Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.05.2018, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 19.05.2018, Qupperneq 28
Brothers, ópera eftir Daníel Bjarnason við texta Kerstin Perski í leikstjórn Kasper Holten hlaut frábærar við-tökur í Danmörku á síðasta ári. Kasper, sem heillaðist ungur af heimi og möguleikum óper- unnar sem hann hefur gert að sínu ævi- starfi, hefur sterkar skoðanir á hlutverki og mikilvægi lista en næsta haust tekur hann við starfi stjórnanda Det Konge- lige Teater í Kaupmannahöfn. Ungur óperunörd Kasper Holten var aðeins 26 ára gamall þegar hann var ráðinn listrænn stjórn- andi Konunglegu óperunnar í Kaup- mannahöfn. Sjálfur segir hann að val hans á ævistarfi í leikhúsi og sviðslistum hafi óneitanlega verið aðeins á skjön við það umhverfi sem hann ólst upp í því að foreldrar hans störfuðu báðir í bankageiranum. „Móðir mín stýrði Seðlabanka Danmerkur og undirskrift hennar var á peningaseðlunum og faðir minn var líka bankamaður. Tengda- faðir minn var viðskiptaráðherra og allt umhverfi fjölskyldunnar hefur alltaf verið að vinna með peninga. En ég valdi að gerast óperuleikstjóri og bróðir minn rekur listasafn í Þýskalandi eftir að hafa átt feril sem ballettdansari, þannig að eitthvað hefur orðið til þess að kveikja áhuga okkar á menningu og listum. Kannski er skýringuna að finna í því að ég skemmdi sjónvarpið okkar þegar ég var tveggja ára og foreldrar mínir ákváðu að sleppa því að endurnýja það. Ég fór sjaldan í bíó, las mikið og þegar ég var um níu ára fóru foreldrar mínir með mig í leikhús fyrir fullorðna í fyrsta sinn. Það varð algjör sprenging í hausnum á mér. Þannig að ég vildi meira og þá fóru þau með mig á Carmen og þar varð ég algjörlega heillaður af þessum samruna ólíkra listgreina.“ Kasper segir að mögulega hafi það haft sitt að segja að hann var frekar feiminn sem barn en með tilkomu óperulistarinnar hafi hann fundið tungumál yfir tilfinningar sem bjuggu innra með honum. „Ég held að það sé ákveðin skýring á því hversu heltekinn ég varð af óperunni. Foreldrar mínir fóru með mér á aðra sýningu nokkru seinna en nenntu engan veginn að mæta jafn oft og ég, þannig að frá ellefu ára aldri var mér skutlað á óperusýning- ar,“ segir Kasper og hlær við tilhugsun- ina. „Ég var á skömmum tíma orðinn algjör óperunörd. Útbjó leikfangasvið þar sem ég setti upp mínar eigin óperur og nýtti öll tækifæri til þess að komast á sýningar. Ég átti reyndar alltaf von á því að þetta yrði bara áhugamál en það eru ótrúleg forréttindi fólgin í því að hafa getað gert ástríðu sína að ævistarfi. Fyrir það er ég afar þakklátur.“ Framtíð sviðslista Kasper hefur á ferli sínum verið óhræddur við að tjá sig um stöðu listar- innar og mikilvægi í vestrænum sam- félögum. Hann hefur á orði að mikil- vægi sviðslista hafi líkast til sjaldan eða aldrei verið meira þar sem við neytum lista og menningar sífellt meira í ein- rúmi fyrir framan sjónvarp, tölvu eða síma. „Það ríkir ákveðinn ótti í menn- ingarheiminum við stafrænu tæknina og alla þessa nýju miðla. Ótti við að þetta muni ríða þessum listgreinum að fullu. Sjálfur er ég á því að þessu sé hins vega þveröfugt farið enda höfum Kasper Holten segir að það sé vandfundið eitthvað sem er viðlíka mikilvægt að hafa á valdi sínu í nútíma samfélagi og samkenndin. Reyndum að vera heiðarleg og einlæg og það var þess virði Kasper Holten heillaðist ungur af heimi óperunnar sem átti eftir að verða hans ævistarf. Hann er leikstjóri óper- unnar Brothers, eftir Daníel Bjarnason og Kerstin Perski, sem Íslenska óperan sýnir á Listahátíð í samstarfi við Den Jyske Opera. Kasper er heillaður af tónlistinni sem hann segir vera frumlega og tengda óperuhefðinni. við alveg séð þennan ótta áður. Þegar plötur komu fyrst sögðu margir að þar með væri óperulistin búin að vera og svo átti sjónvarpið að ganga af hinu og þessu dauðu. Og það er auðvitað þann- ig að ef þú lítur á þig sem fórnarlamb þá endarðu sem fórnarlamb. Þetta er spurning um viðhorf og að stökkva á tækifærin sem eru fólgin í þessari þróun. Ég er á því að þeim mun meira sem við neytum menningar í þessu sjálf- hverfa umhverfi, þeim mun hungraðri verðum við. Hungraðri eftir reynslunni sem er fólgin í því að fara í leikhús, á tónleika og svo framvegis. Setjast niður og slökkva á þessum möguleika að velja og neyta ein og í einrúmi og ég held að það muni leiða til mikillar eftirspurnar eftir því að njóta lista saman. Eftir því að þurfa að leggja sig fram og deila þeim upplifunum með öðru fólki. Upplif- unum sem eru lifandi og raunverulegar. Í leikhúsinu búum við að þessari hráu þörf fyrir ímyndunaraflið því leikhús er dáldið kjánalegt. Við setjumst niður með fullt af fólki og ákveðum saman að þykjast vera í Róm árið 1800 þó svo að við vitum að svo sé ekki. En ef við sjáum bíómynd þá er hreinlega farið með okkur á staðinn með öllu því sjónarspili sem þar er að finna. En í þessu er fegurð leikhússins fólgin; það krefur þig um að nota ímyndunaraflið. Þetta er það sem við eigum eftir að þrá í sífellt auknum mæli á komandi tímum og í þeirri þrá er fólgin framtíð sviðslista.“ Endurheimtu goðsöguna Kasper Holten hefur haft á orði að styrkur sviðslistanna liggi meðal ann- ars í því með hversu fjölbreyttum hætti sé hægt að segja sögur og þannig ná til ólíkra einstaklinga á ólíkum tímum. Hann bendir á að óperan Brothers eftir Daníel Bjarnason sé gott dæmi um þetta því þetta hafi ekki aðeins verið kvikmynd eftir Susanne Bier á sínum tíma, heldur sé hér á ferðinni mjög gömul saga. „Þetta er sagan um heim- komu Ódysseifs sem varð síðar að einni fyrstu óperu heimsins og þessi saga er mikilvæg í menningarsögu Evrópu. Vegna þess að saga álfunnar er upp- full af styrjöldum og hermönnum sem snúa heim og eiga erfitt með að aðlagast samfélaginu. Það er jafnvel mælikvarði á samfélög hversu vel við meðhöndlum hermenn sem snúa heim úr stríði. En einnig vegna þess að þetta er saga um að hafa farið burt og snúa aftur heim alveg óháð hermennskunni. Það er til- finning sem mörg okkar þekkja út frá því að fara út í heim en eiga erfitt með að höndla hversdaginn eftir að við snúum aftur.“ Kasper segir að fegurðin í Brothers sé einnig fólgin í því að upprunalega er þetta goðsaga sem kvikmynd Susanne gerir að skýrt afmörkuðu söguefni en svo endurheimti óperan goðsöguna. „Óperuformið á svo gott með að vinna með goðsögur á meðan það hentar kvikmynd betur að segja tilteknar og afmarkaðar sögur. Til þess að ná þessu fram nota Daníel og Kerstin verkfæri óperunnar eins og til að mynda kórinn og veita okkur innsýn í hugarheim hermannsins. Þau beita einnig sífellt örara endurliti þar sem hermaðurinn er fastur í Afganistan og þó svo að það sé ekki rétt línuleg frásögn þá er ein- mitt það sem gerðist í raun og veru í hans hugarheimi, því sagan er um það hvernig hann snýr í raun aldrei aftur. Líkaminn kemur heim en hugurinn er fastur í hörmungum stríðsins.“ Kasper segir að þessi nálgun hafi verið þeim hvatning til að nálgast upp- færsluna út frá þessum forsendum og vera meðvituð um möguleika óperu- formsins. „Málið er að djúpar tilfinning- ar geta verið svo ótrúlega almennar og með því að fara eins langt inn í hugar- heim þessa eina manns sjáum við sögu Evrópu. Saga manns sem er að brotna niður ásamt fjölskyldunni verður að sögu Evrópu og hið persónulega verður almennt. Eitthvað sem við þekkjum og tengjum við.“ Mikilvægi samkenndarinnar Aðspurður tekur Kasper undir það að styrkleiki óperuformsins sé fólginn í því að fókusinn er á tilfinningarnar umfram veruleika. „Já, ég hef einmitt stundum heyrt fólk segja að eitthvað hafi ekki verið nógu raunverulegt í óperu og því er auðsvarað með því að benda á að persónurnar hafi verið að syngja en ég held að það sé til dæmis frekar lítið um að hermenn í Afganistan gangi um syngjandi,“ segir hann og brosir. „En þessi kjarni óperunnar veitir okkur mikið frelsi. Við mannfólkið erum alltaf að reyna að ná utan um alla hluti og til þess notum við tölur og orð og segjum okkur að það sé eitthvert vit í raunveruleikanum. Að það sé einhver regla á allri þessari kaos sem heimurinn er. Í þeirri baráttu hættir okkur til að setja fram kröfuna um að lífið sé rök- rétt eins og orðin og tölurnar sem við notum. Að allt í lífinu sé ferli frá a til b til c og svo framvegis. En svo skoðum við okkar eigið líf og þá sjáum við strax að lífið er ekki rökrétt og við gerum sífellt órökrétta hluti. Við höfum skrýtnar til- finningar og hoppum um frá a til k til c til f og þarna er tungumál listarinnar – það er frjálst frá rökhyggjunni. Listin getur verið órökrétt og talað við öll þín skynfæri en ekki bara heilann og veitt þér vonandi þá upplifun að við séum ekki ein í þessum heimi. Vegna þess að í veröld þar sem allt á að vera klippt og skorið og rökrétt þá verður manneskjan sífellt meira og meira ein vegna þess að Vegna þess að í Veröld þar sem allt á að Vera Klippt og sKorið og röK- rétt þá Verður mannesKjan sífellt meira og meira ein Vegna þess að það er erf- itt að passa inn í slíKa Veröld. í slíKri Ver- öld er eKKert rúm fyrir það HVernig oKKur líður eða HVernig Við upplifum Heiminn. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 1 9 . m a í 2 0 1 8 L a U G a R D a G U R28 H e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 1 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F D A -0 0 6 8 1 F D 9 -F F 2 C 1 F D 9 -F D F 0 1 F D 9 -F C B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 1 2 s _ 1 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.