Morgunblaðið - 27.10.2017, Page 14

Morgunblaðið - 27.10.2017, Page 14
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formanns- ígildi Pírata, vonast til að Píratar komist upp í kjörfylgi sitt að nýju. „Þetta er í ætt við hvernig þetta hefur verið og við von- umst náttúrlega til þess að komast upp í að minnsta kosti kjörfylgið okkar og stefnum á það. Við leggjum sérstaka áherslu á að ná til ungs fólks þessa lokametra og minnum á átök eins og Vökuna og mikilvægi þess. Ég held að það eigi ekki að vanmeta unga kjós- endur í þetta skiptið.“ Vonast til að ná upp í kjörfylgið Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að ef niðurstaða kosninganna verður í samræmi við könnun félagsvísindastofnunnar séu það mikil tíðindi. „Þetta er mjög á svipuðum slóðum og við höfum verið að mælast að undanförnu. Ef þetta verður niðurstaðan eru það auðvitað mikil tíðindi í sjálfu sér, en við vonum auðvit- að að þetta verði ennþá hærra og veiti okkur þann stuðning sem nægir til að hafa áhrif eftir kosningar,“ segir Sigmundur Davíð. Mikil tíðindi yrði þetta niðurstaðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2017 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Samfylkingin, Vinstri-græn og Mið- flokkurinn bæta mestu við sig í al- þingiskosningunum á morgun sam- kvæmt lokakönnun Félagsvísinda- stofnunar á fylgi flokkanna. Könnunin fór fram dagana 22. til 25. október og var úrtakið 3.900 kjósend- ur en þátttökuhlutfall 59%. Könnunin sýnir að Samfylkingin bætir við sig sjö þingmönnum frá kosningunum í fyrra, Miðflokkurinn fær sex þingmenn og VG fjóra nýja þingmenn. VG hefur þó lækkað flugið frá síðustu könnun og bætir við sig 4,3% frá síðustu kosningum. Viðreisn hefur fengið aukinn byr í seglin milli kannana. Stjórnarmyndun kann að verða erfið gangi könnunin eftir því enginn möguleiki verður á tveggja flokka stjórn og ekki verður hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þátt- töku Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram stærsti flokkurinn með 24,5% fylgi og fengi 17 þingmenn. Hann lækkar að- eins frá síðustu könnun, en miðað við þingkosningarnar í fyrra er tapið um- talsvert. Þá var fylgi flokksins 29% og þingmennirnir 21. Vinstrihreyfingin – grænt framboð er næststærsti flokkurinn. Þótt fylgið minnki frá síðustu könnun úr 23,2% í 20,2% bætir flokkurinn verulega við sig frá kosningunum 2016 þegar hann fékk 15,9% fylgi og 10 þingmenn. Nú fengi hann 14. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og er með nánast sama fylgi og fyrir viku. Flokkurinn fengi nú 15,3% atkvæða og 10 þingmenn. Það er stórsigur frá síðustu þingkosn- ingum þegar flokkurinn var aðeins með 5,7% fylgi og þrjá þingmenn. Miðflokkurinn nýi er fjórði stærsti flokkurinn samkvæmt könnuninni. Hann er með svipað fylgi og í síðustu könnun, 9,3%, og fengi sex þingmenn. Píratar mælast með 8,8% fylgi, sem er talsvert tap frá kosningunum 2016 þegar þeir fengu 14,5% atkvæða og 10 þingmenn. Nú fengju þeir sex, tapa fjórum. Framsóknarflokkurinn nýtur fylgis 7,9% kjósenda og fengi fimm þingmenn. Gangi það eftir tapar hann þremur þingmönnum. Samanlagt fylgi Miðflokksins og Framsóknar yrði hins vegar mun meira en Fram- sóknarflokksins eins og í fyrra. Við- reisn mælist með 8,3% fylgi og fengi fimm þingmenn, tveimur færra en í fyrra. Björt framtíð hverfur af þingi, mælist ekki með nema 1,3% fylgi. Í þingkosningunum 2016 fékk flokkur- inn 7,2% atkvæða og fjóra þingmenn. Aðrir flokkar í framboði fá ekki kjörna þingmenn. Flokkur fólksins mælist með 4,2% fylgi og Dögun og Alþýðufylkingin með 0,0% og 0,1%. 0,1% þeirra sem afstöðu tóku sagðist vilja kjósa „annan flokk eða framboð“. Framsókn í lykilhlutverki? Verði úrslit kosninga í samræmi við könnunina má búast við flókinni stjórnarmyndun. Ekki er hægt að mynda tveggja flokka stjórn og enga þriggja flokka án aðkomu Sjálf- stæðisflokksins. Möguleikar eru á fjögurra flokka stjórnum þar sem Framsóknarflokkurinn gæti gegnt lykilhlutverki. Hægt væri til dæmis að mynda stjórn Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar og hefði hún 33 þing- menn. Stjórn VG, Samfylkingar, Pír- ata og Framsóknarflokks væri sterk- ari, hefði 35 þingmenn. Þar gætu Viðreisn eða Miðflokkurinn reyndar komið í stað Framsóknar, en það er ólíklegra. Bakgrunnsgreining á svörum þátt- takenda í könnuninni sýnir svipað mynstur og í fyrri könnunun Félags- vísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Mikill munur er á kjósendum VG eftir kynjum; 27% kvenna styðja flokkinn en 14% karla. Karlar eru aftur á móti mun fjölmennari í kjósendahópi Mið- flokksins og Pírata. Sem fyrr er stuðningur við Fram- sóknarflokkinn mun meiri úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Fylgi flokksins er 15% á landbyggðinni en aðeins 4% í Reykjavík og nágrenni. Sama er að segja um Miðflokkinn, sem sækir mest fylgi á landsbyggð- ina. Fylgi Pírata og Viðreisnar er aft- ur á móti mun meira á höfuðborgar- svæðinu en úti á landi. Fylgi flokk- anna eftir aldurshópum er nokkuð jafnt, en þó eru t.d. Píratar með áber- andi meiri stuðning yngri kjósenda en eldri. Þá er aldurshópurinn 60 ára og eldri stærsti einstaki kjósendahópur Samfylkingarinnar. Þegar skoðað er hvað þátttakendur kusu í fyrra kemur í ljós að 40% af kjósendum Framsóknarflokksins styðja nú Miðflokkinn. 24% þeirra sem kusu Bjarta framtíð ætla nú að kjósa VG. Þeir sem kusu Viðreisn síð- ast dreifast nú helst á Sjálfstæðis- flokkinn og Samfylkinguna. Mið- flokkurinn nýtur stuðnings 8% þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast. 6% af fylgi Sjálfstæðisflokksins fara síðan til Framsóknar. Flestir sem kusu Pírata síðast og ætla ekki að kjósa flokkinn núna segjast ætla að kjósa VG. Þá ætla 13% þeirra sem kusu VG síðast að kjósa Samfylk- inguna í kosningunum á morgun. Fjöldi þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni var 1.956, en 73 sögðust ætla að skila auðu, 25 ætluðu ekki að kjósa, 182 svöruðu „veit ekki“ og 48 vildu ekki svara. Stjórnarmyndun verður snúin Niðurstöður skoðanakönnunar fyrir Morgunblaðið um fylgi stjórnmálaflokkanna Könnunin var gerð dagana 22. til 25. október 2017. Eftirfarandi flokkar eða listar voru að auki nefndir á nafn í svörum þátttakenda: Alþýðufylkingin, Dögun, og „annar flokkur eða listi“, en allir með hverfandi fylgi. Úrtakið var 3.900 manns. Um var að ræða bæði síma- og netkönnun. Fjöldi svarenda var 2.283, sem er 59% þátttökuhlutfall. 30% 25% 20% 15% 10% 6 9,8% 6 9,3% Heimild: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands 0 3,5% 0 3,3% 0 4,2% 8 11,5% 5 7,1% 5 7,9% 7 10,5% 3 5,7% 5 8,3% Úrslit kosninga 29. október 2016 Fylgi í % og fjöldi þingmanna Fylgi í könnun frá 21. október 2017 Fylgi í % og fjöldi þingmanna Samkvæmt nýjustu könnun 27. október 2017 Fylgi í % og fjöldi þingmanna 10 14,5% 5 8,2% 6 8,8% 3 5,7% 11 15,6% 10 15,3% 10 15,9% 16 23,2% 14 20,2% 21 29% 17 25,1% 17 24,5% 4 7,2% 1,5% 1,3% A Björtframtíð B Framsóknar-flokkur C Viðreisn D Sjálfstæðis-flokkur F Flokkurfólksins P Píratar M Miðflokkurinn S Samfylkingin V Vinstri græn KOSNINGAR 2017  Ný könnun bendir til að Samfylking, VG og Miðflokkur bæti mestu við sig í þingkosningunum á morgun  Engin tveggja flokka stjórn möguleg  Þriggja flokka stjórn verði ekki mynduð án Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, segir flokkinn kjölfestuna gegn vinstriöflunum í landinu. „Við höfum með- byr núna á lokasprettinum og við vonumst til þess að hann fleyti okkur lengra og það má sjá af þessum tölum að það getur verið mjög snúið spil að raða saman ríkisstjórn eftir kosningar. Til að Sjálfstæðisflokkurinn verði sterka kjölfestan og mótfestan við vinstriöflin í landinu þurfum við að skila meiri stuðningi á síðustu dögunum.“ Finnur meðbyr á lokasprettinum Bjarni Benediktsson Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að það teljist mjög góður árangur ef nið- urstaðan á kjördag verður í samræmi við könnunina. „20,2% er bara mjög góður árangur ef það er það sem kemur upp úr kössunum á kjördag. Við teljum að þetta sé ákall um breytingar, stefnubreytingu, breytta for- ystu og breytt stjórnmál. Svo verðum við bara að sjá hvað gerist á laugardaginn.“ Telur fylgið ákall um stefnubreytingu Katrín Jakobsdóttir „Við höfum auðvitað fundið fyrir ágætum stuðningi. En við áttum okkur hins vegar á því að þetta er einungis skoðanakönnun. Það er mikilvægt að kjósendur velji Sam- fylkinguna og tryggi það að hér verði mynduð stjórn um lífskjör almennings í landinu,“ segir Logi Már Einarsson, for- maður Samfylkingarinnar. „Við erum áfram með uppbrettar ermar og munum berjast fram á síðustu stundu,“ segir hann ennfremur. Ríkisstjórn um lífskjör almennings Logi Már Einarsson „Það að við séum að rísa kemur ekki á óvart miðað við þá tilfinningu sem við höf- um,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, for- maður Framsóknarflokksins, um stöðu flokksins. „Við höfum verið að tala við kjósendur um allt land og mér finnst margir horfa til okkar. Þeir gera sér það ljóst að hér þarf að mynda starfhæfa ríkisstjórn og vilja gjarnan að Framsóknarflokkurinn sé í henni.“ Fólk vill Framsókn í starfhæfa stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Við- reisnar, segir tölurnar ánægjulegar. „Mjög ánægjulegt að sjá þetta og stað- festir um leið það sem við höfum verið að finna í kosningabaráttunni þessa vikuna. Stuðningur við okkur hefur aukist mjög og við höfum fundið mjög sterkt fyrir því. Þetta er í samræmi við niðurstöðu Frétta- blaðsins og virðist vera áfram stígandi í töl- unum, sem er jákvætt að sjá. Eykur þrótt í baráttunni inn á kjördag.“ Ánægjulegar tölur fyrir Viðreisn Þorsteinn Víglundsson Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ánægð með að fylgi flokksins skuli fara hækkandi og hlakkar til að telja upp úr kjörkössunum á laugardaginn. Kjós- endur ráði núna ferðinni. „Ég er bara ofsalega glöð yfir því að við séum aftur að hækka. Við bara stígum upp og hlökkum til að telja upp úr kjörköss- unum. Við erum einfaldlega í fanginu á kjósendum núna og þeir ráða bara alveg hvað verður.“ „Erum bara í fanginu á kjósendum“ Inga Sæland Óttarr Proppé, formaður Bjartrar fram- tíðar, segir leiðinlegt að sjá þessar tölur en hefur trú á að niðurstaðan á laugardaginn verði betri. „Það er svipuð saga, það er leiðinlegt að sjá þessar tölur en maður hefur það á til- finningunni að ennþá séu margir sem eigi eftir að gera upp hug sinn. Við höldum alla- vega ótrauð áfram að slást fyrir okkar mál- efnum og höfum fulla trú á því að við eigum eftir að gera betur en þetta.“ „Við höldum allavega ótrauð áfram“ Óttarr Proppé

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.