Fréttablaðið - 12.05.2018, Page 34

Fréttablaðið - 12.05.2018, Page 34
stod2.is 1817MARGFALT SKEMMTILEGRI SUNNUDAG Gæludýrin eru dýrmæt og oft bestu vinir mannsins. Þau lífga upp á tilveruna og gera hana skemmtilegri en líf þeirra er þó ekki alltaf dans á rósum. Í glænýrri þáttaröð í umsjón Heimis Karlssonar fylgjumst við með eldklárum dýralæknum leysa hin ýmsu vandamál sem upp koma hjá bestu fjölskylduvinum okkar. Þáttur sem sannir dýravinir mega ekki láta framhjá sér fara. landi.“ En breytir það afstöðu þinni til VG? „Nei, í rauninni ekki,“ svarar Ragnar hugsi. „Ég held að því miður geysi alltaf stríð og að það sé ekkert hægt að komast undan því að taka einhverja afstöðu. Ég get lifað með því að þessi ákvörðun um stuðning við aðgerðir NATO var gerð í fram- haldi af efnavopnaárásum stjórnar- hersins og allt það.“ Ekki stjórnmálamaður Fyrir mér væri það mjög svo óskandi að Ísland væri ekki í NATO en þetta er veruleiki. Við erum að taka þátt og ég held að lýðræðislegur meiri- hluti þjóðarinnar vilji taka þátt. Þegar ég var lítill marseraði ég í göngum fyrir Ísland úr NATO en svo breytist heimurinn. Rússland er orðið furðulega sterkt, Bandaríkin á fylleríi og maður er jafnvel feginn að vera í NATO með Evrópuríkj- unum. Heimsmyndin er skekkt og skæld. Þannig að pólitískur veru- leiki er alltaf að breytast og hefur ekki breyst jafn mikið í mínum líf- tíma og undanfarin ár. Og þó svo ég hafi verið í framboði fyrir VG þá er ég alltaf listamaður en ekki stjórn- málamaður. Hausinn á mér er líka alltaf svo mikið á gráa svæðinu. Mér finnst ógeðslega erfitt að segja: Svona á þetta að vera en ekki svona. Þannig að varðandi hluti eins og þetta þá er ég leitandi og óöruggur og sem betur fer er ég ekki í þeirri stöðu að taka þessar ákvarðanir. Það er líka svo skrítið fyrir íslensk stjórn- völd því þau eru alltaf að samþykkja eða ekki samþykkja eitthvað sem þau hafa í raun ekkert um að segja. Afstaða Íslands felur í sér móralska afstöðu en ekkert meira en það. Þannig að mér finnst erfitt að segja bara: Ég er friðarsinni og finnst að það eigi ekki að vera stríð. Það hafa alltaf verið stríð og þau eru hluti af siðmenningunni sem er svo grimm í eðli sínu. En viðhorf mitt til stríðs og friðar skiptir ekki máli og á ekki við þegar kemur að listinni. Af því að þetta er sköpunarverk en ekki áróðursverk. Maður er á ákveðnum villigötum ef listaverk á að vera pólitískt rétt. No Expectations Í þessu samhengi hefur Ragnar á orði að það sem hann elski sérstak- lega mikið við myndlistina er að hún krefur hvorki hann né viðtakendur um að taka afstöðu. „Myndlistin er alltaf opin. Að mörgu leyti er hún miklu opnari en t.d. leiksýningar sem er oft miklu lokaðra fyrirbæri þannig séð. Þetta verk sem er mynd- listarverk túlkar þú algjörlega eins og þú vilt sem áhorfandi. Svo getur þetta líka haft djúp áhrif á þig á hátt sem við sem höfundar gerðum engan veg- inn ráð fyrir að væri í verkinu. Það eru ótal túlkunarmöguleikar og það hefur mér alltaf þótt svo heillandi. Að vera með list minni að segja eitt- hvað án þess að vita alveg hvað ég er að segja. Það er frelsi. Frelsi lista- mannsins. Þar liggur stóri munurinn í því að takast á við að svara stórum pólitískum spurningum eins og þessum sem þú spurðir áðan, eins og listamaður eða stjórnmálamaður.“ En gerir myndlistin þessa kröfu til fólks um að hugsa? „Nei, það er það sem ég elska við myndlistina að hún gerir engar kröfur. Við sitjum til að mynda hér í leikhúsi og það er fátt sem mér leiðist meira en þetta tal um að leikhúsið sé spegill á samfélagið. Mér finnst það svo geðveikt sjálfhverft að segjast ætla að vera fokking spegill á sam- félagið. Það er galið. Ég hugsa alltaf um listina eins og Rolling Stones lagið No Expectations. Það er lag sem er fullt af kærleik en algjör- lega laust við allar væntingar. Þess vegna finnst mér svo gaman að fá tækifæri til þess að gera þetta verk hérna vegna þess að þetta er svo allt öðruvísi en væntingar leikhússins um hvað það á að vera að gera. Það þarf ekki alltaf allt að skemmtilegt og uppfullt af meiningu. Það eru þessir dularfullu hlutir sem maður skilur ekki alveg sem gera lífið og listina spennandi. Það sem bara er. Það er heillandi.“ Hér situr Ragnar í leikmyndinni fyrir Stríð sem markar umgjörð um þjáningu leikarans. FRéttablaðið/SigtRygguR aRi Nei, það er það sem ég elska við myNdlistiNa að húN gerir eNgar kröfur. við sitjum til að myNda hér í leikhúsi og það er fátt sem mér leiðist meira eN þetta tal um að leikhúsið sé spegill á samfélagið. 1 2 . m a í 2 0 1 8 L a U G a R D a G U R34 H e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 1 2 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 1 2 8 s _ P 0 9 5 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C 1 -2 6 7 0 1 F C 1 -2 5 3 4 1 F C 1 -2 3 F 8 1 F C 1 -2 2 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 8 s _ 1 1 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.