Morgunblaðið - 27.10.2017, Side 12

Morgunblaðið - 27.10.2017, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2017 Nýjar vörur frá geoSilica Kísill Íslenskt kísilsteinefni Recover Fyrir vöðva og taugar Renew Fyrir húð, hár og neglur Repair Fyrir bein og liði Fæst í öllum helstu apótekum, heilsuvöruverslunum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og vefverslun geoSilica. Nánari upplýsingar má finna á www.geosilica.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Þ ótt Kristína R. Berman listhönnuður sé önnum kafin í síldarvinnslunni í Íshúsi Hafnarfjarðar þessa dagana gaf hún sér tíma til að líta upp og spjalla stundarkorn um nýjasta viðfangs- efnið. „Síldarævintýrið hófst á Siglu- firði fyrir tæpum tveimur árum og hefur síðan vaxið umtalsvert fiskur um hrygg,“ segir hún sposk á svip. Og á við sitt eigið síldarævintýri vel að merkja. Kristína hefur samt aldrei á æv- inni saltað síld í tunnu. Hún útskrif- aðist sem textílhönnuður frá Listaháskóla Íslands árið 2001 og hafði þá verið í árs starfsnámi hjá tískudrottningunni Vivienne Westwood í London. Síðan hefur hún fengist við eitt og annað, mest leik- mynda- og búningahönnun fyrir leik- hús og kvikmyndir, hönnun og vöruþróun í nafni KRBerman, maga- danskennslu og námskeiðahald. Og fleira. „Ég finn mér alltaf eitthvað skemmtilegt að gera, læt hlutina svo- lítið ráðast og hoppa oft á milli verk- efna. Síldin hefur þó haldið mér við efnið undanfarið, enda er ég mjög áhugasöm um framtíð hennar og sleppi ekki af henni hendinni í bráð,“ segir Kristína brosandi. Síld úr textíl, tré, silfri og silki Hún hefur ýmislegt á prjón- unum varðandi síldina og jafnvel aðrar fisktegundir. Síldirnar hennar, sem eru úr textíl, tré, silfri og silki, hannar hún og framleiðir í vinnustofu sinni í fyrrnefndu húsi í Hafnarfirði þar sem áður var starf- rækt hraðfrystihús og fiskverkun en hýsir nú hönnuði og listamenn. Síldaráhugi Kristínu vaknaði á Siglufirði, síldarhöfuðstað heimsins eins og bærinn var stundum kallaður á fjórða og fimmta áratug liðinnar aldar. Þar hefur hún verið með ann- an fótinn um alllangt skeið ásamt manni sínum, Má Örlygssyni forrit- ara, og þremur börnum. „Við búum í Reykjavík, en eig- um hús á Siglufirði, flökkum á milli og dveljum yfirleitt um það bil þriðj- ung ársins fyrir norðan,“ segir Kristína, sem auk þess að búa til síld í mörgum myndum, hefur í tæpt ár starfað við ljósmyndavörslu á Síldarminjasafninu á Siglufirði. Hugmyndinni að hönnunar- vörum með síldarþema skaut hins vegar áður upp kollinum eða þegar hún vann í upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn þar nyrðra. Hvers á síldin að gjalda? „Túristar voru stöðugt að spyrja hvar þeir gætu séð lunda. Ég benti þeim á staði sem ég vissi um, en velti um leið fyrir mér markaðs- setningunni. Af hverju lundinn hefði verið gerður svona tákn- rænn fyrir Ís- land í augum túr- ista? Hvers vegna ekki síldin? Ég sá fyrir mér að vel mætti bjóða upp á síld í alls konar útfærslum rétt eins og lund- ann í túristabúðunum. Síðan grín- aðist ég eitthvað með að hanna kannski sjálf og handsauma mjúkan og glamúrlegan „síldarbangsa“ eins og ég kalla puntpúða með pallíett- um, sem ég á endanum lét verða af að gera.“ Fyndið fyrirbæri Þess má geta að „síldarbangs- inn“ eða mjúksíldin, sem kannski er réttari nafngift, er 45 cm á lengd og að sögn Kristínu jafn bústin og vel- sældarleg og hún var á síldarárunum á Siglufirði í gamla daga. „Ein hug- mynd leiddi af annarri. Ég fór að hugsa um að vel mætti búa til marg- ar, smærri síldir, raða þeim í síldar- tunnur og selja sem minjagripi. Þótt fólki þætti mjúksíldin fyndið fyrir- bæri, áttaði ég mig á að hún yrði ekki mikil söluvara – fólk er ekkert endi- lega að kaupa sér mjúka síld. Hins vegar gæti hún vakið athygli og virk- að sem aðdráttarafl fyrir síld í öðrum útgáfum.“ Næstu síldarafurðir Kristínar voru því í allt öðrum stíl, úr öðruvísi efnum og mun smágerðari og nota- drýgri en mjúksíldin. Alvöru list- og söluvarningur; trésíld, silfursíld- arhálsmen, og síldarsilkislæða. „Trésíldin er 12 cm á lengd, úr léttum balsa og máluð silfurgrá. Hún er bæði ætluð sem hálsskraut og híbýlaprýði, og hægt er að nota eina síld eða fleiri saman í kippu. Trésíldin, eða jólasíldin, eins og ég segi stundum, sló í gegn á jólamark- aði Íshússins í fyrra. Fólk keypti heilu torf- urnar til að hengja á jólapakka, jólaatré eða út í glugga heima hjá sér,“ segir Krist- ína, sem því næst hannaði síldarsilf- urhálsmen eða silfur hafsins eins og hún kallar þau líka. Menið er eins og síld í sneiðum með lituðum tréperlum á milli. Það síðasta sem kom fram á sjónarsviðið í síldarþemanu voru síldarsilkislæður í litum síldarinnar. Handlitaðar eftir kúnstarinnar reglum, silfurgráar með tónum yfir í svart. Draumur sem dó Allar síldarafurðirnar fást í Hjarta bæjarins, minjagripaverslun á Siglufirði, og í Síldarminjasafninu og hafa þær að sögn Kristínu fallið vel í kramið hjá erlendum ferða- mönnum sem og landanum. Dagana 23.-27. nóvember verða þær einnig til sýnis og sölu á sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Frá Vivienne West- wood í síldina á Sigló Hafa lesendur heyrt talað um síldarbangsa? Kristína R. Berman listhönnuður hefur hannað nokkra slíka, sem í rauninni eru puntpúðar með pallíettum í líki bústinna og mjúkra sílda. Einnig trésíldir fyrir jafnt háls sem híbýli, silfursíldar- hálsmen og síldarsilkislæður. Silfur hafsins Hálsfesti úr silfri með mislitum tréperlum. Heima Fjölskyldan leggur stundum lið við síldarvinnsluna á Siglufirði. Listhönnuðurinn Kristína á vinnu- stofu sinni í Íshúsi Hafnarfjarðar. Upphafssíldin Glam- úrlegur síldarpúði (síldar- bangsi)með pallíettum. Þær vinkonur Skoppa og Skrítla bjóða börnum í danspartý í Dans & jóga hjartastöðinni kl. 12.30 á morgun, laugardaginn 28. október, og á sama tíma næstu þrjá laug- ardaga. Á námskeiðinu gefst börn- unum tækifæri til að læra söngv- ana og dansana sem Skoppa og Skrítla hafa skreytt sig með síð- astliðin ár. Trúlega þekkja mörg börn bæði lögin og dansana en á námskeiðinu leggja þær stöllur sérstaka áherslu á að þau æfi sig og læri að efla hugrekkið, einbeitinguna, fé- lagsfærninga og ekki síst kærleik- ann. Yngstu börnin, 9 mán til 2 ára taka virkan þátt með foreldrum sínum á meðan 3 og 4 ára halda sjálfstæð á vit ævintýranna og for- eldrarnir bíða frammi. Hvert nám- skeið er 4 tímar. Nánari upplýs- ingar á vefsíðu Dans & jóga hjartastöðvarinnar. Vefsíðan www.dansogjoga.is Danspartý með Skoppu og Skrítlu Morgunblaðið/Eggert Gleðigjafar Skoppa og Skrítla hafa víða farið þau fjórtán ár sem þær hafa skemmt börnunum. Á Ísafirði þar sem lognið á lög- heimili, eins og þeir segja margir fyrir vestan, verður vetri fagn- að með stæl í Edinborg, menn- ingarmiðstöðinni, um helgina. Blús- hljómsveitin Akur spilar í Edinborg- arsal í kvöld, föstudag 27. október, og hefjast tónleikarnir kl. 22. Kl. 16-16.30 á morgun, laugardag 28. október, bjóða dansnemendur Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar upp á danssýninguna Dansað í rigningunni og á miðnætti um kvöldið hefst hið árlega Halloween, eða hrekkjavökuball. DJ Pixxa spil- ar. Veitt verða verðlaun fyrir þrjá bestu búningana. 18 ára aldurs- takmark. Blús, dans og hrekkjaball Tilbúinn á ballið. Veturnætur í Edinborg Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.