Fréttablaðið - 12.05.2018, Side 6

Fréttablaðið - 12.05.2018, Side 6
Fjölmiðlar Útvarpsstjóri segir að eftir á að hyggja hafi trúnaðar- ákvæði í samkomulagi Ríkisút- varpsins við Guðmund Spartakus Ómarsson verið mistök sem ekki verði endurtekin. Mikil óánægja er meðal fréttamanna á RÚV með þá ákvörðun stofnunarinnar að semja sig frá meiðyrðamáli utan dómstóla með því að greiða Guðmundi 2,5 milljónir króna. Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrir viku stendur Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri við þá ákvörðun RÚV að semja sig frá meiðyrðamálinu. Hæstiréttur sýkn- aði á dögunum fjölmiðlamanninn Sigmund Erni Rúnarsson í meið- yrðamáli sem Guðmundur höfðaði vegna umfjöllunar Hringbrautar um meinta aðkomu Guðmundar að fíkniefnaviðskiptum í Brasilíu og Paragvæ. Sú umfjöllun byggði að stórum hluta á umfjöllun RÚV. Magnús Geir segir það hafa verið mat lögfræðinga RÚV að mál Hring- brautar og RÚV hafi verið ólík í eðli sínu og þeir metið að umtalsverðar líkur stæðu til að tilteknar kröfur Guðmundar á hendur RÚV næðu fram að ganga. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðs- ins fyrir viku sagði útvarpsstjóri að tiltekinn hluti fréttaflutnings RÚV hefði „að einhverju marki verið leið- réttur“. Þar sem kveðið er sérstaklega á um það í samkomulagi RÚV og Guð- mundar að RÚV þurfi ekki að leið- rétta fréttir sínar né biðjast afsök- unar, óskaði Fréttablaðið skýringa á því hvað var leiðrétt enda munu ummælin hafa vakið athygli frétta- manna RÚV. Í svari til Fréttablaðsins segir að útvarpsstjóri hafi með ummælum sínum um leiðréttingu verið að vísa til frekari fréttavinnslu af málinu þar sem komið hafi fram nýjar upplýsingar sem stönguðust á við tiltekin atriði úr fyrri frétt um að nafn Guðmundar hafi borið á góma við yfirheyrslu ungs pars sem handtekið var fyrir fíkniefna- smygl í Brasilíu. Upplýsingar sem fréttastofa RÚV hafi ekki getað sannreynt og staðfest með eigin vettvangsvinnu. Leiðréttingin, sem útvarpsstjóri túlkar sem svo, felur því aðeins í sér að fréttastofan greindi frá bæði fullyrðingum heimildarmanns paragvæska blaðamannsins Cán- dido Figueredo Ruiz og nýjum upp- lýsingum á aðra vegu. Engin eiginleg leiðrétting átti sér stað. Heimildir Fréttablaðsins herma að gríðarleg óánægja hafi verið meðal fréttamanna RÚV um sátta- greiðsluna og framgöngu stjórn- enda RÚV í málinu þegar það kom upp. Raunar hafi þurft að halda „krísu fund“ með fréttamönnum þegar upplýst var um málalyktir í haust. Sýknudómurinn nú á dög- unum hafi þó síst verið til að lægja öldurnar. „Ólga er vægt til orða tekið, fólk er bara brjálað,“ segir einn heimildar- manna Fréttablaðsins innan RÚV. Fjölmiðlar þurftu í september síðastliðnum að leita til úrskurðar- nefndar um upplýsingamál til að fá aðgang að samkomulaginu sem leiddi til þess að Guðmundur féll frá meiðyrðamálinu gegn RÚV. Ástæð- an var að RÚV sagði trúnað ríkja um samninginn. Þetta trúnaðarákvæði settu lögfræðingar RÚV hins vegar sjálfir í samkomulagið að sögn útvarpsstjóra. „Umrætt samkomulag innihélt trúnaðarákvæði áþekkt því sem oft má finna í samkomulagi þar sem deilumál eru til lykta leidd, sem og í hverju öðru samkomulagi almennt. Lögfræðingar félagsins settu inn slíkt „staðlað“ ákvæði til samræmis við það, sem eftir á að hyggja var ofaukið. Komi sambærileg mál til kastanna síðar, verða slík ákvæði ekki sett inn.“ mikael@frettabladid.is Sýður á fréttamönnum vegna sáttagreiðslu Þó að útvarpsstjóri standi með þeirri ákvörðun RÚV að greiða 2,5 milljónir til að ljúka meiðyrðamáli utan dómstóla ríkir enn megn óánægja með gjörninginn meðal fréttamanna. Trúnaðarákvæði var að frumkvæði RÚV og var óþarfi. Fréttamenn RÚV eru margir bálreiðir vegna ákvörðunar stjórnenda um að kaupa sig frá meiðyrðamáli. FRéttablaðið/PjetuR VIÐSKIPTI ÍSLANDS OG EVRÓPUSAMBANDSINS Málþing og stofnfundur Íslensk-evrópska viðskiptaráðsins, 16. maí kl. 15 Félag atvinnurekenda og sendinefnd Evrópu­ sambandsins á Íslandi efna til málþings um viðskipti Íslands og Evrópusambandsins miðvikudaginn 16. maí næstkomandi kl. 15. Í lok fundar verður Íslensk­evrópska viðskiptaráðið stofnað. 15.00 EU and Iceland - Together for the common good Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi 15.15 Er vegið að frjálsum viðskiptum Íslands og ESB? Magnús Óli Ólafsson, formaður FA og forstjóri Innness. 15.30 Inn- og útflutningur landbúnaðar afurða: Tækifæri og áskoranir Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar­ og sjávarútvegsráðherra 15.50 Viðskipti með ferskar matvörur á EES: Áhætta og eftirlit Ólafur Valsson, dýralæknir og sérfræðingur í matvælaeftirliti ESB 16.10 Bætt framkvæmd EES-samningsins Jóhanna Jónsdóttir, ráðgjafi í EES­málum í utanríkisráðuneytinu 16.30 Stofnfundur Íslensk-evrópska viðskiptaráðsins 17.00 Léttar veitingar Fundarstjóri er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Málþingið er öllum opið. Það verður haldið í sal Félags atvinnurekenda á 9. hæð í Húsi verslunarinnar. Skráning á atvinnurekendur.is. SENDINEFND ESB Á ÍSLANDI Kosningar „Merkingar á gluggum og verslunarrýmum geta ekki fallið undir verksvið bæjarráðs, þrátt fyrir þá staðreynd að bæjarskrif- stofur Mosfellsbæjar séu hýstar í umræddu húsi,“ segir í bókun full- trúa Sjálfstæðisflokks í bæjarráði Mosfellsbæjar. Þeir höfnuðu í gær kröfu fulltrúa minnihlutaflokkanna um að fjarlægja kosningaauglýsingar úr gluggum Kjarnans þar sem bæjar- skrifstofurnar eru til húsa. „Á Íslandi, eins og í öðrum lýð- ræðisríkjum, er grundvallarregla að hengja ekki upp kosningaráróður á og í opinberum byggingum,“ segir í greinargerð fulltrúa Íbúahreyfing- arinnar sem lagði til að bæjarráðið leitaði „eftir því við fulltrúa D-lista að þeir fjarlægi kosningaáróður sinn úr gluggum Kjarnans og af vegg við inn- ganginn að bæjarskrifstofunni“. Bókaði fulltrúi Íbúahreyfingar- innar síðan að auglýsingarnar vektu „alvarlegar spurningar um siðferði í stjórnmálum“. Tillagan var felld með tveimur atkvæðum. Fulltrúi Samfylkingar sat hjá en sagði auglýsingarnar „til vansa“ og „óviðeigandi“ eins og segir í bókun. Merkingarnar væru ekki á skrifstofu framboðsins sjálfs. „Þessir sömu gluggar hafa verið notaðir til auglýsinga af öðrum stjórnmála- flokkum áður sem hafa þá haft skrif- stofu á þeim stað.“ Sjálfstæðismenn sögðu að bæði B-listi og V-listi hefðu auglýst í sömu gluggum fyrir kosningar 2014. „Vísum fullyrðingum um siðgæði á bug, enda hér um eðlilegan hluta kosningabaráttu að ræða.“ – gar Hafna brigslum um siðgæðisbrest og halda kosningaplakötum Komi sambærileg mál til kastanna síðar verða slík ákvæði ekki sett inn. Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri Kosningaauglýsingar D-lista eru harðlegar gagnrýndar. FRéttablaðið/eyþóR 1 2 . m a í 2 0 1 8 l a U g a r D a g U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 1 2 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 1 2 8 s _ P 1 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C 0 -F E F 0 1 F C 0 -F D B 4 1 F C 0 -F C 7 8 1 F C 0 -F B 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 8 s _ 1 1 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.