsta ferð þeirra til New York. „Berlín er líklega uppáhaldsborgin,“ segir Arna Björk aðspurð. „Það er svo gaman að hjóla þar. Þar er mikið pláss og vel skipulagt og verðlagið er líka fínt.“ Arna Björk og Eyþór eru í hjólreiðahópnum Team Rynkeby sem hjól- aði frá Kaupmannahöfn til Parísar í sumar og stefnan er að hjóla sömu leið á næsta ári, en þetta er fjáröflun fyrir SKB, krabbameinssjúk börn. „Þetta er svona það sem við erum að sýsla við, við búum bæði í nágrenni við þar sem við vinnum svo við hjólum mikið til vinnu,“ en Arna Björk er deildarstjóri Þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, en hún hefur unnið hjá Reykjavíkurborg síðan árið 2000. Verkefni Örnu Bjarkar eru margvísleg en aðaláherslan er á vinnu með börnum og foreldrum. Börn Örnu Bjarkar og Eyþórs eru Ingibjörg 25 ára nemi í félags- ráðgjöf við HÍ, Þórhildur Helga 20 ára nemi í Fjölbrautaskólanum við Ármúla, Kolfinna 18 ára nemi í Menntaskólanum við Sund, Dýrleif Edda sem á 12 ára afmæli í dag, og Egill 9 ára, en þau eru nemendur í Háteigsskóla. Afmælismæðgur Arna Björk og Dýrleif Edda eiga báðar afmæli í dag. Stödd í borginni sem aldrei sefur Arna Björk Birgisdóttir er fimmtug í dag I nga Elín fæddist í Reykjavík 22.9. 1957 og ólst þar upp, í Hafnarfirði og í Mosfellsdal. Hún var í Öldutúnsskóla, Laugarnesskóla,Varmárs- kóla og í Austurbæjarskólanum, hóf myndlistarnám í Myndlistaskóla Reykjavíkur, aðeins 13 ára, undir handleiðslu Katrínar Briem, en skól- inn var þá til húsa í Ásmundarsal á Skólavörðuholti. Þaðan fór hún í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist sem myndmennta- kennari 1978. Inga Elín kenndi myndlist í þrjú ár en sköpunarþörfin kallaði svo hún fór í fimm ára framhaldsnám til Kaup- mannahafnar í Skolen for brugsk- unst (Damark Design) og útskrif- aðist 1988 sem keramik og glerhönnuður. Inga Elín kom síðan heim og hefur helgað sig listinni allar götur síðan. Hún hefur haldið fjölmargar sýn- ingar, hér á landi og erlendis, og auk þess rekið gallerí, ein og með öðrum. Inga Elín hefur unnið skemmtileg verkefni fyrir veitingastaði. Auk þess hefur hún starfað fyrir íslenska kokkalandsliðið: „Eitt sinn var hringt í mig á laugardagsmorgni og ég spurð hvort ég væri til í að sýna verk eftir mig svo þekktri persónu að gall- eríum í London væri lokað þegar við- komandi kæmi að skoða hjá þeim. Ég hélt að verið væri að gera at í mér, sagði eins og var að ég væri að fara í matarboð til dóttur minnar og hefði eiginlega ekki tíma. Sá sem hringdi gaf sig ekki en mátti ekki af öryggis- ástæðum segja mér hver hér væri á ferð fyrr en ég væri að verða komin á áfangastað. Þá kom í ljós að þetta var Elton John sem skoðaði verk mín í hálftíma og keypti af mér tvö verk.“ Inga Elín lék Margréti Þórhildi Danadrottningu í kvikmynd Guð- nýjar Halldórsdóttur, frænku sinnar, Stella í framboði: „Mér skilst að Duna hafi oft verið spurð að því hvernig í ósköpunum hún hafi fengið drottninguna til að leika í íslenskri gamanmynd. Bláókunnugt fólk kem- ur oft til mín í Danmörku og hefur orð á því hve sláandi líkar við séum. Inga Elín, myndlistarmaður og hönnuður – 60 ára Brúðkaupsmynd Inga Elín og Þórarinn, nýgift fyrir tíu árum, heima á Hrísbrú með Mosfell og Kistufellið í baksýn. Margrét Danadrottn- ing er ekki Inga Elín Nöfnur og langmæðgur Inga Elín og Inga Lilja upp í Skammadal í Mosó. Stykkishólmur Yrsa Lind fæddist 30. ágúst 2016 kl. 11.25 á Landspítalanum í Reykjavík. Hún vó 3.875 g og var 49,5 cm að lengd. Foreldrar hennar eru Dóra Lind Pálmarsdóttir og Maríus Þór Haraldsson. Nýr borgari Alba Mist Gunnarsdóttir og Agnar Darri Gunn- arsson héldu tombólu við Spöngina og söfnuðu 8.282 kr. sem þau færðu Rauða krossinum á Íslandi að gjöf. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Byggjumvon umbetra líf Fylgstu með söfnunarþætti í beinni útsendingu á RÚV og í Sjónvarpi Símans laugardaginn 23. september kl. 19:45 2.000 kr. 903 1502 8.000 kr. 903 1508 5.000 kr. 903 1505

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.