Morgunblaðið - 27.10.2017, Side 1
F Ö S T U D A G U R 2 7. O K T Ó B E R 2 0 1 7
Stofnað 1913 253. tölublað 105. árgangur
OFBELDI,
ÞÖGGUN OG
KÆRLEIKUR
MUNA ÖLL
EFTIR RAUÐA
KJÓLNUM
SÍLD ÚR TEXTÍL,
TRÉ, SILFRI
OG SILKI
TÍSKA 24 SÍÐUR SÍLDARÆVINTÝRI 12BÓKMENNTIR 38-39
Reykjavíkurborg áformar að
lækka álagningarprósentu fast-
eignaskatta af íbúðarhúsnæði á
næsta ári. Skatturinn hefur
hækkað mikið á síðustu árum
vegna hækkunar á fasteignamati
húsa. Aðgerð borgarinnar er til
að milda þær hækkanir en svar-
ar aðeins til lítils hluta tekjuauk-
ans.
Vegna hækkunar Þjóðskrár á
fasteignamati íbúðarhúsnæðis á
næsta ári fær borgin 656 millj-
ónir kr. í aukatekjur, að óbreytt-
um álagningarreglum. Nái til-
laga borgarstjóra um lækkun
álagningarprósentu fram að
ganga minnkar þessi hækkun um
rúmar 300 milljónir kr. Er þá
óbætt um 377 milljóna króna
hækkun sem kom til fram-
kvæmda um síðustu áramót og
samtals liðlega tveggja milljarða
króna aukatekjur borgarinnar
vegna hækkunar fasteignaskatts
af atvinnuhúsnæði í tvö ár sem
öll kemur til framkvæmda. » 4
Borgin
hagnast um
milljarða
Stórauknar tekjur
af fasteignagjöldum
Ferðaþjónustufólk á Íslandi segir
gengissveiflur og óvissu um gjald-
tökur gera ferðaiðnaðinum erfitt
fyrir. Jón Heiðar Þorsteinsson hjá
Iceland Travel segist þó finna heil-
mikinn áhuga ferðamanna á Íslandi.
Sindri Ragnarsson hjá Glacier Trips
telur enga lægð fram undan í aðsókn
til landsins. Sævar Skaptason hjá
Hey Iceland segir að árið í heild sé
viðunandi hjá fyrirtækinu og Rann-
veig Snorradóttir hjá Obeo Travel
segir norðurljósin heilla. »4
Segja bókanastöð-
una í góðu horfi
ið 3.900 kjósendur. Samkvæmt
henni mælist VG með 20,2% og 14
þingmenn en í könnun stofnunar-
innar í síðustu viku mældist flokk-
urinn með 23,2% og 16 menn inni.
Gangi könnunin eftir er ekki
mögulegt að mynda tveggja flokka
ríkisstjórn. Þriggja flokka stjórn er
ekki hægt að mynda án Sjálfstæð-
isflokksins. Nokkrir möguleikar eru
á fjögurra flokka stjórn.
Líkur á vinstristjórn
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, segir könn-
unina undirstrika að líkur séu á því
að vinstristjórn verði mynduð að
Guðmundur Magnússon
Magnús Heimir Jónasson
„Verði niðurstaða kosninganna
þessi er það ákall um að stjórn-
arandstaðan myndi ríkisstjórn. Það
eru í raun og veru mestu tíðindin að
ríkisstjórnin er fallin og stjórnar-
andstaðan er komin með meiri-
hluta,“ segir Katrín Jakobsdóttir,
formaður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, um niðurstöður
nýrrar og umfangsmikillar könnun-
ar sem Félagsvísindastofnun Há-
skóla Íslands hefur unnið fyrir
Morgunblaðið. Var hún gerð dag-
ana 22. til 25. október og var úrtak-
flokkurinn samkvæmt könnuninni
og fengi 10 þingmenn. Það yrðu
mikil umskipti frá kosningunum í
fyrra þegar flokkurinn fékk þrjá
þingmenn.
Miðflokkurinn nýtur fylgis 9,8%
kjósenda og fengi sex þingmenn.
Píratar fengju sex þingmenn, tapa
fjórum. Framsóknarflokkurinn
fengi fimm þingmenn, tapar þrem-
ur. Viðreisn fengi einnig fimm þing-
menn, tapar tveimur. Björt framtíð
fengi engan þingmann kjörinn og
ekki heldur Flokkur fólksins, Al-
þýðufylkingin og Dögun.
kosningum loknum. „Þessar tölur
horfa þannig við mér að við þurfum
að bæta okkur enn frekar. Við erum
tryggingin gegn vinstristjórn eins
og mætti orða það. Það er enn
raunveruleg hætta á því að hér
myndist vinstristjórn ef við náum
ekki að bæta við okkur á enda-
sprettinum.“
Samkvæmt könnuninni er Sjálf-
stæðisflokkurinn með 24,5% fylgi á
landsvísu, sem tryggir honum 17
þingmenn. Gangi könnunin eftir
tapar flokkurinn fjórum þingmönn-
um frá síðustu kosningum þegar
hann hlaut 29% atkvæða.
Samfylkingin er þriðji stærsti
Stefnir í viðræður til vinstri
VG með 14 þingmenn inni samkvæmt nýrri könnun Sjálfstæðisflokkurinn 17
Formaður Vinstri-grænna telur rétt að hefja viðræður milli flokkanna til vinstri
MStjórnarmyndun … »6 og 14
A 1,3%
B 7,9%
C 8,3%
D 24,5%
F 4,2%
M 9,3%
P 8,8%
S 15,3%
V 20,2%
Fylgi flokkanna
0 5
5
17
06
6
10
14
Fjöldi
þingmanna
samkvæmt
könnun
Aðrir flokkar eða framboð 0,2%
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við Morgunblaðið að
lækkun tekjuskatts gæti orðið að mikilvægu innleggi í þá
kjaralotu sem standi yfir og sé fram undan, þar sem lægri
skattar gætu aukið kaupmátt ef rétt er haldið á spilunum.
Bjarni nefnir þetta sem dæmi um þann skýra áherslu-
mun sem sé á milli Sjálfstæðisflokksins og annarra flokka.
„Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir það að umhverfið
verði áfram hvetjandi og því finnst mér skipta svo miklu
máli að við íþyngjum hvorki fólki né fyrirtækjum með
sköttum og gjöldum um of,“ segir Bjarni, sem segir flokk
sinn vilja lækka bæði tryggingagjald á fyrirtæki og tekjuskatt einstaklinga á
næsta kjörtímabili. »16
Segir skattalækkanir geta aukið kaupmátt
og liðkað til í komandi kjaraviðræðum
Bjarni
Benediktsson
Það mátti vart á milli sjá hvort hvutti eða drengur undi sér betur í fallegum
ljósaskiptunum þar sem þeir brugðu á leik í fólkvanginum í Einkunnum.
Það er skógræktarsvæði Borgarbyggðar og er skemmtilegt útivistarsvæði
sem Borgfirðingar og gestir þeirra geta notið árið um kring.
Morgunblaðið/Eggert
Brugðið á leik í ljósaskiptum og fögru vetrarveðri
Á fyrstu níu mánuðum ársins var
tekið við fleiri ökutækjum til förg-
unar en allt árið í fyrra. Nærri sjö
þúsund bílum var fargað frá ára-
mótum til loka septembermánaðar,
samkvæmt tölum sem Morgun-
blaðið fékk hjá úrvinnslusjóði. Sum-
ir bílanna voru í það góðu ásig-
komulagi að þeim var ekið á
förgunarstað. Mikið dró úr förgun
bíla fyrst eftir hrunið 2008 en öku-
tækjum sem er fargað hefur fjölgað
jafnt og þétt frá árinu 2014. »10
Fleiri ökutækjum fargað á fyrstu níu
mánuðum ársins en allt síðasta ár
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Förgun Stöðugt fleiri bílum er fargað.