Fréttablaðið - 12.05.2018, Page 92

Fréttablaðið - 12.05.2018, Page 92
Ég hafði aldrei sett í þvottavél þegar ég fór í Hússtjórnar-skólann. Ég hafði bara búið við góða þjónustu heima hjá mömmu og í skólanum áttaði ég mig fyrst á hvað mamma gerði mikið á heimilinu og hvað húsverk geta verið vandasöm og tímafrek,“ segir leikarinn Hilmar Guðjónsson sem stundaði nám við Hússtjórnarskóla Reykjavíkur á haustönn 2005. „Þá var ég búinn með mennta- skólann og dreymdi um að verða leikari en komst ekki inn í Leik- listarskólann. Í staðinn fyrir að fara þá í bara eitthvert háskólanám ákvað ég að verja tíma mínum betur og láta verða af því að fara í Hússtjórnarskólann.“ Hilmar var þar eini karlinn í 23 kvenna hópi og bjó á heimavistinni. „Leiga fyrir kvistherbergið var tíu þúsund krónur á mánuði og maður fékk að vaða í afganga í eldhúsinu og bætti á sig nokkrum kílóum í leiðinni. Það var alveg hrikalega næs og þegar maður fór á skrallið sleppti maður því að fara í röðina á Hlölla og fór í staðinn heim í steik og bernaise-sósu.“ Með próf í að strauja Hilmar segir allt vera sjarmerandi við Hússtjórnarskólann. „Þar ríkir einstaklega góður andi, húsið er alveg sérstakt og kennar- arnir frábærir. Mikil vinátta varð til á milli nemenda og á kvöldin sátum við saman og prjónuðum heima- vinnuna yfir sjónvarpinu. Mér þótti ekkert mál að vera einn með stelp- unum. Ég varð algjörlega einn af stelpunum en datt dálítið út þegar þær fóru að tala um blæðingar og barneignir og fékk óstöðvandi málæði þegar ég hitti loks einhvern sem gat talað við mig um fótbolta,“ segir hann, sællar minningar. Í dagsins önn segist Hilmar nýta allt sem hann lærði í Hússtjórnar- skólanum. „Allt sem sneri að heimilishaldi kom mér spánskt fyrir sjónir og stærsti lærdómurinn var að óttast ekki lengur eldamennskuna. Fyrr en varði var ég farinn að baka upp sósur, steikja sunnudagshrygg, skreyta brauðtertur og laga frómas. Mikið var lagt upp úr útsaumi, vefnaði og hannyrðum og ég lærði servéttubrot og er nú með próf í að strauja, sem er aldeilis nytsamlegt þegar strauja þarf skyrtur.“ Prjónaði morgungjöfina Hilmar mælir með námi í Hús- stjórnarskólanum fyrir alla þá sem eru í millibilsástandi og vita ekki upp á hár hvað þeir vilja læra eða gera. „Þar er tímanum sannarlega vel varið. Maður þarf að gera allt sjálfur, stíga inn í óttann og klára verkefnin upp á eigin spýtur, sem er meirihátt- ar veganesti út í lífið. Nú kann ég að elda allan hefðbundinn heimilismat þótt ég geri sjaldan fiskbúðing en væri annars enn að kaupa frosna pitsu og bæta við einu áleggi. Slátur hef ég reyndar ekki enn tekið þótt ég sé algjörlega tilbúinn til þess og að fara í berjamó eða eftir rabarbara til að setja í graut, saft og sultur. Ég treysti mér til þess alla leið og mun alltaf búa að þessu.“ Hilmar er líka duglegur að grípa í prjónana og gera við föt ef með þarf. „Ég prjónaði peysu handa konunni minni í morgungjöf þegar við giftum okkur og svo á ég sauma- sett sem ég gríp í þegar dytta þarf að einhverju með nál og tvinna. Frúin er ánægð með að ég kunni á þessu tökin. Við eigum von á barni og á óléttunni sé ég alfarið um heimilis- störfin og eldamennskuna. Ég er enda með próf í því öllu og um að gera að nýta menntunina sem best. Næst á dagskrá er að prjóna heim- fararsettið!“ Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Hilmar í eldhúsinu heima þar sem hann er hvergi banginn að nýta menntun sína í eldamennsku og húsverkum á hverjum degi. MYND/STEFÁN Varð strax einn af stelpunum Leikarinn Hilmar Guðjónsson sá móður sína í nýju ljósi þegar hann fór til náms í Hússtjórnarskól- anum. Hann prjónaði peysu handa ástinni sinni í morgungjöf og treystir sér vel til að taka slátur. Margrét Sigfúsdóttir er skólastjóri Hússtjórnarskóla Reykjavíkur, hér í vinsælli vefstofu skólans. MYND/ERNIR Í Hússtjórnarskólanum lærir fólk svo margt fyrir lífið og námið er haldgott, engin spurning,“ segir Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir sem verið hefur skólastjóri Hússtjórn- arskóla Reykjavíkur í tuttugu ár. „Það eru forréttindi að hlakka til hvers einasta dags og hafa yndi af sínu starfi. Það hefur líka góð áhrif á mann að vera dagana langa innan um glatt og hresst ungt fólk, sem og að starfa í svo hlýlegu og góðu húsi,“ segir Margrét. „Hér er einstaklega góður andi og nem- endur segja að það sé dásamlegt að sofa í þessu húsi.“ Margrét segir suma nemendur hafa átt sér draum frá unga aldri um skólavist í Hússtjórnarskól- anum og að heimavist í kvisther- bergjum glæsilegs hússins við Sól- vallagötu sé einkar vinsæll kostur. „Nemendur utan af landi ganga fyrir en borgarbörnin vilja líka á heimavistina. Stelpurnar eru tvær til þrjár saman í herbergi og þegar einhver hefur viljað vera ein í herbergi gefst hún vanalega upp á því þegar hún heyrir skvaldrið í hinum, enda hvað er gaman að vera ein í herbergi á slíkum stað? Þær elska allar heimavistina, eign- ast þar óskaplega góðar vinkonur og alveg yndisleg upplifun að sitja saman í skemmtilegum hóp, horfa á væmna sjónvarpsþætti, prjóna og poppa. Það er dýrmætt á tímum þegar allir sitja einangraðir í símum, hver í sínu horni. Ég segi þeim frekar að kynnast og tala saman. Ekki eyða dýrmætum tíma í netspjall við einhvern sem hvorki sést né hefur nærveru.“ Biðlistar á hverju ári Margrét tekur nú við umsóknum í Hússtjórnarskólann fyrir næsta skólaár. Námið tekur eina önn og pláss er fyrir 24 nemendur. „Það hefur alltaf verið eftirsótt að komast í Hússtjórnarskólann Húsverk og ævilöng vinátta Það er opið hús í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur í dag þar sem hægt er að skoða einstakt handverk nemenda og dýrindis bakstur. Í skólanum verður til vinskapur og haldgott veganesti út í lífið. og biðlistar á hverju ári,“ upp- lýsir Margrét. „Þetta er stíft nám en skemmtilegt þar sem skóla- dagurinn hefst klukkan átta og er til klukkan fimm en honum lýkur á hádegi á föstudögum. Skólinn er svo eins og hvert annað heimili. Innifalið er fullt fæði, morgunmat- ur, hádegismatur og miðdagskaffi, og þau sem eru á heimavistinni elda sér kvöldmat og hér eru alltaf til afgangar og nóg af súrmjólk, skyri og kornflexi, og brauði og áleggi, rétt eins og heima,“ útskýrir Margrét. Í skólanum læra nemendur allt til góðs heimilishalds og verða þar færir á flestum sviðum. „Veitt er menntun sem nýtist í daglegu lífi og er góður undir- búningur undir frekara nám. Við undirbúum nemendur fyrir störf í ýmsum greinum samfélagsins og nemendur læra vandvirkni um leið og sjálfstraust þeirra og frum- kvæði eykst,“ útskýrir Margrét sem kennir nemendum að halda heimili og að fara vel með. „Allir þurfa að geta eldað ofan í sig, jafnvel þótt þeir búi einir. Í dag er almenningur hvattur til að borða hreinan mat sem er eldaður frá grunni og hér læra þeir það. Við kennum næringarfræði og hvers kyns matreiðslu frá grunni, að útbúa og elda allan venjulegan heimilismat og veislumat, að taka slátur, baka tertur og kransaköku, skreyta brauðtertur og gera saft og sultur úr rabarbara og berjum sem nemendur tína í berjamó á haustin, og allt þar á milli. Þá er kennt að þvo þvott þannig að hann verði fallegur og endingargóður, að strauja skyrtur og dúka, þrífa allt sem til fellur á heimili, prjóna, sauma út og vefa, en flestir verða heillaðir af því að sitja í vefstofunni og vefa sér fallega hluti. Allt er það eigulegt og dýrmætt og ber vitni um fagurt handverk og kunnáttu nemenda,“ segir Margrét. Ógleymanlegt ævintýri Handverk og hannyrðir eru í hávegum hafðar í Hússtjórnarskól- anum og nemendur læra að sauma út mynstur í sængurfatnað og dúka, og sauma sinn eigin fatnað og jafnvel skírnarkjóla. „Margar verða hissa þegar þær kaupa sér fallegt efni fyrir fáeina þúsundkalla og sauma sér svo kjóla sem myndu kosta tugi þúsunda út úr búð. Þær læra að taka snið úr blöðum, minnka þau og stækka eftir þörfum og breyta sniðum ef með þarf svo þau falli betur að líkamsvexti hvers og eins,“ segir Margrét. Flestir nemendur Hússtjórnar- skólans eru á aldrinum 18 til 22 ára en líka aðeins eldri og yngri. „Meirihluti umsækjenda er kven- fólk en líka einn og einn strákur og nú þegar hefur einn staðfest skólavist á haustönn og annar er búinn að senda inn umsókn. Það er gott fyrir stráka jafnt sem stelpur að fara í hússtjórnarnám og við höfum verið ofsalega heppin með piltana hér með stúlkunum okkar því allt þetta unga fólk er svo yndislegt.“ Að námi loknu fá nemendur öll námsgögn afhent til eignar. „Við kveðjustund er mjög oft grátið enda sér þá fyrir endann á ógleymanlegu ævintýri. Nemendur bindast hér ævilöngum vina- böndum og stundum koma gamlir árgangar í heimsókn sem hafa hist mánaðarlega í sextíu ár og eru alltaf vinkonur. Þegar þröngt er setið og kúldrast saman myndast náin tengsl og mikil fjölskyldu- stemning. Vissulega líður mér því stundum eins og mömmu þeirra og vitaskuld fylgir hvatning og knús, eins og á öllum góðum heimilum.“ Sótt er um skólavist í Hússtjórnar- skóla Reykjavíkur á heimasíðu skólans, husstjornarskolinn.is. Hús- stjórnarskóli Reykjavíkur er á Sól- vallagötu 12. Í dag verður opið hús í Hússtjórnarskólanum frá klukkan 13.30 til 17. Sími 551 1578. 10 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . M A í 2 0 1 8 L AU G A R DAG U RSKÓLAR oG NÁMSKEIÐ 1 2 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 1 2 8 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F C 1 -4 9 0 0 1 F C 1 -4 7 C 4 1 F C 1 -4 6 8 8 1 F C 1 -4 5 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 8 s _ 1 1 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.