Fréttablaðið - 12.05.2018, Síða 21

Fréttablaðið - 12.05.2018, Síða 21
FÉLAG ÍSLENSKRA HJÚKRUNARFRÆÐINGA Góð heilbrigðisþjónusta er ein forsenda þess að einstaklingar geti notið góðrar heilsu. Hjúkrun er sá þáttur heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem nær til estra landsmanna. Hjúkrun er þekking, færni og umhyggja í þágu þjóðarinnar. Skipulagning Skyldur Stefnumótun Stjórnun Trúnaður Virðing Þjálfun Öryggi Ábyrgð Árangur Eftirlit Endurhæfing Gæði Heilsuefling Heilsugæsla Heilsuvernd Þekking Færni Umhyggja Kennsla Leiðsögn Lýðheilsa Málsvörn Mat Meðferð Menntun Nám Nýjungar Ráðgjöf Rannsóknir Samhæfing Samheldni Samhjálp Sérhæfing Skilningur Suðurlandsbraut 22 – 108 Reykjavik – Sími 540 6400 – hjukrun@hjukrun.is Handbolti ÍBV tekur á móti FH í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í Vestmannaeyjum í dag en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér meistaratitilinn. Takist ÍBV að vinna er liðið handhafi allra stærstu titla landsins, deildar-, bikar- og Íslandsmeistaratitilsins en það yrði annar Íslandsmeistaratitillinn í sögu karlaflokks ÍBV. Hjá FH er sautjándi meistaratitill- inn í boði annað árið í röð en FH er næstsigursælasta félagið í karlaflokki á eftir Val (22) með sextán titla. Hafa FH-ingar ekki fengið mikla hvíld, þeir fóru í oddaleik í einvígi sínu gegn Selfossi sem lauk á mið- vikudaginn en ÍBV hefur fengið viku til að hvíla lúin bein eftir þétta leikjadagskrá undanfarnar vikur sem hefur innihaldið Evrópukeppni í bland við úrslitakeppni. „Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel, hausinn er á réttum stað og við erum tilbúnir. Það hentar okkur ágætlega að þetta hefjist um helgina, við fengum smá hvíld sem var kær- komin því menn voru orðnir ansi lemstraðir en hún er ekki það löng að við missum taktinn,“ sagði Magn- ús Stefánsson, fyrirliði ÍBV, er Frétta- blaðið ræddi við hann í vikunni. Erfitt að koma á óvart Verður þetta í þriðja sinn sem liðin mætast í vetur en ÍBV vann báða leiki liðanna í Olís-deildinni. Þar á meðal er stórsigur Eyjamanna á FH í Vestmannaeyjum. Magnús á von á því að einvígið verði eilítil skák þar sem liðin þekkist vel. „Leikaðferð þeirra mun breytast töluvert ef tekið er mið af einvíginu gegn Sel- fossi en þessi lið þekkjast það vel að þetta snýst í raun um dagsform og hvorum tekst betur að leysa það sem and- stæðingurinn gerir. Það er klisjukennt að segja það en dagsformið, markvarslan og varnarleikurinn er það sem mun skilja liðin að í lokin.“ Telur hann að reynsla ÍBV-liðsins og samheldnin innan hópsins eftir öll ferðalögin í Evrópu- keppninni geti skilað liðinu yfir þröskuldinn. „Það hefur skapast þessi sigurhefð hjá félaginu undanfarin ár, kominn Íslandsmeistaratitill og tveir bikarmeistaratitlar. Það getur líka unnið með okkur að samheldnin er meiri en nokkurn tíma áður, þetta er hálfgerð fjölskylda manns eftir allan þennan tíma sem við höfum eytt saman í vetur.“ Ásbjörn Friðriksson, fyrirliði FH, segir að Hafnfirðingar séu ákveðnir í að fara alla leið þetta árið. Hann kannaðist ekki við þreytu þó að stutt væri milli leikja. „Heilsan er góð, auðvitað er eitt- hvað um hnjask en það er eðlilegt á þessum tímapunkti mótsins en við erum sennilega á okkar besta stað eftir áramót. Við erum bara að ein- beita okkur að ÍBV og einvíginu. Það er ekkert handboltalið fullkomið og það er okkar að finna veikleika þeirra,“ segir Ásbjörn sem var ekki viss hvort það væri kostur eða galli að FH hefði farið í oddaleik í und- anúrslitunum á meðan ÍBV sópaði Haukum í sumarfrí. „Það er erfitt að segja, í fyrra fengum við langa hvíld og horfðum á eftir titlinum eftir oddaleik til Vals- manna sem voru með þétta dagskrá. Þetta á ekki að hafa áhrif, við þurfum bara að einblína á okkur og mæta jákvæðir til leiks á laugardaginn.“ Reynslunni ríkari Ásbjörn telur að FH-ingar mæti betur tilbúnir inn í einvígið gegn ÍBV heldur en gegn Val í fyrra. „Við höfum nýtt reynslu okkar frá því í fyrra í einvíginu gegn Selfossi. Það hefði verið auð- velt að brotna niður í fjórða leiknum þegar þeir voru með gott for- skot en við snerum því okkur í hag og kláruðum einvígið,“ segir Ásbjörn sem hefur ekki of miklar áhyggjur af að ÍBV sé með heima- vallarréttinn. „Síðustu tvö ár sem þessi hópur hefur verið saman höfum við verið mjög góðir á útivelli, það truflar okkur í raun ekki. Við vissum eftir deildarkeppnina að það yrði ólíklegt að við værum með heimavallarrétt og það er langt síðan við hættum að velta þessu fyrir okkur.“ FH missir fjóra sterka leik- menn í lok tímabilsins út í atvinnumennsku. „Þessir strákar vilja eflaust skilja við þetta frábæra félag með titli en við vitum að við þurfum að spila virkilega heil- steypta leiki til að vinna ÍBV,“ segir Ásbjörn. kristinnpall@frettabladid.is Komið að úrslitastundu Úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar hefst í dag þegar ÍBV tekur á móti FH. Eyjamenn geta unnið þriðja titil ársins en FH-ingar vilja svara fyrir silfur síðasta árs. Fyrirliðarnir Ásbjörn og Magnús mátuðu bikarinn. FRéttablaðið/KRistinn PÁll S p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð 21l a U G a r d a G U r 1 2 . m a í 2 0 1 8 1 2 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 1 2 8 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F C 1 -0 3 E 0 1 F C 1 -0 2 A 4 1 F C 1 -0 1 6 8 1 F C 1 -0 0 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 2 8 s _ 1 1 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.