Fréttablaðið - 12.05.2018, Síða 114

Fréttablaðið - 12.05.2018, Síða 114
EVEREST BASE CAMP fjallaleidsogumenn.is · fyrirspurn@fjallaleidsogumenn.is · Sími: +354 587 9999 Næstu brottfarir: 1. okt 2018 og 6. okt 2019 Grunnbúðir Everest með Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum Aðfaranótt kallast nýtt íslenskt leikrit sem var frumsýnt í Kassanum í Þjóðleik-húsinu í gærkvöldi. Verkið er skrifað sérstaklega fyrir útskriftarárgang nemenda á leikarabraut í Lista- háskóla Íslands en leikstjórn er í höndum Unu Þorleifsdóttur. Höf- undur verksins er Kristján Þórður Hrafnsson, en hann á að baki fjölda skáldverka, leikrit, ljóðabækur og skáldsögur og segir að í árslok 2016 hafi hann rekið augun í auglýsingu þar sem kallað var eftir hugmyndum að útskriftarverki. „Ég átti í fórum mínum hugmynd sem ég sá að gæti fallið mjög vel að þessari samkeppni og fannst spennandi að þarna ætti að skrifa fyrir hóp af ungu fólki. Þannig að ég sendi hugmyndina inn, hún bar sigur úr býtum og í kjölfarið settist ég niður og byrjaði að skrifa þetta leikrit.“ Spennandi áskorun Kristján Þórður segir að leik- ritið fjalli um hóp af ungum mann- eskjum en leiðir þeirra liggi saman fyrir tilviljun eitt laugardagsköld á skemmtistað í Reykjavík. „Það kemur fljótt í ljós að þarna eru ýmis óuppgerð mál, væntingar, langanir, þrár og líka innibyrgð reiði. Þarna fer í gang atburðarás með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. Það má kannski segja að þetta leikrit sé ákveðin rannsókn á árásargirninni í manninum og hvernig hún getur tekið á sig ólíkar myndir. Hvernig hún getur birst í bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi og leitað útrásar í gegnum ögranir, húmor, yfirlýsinga- gleði, öfgafulla framkomu eða skoð- anir. Ég er svona að leitast við að skoða þennan þátt í manneskjunni. Síðasta leikrit mitt, Fyrir framan annað fólk, var frekar kómískt verk en þetta er aftur á móti lík- lega harkalegasta leikrit sem ég hef skrifað. Þrátt fyrir að ég bindi vonir við að það sé töluverður húmor í því líka.“ Aðspurður um það hvernig sé að vinna með svo ungum hópi leikara sem er eðli málsins samkvæmt lítt reyndur, segir Kristján Þórður að það sé ekki mikill munur á því og að vinna með margreyndum leik- urum. „Mitt verkefni er að skapa áhugaverðar persónur og láta sög- una tvinnast saman. Sérstaða þessa verks er sú að það fjallar alfarið um ungar manneskjur. Ég reyndi að gæta þess að vægið á milli hlut- verkanna væri sem jafnast. Slíkt er spennandi áskorun þegar skrifað er fyrir svona stóran hóp því ég reyni að nálgast þetta þannig að allt séu þetta ákveðin aðalhlutverk.“ Þegar hömlurnar bresta Útskriftarsýningar leiklistarnema LHÍ hafa ávallt dálítið sérstakt yfir- bragð sem er tilkomið af þessu, að hópur ungra leikara er að kynna sig inn í heim atvinnuleikhússins á Íslandi. Kristján Þórður tekur undir þetta og segir að þarna sé á ferðinni hópur mjög hæfileikaríkra ungmenna sem eru í þann mund að ljúka þessu námi. „Þau eru búin að vera að stunda þetta nám í þrjú ár og fá þarna ákveðið tækifæri til þess að kynna sig. Sjálfur sótti ég sýningar gamla Nemendaleikhúss- ins á sínum tíma og svo útskriftarár- gangsins eftir að leiklistarskólinn varð hluti af Listaháskólanum og mér hefur alltaf þótt mjög gaman að fara á þessar sýningar. Þarna eru listamenn framtíðarinnar að stíga út í leikhúsheiminn og það er stór við- burður. Þarna er alltaf mjög sérstök og skemmtileg stemning og það fylgir þessu ákveðin orka, kraftur æskunnar. Ég tók vissulega mið af því þegar ég var að skrifa og reyndi að fjalla um samskiptamynstur sem maður sér stundum hjá ungu fólki. En svo er nú manneskjan alltaf söm við sig á öllum aldri.“ Eins og svo mörg skáld sem skrifa fyrir leikhús þá er Kristján Þórður með rætur í ljóðlistinni og hann segir að þarna sé á vissan hátt stutt á milli. „Það er eitthvað við hvernig bæði þessi form krefjast ákveðinn- ar samþjöppunar. Það sem hrífur mig við bæði ljóðið og leikritið er að maður þarf að mæta ákveðnum formkröfum. Þarna er líka hægt að leika sér talsvert að ákveðinni til- finningatjáningu og leika sér með sambland raunsæis og óraunsæis. Leikhúsið getur þannig verið rétt eins og ljóðlistin mjög nærgöngult form. Ég hef í mínum verkum haft mik- inn áhuga á því að rannsaka innra líf fólks og tilfinningalega togstreitu og þetta verk er um það. Það fjallar um þessar órökréttu, hömlulausu hvatir sem blunda innra með manneskj- unni og geta brotist út og tekið á sig ýmsar birtingarmyndir við ólíkar kringumstæður. Hvernig bældur sársauki getur leitað að útrás, ekki síst þegar fólk er samankomið í næturlífinu og áfengi er haft um hönd og hömlurnar bresta.“ Manneskjan er alltaf söm við sig á öllum aldri Leikarar framtíðarinnar frumsýndu í gærkvöldi nýtt verk eftir Kristján Þórð Hrafnsson sem hann skrif- aði sérstaklega fyrir hópinn og hann segir að það hafi verið áskorun að gæta jafnvægis á milli hlutverka. Kristján Þórður segir að það sé alltaf sérstök og skemmtileg stemning á útskriftarsýningum leiklistarnema. Fréttablaðið/EyÞór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Leikarar framtíðarinnar aðfaranótt eftir Kristján Þórð Hrafns- son er í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur. leikhópinn skipa þau Árni beinteinn Árnason, Ebba Katrín Finnsdóttir, Elísabet S. Guðrúnardóttir, Eygló Hilmarsdóttir, Hákon Jóhannesson, Hlynur Þorsteinsson, Júlí Heiðar Halldórsson og Þórey birgisdóttir. Sýnt er í Kassanum í Þjóðleikhúsinu og frítt er inn á allar sýningar en þó þarf að panta miða á tix.is. 1 2 . m a í 2 0 1 8 L a U G a R D a G U R54 m e n n i n G ∙ F R É T T a B L a ð i ð menning 1 2 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 1 2 8 s _ P 1 2 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F C 0 -D 7 7 0 1 F C 0 -D 6 3 4 1 F C 0 -D 4 F 8 1 F C 0 -D 3 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 8 s _ 1 1 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.