Fréttablaðið - 12.05.2018, Síða 28

Fréttablaðið - 12.05.2018, Síða 28
„Það tókst ekki að hætta að drekka. Ég fann alls konar ástæður fyrir því að detta í það. Ég datt til dæmis í það hér í Reykjavík. Mjög illa. Þá sá ég í fyrsta skipti svart á hvítu, hversu stjórnlaus ég var í drykkju. Ég særði manneskju sem mér þótti vænt um. Það var ekki ég. Það hræddi mig. Ég ætlaði ekki að segja mömmu að ég hefði dottið í það. En ég rankaði sem betur fer við mér og allt í einu fór að síast inn að ég hefði í alvörunni orðið önnur manneskja. Og vissi hversu skelfilegt það var. Því ég á fólk í mínu lífi sem hefur farið og ekki komið til baka eins og mamma. Ég fór aftur norður og sagði mömmu frá. Ákvað að fara í viðtal til SÁÁ. En hugs- aði nú samt með mér að þau myndu segja mér að ég væri ekki alkóhólisti. Þetta væri allt saman einhver mis- skilningur. Afneitunin átti mig nefni- lega með húð og hári, alveg frá því áður en ég tók fyrsta sopann. Ég fór í viðtalið og auðvitað var niðurstaðan sú að ég er klárlega alkó- hólisti og átti að fara í inniliggjandi meðferð,“ segir Hrafnhildur frá. „Við grétum,“ segir Hrafnhildur við mömmu sína. „Þú af gleði. Ég af því mér fannst þetta ömurlegt. Allt sem ég ætlaði ekki að vera var ég orðin.“ Hilda Jana kinkar kolli. „Svo fór ég með hana á Vog í janúar 2017. Skildi við hana á biðstofunni.“ Leið illa á virkum dögum „Vogur var svo miklu stærri en ég hélt. Meiri spítali en ég hélt. Ég var alltaf að hugsa um mömmu og pabba. Sem þurftu að fara á Vog mörgum sinnum. Afneitunin átti mig í þessari fyrstu meðferð. Ég var þarna bara vegna vanlíðunar. Þarna frétti ég af fólki sem drakk á hverjum degi. Mér hafði aldrei dottið í hug að það væri mögu- leiki. Mér leið nefnilega alltaf svo illa á virkum dögum. Mér leið illa sunnu- daga, mánudaga, þriðjudaga og mið- vikudaga. En þegar helgin nálgaðist þá var ég í skýjunum því þá styttist í það að ég gæti fengið mér. Þarna var fræi sáð. Ég þyrfti ekki að bíða eftir því að fá mér.“ Hrafnhildur var í tæpar tvær vikur á Vogi. Þaðan fór hún í eftirmeðferð á Vík í 28 daga. Og þaðan í sex daga eftirfylgni á göngudeild geðdeildar. „Eftir á séð þá var það ekki nóg. Því ég var svo ofsalega veik. En mér var samt farið að líða aðeins betur. Gat farið út að ganga og ætlaði að vera edrú og í AA með krökkunum sem ég kynntist í meðferðinni. En það fór ekki þannig. Ég datt í það með þessum krökkum og byrjaði í neyslu. Á þessum tíma vissi ég ekkert um fíkniefni. Hafði aldrei kynnst þeim neysluheimi. Var með sakleysislegar hugmyndir um hann þó að mamma hefði einu sinni tilheyrt honum og hann hefði verið alveg jafn ljótur þá.“ Éttu eða vertu étinn Hrafnhildur segist ekki einu sinni vita hvernig hún á að tala um fíkni- efnaneysluna og þann heim sem fólk dvelur í þegar það er í neyslu. „Ég var á nákvæmlega sama stað og ég hef búið á alla mína ævi, á Akureyri. En ég var með öðrum krökkum og á öðrum stöðum. Þetta er eins og annar heimur og hann er á hvolfi. Þar gilda aðrar reglur. Eins og ef þú skuldar þessum eða hinum þá má gera þetta við þig. Og þá má ekki kæra það. Ég varð rosa- lega ringluð. Ég held ég hafi verið að reyna að aðlagast. Þetta er svona éttu eða vertu étinn heimur. Siðgæðis- hnignunin er hröð og maður fer að lokast af. Mjög fljótt.“ Hrafnhildur segir mikið um neyslu á læknadópi meðal ungmenna. „Það er mikið verið að nota bensólyf, róandi. Sumir voru bara með þetta uppáskrifað. Ungu fólki finnst þetta voða saklaust en það er hægt að deyja á þeim. Þetta er eins og faraldur. Ég var skíthrædd þegar ég tók fyrst inn fíkni- efni. Ég hafði reykt gras. En þegar mér var rétt MDMA þá varð ég logandi hrædd. Það voru allir búnir að taka á undan mér. Ég var að fara að bakka út en var samt ákveðin í að gera þetta. Ég man að krakkarnir voru að rökræða hvað ég ætti eiginlega að taka mikið. Einn vildi að ég fengi mér meira en hinir voru að segja. Þetta endaði á því að hann hellir því ofan í mig. Ég vissi ekki að þetta myndi brenna í mér munninn. Þetta var mjög vont. Ég veit ekki hvort það var rottueitur í þessu en þetta var hræðilegt. Það gleymdist samt alveg þegar kom að því að taka þetta inn í næsta skipti.“ Hrafnhildur segir að í fyrstu hafi hún gleymt vanlíðan sinni. „En það var nú bara í um það bil viku. Svo var þetta bara martröð. Ég fór mjög hart inn í þetta strax. Ég var að nota með þannig fólki. Ég var aldrei neydd til neins, þetta var það sem ég vildi gera. Ég týndi mér. En þarna tók mamma ákvörðun. Mamma, þú bjargaðir lífi mínu.“ Í lífshættu og á götunni „Nei, þú gerðir það sjálf,“ segir Hilda Jana og útskýrir fyrir blaðamanni. „Ég henti henni út af heimilinu. Á götuna. Það er það erfiðasta sem ég hef gert. Barnið mitt var í lífshættu og það rétta að gera var að loka á nefið á því. Það var ekki það sem mig lang- aði að gera. Heldur það sem ég varð að gera. Ég veit ekki einu sinni hvort ég hefði ráðið við það ef ég ætti ekki tvö önnur börn. Móðureðlið sagði til sín. Ég þurfti að vernda hinar dætur mínar. Þetta var auðvitað bara skelfi- legt,“ segir Hilda Jana. „Þá var enginn staður til að vera á. Mig langaði ekki til að meiða fólkið mitt. Langaði ekki til að vera þessi manneskja. Ég varð rosalega reið og sá ekki þá að þetta myndi leiða gott af sér. En ef ég hefði mátt fara heim, þá hefði ég bara hvílt mig og farið svo aftur út. Þannig virkar bara þessi sjúk- dómur,“ segir Hrafnhildur frá. Hrafnhildur fór í meðferð í septem- ber. „En ég er send í bæjarleyfi og dett hræðilega í það. Ég var komin í lífs- hættu af neyslu. Ég kemst inn í neyðar- innlögn á Vog. Ég veit það í dag að það var heppni og ég verð alltaf óendan- lega þakklát fyrir það. Biðlistarnir eru hræðilega langir. Það hafa verið mörg dauðsföll í ár. Þetta er bara hræðileg staða. En allan þennan tíma sem ég var að bíða eftir að komast í meðferð þá hafði ég samt eitt haldreipi. Sem var göngudeild SÁÁ á Akureyri. Lokað í miðjum faraldri Starfsmaðurinn þar var mér stoð og stytta. Ég gat alltaf leitað þangað, for- eldrar mínir líka. Það er skelfilegt að segja frá því að nú á að loka deildinni vegna skorts á fjármagni. Á meðan fólk er að deyja á biðlistum. Á meðan það er faraldur vegna læknadóps. Þetta er ekki tíminn til þess að draga úr þjónustu. Þetta er tíminn sem þarf að auka við hana. Og þess utan þá þarf að bæta við úrræði fyrir ungt fólk. Ungt fólk getur alveg hætt í neyslu. Mamma gat það. Ég get það. Það er ekki ómögulegt. Þetta er neyðar- ástand sem ríkir, bæði í þjónustu til barna sem glíma við geðrænan vanda og svo ungs fólks í neyslu. Ef það er eitthvað sem ég er ákveðin í eftir þessa hörmulegu lífsreynslu þá er það að hún verði til góðs. Það þarf einhver að ræða um þetta og ég get alveg tekið það á mig,“ segir Hrafn- hildur. Þegar Hrafnhildur flaug suður í meðferðina sem átti eftir að verða henni mjög til góðs var hún enn þá í því. „Ég var full. Ég hélt djamminu áfram. Var í neyslu í Reykjavík og missti af innlögninni. Mamma vissi ekki hvar ég var og var búin að hringja oft. Ég ákvað að hringja í hana og segja henni að slappa bara af. Ætlaði að friða hana. Þá kom einhver tónn í hana sem náði til mín. Hún grátbað mig. Hrafnhildur, gerðu það. Má ég leigja bíl. Má ég leigja hótel. Hringja upp á Vog og fara með þig þangað. Ég sagði bara já. Því innst inni var ég búin að fá nóg. Svo kom hún. Þessi magnaða kona,“ segir Hrafnhildur og grípur í hönd móður sinnar. „Hún flaug til Reykjavíkur. Sótti mig. Fór með mig á hótelið. Ég svaf í fanginu á henni og fór svo á Vog. Þarna bjargaðir þú í alvörunni lífi mínu. Því ég upplifði svo mikla höfnun. Var svo veikur alkó- hólisti og þú bara vond,“ segir Hrafn- hildur. „Ég sá að hún var enn þá tilbúin að gera allt fyrir mig. Og þá ákvað ég að gefast upp. Taka meðferðinni. Ég gerði allt öðruvísi í þetta skiptið. Æi, allir alkóhólistar segja þetta. En þetta er alltaf öðruvísi þangað til það verður nógu gott.“ Heppin að eiga fyrir sálfræðimeð- ferð „Og á meðan allt þetta er í gangi þá er fjölskyldan heima. Samhliða hennar sögu er sagan heima. Þar sem fjöl- skyldan er að farast úr hræðslu og ráðaleysi. Og í raun er sú saga langt aftur í tímann. Því við höfðum reynt að sækja hjálp fyrir hana áður til sál- fræðings, til dæmis þegar hún var að reyna að skaða sig. Og svo þegar þessi augljósi vítahringur alkóhólismans hófst. Við reyndum alltaf að sækja alla mögulega hjálp. Hún var svo log- andi hrædd og ráðalaus. Það er svo litla hjálp að fá. Það er stundum talað um hversu mikilvægt það er að grípa snemma inn í, en raunin virkar oftar þannig að í stað þess að slökkva í glóð, bíðum við eftir stórbáli áður en eitt- hvað er gert af fullum þunga. Þegar hún fékk þunglyndisgrein- ingu var hún á biðlista í sjö mánuði eftir hugrænni atferlismeðferð. Við sóttum auðvitað sjálf aðstoð sál- fræðings og vorum heppin að eiga fyrir henni, því þetta er rándýrt. En stelpan okkar hefði þurft svo miklu meiri hjálp og það fyrr og nú á að loka göngudeildinni á Akureyri. Það bara má ekki gerast. Ef ég ætti að lýsa tilfinningunni við það að eiga barn í fíkniefnaneyslu, þá er það svipuð upplifun og að barnið þitt sé að hlaupa út á götu í veg fyrir bíl. Trekk í trekk í trekk,“ segir Hilda Jana. „Þessu verður að breyta og ég vona að við tvær getum haft einhver áhrif, það gagnast engum að þegja þennan vanda í hel.“ „Ég vissi ekki hvað þessi heimur var vondur. Það hefði enginn getað sagt mér það, ekki einu sinni þú,“ segir Hrafnhildur að lokum við mömmu sína. Ef ég ætti að lýsa tilfinningunni við það að Eiga barn í fíkniEfna- nEyslu, þá Er það svipuð upplifun og að barnið þitt sé að hlaupa út á götu í vEg fyrir bíl. trEkk í trEkk í trEkk. þEssu vErður að brEyta og ég vona að við tvær gEtum haft EinhvEr áhrif, það gagnast Engum að þEgja þEnnan vanda í hEl. Hilda Jana þEtta Er Eins og annar hEimur og hann Er á hvolfi. þar gilda aðrar rEglur. Eins og Ef þú skuldar þEssum Eða hinum þá má gEra þEtta við þig. og þá má Ekki kæra það. ég varð rosa- lEga ringluð. ég hEld ég hafi vErið að rEyna að aðlagast. þEtta Er svona éttu Eða vErtu étinn hEimur. Hrafnhildur Lára „En þarna tók mamma ákvörðun. Mamma, þú bjargaðir lífi mínu,“ segir Hrafnhildur Lára. FrÉttabLaðið/StEFán 1 2 . m a í 2 0 1 8 L a U G a R D a G U R28 H e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 1 2 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 1 2 8 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C 1 -0 3 E 0 1 F C 1 -0 2 A 4 1 F C 1 -0 1 6 8 1 F C 1 -0 0 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 2 8 s _ 1 1 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.