Morgunblaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.10.2017, Blaðsíða 13
„Ég hef einu sinni sýnt þar áður, barnasmekki árið 2011. Núorðið framleiði ég þá bara eftir pöntun. Einnig dömuullarkápur og ull- arskikkjur og kórónur á börn og ann- að sem ég sýni á heimasíðunni minni, krberman.is. Síldin hefur tekið yfir,“ segir Kristína, sem ung átti sér draum um að verða fatahönnuður. „Starfsnámið hjá Vivienne Westwood tók alveg ljómann af þeim draumórum. Mér fannst markaðs- setningin og fjöldaframleiðslan, sem svona stórir hönnuðir eins og hún þéna mest á, afar óspennandi. Ég komst síðar að því að mér hentaði betur að vinna fyrir leikhús og gera bara eitt eintak af hverjum búningi.“ Lotta og ljósmyndavarslan Kristína hefur mörg undanfarin ár verið nánast fastráðin sem bún- ingahönnuður hjá Leikfélaginu Lottu, sem á hverju vori setur upp vinsæl barnaleikrit, mikil bún- ingadrömu með mörgum leikurum. Starf hennar hluta úr ári hjá Síldarminjasafninu felst í að flokka ógrynni gamalla ljósmynda, líklega meira en eitt hundrað þúsund, sem safninu hafa borist að gjöf, bera kennsl á fólkið á myndunum og koma þeim í aðgengilegar form fyrir safn- gesti. Til að læra til verka fór Krist- ína á námskeið hjá Þjóðminjasafni Íslands. Spurð hvort listamannseðlið fái þrifist í starfi sem snýst um vörslu gamalla gripa svarar hún ját- andi, enda sé mikilvægt að tengja ólíkar greinar, slíkt dýpki skilning manns á umhverfinu og sögunni, ekki síst síldarsögunni hvað hana áhrærir. „Starfið hefur undið upp á sig því undanfarið hef ég einnig verið leiðsögumaður gesta um safnið og komið að daglegum rekstri. Ég er óðum að verða síldarkona,“ segir Kristína, sem með tíð og tíma ætlar að finna eigin síldum stað í fleiri söfnum og minjagripaverslunum. Trésíldir Trésíldirnar er bæði hægt að nota sem skrautmun og skartgrip. Síldarsilkislæða Kristína með silkislæðu sem hún handlitar í silfurgráum tónum og yfir í svart. „Hvers vegna ekki síld- in? Ég sá fyrir mér að vel mætti bjóða upp á síld í alls konar út- færslum rétt eins og lundann í túristabúð- unum.“ DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2017 Það er mikilvægt að vera í góðum tengslum við fólkið sitt og náttúruna. Á fjórhjóladrifnum KODIAQ með val um sjö sæti og glerþak, getur þú sameinað þetta tvennt og notið þess að ferðast með ánægju. Endurnýjaðu tengslin við það mikilvægasta í lífinu á nýjum ŠKODA KODIAQ. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ www.skoda.is ENDURNÝJAÐU TENGSLIN VIÐ ÞAÐ MIKILVÆGA Í LÍFINU NÝR ŠKODA KODIAQ MEÐ MÖGULEIKA Á 7 SÆTUM. ŠKODA KODIAQ frá: 5.590.000 kr. Ég hef dáðst að hugrekki kyn- systra minna síðustu daga og vikur sem hafa stigið fram og tjáð sig um reynslu sína af kynferðislegri áreitni og/eða kynferðisofbeldi. Hvort sem það er undir merkjum #konurtala, #metoo, #höfumhátt eða af sjálfsdáðum, þá þarf kjark og þor til að stíga fram og segja sína sögu. Það er einmitt það sem þarf til að breyta kerfinu og viðhorfum samfélagsins til kynferðisofbeldis. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverri samfélagsmiðlabylting- unni á fætur annarri, fyrst hér á landi og svo úti í heimi, og nú má greina þess merki að málefnið sé verulega að ná athygli. Það sést ekki síst á því að á morgun göngum við til kosninga. Undir merkjum nýjasta myllu- merkisins, #metoo, má greina þá umræðu að það teljist frekar merkilegra ef kona stígi fram og greini frá því að hún hafi ekki orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Og því miður er það þannig. En hvað telst til kynferðislegrar áreitni? Þegar ég sá samfélagsmiðalana fyllast af stöðuupp- færslum þar sem konur staðfestu að þær hefðu orðið fyrir kynferð- islegri áreitni voru mín fyrstu við- brögð að hugsa að ég gæti nú eig- inlega ekki tekið þátt þar sem ég hef aldrei „lent í neinu“. Ég þurfti hins vegar ekki að hugsa mig lengi um áður en það rifjuðust upp fyrir mér ótal dæmi, sem tengdust flest starfi mínu sem barþjónn um árið. Þar var ég oftar en ekki krafin um að brosa og vera hress (sem er ekki gefið þegar verið er að dæla bjór ofan í djammþyrsta einstaklinga klukkan 4 um nótt) og nokkrum sinnum var vaðið yfir barborðið og gripið í mig. Að ógleymdu atviki þar sem karlmaður kramdi plast- glas í andlitinu á mér og tróð því að því loknu á milli brjóstanna á mér og lét afar óviðeigandi skilaboð fylgja með. Það er auðvitað fáránlegt að ég hafi í fyrstu hugsað að þetta væri ekki nægjanleg áreitni til að flokkast sem kynferðisleg áreitni. En hún var það. Öll kynferðisleg áreitni er nógu alvar- leg til þess að segja frá henni, kjósi þol- andinn að gera það. Og það er aldrei of seint. Með því að segja frá reynslu okkar og standa saman munum við ná ár- angri í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Ég get því með stolti sagt #ég- líka og ég ætla svo sann- arlega að hafa hátt. »Öll kynferðisleg áreitnier nógu alvarleg til þess að segja frá henni, kjósi þolandinn að gera það. Heimur Erlu Maríu Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.