Fréttablaðið - 12.05.2018, Page 98

Fréttablaðið - 12.05.2018, Page 98
Erítrea liggur að Rauða-hafi. Hinum megin við hafið blasa Jemen og Sádi-Arabía við. Til norðurs og vesturs Súdan og til suðurs Eþíópía og Djí- bútí. Ríkið er umkringt nágrönnum en er samt sem áður einangraðasta ríki heimsálfunnar. Það er ekki að ástæðulausu að Erítrea hefur verið kölluð Norður- Kórea Afríku. Fjölmiðlafrelsi er ekk- ert, ríkisstjórnin virðir mannrétt- indi að vettugi, flóttamenn flykkjast úr landi og þjóðhöfðinginn, Isaias Afwerki, er einræðisherra. Blóðug saga Saga Erítreu er löng, erfið og blóðug. Ítalía gerði ríkið að nýlendu sinni undir lok nítjándu aldar en eftir seinni heimsstyrjöld voru nýlendur Ítala hrifsaðar af þeim. Ákveðið var, á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, árið 1952 að Erítrea skyldi mynda sam- bandsríki með Eþíópíu. Erítreumaður á siglingu milli eyja á Rauðahafi. NoRdicphotos/AFp Næstminnst fjölmiðlafrelsi í heiminum Blaðamenn án landa- mæra, eða Reporters Sans Fron- tières, gáfu á dögunum út sitt árlega mat á fjölmiðla- frelsi í ríkjum heims. Norðmenn voru í efsta sætinu, Íslendingar í því þrettánda og Erítrea í því 179. Raðar Erítrea sér þannig neðar en til dæmis Sýrland, Tyrkland og Kúba. Einungis eitt ríki er neðar á listanum, Norður-Kórea. Einræðisríki í Austur-Asíu, sem Erítreu er reglulega líkt við. „Erítrea er einræðisríki og þar fyrirfinnast engir frjálsir fjöl- miðlar. Að minnsta kosti ellefu blaðamenn eru í fangelsi án þess að hafa verið ákærðir. Fjölmiðlar í Erítreu eru háðir samþykki for- setans, rándýrs sem ber ábyrgð á „glæpum gegn mannkyninu“, samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna frá því 2016,“ segir meðal annars í umfjöllun sam- takanna um Erítreu. Segir þar enn fremur að ekki líti út fyrir að staða fjölmiðla í Erítreu breytist á næstunni. „Þeir sem halda að lýðræðið komi til Erí- treu eru ekki í góðri tengingu við raunheiminn,“ vitnuðu samtökin í ræðu Afwerki frá því 2014. Yfirvöld í Erítreu hafa ítrekað verið sökuð um mannréttinda- brot og jafnvel glæpi gegn mannkyninu. Herforingjar nauðga konum kerfisbundið. Flóttamenn skotnir til bana. Frelsi fjöl- miðla mælist næst- minnst í heiminum. Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is Kynferðisofbeldi þrífst í skjóli ríkis- stjórnarinnar. Embættismenn og her- foringjar láta draga til sín konur dag- lega og nauðga þeim, sagði vitni við rannsakendur. Vitnið hafði unnið í þjálfunarbúðum fyrir þjóðarþjónust- una og þar verið látið sjá um að draga umræddar konur, jafnvel stelpur, inn til herforingja. Sagðist vitnið hafa fært herforingjum um 1.200 stelpur á þriggja ára tímabili. Erítreustjórn hefur sömuleiðis verið sökuð um þjóðernishreins- anir, jafnvel þjóðarmorð og þá heldur ríkisstjórnin utan um eftirlitsnet sem ætlað er að fylgjast með íbúum ríkisins. Africa News greindi frá því í apríl síðastliðnum að Erítreustjórn hefði handtekið hundruð stjórnarandstæð- inga í þeim mánuði einum. Var vitnað í Sheila B. Keetharuth, erindreka SÞ á sviði mannréttinda í Erítreu, sem sagði frá handtökunum. Og þessi listi er ekki tæmandi, hvergi nærri. Mannréttindi margbrotin Í bréfi sem mannréttindabaráttusam- tökin Human Rights Watch (HRW) sendu á Mannréttindaráð Afríku fyrir tveimur vikum sagði að samtökin hefðu fylgst náið með mannréttinda- málum þar í landi frá 2001. Síðan þá hafi mannréttindabrot orðið tíðari og tíðari. „Erítrea er lokuð öllum mannrétt- indastofnunum. Engum erindrekum SÞ á sviði mannréttinda hefur verið hleypt inn í landið. Vegna þessa koma þær upplýsingar sem við fáum að mestu frá þeim mikla fjölda Erítreu- manna sem flúið hefur heimalandið vegna kúgunar ríkisstjórnarinnar,“ sagði í bréfinu. HRW gagnrýndi fyrrnefna þjóðar- þjónustu harðlega. Sagði réttarkerfið virka eftir hentugleika, íbúar væru fangelsaðir án þess að hafa verið dæmdir. Íbúum væri refsað fyrir að iðka trúarbrögð sem eru ekki í náðinni hjá yfirvöldum og þá væri engum sjálfstæðum fjölmiðlum eða óháðum félagasamtökum leyft að starfa í landinu. Auk þess var fjallað um þau ýmsu brot sem nefnd voru í skýrslu SÞ frá 2015. Mannréttindabrotin eru þó ekki öll jafngróf. Afwerki-stjórnin takmarkar frelsi borgara á ýmsan annan hátt en að henda í fangelsi. Samkvæmt umfjöllun Haaretz frá 2012 er hins vegar óheimilt að halda matarboð án leyfis yfirvalda, þá þarf sömuleiðis leyfi yfirvalda til að ferðast á milli bæja innan Erítreu. skjóta flóttamenn Erítrea hefur til margra ára haft þá stefnu að skjóta alla sem reyna að flýja land. Samkvæmt viðmælendum HRW virðast stjórnvöld vera að slaka á stefnunni. Enn heyrast þó frásagnir af því að flóttamenn séu skotnir til bana. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna vöktu athygli á þessari stefnu fyrir tveimur árum og kölluðu eftir því að málið færi fyrir Alþjóð- lega sakamáladómstólinn. Afwerki- stjórnin hafnaði ásökunum, sagði að um einhliða umfjöllun væri að ræða. Ýmsir miðlar, meðal annars Al Jazeera nú síðast í febrúar, hafa greint frá því að erítreskir njósnarar séu víða í Evrópu að leita uppi erí- treska flóttamenn. Í frétt Al Jazeera sögðu viðmælendur úr hópi erí- treskra flóttamanna að útsend- arar ríkisstjórnarinnar þættust vera túlkar. Túlkarnir bæði fylgist með flótta- mönnunum auk þess að þeir passi að flóttamenn geti ekki sagt frá hrylli- legum aðstæðum í Erítreu. Það geri það að verkum að flóttamennirnir fái minni vernd í ríkinu sem veitir þeim hæli sem leiði af sér að flótta- mennirnir verði háðari erítreska sendiráðinu í viðkomandi ríki. Hundruð þúsunda hafa flúið Erí- treu á undanförnum árum. Sam- kvæmt Flóttamannastofnun Sam- einuðu þjóðanna voru erítreskir flóttamenn nærri hálf milljón í árs- lok 2015. Gera má ráð fyrir því að þeir séu fleiri í dag. Talið er að Erítrea sé það ríki sem á næstflesta flótta- menn í Evrópu nú, á eftir Sýrlandi. Sambandið við Eþíópíu entist ekki lengi. Níu árum síðar ákvað Haile Selassie, keisari Eþíópíu, að leysa sambandið upp og innlima Erítreu. Við tóku þrjátíu ára átök. Tvær fylkingar börðust fyrir frjálsri Erítreu. Annars vegar Erítreska frelsis- hreyfingin (ELF) sem naut stuðnings meðal annars Sýrlands, Íraks, Túnis og Sádi-Arabíu, og hins vegar Erítreska þjóðfrelsishreyfingin (EPLF) sem naut takmarkaðs stuðnings meðal annars Kínverja, Súdans og Sómalíu. Eþíópía ætlaði hins vegar að halda Erítreu. Frá því stríðið braust út, og þar til 1974 þegar Selassie keisari var hrakinn frá völdum, nutu Eþíópíu- menn stuðnings Bandaríkjanna og Ísraels. Eftir valdaskiptin tóku Sovét- ríkin við hlutverki Bandaríkjanna. Stríðinu lauk með afgerandi sigri Erítreumanna og tóku menn Afwerki, EPLF, við stjórntaumunum. Á þessum þrjátíu árum er talið að um 110.000 almennir Erítreumenn hafi farist auk um 35.000 hermanna. Árið 1993, tveimur árum eftir að stríði lauk, var haldin þjóðaratkvæða- greiðsla í Erítreu. Þar greiddu 99,83 prósent atkvæði með því að lýsa yfir sjálfstæði. Kjörsókn var 98,5 prósent. Sameinuðu þjóðirnar staðfestu að atkvæðagreiðslan hefði farið sóma- samlega fram og því má segja að ein- hugur hafi verið í Erítreu. Umdeildur Afwerki Hinn 72 ára Afwerki komst til valda um leið og stríði lauk, þá 45 ára gam- all. Eftir að ríkið lýsti yfir sjálfstæði 1993 varð hann svo formlega forseti. Á meðal fyrstu verka Afwerki var að gera sig að æðsta stjórnanda hersins og formanni hins nýstofnaða flokks, Lýðræðis- og réttlætishreyfingar alþýðunnar (PFDJ), í raun EPLF undir öðru nafni. Afwerki bannaði aðra stjórnmála- flokka og aflýsti svo forsetakosning- unum sem fram áttu að fara 1997. Ein- ræðisherrann hélt áfram að herða tök sín fjórum árum seinna þegar hann lagði niður alla frjálsa fjölmiðla lands- ins. Sama ár lét hann svo handtaka stjórnarandstæðinga og henti þeim í steininn fyrir meint landráð. Þótt stjórnarskrá Erítreu, sam- þykkt 1997, geri ráð fyrir því að fleiri flokkar geti starfað í ríkinu, er sú ekki raunin. Afwerki hefur nefnilega forð- ast í lengstu lög að innleiða stjórnar- skrána. Nauðganir, pyntingar og morð Meintir glæpir stjórnar Afwerki eru margir. Árið 2015 komust rannsak- endur Sameinuðu þjóðanna að því að ógnarstjórn hans hefði tekið fólk af lífi án dóms og laga, pyntað fanga, hneppt konur og stelpur í kynlífs- þrældóm og dæmt fólk til þrælkunar- vinnu. Skýrsla SÞ var nærri 500 blaðsíður. Sagði þar meðal annars að Erítreu- stjórn hneppti fólk í raun í þrældóm með kerfi sem kallast þjóðarþjónust- an. Sú þjónusta, sem fólk er skyldað til að gegna, á að endast í átján mánuði. Sumir Erítreumenn hafi þurft að þjóna mun lengur, til dæmis töluðu rannsakendur við einn sem hafði flúið land eftir sautján ára þjónustu. Sagði þar enn fremur að fórnar- lömbum þessa kerfis hefði reglulega verið haldið gegn vilja sínum, þau hafi verið pyntuð og þeim nauðgað. Norður-Kórea Afríku Nánari upplýsingar í síma 570 4000. Aðalfundur Rauða krossins á Íslandi laugardaginn 26. maí kl. 9.00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Grand hótel Reykjavík 1 2 . m a í 2 0 1 8 L a U G a R D a G U R38 H e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 1 2 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 1 2 8 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F C 0 -E 1 5 0 1 F C 0 -E 0 1 4 1 F C 0 -D E D 8 1 F C 0 -D D 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 8 s _ 1 1 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.