Fréttablaðið - 19.05.2018, Side 38

Fréttablaðið - 19.05.2018, Side 38
Jon Kabat-Zinn er frum-kvöðull þegar kemur að núvitundarþjálfun í vest- rænum heimi. Það hefur verið unnið að því um langt skeið að fá hann til landsins og nú er komið að því en Núvitundarsetrið og Embætti landlæknis standa að komu hans. Meginástæða þess að Kabat-Zinn er fenginn til Íslands er til að gefa bæði almenningi og fræðasamfélaginu tækifæri til að fræðast meira um gildi núvitundar og styðja þannig við lýðheilsu- stefnu og áform um að stuðla að heilsueflandi samfélögum. Efnt verður til þriggja viðburða í Hörpu sem eru ætlaðir öllum sem hafa áhuga á núvitund eða langar til að kynnast betur þessum merka frumkvöðli,“ segir Bryndís Jóna Jon Kabat-Zinn til Íslands Í vændum er einstök upplifun því Jon Kabat-Zinn, upphafsmaður núvitundarþjálfunar eins og við þekkjum hana á Vesturlöndum, er á leið til Íslands í fyrsta sinn með Mylu eiginkonu sinni og verður með þrjá viðburði í Hörpu, að sögn Bryndísar Jónu Jónsdóttur hjá Núvitundarsetrinu. Jon Kabat-Zinn hefur lengi verið eftirsóttur fyrirlesari og kennari og bækur hans hafa verið á metsölulistum um allan heim og þýddar á yfir 40 tungumál. Fólk ferðast um langan veg til að hlýða á hann. „Efnt verður til þriggja viðburða í Hörpu sem eru ætlaðir öllum sem hafa áhuga á núvitund eða langar til að kynnast betur þessum merka frumkvöðli,“ segir Bryndís Jóna Jónsdóttir, kennari hjá Núvitundarsetrinu. MYND/SIGTRYGGUR ARI Jónsdóttir, núvitundarkennari hjá Núvitundarsetrinu. Hver er Jon Kabat-Zinn? „Jon Kabat-Zinn er prófessor í læknisfræði við University of Massachusetts og lagði fyrstur manna grunn að iðkun núvitundar í læknisfræði og sálfræði okkar daga. Árið 1979 þróaði hann Mind- fulness Based Stress Reduction (MBSR), fyrsta átta vikna núvit- undarnámskeið sögunnar gegn streitu,“ segir Bryndís og bætir við að ævistarf Jon Kabat-Zinn hafi snúist um að byggja brú á milli austrænnar visku og vestrænna vísinda. „Jon Kabat-Zinn hefur lengi verið eftirsóttur fyrirlesari og kennari og bækur hans hafa verið á metsölu- listum um allan heim og þýddar á yfir 40 tungumál. Fólk ferðast um langan veg til að hlýða á hann. Þar sem hann er að eldast hefur hann dregið úr ferðalögum en við erum svo heppin að eiga fallegt land þannig að þrátt fyrir miklar annir vildu þau hjón gjarnan koma til Íslands. Þekking hans á erindi til allra sem vilja læra leiðir til að takast á við áskoranir daglegs lífs, auka vellíðan og lífsgæði og stuðla að betra samfélagi,“ segir Bryndís Hvað felst í núvitund? „Núvitund felst í að vera heils- hugar til staðar hverju sinni, eins vel og maður getur, að vera með- vitaður um það sem er að gerast í kringum mann og innra með manni. Núvitund er í raun athyglis- þjálfun, þ.e. að þjálfa þig í að hafa athyglina þar sem þú vilt, þegar þú vilt það. Núvitundarþjálfun skiptist í formlegar og óformlegar æfingar. Óformlegar æfingar eru allt sem þú gerir með vakandi athygli í daglegu lífi, að vita hvað þú ert að gera á meðan þú ert að gera það. Formlegar æfingar snúa hins vegar að hugleiðslu. Reyndar eru til margar hugleiðsluaðferðir en í núvitundarhugleiðslu erum við að veita hugsunum, tilfinning- um, líkama okkar og viðbrögðum sérstaka athygli. Að kynnast okkur sjálfum, í raun að fara á endurtekið stefnumót með okkur sjálfum og tengja betur saman huga og líkama,“ segir Bryndís. Núvitund hefur öðlast sess á fjöl- mörgum sviðum mannlífsins, m.a. í mennta-, dóms- og heilbrigðis- kerfi, á almennum vinnustöðum, í afreksíþróttum og í uppeldi svo eitthvað sé nefnt. Niðurstöður rannsókna hafa leitt í ljós að núvitundarþjálfun skilar árangri á mörgum sviðum og hún er nú kennd um allan heim. „Rann- sóknir sýna að MBSR námskeiðið er árangursríkt fyrir klíníska hópa sem vinna með andleg og líkamleg veikindi en einnig fyrir almenning. Ávinningur af núvitundarþjálfun er fjölþættur en almennt má segja að hún stuðli að aukinni vellíðan, bættri andlegri og líkamlegri heilsu og dragi úr kvíða, streitu og depurð,“ segir Bryndís. Myla Kabat-Zinn, eiginkona Jon Kabat-Zinn, kemur með honum til landsins en þau ætla að vera með vinnustofu um núvitund í uppeldi. „Þessir viðburðir eru einstakt tæki- færi til að kynnast þessum merka frumkvöðli,“ segir Bryndís. Jon Kabat-Zinn heimsækir Ísland í fyrsta sinn á vegum Núvitundar- setursins og Embætti landlæknis í vor. Að því tilefni er efnt til þriggja viðburða í Hörpu sem ætlaðir eru öllum sem hafa áhuga á núvitund og hvernig hægt sé að nýta sér aðferðir hennar í lífi og starfi. Jon Kabat-Zinn lagði fyrstur manna grunn að iðkun núvitundar eins og við þekkjum hana í vestrænum heimi í dag. Hann er eftirsóttur fyrirlesari og kennari og hafa bækur hans verið á metsölulistum um allan heim og þýddar á yfir 40 tungumál. Þekking hans á erindi til allra sem leitast við að gera sitt besta til að takast á við áskoranir daglegs lífs, auka vellíðan og lífsgæði og stuðla að betra samfélagi. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast þessum merka frumkvöðli. Yfirlit yfir viðburðina Miðvikudagur 30. maí kl. 19.00–21.30 Listin og vísindin á bak við núvitund: Einföld hugleiðsluiðkun sem stuðlar að bættri heilsu fyrir iðkandann og heiminn – Kvöldstund með Jon Kabat-Zinn Þessi fyrirlestur Jons Kabat-Zinn á erindi til allra sem vilja kynna sér nánar hvað felst í nálgun núvitundar og þau vísindi sem liggja þar að baki. Verð: 10.000 kr. Föstudagur 1. júní kl. 8.00–16.30 Viska og þol á álagstímum: Dagur með Jon Kabat-Zinn Jon Kabat-Zinn mun leiða þátttakendur í gegnum daginn með hugleiðsluæfingum og umræðu til að styrkja þá í aukinni hugarró og visku. Þessi dagur á erindi til allra sem vilja læra aðferðir til að takast á við áskoranir daglegs lífs og auka lífsgæði sín. Verð: 59.000 kr. Innifalið er morgunhressing, hádegisverður og kaffi/te Laugardagur 2. júní kl. 10.00–13.00 Núvitund í uppeldi: Hálfs dags vinnustofa með Jon og Myla Kabat-Zinn Hálfs dags vinnustofa með Jon Kabat-Zinn og eiginkonu hans, Myla Kabat-Zinn. Þau munu fræða þátttakendur um það hvernig núvitund getur auðveldað okkur að mæta hverju barni með visku og virðingu. Þessi vinnustofa á erindi til allra sem mæta þörfum barna, hvort sem um er að ræða fagfólk, foreldra, afa eða ömmur. Verð: 19.000 kr. Innifalið er morgunhressing og kaffi/te Jon Kabat-Zinn á Íslandi í fyrsta sinn 30. maí – 2. júní 2018 Tilboðsverð er 79.000 kr. ef keyptir eru miðar á alla viðburðina. Vakin er athygli á að mörg stéttarfélög greiða niður slíka fræðslu. Jon Kabat-Zinn 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . M A Í 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 1 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F D A -4 A 7 8 1 F D A -4 9 3 C 1 F D A -4 8 0 0 1 F D A -4 6 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 1 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.