Fréttablaðið - 19.05.2018, Side 22

Fréttablaðið - 19.05.2018, Side 22
Í björtu og fallegu einbýlis-húsi á Kársnesinu búa ungl-ingarnir Auður Emilía og Markús Páll Bjarmi Hildar-börn ásamt yngri hálfbróður sínum og móður. Auður Emilía, 17 ára, er að klára Kvennaskólann í vor og stefnir á inntökupróf í læknisfræði fyrir næsta vetur í Háskóla Íslands. Markús Páll er að ljúka grunnskóla- námi í vor en næsta vetur liggur leiðin í Menntaskólann í Kópavogi þar sem hann mun leggja stund á félagsfræðinám. Hann ætlar sér að verða barnasálfræðingur á BUGL þegar hann verður eldri. Líf þessara unglinga í dag er á yfir- borðinu ekki ósvipað lífi annarra dæmigerðra unglinga. Dagurinn hefst á morgnana í skólanum og endar á heimili þeirra á Kársnesinu á kvöldin. Líf þeirra hefur hins vegar ekki alltaf verið auðvelt. Móðir þeirra, séra Hildur Björk Hörpudóttir, setti börnin í skyld- uga umgengni árið 2006. Allt til ársins 2010 tálmaði hún umgengni föðurins við börnin, alls þrisvar. Að hennar mati í þeim tilgangi að vernda þau fyrir ofbeldi. Að geta ekki verndað börnin sín „Núna loksins fáum við að segja okkar hlið,“ segir Auður. „Þegar ég les á netinu að móðir sé að beita föður ofbeldi með því að tálma umgengni án þess að vita hvað er í gangi, eða hvað býr að baki tálm- uninni, þá verður maður svolítið reiður og á það til að missa trúna á fólki yfir höfuð,“ segir Auður en Hildur móðir hennar hefur verið útmáluð sem tálmunarmóðir á net- inu í mörg ár og sökuð um að beita tálmunum með óeðlilegum hætti gegn líffræðilegum föður þeirra systkina og virða að vettugi rétt hans til að umgangast börnin sín. Árið 2006 sögðu börnin frá ofbeldi af hálfu föður síns og játaði faðir þeirra, í tölvupósti til lögfræð- ings Hildar Bjarkar í júlí það ár, að hafa slegið Markús. Mánuði síðar, þann 13. ágúst, stöðvaði móðir þeirra alla umgengni við börnin. Þann dag, sunnudag, fer Hildur með Auði á sjúkrahús vegna áverka sem hún sá á stúlkunni eftir helgarferð með föður sínum. „Ég gleymi aldrei þessari helgi. Ég setti þau alltaf í bað eftir að þau komu heim. Auður er ofboðslega tætt þennan sunnudag og ég mátti ekki vera inni á meðan hún er í baði. Svo kem ég inn til hennar og geng aftur fyrir hana og sé að barnið er allt í áverkum á bakinu og niður á lendar. Þá förum við með hana strax á slysadeildina. Ég grét úr mér augun. Í þessu öllu er svo rosalegur vanmáttur og sorg, að geta ekki verndað börnin sín,“ segir Hildur. „Í þessari læknisskoðun var skipt einu sinni um hjúkrunarfræðing. Sú sem var með okkur fyrst grét og grét þegar læknirinn var að byrja að skoða barnið. Það þurfti að mæla þetta allt og taka ljósmyndir. Auður var alveg út úr heiminum og var að segja okkur frá einhverjum fuglum. Svo var verið að reyna að gera þetta þannig að hún meiddi sig ekki. Ég hélt þegar þetta var búið að þetta væri eitthvað sem ég þyrfti aldrei aftur að gera,“ segir Hildur. Þetta atvik var tilkynnt til Barna- verndar Reykjavíkur og henni einn- ig tjáð að málið yrði kært til lög- reglu. Níu dögum seinna barst bréf frá Barnavernd þar sem þeim var tjáð að þar sem vissa væri fyrir því að móðir tæki á málinu á ábyrgan hátt yrði ekkert frekar aðhafst af hálfu Barnaverndar Reykjavíkur og málum barnanna lokað hjá Barna- vernd. „Fólk má bara lemja þig“ „Ég man eftir því að hafa verið hent á skáp og allt verður svart. Ég man eftir að hafa verið slegin með ein- hverju í bakið á mér og það var ótrúlega sárt og ég man eftir því að ég hafi verið á sófanum frammi að hlusta á hann vera að lemja Markús inni í herbergi. Ég man líka svo- lítið fleira en þetta en það er sárt að minnast á þetta,“ segir Auður með grátstafinn í kverkunum. „Það var alltaf eitthvað sem við höfðum gert. Markús á að hafa verið of hávær og þá var bara þrifið í hann og inn. Mér leið alltaf eins og þetta væri mér að kenna. Svo var ekkert hlust- að á okkur þegar við vorum að segja frá.“ Fannst þér kerfið ekki hlusta? „Nei. Og mamma þurfti að greiða dagsektir fyrir það að halda okkur frá ofbeldisfullum aðstæðum.“ Þið voruð úrskurðuð til að hitta föður ykkar. Hvernig leið þér? „Ég man bara kvíða fyrir hverja helgi. Það var ógeðslega erfitt. Það er eins og maður sé sendur á geð- veikrahæli þar sem fólk má bara lemja þig og það var einhvern veg- inn eins og enginn stæði með okkur nema mamma, stjúppabbi minn og lögmaður okkar. Svo fylgir þessu það að ég og Markús máttum aldr- ei heyra í barni gráta, þá leið okkur illa. Bara þegar yngsti bróðir okkar var að fara að sofa, að heyra barn gráta í öðru herbergi og fá upp strax minningar af því þegar það var verið að lemja Markús.“ Þrír dagsektarúrskurðir Frá árinu 2006 til ársins 2010 er föð- urnum úrskurðað í hag þess efnis að hann eigi rétt á umgengni við börnin sín. Á þessum tíma lá fyrir að börnin voru haldin miklum kvíða og vanlíðan. „Umgengni við börnin er komið aftur á, þrátt fyrir játningu föður, þrátt fyrir áverkavottorð sem sýna áverka, gögn frá sálfræðingum sem lýsa mikilli vanlíðan barnanna og kvíða. Það er eins og réttur til umgengni sé mun sterkari en réttur barnanna til verndar gegn ofbeldi,“ segir Hildur. Fyrst var umgengni Loksins fáum við að segja frá Börn séra Hildar Bjarkar Hörpudóttur, Auður og Markús, lýsa reynslu sinni af þvingaðri umgengni við föður sinn og því hvernig frásögn þeirra var alla tíð dregin í efa. Þá lýsa þau óvægnu umtali um móður sína á netinu. „Núna loksins fáum við að segja okkar hlið,“ segir Auður, dóttir séra Hildar Hörpudóttur, sem stígur fram ásamt bróður sínum Markúsi. FréttAblAðið/Sigtryggur Sveinn Arnarsson sveinn@frettabladid.is Skýrslutaka í Barnahúsi: Starfsmaður: hvað heitirðu? Auður: Ég heiti Auður. Starfsmaður: Þú heitir Auður, og hvað ertu gömul Auður? Auður: Ég er átta. Starfsmaður: Þú ert átta ára og hvar áttu heima? Auður: Ég á heima í Haukalind 25. Starfsmaður: Hverjir eiga heima þar? Auður: Bróðir minn Bjartur, Markús og mamma og pabbi. Starfsmaður: Og hvað heitir pabbi þinn? Auður: Pabbi minn heitir Egill Rúnar Erlendsson, en hinn pabbi minn heitir…, eða sko ég kalla hann eiginlega ekkert pabba, ég kalla hann bara [nafn] því hann heitir [nafn]. Stafsmaður: Hann heitir [nafn]. Auður: Og hann meiðir mig stundum. … Starfsmaður: Segðu mér þá af hverju þú ert komin hingað að tala við mig? Auður: Út af því að pabbi minn hann er búinn að vera að meiða mig. Mamma og hann eru skild og þegar ég er hjá honum þá meiðir hann mig. … Starfsmaður: Þykir þér vænt um [nafn] pabba? Auður: Svolítið. Starfsmaður: Hvernig myndir þú vilja hafa þetta ef þú mættir alveg ráða ein? Auður: Þá myndi ég frekar vilja bara hafa þetta þannig að yrði, að við myndum ekki vera hjá honum. Og í hvert sinn sem hann hefur meitt okkur þá myndi bara löggan koma. ↣ 1 9 . m a í 2 0 1 8 L a U G a R D a G U R22 H e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 1 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F D A -0 5 5 8 1 F D A -0 4 1 C 1 F D A -0 2 E 0 1 F D A -0 1 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 1 2 s _ 1 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.